Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 T>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Innsetning í hversdagslegt sæti Merkilegt rannsóknarefni felst í aðdragandanum að innsetningu Guðrúnar Pétursdóttur, fyrrum forseta- frambjóðanda, í níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Mál- ið hefur tæpast enn verið upplýst í íjölmiðlum. Spásagnir um innsetninguna hófust á umræðu um átt- unda sæti listans, sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera baráttusæti hans. Það skilur á milli feigs og ófeigs. Annar hvor framboðslistinn nær áttunda sætinu inn og verður þar með í meirihluta á næsta tímabili. Eðlilegt hefði verið, að borgarstjóraefni flokksins, Árni Sigfússon færi í áttimda sætið. Þar með hefði hann brotið brýr að baki sér á sama hátt og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem skipar það sæti á Reykjavíkurlistanum. Hann hefði barizt við hana á jafnréttisgrundvelli. Hins vegar er síður en svo nokkuð við það að athuga, að borgarstjóraefni sé í efsta sæti listans og leiði hann þannig í bókstaflegri merkingu. Það getur hins vegar verið vandamál fyrir borgarstjóraefnið, ef sá, sem skip- ar áttunda sætið er talinn hafa unnið kosninguna. Ef Guðrún hefði farið í áttimda sætið og Sjálfstæðis- flokkurinn mundi vinna sætið, teldist Guðrún vera sig- urvegari kosninganna og eðlilegt borgarstjóraefni um- fram Árna. En nú er hún komin í hversdagslegt níunda sæti listans og segist styðja Árna sem borgarstjóra. Þar með fellur í bili söguskýringin um, að ráðandi öfl í flokknum séu búin að afskrifa möguleika Áma og telji líklegra að Guðrún geti keppt við ljómann af Ingibjörgu Sólrúnu. Svo er að sjá, sem það verði áfram hlutverk Árna að vera borinn saman við Ingibjörgu Sólrúnu. Spurningin er þá sú, hvort einhver í efstu átta sætun- um verði á næstu mánuðum fenginn til að veikjast eða hljóti einhvern þann starfa, sem geri honum ókleift að skipa sætið. Með slíkum hætti gæti Guðrún „óvart“ komizt i áttunda sætið og söguskýringin endurvakizt. Kremlólógía af slíku tagi hentar vel Sjálfstæðisflokkn- um, sem minnir að ýmsu leyti á kommúnistaflokk Sov- étríkjanna sálugu. Mönnum er það minnisstætt, að Guð- rún og Davíð Oddsson voru talin þurfa að hittast út af ráðgerðri innsetningu Guðrúnar á framboðslistann. Guðrún og Davíð höfðu fyrir manna minni verið ósammála um ráðhúsið í Tjörninni. Svo virðist sem langrækni sé talin svo eðlileg í Sjálfstæðisflokknum, að frambjóðandi í áttunda eða níimda sæti þurfi sérstaka syndaaflausn og handayfirlagningu formannsins. Brandaraferli af slíku tagi þekkist tæplega í venjuleg- um stjórnmálaflokkum. Það getur varla talizt heppilegt nesti inn í stjómmál í borgaralegu fjölveldisþjóðfélagi, þar sem vald landsfóðurins er ekki lengur talið vera runnið frá Guði, heldur frá almenningi. Niðurstaða syndaaflausnarinnar var sú, að flokksfor- maðurinn lét það boð út ganga, að hann styddi framboð Guðrúnar. í ljós kom hins vegar, að erfitt var að hrófla við frambjóðendum, sem höfðu fengið góðan stuðning í átta efstu sæti listans, einu sætin, sem máli skiptu. Það hlýtur að teljast mikið haft fyrir litlu sæti að ganga á fund flokkspáfans til að fá syndaaflausn. Þar með tapast heiðursmerkið, sem felst í að vera verður langrækni af hálfu valdamanns. Og seint verður níunda sætið talið bæta stöðu kvenna á framboðslistanum. Niðurstaðan er, að enn hefur ekki fundizt frambærileg skýring á fyrirferðarmiklu ferli, sem leiddi til innsetn- ingar Guðrúnar í hversdagslegt níunda sæti listans. Jónas Kristjánsson „Líka er það, að ef krakkarnir og mamman eru með óráðsíu og brask, veit afi gamli ekki hverjum hann eigi að afhenda sparifé sitt öllum til bjargar. Þetta hefur gerst í Kóreu og auövaldslöndunum í Asíu,“ segir Guöbergur m.a. í pistli sínum. Símamynd Reuter Hagfiæðin gerð auðskilin Það má til sanns vegar færa að heimurinn sé í sál- inni og lögmál hagfræðinnar sýnileg á hverju heim- ili. Með þetta að leiðarljósi ætla ég að reyna að lýsa með dæmi megindráttum í sál og hagkerfi ævintýra- rikjanna í Austurlöndum: Ef faðir stjórnar og situr að mestu einn við völd á heimili, þá