Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 30
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 TIV 3« IMgarviðtalið Davíð iíöur vel í ráöherrabústaönum á Pingvöllum og hér er hann meö göngustafinn góða sem Richard von Weizsacker, fyrrum forseti Þýskalands, gaf honum. Mörg góð ár - Yfir í annað mál. Margir hafa sagt að nýliðið ár, 1997, sé eitt þitt besta á ferlinum. Ertu sam- mála þessu? „Ég hef átt mörg góð ár á mínum stjómmálaferli en það hefur gengið upp og niður. Núna kemur þessi umræða upp vegna þess að ástandið er gott í þjóðfélaginu. Þá kemur það vel út fyrir alla, og mig þar með. Fyrir landið var árið 1996 afskap- lega gott ár, 1997 enn betra og ég hygg að ef ekkert óvænt gerist þá geti árin 1998 og ’99 orðið farsæl fyr- ir ísland og íslendinga." - Hvemig tókstu þeim sterku og almennt góðu viðbrögðum sem nýja bókin fékk, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar? „Þetta gladdi mig afskaplega mik- ið. Eins og ég greindi frá atkvæða- greiðslunni á heimilinu þá var þetta ekki létt mál. Ákvarðanir vefjast oft ekki fyrir mér en í þessu var öfugt farið. Sögurnar eru persónulegir vinir mínir og ég gat verið að senda þær út af örkinni þar sem þær yrðu kannski höggnar í spað. Maður er orðinn harður af sér í pólitíkinni og þykist hafa þykkan skráp. En þarna held ég að ég hafi haft veikan punkt. Ef sögurnar hefðu þótt algjörlega misheppnaðar þá hefði maður hugs- anlega þurft að hafa víðtækt samráð við hundinn sinn og sleikja sárin. Ekkert varð af því og sögunum var fjarska vel tekið.“ Samfellan mikilvæg - Hvernig er að vera forsætis- ráðherra? „Þetta starf er dálítið sérstakt og mjög ólíkt starfi borgarstjóra. Hjá borginni var maður í daglegu sam- bandi við stóran hóp embættis- manna og gaf fyrirmæli um þetta og hitt. Með vissum hætti má segja að pólitísk völd borgarstjórans séu ei- lítið meiri en forsætisráðherrans. En pólitísk áhrif forsætisráðherra eru mun öílugri en borgarstjórans. Embætti forsætisráðherra er hægt að laga svolítið í hendi sér. Það fer eftir þeim mönnum sem eru þar hverju sinni. Lagafyrirmælin eru ekki mikil. Ef þú fengir handbók í hendur um störf forsætisráðherra þá fyndist þér þau vera harla litil. Sjá um fánann og húsakost ráð- herrabústaðarins og þess háttar hluti. í samanburði við starf borgar- stjóra tekur það lengri tíma að sjá árangur verka sinna sem forsætis- ráðherra. Þess vegna nefndi ég þetta áðan með ósýnileg verk. Samfellan í starfinu sem mér hefur gefist hefur haft gríðarlega þýðingu upp á að ár- angur náist. Ef skipt er um forsætis- ráðherra á fjögurra ára fresti fer mikill tími til spillis. Þú þarft góðan tíma til að vinna markvisst að mál- um.“ - Ekki verður þú forsætisráð- herra til eilífðamóns. Hvað get- urðu hugsað þér að sitja lengi enn í þessum stóli? „Ég hef ekki hugsað það að öðru leyti en því að allt bendir til að ég sitji út þetta kjörtímabil. Síðan verður framtíðin að ráðast. Meira atvinnuöryggi hefur forsætisráð- herra ekki - og á ekki að hafa.