Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 56
JJ gFRÉTTASKOTIÐ m SÍMINN SEM ALDREI SEFUR /\ ll (l l fl'ltWMifíUÍ (l. ■J —• J J ^J J ^J ^Jj ~j ^sJ J ^J ~*J ' ■ ' ijyrfrkL 20:20 í kvðld Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 íhuga að stefna fyrir Félagsdóm: Vefengja verk- fallsboðun Vestfirðinga Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Háisi, fylgist hér með kálfinum Gulla sem er þriggja daga gamall. Það er greinilegt að Gulla líkar vel spenvolg mjólkin úr móður sinni, henni Típu. DV-mynd Hilmar Þór Utgerðarmenn íhuga nú að stefna Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni fyrir Félagsdóm í því skyni að rifta verkfallsboðun félags- ins. Upp úr sauð þegar útgerðarmenn kröfðust þess að samningur Bylgj- unnar yrði afnuminn og félagið semdi á grundvelli samnings Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands. Svar Bylgjumanna, sem eru aðilar að FFSÍ, var að leggja fram kröfugerð í 33. liðum sem skilyrði fyrir því að samningurinn yrði af- numinn. Þessu vilja útgerðarmenn ekki una og segja að lögum sam- kvæmt eigi kröfugerð að liggja fyrir þegar félagsmenn greiða atkvæði um verkfallsheimild. „Við höfum óskað eftir því við þá að annaðhvort afturkalli þeir verk- 4 I 4 4 4 fallsboðunina eða þessar kröfur sín- ar. Þá standa eftir kröfumar sem Farmannasambandið setti fram,“ segir Kristján. Hann segir að haldi félagið fast við kröfumar muni útgerðarmenn fara með málið í dóm í því skyni að fá verkfallsboðunina dæmda ólögmæta. „Við munum láta á málið reyna fyrir Félagsdómi dragi þeir ekki verkfallið eða kröfumar til baka. Það er að okkar dómi augljóst að þetta er algjörlega sjálfstæð og ný kröfugerð," segir Kristján Ragnarsson. Það er ljóst að verði verkfallsboð- un Bylgjunnar rift myndast sprunga í verkfall á Vestfjörðum. Á samn- ingafundi í sjómannadeilunni í gær varð engin hreyfmg á málum og þungamiðja átakanna er nú um Bylgjumálið. -rt Sameiningarkosningar: Sigurður kýs í Þýskalandi Uppnám í Atlantavél á leið til Madríd vegna gríns flugvélstjóra: Sigurður Bjarnason, handknatt- leiksmaður í Bad-Schwartsau í Þýska- landi, sagðist myndu nýta kosninga- rétt sinn í sameiningarkosningunum í Borgarfirði sem haldnar em i dag. „Maður kýs þar sem maður hefur lögheimili," sagði Sigurður. Nokkra athygli hefur vakið að Sig- urður, sem starfar í Þýskalandi, var skráður með lögheimili hjá fóðurbróð- ur sínum í Skorradalshreppi á síðustu stundu fyrir gerð kjörskrár hreppsins. -Sól. Erum týnd í Berm- Akraborgin: Öllum var sagt upp údaþríhyrningnum tilkynnti flugfreyjan í kailkerfið 'á(. i.y/'j.'joo.- OPEL-e -Þýskt ebalmerki ílheimar ehf. varhöfda 2a Sími:525 9000 Spænska dagblaðið E1 Mundo greindi frá því í síðustu viku að uppnám hefði orðið um borð í leigu- vél flugfélagsins Atlanta. Atlanta- vélin flaug undir merkjum spánska flugfélagsins Iberia á milli Madríd og Havana. Atvikið átti sér stað þar sem vélin var á leið til Madrid og farþegi spurði flugfreyjuna hvar þau væru stödd. Flugfreyjan, sem er spænsk, vissi það ekki en sagðist skyldu kanna málið. Hún fór því i fram í flugstjórnarklefann og spurði á móðurmáli sínu um staðsetningu. Flugvélstjórinn svaraði henni og sagði í gríni að þau væru týnd í Bermúdaþríhymingnum. Með þetta svar fór flugfreyjan aftur í vélina og þar með kámaði gamanið. Hún fór i kallkerfi vélarinnar og tilkynnti far- þegunum að illa væri komið þar sem vélin væri týnd í Bermúdaþrí- hymingnum. Uppnám varð meðal þeirra hundraða farþega sem vom í vélinni enda augljóslega um mikinn háska að ræða. Þegar flugstjórinn, sem er íslendingur, heyrði í flug- freyjunni brá hann skjótt við og fór í kallkerfið og tilkynnti farþegum að þama væri um mikinn misskiln- ing að ræða og hann vissi nákvæm- lega hvar vélin væri. Þannig tókst að róa farþegana með tíð og tíma. Ekki þarf að taka fram að vélin lenti heilu og höldnu á tilsettum tíma í Madríd. í yfirlýsingu frá flugfélaginu Atlanta er staðfest við DV að um- rætt tilvik hafi átt sér stað. Þar seg- ir að atvikið sé litið mjög alvarleg- um augum og bæði flugfreyjan og flugvélstjórinn hafi verið ávítuð. Þá hafi flugvélstjórinn, sem er frá Úr- úgvæ, verið færður til í starfi. Þess má til gamans geta að Bermúdaþríhymingurinn er á flug- leiðinni milli Madríd og Havana. -rt/-aþ - óánægja með starfslok Öllu starfsfólki Akraborgarinnar var sagt upp störfum í gær og renn- ur starfssamningur þess út 31. júlí. Mikil óánægja er meðal starfs- manna vegna þeirra kjara sem þeim em boðin, en samkvæmt uppsagn- arbréfinu verða þeim boðin dag- vinnulaun út ágúst. Starfsmenn töldu sig hafa vilyrði forsvarsmanna Skallagríms hf., sem gerir út Akraborgina, að þeir myndu halda fullum launum i heil- an mánuð eftir að ferjan hætti starf- semi sinni. Dagvinnulaun em að- eins þriðjungur meðallauna starfs- fólks, þar sem mikill hluti vinnunn- ar er vaktavinna. Þá er óánægja með að ekki skuli vera gerður starfslokasamningur við þá fjölmörgu sem unnið hafa lengi hjá fyrirtækinu, og eiga erfitt með að fá vinnu annars staðar sök- um aldurs. -Sól. 4 4 4 4 4 4 4 4 BARA GRIN - EÐA ÞANNIG! Upplýsingar frá Veðurstofu í»lands :o 9-/ Sunnudagur Mánudagur Veörið á morgun og mánudag: Víða léttskýjað Á morgun verður fremur hæg norðaustlæg átt eða breytileg átt. É1 við Á mánudaginn verður vaxandi sunnanátt og víða slydda vestan til, en austurströndina en annars þurrt og víða léttskýjað. Talsvert frost. bjartviðri og talsvert frost um landið austanvert. Veörið í dag er á bls. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.