Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 26
kbglingar LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 Eldri bekkir grunnskóla og framhaldsskólanemar sækja Kjarvalsstaði heim: Gott framtak - segja Bergdís og Monika Hrönn, nemar á myndlistabraut í FG „Flest okkar eru á myndlista- braut og við komum þess vegna til þess að skoða þessa sýningu. Við komum nokkrar ferðir með skólan- um og síðan vitaskuld oft á eigin vegum,“ segja Bergdís Örlygsdóttir og Monika Hrönn Ingólfsdóttir, nemar í Fjölbraut í Garðabæ. Und- irritaður fékk að fylgja hópnum Rétt er að mæla með því við fólk að það drífi sig og skoði og taki þátt í þess- ari skemmtilegu sýningu á Kjarvalsstöðum. Iben Dalgaard ræðir við nem- endur í Fjölbraut í Garðabæ. DV-myndir Pjetur hópa um sýninguna, þeir fá leið- sögn, hitta listamenn eða sjá gjörn- inga. Allir hóparnir taka þátt og ræða við lista- eða fræðimenn. virkilega þátt. Þar bjóðist tækifæri til þess að losna undan formlegheit- um hinnar hefðbundnu sýningar þar sem fólk megi bara horfa. Opnar augu fólks Auðvitað list Bergdís Örlygsdóttir skoðar hér sýningu dönsku listakonunnar Iben Dalgaard. þeirra eftir þar sem hann fékk leið- sögn um sýninguna Líkamsnánd sem er haldin á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Mikilvægur hluti þessarar sýn- ingar er fræðslustarf fyrir nemend- ur I eldri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Farið er með Stelpurnar eru sammála um ágæti þess að nemendur skuli fá tækifæri til þess að kynna sér list með þessum hætti. „Þetta er mjög gott framtak. List- in er orðin svo stór þáttur í okkar daglega lífi. Hún er notuð á svo fjöl- breyttan hátt og getur gagnast ein- staklingum á marga vegu. Stutt leið- sögn um svona sýningu getur orðið til þess að opna augu fólks upp á gátt fyrir listinni," segir Bergdís og Monika Hrönn bætir við að mjög gaman hafi t.d. verið að fá að hlýða á og ræða við dönsku listakonuna Iben Dalsgaard um list hennar. Þar fái fólk að opna og loka skápum, skoða það sem í þeim er og taka „Auðvitað er þetta list,“ segja þær við efasemdartóni blaðamanns. „Annars er það það besta við listina að hver og einn verður að eiga það við sjálfan sig hvað honum finnst vera list og hvað ekki,“ segja þær stöllur sannfærandi. Bergdís segist vera tólf tíma á viku í myndlist og teikningu. Hún hefur lokið námi á hönnunarbraut Iðnskólans, segist hafa ætlað að verða iðnhönnuður en frestað því. Hún segist stefna á framhaldsnám í einhverju listtengdu. Monika er í teikningu og málun, fatsaum, smíði og hönnun. Hún stefnir að því að klára stúdentspróf og reyna svo við Myndlista- og Monika Hrönn Ingólfsdóttir Iftur inn í skápinn og bregður í brún. handíðaskólann. „Listimar eru greinilega vinsæl- ar í dag. Myndlista- og handíða- brautin í skólanum hjá okkur var mjög lítil fyrir nokkrum árum. Áður fóru allir í viðskiptafræði en það er að breytast. Nú vilja allir verða tónlistar- eða myndlistar- menn,“ segir Monika og Bergdís bætir við að gríðarleg aðsókn sé nú í Myndlista- og handíðaskólann og fáir komist inn. Skelfilegt sé að að- eins sé einn skóli fyrir nemdendur eins og þær á landinu því þeir sem ekki komist inn í MHÍ verði bara að hætta við þetta nám. Fjallað er um sýninguna Lík- amsnánd á bls. 13. -sv í I i 'n hliðin Sölvi Blöndal í hljómsveitinni Quarashi: Leiðinlegast að róta „Ég veit ekki eiginlega alveg kom fyrir. Við virðumst hafa hitt á réttan stað í tónlistarsál íslendinga," segir Sölvi Blöndal, einn meðlima „heitu“ hljómsveitarinnar Quarashi sem gerði sér lítið fyrir og seldi um 6 þúsund eintök af fyrstu breiðskífunni sem kom út fyrir síðustu jól. Verður það að teljast mjög góður árangur þar sem unnendur rapptónlistar á íslandi geta vart talist fleiri en 1-2 þúsund. Áður hafði sveitin gefið út smáskífú auk þess sem hún er meðal flytjenda á plötunni Megasarlög. Sölvi er sá sem framleiöir tónlist sveitarinnar úr þar til gerðu „galdra- tæki“ en sá sem þeytir skifurnar er Richard DJ Hauksson. Steinar Orri Fjeldsted er rapparinn ásamt Höskuldi Ólafssyni sem einnig syngur. Þess- ir fjórir hafa verið í sveitinni frá þvi hún var stofnuð á vormánuðum 1996. Sölvi segir erfitt að skilgreina tónlistarstefnu þeirra. Hún sé sambland af rappi, rokki og fönki og ætti bara að kallast Quarashi. Og hver veit nema að heimsfrægð bíði handan við hornið... -bjb sölustað- ur/veit- ingahús: Thaílandi. Hvaða bók lang- ar þig mest að lesa? Catch 22 eftir Jos- eph Hell- er. Fullt nafn: Sölvi Blöndal. Fæðingardagur og ár: 3. janúar 1975. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Lítil sem engin en tóri þó. Hefur þú unniö f happdrætti eða lottói? Einu sinni fékk ég þrjá rétta í lottói en það var ekki til að byggja tónlistarferil á! Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Vinna við mína tón- list og vera í hljóðveri. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Róta eftir tónleika. Ára- mótaheitið var að ráða rótara tO okkar. Uppáhaldsmatur: Pasta sem ég malla heima hjá mér. Uppáhaldsdrykkur: Minute Maid appelsínusafi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Geir Sveinsson, ekki spuming þótt ég sé KR-ingur. Uppáhaldstímarit: Úrval. Hver er fallegasta kona sem - þú hefur séð? Ciccolina, þingkon- an barmgóða á Ítalíu. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mario Caldato jr. Uppáhaldsleikari: Harry Dean Stanton. Uppáhaldsleikkona: Drew Barrymore. Uppáhaldssöngvari: Páll Óskar. Uppáhaldssj órnmálamaður: Hjörleifur Guttormsson og Vladimir Zhírínovskí. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Ren og Stimpy. Uppáhalds- sjónvarps- efni: X-files. Uppá- halds- mat- Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarps- maður? Þossi og Simmi. Hverja sjónvarps- stöðina horfir þú mest á? Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarps- maður: Jón Gnarr. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Keisarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Láta sjálf- um mér og öðrum í kring- um mig líða vel. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Tókum upp plötu Quaras- hi, gerðum ekkert ann- að. Sölvi Biöndal er heilinn á bak við tónlist Quarashi ef svo má að orði komast. DV-mynd S MMMM WmM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.