Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 15 Þegar haustsólin bregður löngum geisla yfir Kóngseyju við Svcilbarða gera þungaðar ísbimur sér híði sunnarlega á eyjunni. Kóngseyja er eins konar fæðing- ardeild fyrir stofn tvö þúsund ísbjama sem reika um Svalbarða og ísinn í grennd. í endalausri nótt heimskauta- vetrarins fæða þær loks örlitla húna, gjarnan tvo. Þeir vega sjaldan meira en hálft kíló. Þegar húnamir hafa náð um tíu kílóa þyngd skríða þær loks úr híðinu og halda á ísinn til selveiða. Húnarnir sem ekki fæddust Norskur vísindamaður, Öystein Wiig, hefúr rannsakað bimina á Kóngseyju. Með deyfibyssum gat Öystein sett á þær mælitæki og fylgt þeim eftir gegnum gervi- hnetti. Hann afréð að fylgjast sérstaklega með nokkrum þung- uðum birnum. Fræðimaðurinn átti von á því að tólf þeirra myndu í lok vetrar birtast við ísröndina með nýja húna. Niðurstaðan kom honum verulega á óvart. Einungis fimm þeirra ólu húna í nóttinni löngu. Vísindamaðurinn ákvað að rannsaka hvað ylli óvæntri ófrjósemi bimanna. Honum tókst að ná sýnum úr nokkrum þeirra og mæla innihald blóðsins. Niðurstaðan leiddi í ljós fúrðulega hátt magn lífrænna, þrávirkra efha. Þar á meðal var PCB, skordýraeitrið DDT, auk fjölda annarra. Magn efnanna var fjórðungi meira en rannsóknir höfðu sýnt að leiddu til ófrjósemi í selum. Norðmennimir komust því að þeirri niðurstöðu að ófirjósemi bimanna væm þrávirku eiturefh- in sem höfðu safnast upp í þykku forðalagi bimanna. Görótt birnumjólk Þegar spendýr ala afkvæmi ganga mæðumar á fituforðann. Við það losna eiturefinin, fara inn í blóðrásina og eiga greiðan aðgang að fóstrinu. Eftir fæðinguna berast þau svo með mjólkinni yfir í afkvæmið. Menguð móðurmjólk er sérstaklega alvarleg fyrir bimina, sökum þess hve lengi þeir em á efiia er þannig náskyldur mesta krabbavaldi sem enn hefur fúndist af manna völdum. Vistkeðja norðursins Þegar eiturefnin hafa fallið í hafið byrja þau að lesa sig upp fæðukeðjuna. Smágerð krabbadýr éta mengaða örþöranga og önnur stærri lifa á smákröbbunum. Þau verða síðan að gómsæti í munnum fiska. Milli þrepa keðjunnar margfaldast magnið. Efst í keðjunni tróna stóru rándýrin, selir, hvalir og birnir. Þau verða því eins konar eiturbankar. Hvergi hafa mælst jafn há gildi þrávirkra efna og í þeim. í ísbiminum er styrkur PCB orðinn þijú þúsund milljón sinnum meiri en í hafinu. Ofar þessum dýrum í fæðu- keðjunni er aðeins maðurinn. Nyrst í Kanada era inúítar sem lifa enn að miklu leyti á fiski, hvölum og selum. í brjóstamjólk kvenna í Broughton á Baffins- iandi hefur mælst langhæsta magn PCB-efna sem nokkra sinni hefur fúndist í mönnum. Það er áttfalt meira en (í öðrum kanadískum konum. Islenskar mælingar Mælingar Rannsóknarstofu Háskólans í lyfjafræði gefa ærið tilefni til að íslendingar velti fyrir sér framtíðinni. Fálkar reyndust hafa miklu meira af þrávirkum efnum en menn bjuggust við. Rjúpan, sem er jurtaæta, var hins vegar að mestu leyti laus við þau. Rannsóknarstofan er um þessar mundir að athuga aðra fugla. Þær athuganir gefa til kynna að til dæmis teista, sem er ofarlega i keðjunni, sé talsvert menguð. Merkastar era þó mælingar á brjóstamjólk 22 íslenskra kvenna. Samkvæmt þeim er magn PCB þriðjungi meira í brjóstum íslenskra kvenna en staÚsystra þeirra í Noregi, Bretlandi og Frakklandi. Einu gildin sem em hærri en þau íslensku era úr mjólk kvenna hins iðnvædda Þýsklands og svo inúítakonum í Kanada. Á íslandi er nær enginn iðnaður sem notar PCB efni. Þrávirku efnin hljóta því að berast í mannfólkið úr hafinu. Hér á landi er fiskneysla mun spena. Húnamir hætta því ekki fyrr en þeir yfirgefa móðurina tveggja ára, fast að 200 kílóa þungir. í tvö ár nærast þeir því á mjólk sem er ótrúlega rík að þrávirku eitri. Tiu árum síðar er líklegt aö annar húnninn frá Kóngseyju sé í hópi bimanna sem skríða úr híði sínu á Kóngseyju - húnalausar. PCB-fjölskyldan er þekktust í hópi þrávirku efnanna. Fljótlega