“ - Nú var þitt nafn sterklega til umræðu í upphafi leitar að for- setaframbjóðanda fyrir síðustu kosningar. Gætirðu hugsað þér að ljúka ferlinum á Bessastöðum og taka við af Ólafi Ragnari? „Ég var á sínum tíma skammaður fyrir að hafa tekið mér tíma til að hugsa um þetta embætti. En ég gerði það og fann að þetta myndi ekki henta mér. Ég hugsa að þjóðin hafi verið mér sammála. Þannig að þessi hugsun er að baki og henni verður ekki velt upp aftur af minni hálfu.“ Ráðherrar í ógöngum án stuðnings - Þú hefur haft sterk tök á þín- um ráðherrum og virkað út á við eins og þeir væru í spennitreyju. Hvernig ferðu að þessu? „Ég hef átt gott samstarf við mína samráðherra, bæði í minum flokki og eins í samstarfsflokknum. Ég hef reynt að hafa eina megin- reglu. Að ráðherrar nái alltaf til mín, sama hvað ég er að gera. Þetta hefur skapað mjög góð tengsl. Svo reyni ég að fylgjast vel með því sem þeir eru að gera. Ekki sem einhver eftirlitsmaður heldur af áhuga. Get- að þá stutt þá og samglaðst þeim. Jafnvel komið mínum sjónarmið- um að ef ég tel þá ekki vera á réttri leið. í okkar stjómkerfi ráða ein- stakir ráðherrar sínum málaflokk- um, ekki forsætisráðherra, en þeir taka margir tillit til þeirra sjónar- miða sem forsætisráðherrann hef- ur. Þó við höfum ekki fjölskipað stjórnvald þá þurfa stærri ákvarð- anir að hafa stuðning samráðherr- anna. Annars getur ráðherra lent í miklum ógöngum." - Þú hefur augljóslega gripið inn í nokkur mál í seinni tíð? „Á nokkuð löngum tíma eru þetta ekki mörg mál. Þó maður hafi forystu um að breyta stefnunni ef málsmeðferð er ekki alveg í lagi þá er ekkert við því að segja. Þá á maður um það gott samstarf við viðkomandi ráðherra. Það er ekki verið að lítilækka þá með neinum hætti. Það kemur líka fyrir að aðr- ir ráðherrar finni að því sem for- sætisráðherra hefur gert. Við verð- um allir að lúta því að við erum saman í hóp að vinna að sama markmiði. Ég hef lent i því oftar en einu sinni í ríkisstjórninni að mín- ar hugmyndir fá ekki meðbyr. Þá verður maður bara að taka því vel, það er niðurstaða.“ - Nú gafstu nýlega út þá yfir- lýsingu að innan skamms mætti vænta breytinga á skipan ríkis- stjórnarinnar. Var það tímabær yfirlýsing í ljósi þess að aðeins eitt ár er til kosninga? „Ég taldi það mitt mat, án þess að hafa bætt nokkru við það. Fjöl- miðlar hafa síðan verið duglegir að prjóna við þetta. Ég var spurður og svaraði af einlægni. Var að tala fyr- ir mína hönd og míns flokks. Það mat mitt hefur ekkert breyst að þetta geti gerst á næstu mánuð- um.“ - Varstu að gefa mönnum gula spjaldið? „Nei, alls ekki. Ég hafði reyndar á miðju síðasta ári svarað því til að ég teldi ólíklegt að breytingar yrðu á ríkisstjórninni á því ári. Það er alveg jafngild yfirlýsing í hvora átt- ina sem hún gengur." - Nafn Friðriks Sophussonar hefur ítrekað verið nefnt í þess- ari umræðu. Er hann á leiðinni út úr ríkisstjórn? „Ég hef sagt það áður að ég ætla ekki að fara nánar út í þessa sálma. Ætla ekki að setjast í einhvern spá- konustól eða ganga neitt lengra á þessari stundu." Gott samtal við Guðrúnu - Yfir í borgarmálin aftxu-. Er það rétt sem haldið hefur verið fram að þú kallaðir Guðrúnu Pét- ursdóttur á þinn fund til að ræða framboðsmál