Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Side 50
58 iÉyndbönd LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 Grosse Pointe Blank: heiðardalinn Martin Q. Blank er leigumorðingi og einn af þeim bestu í faginu. Þrátt fyrir velgengnina fmnst honum eitt- hvað vanta í líf sitt. Að eggjan sál- træðingsins síns ákveður hann því að snúa heim til Grosse Pointe i Michig- an, í tilefhi af tíu ára útskriftarafmæli 1986-árgangsins. Þar ætlar hann að klára sitt síðasta „verkefni", og að auki að endumýja kynni sín við Debi, stúlkuna sem hann skildi eftir á út- skriftarballinu tíu árum áður. Enn flækjast málin þegar erkióvinur hans, Grocer, mætir til leiks í þeim tilgangi að myrða hann. Leigumorðingi í sálarkreppu Hugmyndin um sálarkreppta leigu- morðingjann sem snýr aftur á heima- slóðir kviknaði í huga handritshöf- undarins Tom Jankiewics þegar hann fékk boð um að mæta á útskriftaraf- mæli í Michigan. í stað þess að mæta skrifaði hann handritið og lét Martin Q. Blank mæta fyrir sig. John Cusack og félagar hans i New Crime Product- ions komust á snoðir um handritiö og keyptu kvikmyndaréttinn að því, og hófust handa rnn að sníða það að þörf- um John Cusack. Hann og félagar hans, meðframleiðandi og meðhand- ritshöfundur Steve Pink, meðhand- ritshöfundur D.V. DeVincentis, og leikaramir Jermemy Piven og Greg Sporleder lærðu allir leiklist viö Pi- ven Theatre Workshop í Chicago og voru meðlimir New Crime Theatre Company, sem var stofnað af Cusack, Pink og DeVincentis. Cusack gerði myndina að sannkölluðu fjölskyldu- verkefni með því að fá systur sínar Joan og Ann, og bróður sinn Bill til að leika aukahlutverk í henni. Þegar John Cusack og félagar höfðu lokið við að snurfúsa handritið báðu þeir tvíeykið Susan Amold og Donna Roth að framleiða myndina. Sam- vinna þeirra hafði m.a. gefið af sér Benny & Joon og Unstrung Heroes. Þær vom að leita að einhverju fersku og frumlegu í öðram stíl en þær höfðu fengist við áður og fannst Grosse Pointe Blank vera kjörið tækifæri. George Armitage var einróma valinn til að leikstýra myndinni, en hann hafði áður sýnt hæfileika sína til að blanda svörtum húmor, spennu og hasar i Miami Blues. John Cusack John Cusack sást síðast með Nicolas Cage og John Malkovich í hasarmyndinni Con Air og hefúr hin síðustu ár leikið I myndum eins og Road to Wellville, Bullets Over Broad- way og City Hall. Hann hafði áður hlotið mikið lof fyrir leik sinn í mynd- Roberts og Postcards from the Edge. í hlutverki Debi er Minnie Driver, sem er orðin ein af eftirsóttustu rmgu leikkonunum i Hollywood eftir frammistöðu sína í Circle of Friends, en hún hefur nýverið sést í myndum eins og Goldeneye, Sleepers og Big Night. Skúrkurinn Grocer er leikinn af Dan Akroyd, sem ekki hefur áður leikið jafn skuggalega persónu. Mikill grínleikari Dan Akroyd hefur leikið í hverri Meðal helstu aukaleikara era Alan Arkin og Joan Cusack. Alan Arkin hefur leikið í fjölda mynda, þ. á m. Havana, Edward Scissor hands, The Rocketeer, Gleng- arry Glen Ross og So I Married an Axe Murderer. óskarsverðlauna fyrir fyrstu mynd sína, The Russians Are Coming, The Russians Are Coming, og aftur fyrir The Heart Is a Lonely Hunter. Joan Cusack hlaut ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn í Working Girl, en hún hefur m.a. átt hlutverk í Two Much, Class, Sixteen Candles, Married to the Mob, Say Anyt- hing, Broadcast News, Addams Family Values og Nine Months. -PJ John Cusack leikur leigumorðingjann Martin Q. Blank sem finnst eitthvað vanta í líf sitt. hittir Minnie Driver leikur fyrrum kærustu leigumoröingjans sem hann I aftur. um eins og The Grifters, Eight Men Out, Say Anything, The Sure Thing og Stand By Me. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í Class með Jacqueline Bisset og lék í kjölfarið i hverri grín- myndinni á fæhir annarri, svo sem Sixteen Candles, Better off Dead, One Crazy Summer og Tapeheads. Hann fékk slðan sitt fýrsta dramatíska hlut- verk í mynd John Sayles, Eight Men out. Meðal annarra mynda hans era Shadows and Fog, The Player, Bob gamanmyndinni á fætur annarri a rúmlega tveggja áratuga löngum ferli sínum, þ. á m. The Blues Brothers, 1941, Trading Places, Ghostbusters, My Girl, Dragnet, Coneheads, My Stepmother Is an Alien, Loose Cannons, Tommy Boy og Sgt. Bilko. Hann hefur einnig leikið í alvarlegri myndum, svo sem Feeling Minnesota og Driving Miss Daisy sem aflaði honum óskarsverð- launatilnefningar. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT „Þegar ég var bam sá ég Sound of Music eða Tóna- flóð átta sinnum. Áður en ég fór á hana í síðasta skipti vora mamma og pabbi alveg búin að fá nóg af mér og þá héldum við vinkonumar tombólu til að fjármagna ferðina. Ég var átta eða níu ára þegar ég sá þessa mynd. Það var söng- urinn sem heillaði mig mest við þessa mynd. Ég féll alveg fyrir henni. Ég er nýbúin að sjá Titanic. Það er svona mynd sem ég gæti hugsað mér að sjá níu sinnum. Mér fannst hún alveg frá- bær. Hún er rosalega flott og vel gerð. Það var líka gaman að sjá hana því í henni er allt mjög líkt eða næstum því eins og það var í raunveraleikan- um. Svo get ég nefnt eina evrópska mynd sem heitir Cinimo Paradiso. Hún var mjög góð og söguþráð- urinn skemmtileg- ur. Einnig var hún vel leikin og umhverfið fallegt. Þessi mynd er svona skemmtileg andstæða við margar amer- skar bíómynd- r. Ég fer talsvert mikið í bíó og finnst ofsalega gaman. Ég tamir í þvi að fara í bíó en horfi svona jafnt og þétt á myndböndin." -glm ' . jj Murder at 1600 Það er vinsælt þessa stundina að gera sakamálamyndir í Bandarikjunum þar sem forsetinn kemur við sögu. Ein þeirra mynda sem falla i þennan flokk er Murder at 1600. Og fyrir þá sem ekki vita þá stendur Hvíta húsið einmitt við Pensylvaniu- stræti númer 1600. í Murder at 1600 er framið * morð í Hvíta húsinu, aðeins nokkrum metrum frá skrifstofu forsetans. Sá sem fær málið til rannsóknar er Harlan Reg- is, gamalreyndur lögreglumaður sem vanur er að ná árangri í starfi. Fóm- arlambið var ein af starfsstúlkum for- setans. Regis verður að fara varlega í rannsókn málsins enda er hann með líf- varðarforingja forsetans yfir sér. Málið verður samt fyrst erfitt þegar grunur beinist að syni forsetans og ekki batnar ástandið þegar sönnunargögn hverfa. Regis verður því ljóst að eigi hann að eiga möguleika á að leysa málið þá verð- ur hann að vinna einn með aðstoðar- manni sem hann getur treyst... Með hlutverk Regis fer Wesley Sni- pes, Diane Lane leikur alrikislögreglu sem stendur með Regis. Meðal annarra leikara má nefha Daniel Benzali, Alan Alda, Ronny Cox og Dennis Miller. Warner-myndir gefur Murder at 1600 út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 19. janúar. Carlas Song Ken Loach hefur lengi verið í fremstu röð breskra leikstjóra. Hans fyrri myndir fialla mikið um fólk í verkamannastétt og gerast í borg- um og bæjum á Bretlandseyjum. I siðustu mynd- um er sjónarsvið hans orðið víð- ara og Carla’s Carla’s # Song Song gerist bæði í Skotlandi og B Nigaragua. Fjall- ar myndin um strætisvagnabílstjó- rann George, sem verður ástfanginn af flóttastúlku frá Niagargua, Cörlu. Hún hafði orðið að flýja land en þrá- ir ekkert heitara en að komast heim aftur. Eftir að hún hefur reynt sjálfsmorð ákveður George að fara með henni til síns heima. Þar ríkja sandinistar og beita fólkið hörðu. Á ferð sinni yfir landið upplifir hann atvik sem hann hafði ekki órað fyr- ir að ættu eftir að henda hann. Með hlutverk George fer Robert Carlyle, einn athyglisverðasti leik- arinn af yngri kynslóðinni í Bret- landi, meðal mynda sem hann hefur leikið í má nefna Trainspotting og A Full Monty. Auk hans leika í mynd- inni Scott Glenn og Oyinka Cabezas, sem leikur Cörlu. Háskólabíó gefur Carla's Song út og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Útgáfudagur er 20. janúar. The End of Violence The End of Violence er nýjasta kvikmynd Wim Wenders, metnaðar- full kvikmynd sem segja má að sé uppgjör hans við Hollywood. Myndin hefur fengið misgóða dóma, sumir hrifast, aðrir ekki. í The End of Violence er sagt frá kvik- myndaframleið- andanum Mike Max sem dag einn er rænt af tveimur bófum. Honum tekst að sleppa áður en þeir drepa hann og um tíma leitar hann skjóls hjá mexíkóskri fiölskyldu og fylgist með lífi fiölskyldu sinnar, vinum og kunningjum úr fiarlægð. Einn maður hefur orðið vitni að ráninu á Mike, vísindamaðurinn Ray Bering, sem er að hanna nýja tækni sem samanstendur af öflugu kerfi myndbandstökuvéla á hverju homi í borginni. Við sögu koma einnig margar fleiri persónur, með- al annars eiginkona Max, lögreglu- maðurinn sem rannsakar hvarf hans og leikkona sem starfaði hjá honum. 1 helstu hlutverkum era Bill Pull- man, Andie MacDowell og Gabriel Byme. Myndform gefur The End of Violence út og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Útgáfudag- ur er 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.