eftir aö fjöldaffamleiðsla hófst á efnunum árið 1935 spruttu grunsemdir um að þau yllu óæskilegum aukaverkunum. Fjöl- mörg ríki þráuðust þó áratugum saman við að hætta notkun þeirra. Þegar algert bann náðist fyrir nokkrum áram var búið að ffarn- leiða 1,2 milijónir tonna. Þriðj- ungur þeirra er þegar kominn út í hafið. Syndir feðranna Þrávirkni efnanna birtist i að þau hafa mjög langan helming- unartíma. Það tekur því afar langan tíma fyrir þau að brotna niður og verða óvirk. Þau geta því eitrað umhverfið öldum saman. Þessi eiginleiki þeirra getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir lönd einsog ísland. Húnaleysi bim- anna á Kóngseyju sýnir það betra en flest annað. Þær lifa allt sitt líf á ísilögðum auðnum norðurhjarans sem menn töldu lausar við alla mengun. Hvar í ósköpunum urðu þær sér þá úti um ailt það magn þrávirkra efiia sem í þeim mældist? Kuldagildran Svarið liggur í eðli eiturefn- anna. Þau hegða sér líkt og vinandi. Gufa upp í heitu umhverfi en þéttast í kulda og falla þá til jarðar. Þegar efnin sleppa víðs fjarri hinu kalda norðri gufa þau því fyrr en síðar upp í andrúmsloftið. Þau berast síðan víða vegu með straumum í háloftunum. Þegar þau rekur fyrir vindum inn í kulda heimsskautanna þéttast þau og falla niður. Efnin lenda þá ýmist í höfúnum eða á landi, þar sem þeim skolar um síðir til sjávar. Norðurhjarinn er því eins konar kuldagiidra gagnvart þrá- virku efnunum. Þau safnast að heimskautinu og kuldinn sér til að þau sleppa ekki í burt. Langlífi þeirra sér til þess aö öldum saman halda þau áfram að hafa áhrif á öllu þrepum fæðu- keðjunnar. Gssur Skarpháðinsson rítstjórí Marktækustu upplýsingarnar um áhrif þrávirkra efna á manninn em frá svæðum þar sem matvara hefúr mengast af PCB fyrir slysni. Það gerðist á Taívan þar sem matarolía blandaðist meðal annars PCB. Böm mæðra sem neyttu olíunnar þjáðust af margskonar sjúkdómum. Hreyfi- geta þeirra og greind var skert, og kynþroski drengjanna varð ekki eðlilegur. Ófrjósemi Margar athuganir hafa sýnt að ófrjóir karlar hafa gjaman hærra magn þrávirkra efna í blóöi og sæði en hinir. Ein könnun leiddi í ljós að hreyfanleiki sæðis, sem skiptir miklu fyrir getnað, minnkaði í hlutfalli við styrk tiltekinna PCB-efna í sæðinu. Vísindamenn hafa einnig sýnt fram á að konur sem missa fóstur em líklegar til að hafa hærra magn PCB í líkömum sínum en þær sem hafa eðlilega meögöngu. Fiskar í Michigan vatni í Bandaríkjunum mældust með hátt magn PCB. Konur sem neyttu fiskmetisins í talsverðum mæli eignuðust böm, sem vom léttari en önnur börn, höfðu skerta hreyfigetu og lægri greind. Miðað við magn PCB í blóði Bandaríkjamanna telja vísinda- menn nú líklegt að um 5% bandarískra bama búi við skerta tauga- og heilastarfsemi sem megi rekja til efnanna. Þau geta einnig veikt ónæm- iskerfið verulega og valda líka krabbameini. Einn hópur PCB meiri en í Evrópu. Það skýrir væntanlega hina óvæntu niður- stöðu sem bendir til að íslensk brjóstamjólk er jafn mikiö eða meira menguð en mjólk evrópskra kvenna. Framtíðin Islensku vísindamennimir hafa þegar hafið umfangsmeiri könnun á mjólkandi konum. Þar verða rannsökuð áhrif búsetu og sjávarfangs á magn þrávirkra efna í blóði. í grein sem birtist í Læknablaðinu segja vísinda- mennirnir að „afar ólíklegt verður að teljast að þær aðstæður finnist á íslandi að magn þessara mengunarefna fari yfir hugsanleg hættumörk fyrir ungböm.“ Það breytir því ekki að efnin munu næstu aldir halda áfram að safnast upp í höfunum norðan íslands. Þau eru tímasprengja sem mun ekki springa fyrr en eftir langan tíma. Löngu áður en þau munu skaða líf og heilsu íslendinga geta þau hins vegar geta haft önnur áhrif á líf þjóðarinnar. íslendingar lifa nefnilega af þvi að selja fisk. Hvaöa áhrif mun það hafa á markaði okkar, þegar vitneskjan um tímasprengjuna í höfum norðurhjarans kemst á vitorð heimsins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.