í Reykjavík? „Já, það er rétt að við Guðrún átt- um samtal, ljómandi gott samtal. Mér fannst það mjög gott því á dög- um fyrr vorum við ekki alltaf sam- mála um öll mál. Gátum farið yfir það. Við vildum gjarnan koma að sjónarmiðum flokksins eftir próf- kjörið að það ætti að fjölga konum í 10 efstu sætunum. Nafn Guðrúnar hafði komið upp og við ræddum „Ég hef lent í því oftar en einu sinni í ríkisstjórninni að mínar hugmyndir fá ekki meöbyr. Þá verður maöur bara að taka því vel, það er niöurstaða." saman. Hún fann að það yrði engin fyrirstaða af minni hálfu ef hún hefði hug á að bjóða sig fram.“ - Þið hafið hist til að gera upp fornar deilur? „Við Guðrún höfum þekkst lengi. Lékum t.d. saman i Bubba kóngi og höfum birst í mörgum gervum. Þarna kom hún til mín og við áttum elskulegt samtal. Ég er feginn að það hafi átt sér stað og tel að hún muni styrkja lista flokksins.“ Afskipti ef ág kýs svo - Fannst þér það vera í þínum verkahring að hafa þama óbein áhrif á skipan borgarstjórnarlist- ans? „Það er í mínum verkahring að hafa afskipti af þeim málefnum flokksins sem ég kýs. En ég verð að fara varlega í það og trufla ekki verk annarra. Formaður flokksins verður að hafa þá stöðu að geta komið að málum ef hann velur svo. Með samtali mínu við Guðrúnu vildi ég eingöngu gera það ljóst að ég myndi ekki standa í vegi fyrir því ef kjömefnd flokksins og/eða Guðrún vildu ná saman um eitt- hvert sæti á listanum." - Fannstu fyrir óánægju innan borgarstjórnarflokksins með þessi afskipti þln? „Nei, því fer fjarri." - Og þú ert sáttur við þann lista sem litið hefur dagsins ljós? „Ég get ekki verið annað, er nú sjálfur einu sinni á honum. í 30. sætinu. Án gríns þá hefur tekist af- skaplega vel til með skipan efstu sæta. Það er of snemmt að fullyrða að listinn nái að sigra borgina en ég tel að hann eigi það skilið. Hann er öflugur og mjög frambærilegur með hugmyndaríku fólki. Á það skortir hjá andstæðingunum." Leggst ekki í langa fýlu - í nærmyndum hefur verið talað um að þú sért í senn skemmtilegur, gáfaður, klókur, góðviljaður, traustur, einstreng- ingslegur, hefnigjam, óbilgjarn og langrækinn. Ertu ósammála einhverju af þessu? „Ég held að allir menn séu myndaðir af mörgum eiginleikum. Ég vona að ég hafi einhverja þá hæfileika til að bera sem réttlæta að ég sé í því starfi sem ég er. Hefnigirni og langrækni eru ekki bestu hæfileikarnir til að gegna með svo flóknum leikjum að þeir hafa oft oltið um þá sjálfir. 'Tilver- an er með svo miklum ólíkindum að það er ekki hægt að áætla fram- tíðina með einhverjum klækja- brögðum. Hins vegar geturðu sýnt þolinmæði, gripið tækifæri sem þú sérð og líka staðist freistingar. Ég hef séð menn á þingi sem standast ekki þá freistingu ef andstæðingur- inn stendur höllum fæti, hversu lítið sem það nú er, að höggva þá þegar í stað. Það getur verið af- skaplega heimskulegt því andstæð- ingurinn man það. Menn verða að hafa gát á bardagafýsn sinni og klókindum.