ber hann ábyrgð á hagsæld þess. Svipað gerist þegar ríkisrekstur ræður miklu um hag þjóðar. Um einkaframtakiö gilda önnur lögmál. í því ræður ekki bara pabbinn hag heimilisins heldur líka mamman og allir krakkarnir. Þetta hljómar fal- lega, en um leið er í raun og veru enginn ábyrgur. Vegna þess að þeg- ar til kastanna kemur og eitthvað bjátar á, kennir hver öðrum um ófarimar. Aftur á móti þakkar hver sjálfum sér góðærið. Líka er það, að ef krakkamir og mamman era með óráðsíu og brask, veit afi gamli ekki hverjum hann eigi að afhenda sparifé sitt öllum til bjargar. Þetta hefur gerst í Kóreu og auðvalds- löndunum í Asíu. Allt var þar gefið frjálst, svo öll fjölskyldan fór að braska og ábyrgð og fjármagni drepið á dreif uns heimilið varð öngþveitið eitt. Því gerist það að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, í hlutverki afans, veit ekki lengur hverjum hann skuli veita bjargráð, eftir að ríkið eða pabbinn, með sína alhliða ábyrgð gagnvart heimilisfólkinu, er varla lengur til. í hmninu í Mexíkó, fyrir nokkrum árum, tókst að rétta landið við með sæmiiegu móti, því sjóðurinn gat lánað ríkinu sem var enn við lýði og ábyrgt. En það átti að leggja niður, samkvæmt hugmynd frjálshyggj- unnar og afans reyndar líka. Ber að lána braskara í Kóreu? Flestir muna að ein af kennisetning- unum um forsendurnar fyrir einka- væðingu er að meiri sveigjanleiki á markaði fáist með afnámi ríkis- rekstrar, ríkið sé of svifaseint. Nú kemur aftur á móti það í ljós að nefndum sjóði gengur betur að rétta við ríkið, sem er eitt í hverju landi, en ótal einkaaðila. Ber alþjóðlegum sjóði að lána einni milljón braskara í Kóreu? Nei. Slíkt vekur ófarnað. Bæði frjálshyggjan og afbakaði kommúnisminn ráða prýðilega við kennisetningar en ekki vandann sem þær valda i framkvæmd. Sjálfsagt verður málum bjargað nú um stundcirsakir á sama hátt og venjulega, almenningur er látinn finna sárast fyrir ófamaði í hugsun æðstu manna. En ef brjálæðið mis- tekst sem Kína anar út í, það að reyna að sameina kommúnisma og kapítalisma í fullkominni mynd af eilífu góðæri, þá er voðinn vís. Vegna þess að þeir sem hugsa um stjómmál vita ekki lengur hver er fað- ir, móðir, börnin, afinn eða amman í hagkerfi fjöl- skyldunnar. Erlend tíðindi Guðbergur Bergsson skoðanir annarra '$S' 'X Ný kjarnorkuvá „Endalok kalda striðsins hafa getið af sér ógn- vænlega og kaldhæðnislega stöðu í kjamorkumál- í um. Rússland er nú háðara kjamorkuvopnum sín- : um en nokkru sinni fyrr og á sama tíma em vopn þessi berskjaldaðri. Það eykur likumar á þvi að í Rússar íhugi að beita þeim komi upp alvarleg staða. j Það er því mjög mikilvægt að stjómvöld í Was- ; hington leggi sitt af mörkum til að snúa þeirri þró- ! un við. Bill Clinton hefur tækin til þess, ef hann i fæst til að beita þeim.“ Úr forystugrein New York Times 13. janúar. Valdboðsstefna „í Zambíu, einu af fyrstu Afríkulöndunum sem í héldu fjölflokkakosningar snemma á þessum ára- ! tug, virðist valdboðsstefna vera að ná yfirhöndinni ; á ný. Það var sérstaklega áhyggjufull þróun er fyrr- um forseti landsins, Kenneth Kaunda, maðurinn sem leiddi Zambíu til sjálfstæðis, var handtekinn á jóladag. Yfirvöld vonast til að geta tengt Kaunda við misheppnaða valdaránstilraun í október síðastliðn- um þegar hann var ekki í landinu. Vera kann að Kaunda hafi átt einhverja aðild að valdaránstil- rauninni en ekki er hægt að komast að niðurstöðu í því nema með réttlátum réttarhöldum.“ Úr forystugrein New York Times 29. desember. Síðustu kosningarnar „Forsætisráðherraframbjóðendurnir tveir vita að hver einasti pólítíski sigur eða pólítísku mistök skipta máli nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til kosninga. Eitt mest spennandi og afgerandi ár stjómmálanna á þessum áratug hefst á morgun. í>ingkosningarnar 1998 verða sennilega síðustu kosningamar á þessari öld. Sá flokksleiötogi, Nyr- up eöa Ellemann, sem fær stjómartaumana á nýju ári getur þar með orðið sá forsætisráðherra sem verður að móta stefnuna þegar gengið er til móts við nýtt árþúsund." Úr forystugrein Aktuelt 31. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.