“ - Þú minntist á Matthildinga. Er einhver von til þess að við sjáum „come-back“ á þeim vett- vangi á næstu misserum? „Nei, en það hefur mikið verið reynt. Miðað við höfðatölu líklega jafn mikið og Bítlana. En ég er al- farið á móti því. Þá yrðum við ekki fyndnir heldur eingöngu hlægileg- ir. Á því er verulegur munur. Það yrði svipað og ef þrjár sjötugar ballerínur kæmu til að sýna gamla takta, með fullri virðingu fyrir þeirri fótamennt." Sjáið Helmut Kohl! - Forsætisráðherra þarf aUtaf að spá í ímynd sína. Þú hefur farið í megrun og þér skipað að breyta klæðaburði og þess hátt- ar. Var þér skipað að fara í megrun? „Það hafði ekkert með pólitík að gera að ég fór í megrun. Þetta var orðið þannig að ég mæddist veru- lega við það eitt að hlaupa upp þær fáu tröppur sem liggja upp í þingsalinn. Einhverju sinni stóð ég móður og másandi í ræðupúltinu eftir slíkt hlaup. Þetta gat auðvitað ekki gengið. Ég man að Símon Per- ez sagði mér að fólk kysi ekki feita stjórnmálamenn, þess vegna ætti maður að vera grannur. En ég benti nú bara á Helmut Kohl!“ - í tilefni afmælisins er að koma út mikil bók þar sem margir pennar skrifa lærðar greinar um ólík hugðarefni. Ég geri ráð fyrir að bókin komi út með þínu samþykki? „Ég var svolítið hikandi fyrst þegar ritnefndarmenn; Jón Stein- ar, Þórarinn Eldjárn og Hannes Hólmsteinn, komu að máli við mig. Mér fannst meira við hæfi að svona bók kæmi út þegar ég yrði „Við Guðrún höfum þekkst lengi. Lékum t.d. saman í Bubba kóngi og höfum birst í mörgum gervum," segir Davíð m.a. um fund þeirra Guörúnar P. mínu starfi. Það er heldur ekki gott að hafa menn sem muna ekki neitt hvað hefur gerst. Ég veit ekki hvort orðið langrækni sé rétt. Ég hef stundum tekið mið af hundin- um mínum. Ef þú sparkar í hann einu sinni er ólíklegt að þú fáir að klappa honum eftir það. Það getur verið að hundurinn sé ekki lang- rækinn en hann lætur ekki sparka í sig tvisvar. Það er misskilningur að halda að ég leggi lykkju á leið mína til að hefna mín á fólki. Ég hef þokkalega lund og leggst ekki í langa fýlu. Hef alltaf átt gott með að sjá aðrar hliðar á tilver- unni en þær sem blasa við. Þann 'hæfileika hef ég líka ræktað, sam- anber þætti okkar Matthildinga, Þórarins og Hrafns. Það er orðum aukið að ég sé mjög klókur. Það er vafasamt þeg- ar menn ætla að vera yfir sig klók- ir. Ég hef séð suma stjórnmála- menn reyna þetta og fara flatt á því. Þeir hafa búið til slík plön, sextugur ef hún ætti að koma út yf- irleitt. En þeir höfðu aðra skoðun og virðast hafa haft rétt fyrir sér. Bókin varð nærri þúsund síður. Ég hef ekki séð hana en heyrt að þar séu stórmerkilegar og skemmtileg- ar greinar." - Svona að lokum, Davíð. Hlakkarðu til að vakna upp á sunnudagsmorgun, kominn þá á sextugsaldurinn? „Já, ég geri það. Vona að ég fái að sofa út. Oftast nær vekur Tanni mig um áttaleytið en þegar maður segir „sunnudagur" þá fer hann aftur og leggur sig. Ég vona að þetta geti orðið góð- ur áratugur. Maður veit reyndar ekkert hvað maður lifir lengi. Það er nú ekki langlífi karla sem að mér standa. Annar afi minn varð 56 ára, hinn 59 ára og faðir minn 63 ára. Maður veit aldrei hvað maður hefur þannig að það er um að gera að njóta hvers dags.“ -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.