Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 Þeir sem koma inn á sjúkradeild Heilsugæslustöðvarinnar á Horna- flrði taka fljótt eftir lítilli, snaggara- legri konu sem ekur af öryggi í hjólastólnum sínum um ganga og stofur. Þessi kona er Sólveig Páls- dóttir frá Svínafelli í Öræfum, sem varð eitt hundrað ára síðastliðið sumar. Sólveig hefur verið á Dvalar- heimilinu Skjólgarði og á sjúkra- deildinni sl. fjögur ár. Þegar frétta- ritari DV heimsótti þennan frísk- lega öldung og bað um smáviðtal var ekkert sjálfsagðara og þá var bara að byrja á upphafinu. „Ég er fædd á Keldumýri á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu," segir Sól- veig, „og þaðan fluttu foreldrar mín- ir að Prestbakkakoti. Bjuggu þar í fjögur ár en þá veiktist faðir minn Minnisstæð Oræfaferð Ferðin í Öræfin er Sólveigu minnisstæð. Hún var þá á áttunda ári. „Ég var send með manni úr Öræf- um sem kom vestur á Síðu að sækja eldavél sem átti að koma frá Vík. Vélin hafði ekki komið svo ég var sett á hestinn sem hún átti að fara á og bundin ofan á einhverja skinnpjötlu. Um kvöldið komum við að Núpsstað og gistum þar. Morgun- inn eftir fylgdi Hannes bóndi okkur yfir Núpsvötnin. Þegar við komum spölkorn út á sandinn fór karlinn af baki og rak hestana, bæði sinn og þann sem ég var bundin á, á undan sér og rétt náði þeim áður en þeir færu út í Gígjukvísl. Veður var gott Þetta var gott fólk og mér leið reglu- lega vel þama. Ég man ekki eftir fá- tækt á þessu heimili. Alltaf var nægur matur og þarna átti ég heima þar til ég var 18 eða 19 ára. Móðir mín átti heima á næsta bæ og gat fylgst með uppeldi mínu og séð um fatnað minn þar til ég gat það sjálf. Þegar ég fór að búa flutti hún til min og var hjá mér það sem eftir var ævinnar," segir Sólveig. Góð skólaganga Á þessum árum vora mörg börn á þeim sjö bæjum sem tilheyrðu Hofi og segir Sólveig þau hafa notið góðr- ar skólagöngu. Á Hofi hefði búið maður sem hafði hlotið einhverja kennaramenntun. Sólveig Pálsdóttir skilur ekki prjónana við sig og segist vel geta prjónaö allan daginn. DV-mynd Júlía af lungnabólgu og dó. Við vorum fimm systkinin, fjórar stúlkur og einn drengur. Yngsta systirin var aðeins þriggja nátta þegar pabbi dó. Eftir lát hans varð mamma að leysa upp heimilið og koma börnunum í fóstur. Hún fór í vinnumennsku til hjóna í Öræfum og hafði yngsta bamið hjá sér. Okkur systkinunum var öllum komið fyrir á heimilum í Öræfum, að vísu var bróðir minn fyrstu tvö árin á bæ á Síðunni en kom austur þegar hjónin sem hann var hjá fluttu burt.“ og gekk ferðin vel yfir Skeiðarár- sand og vötnin. Þegar við komum að Svínafelli fór karlinn heim að einum bænum en skildi hestana og mig eftir, sitjandi á hestinum utan við túngarðinn. Ég man hvað mér fannst biðin löng þar til hann kom aftur og hélt áfram. Sama sagan endurtók sig þegar komið var að Sandfelli. Um miðnætti komum við að Hofi þar sem mér hafði verið komið fyrir hjá gömlum manni sem þar bjó með tveimur bömum sín- um. Ég var heppin með heimili. „Hann sá um fræðslu okkar og fórst það vel úr hendi. Hann fylgdist með leikjum okkar barnanna og tók þátt í þeim. Þetta var indælis mað- ur.“ Sólveig segist ekki hafa farið mik- ið á þessum árum. Þó hefði hún ver- ið tvo vetur sem vinnukona á barn- mörgu heimili í Vík í Mýrdal. Þar hefði hún lært dálítið í útsaumi og matreiðslu sem hefði komið henni að góðum notum í hennar búskap seinna. Margir afkomendur Sólveig giftist Gunnari Jónssyni í Svínafelli og fyrstu árin bjuggu þau á Breiðutorfu, einum Svínafellsbæj- anna. „Framan af vorum við fremur fá- tæk. Jörðin og búið lítið. En þegar við fluttum í Vesturbæ fór allt að ganga miklu hetur. Seinna byggðum við Víðihlíð, sem er austasti bærinn í Svínafelli. Við eignuðumst sjö börn og í dag á ég 16 bamaböm, 24 langömmubörn og langalangömmu- barn er á leiðinni. Eldri strákurinn minn tók við búinu í Víðihlíð en nú er hann hættur búskap og fluttur i íbúð hér rétt hjá, orðinn 73 ára. Hin börnin mín búa í Reykjavík." Sólveig missti mann sinn fyrir 29 árum og eftir það var hún hjá syni sínum i Víðihlíð, eða þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Skjólgarð fyrir 4 árum. Hún hefur verið í hjólastól síð- ustu tvö árin þar sem hnén voru iila farin. Einnig hafði hún lærbrotnað en hún lætur það ekkert á sig fá. Heilsan er góð „Ég þarf ekki að kvarta. Heiisan er góð og ég þarf ekki að nota gler- augu nema við lestur síðan gert var við augun í mér. Það er helst að heymin sé farin að gefa sig,“ segir þessi kjamorkukona. Sólveig segist vera mjög sátt við lífið. Fékk góðan mann, yndisleg böm og barnaböm. Síðastliðið sum- ar gat hún heimsótt Öræfasveitina sína og haldið upp á 100 ára afmæl- ið ásamt allri sinni stóru fjölskyldu og fyrrum sumardvalarbörnum. Þegar viðtalinu var lokið var hún fljót að taka upp prjónana sina og sagði brosandi að þumlarnir hefðu verið komnir á vettlingana sem hún byrjaði á um morguninn ef ekki hefði verið tafið svona fyrir sér! Júlía Imsland Otsein Heimilistæki Ein öflugasta heimilisþvottavélin sem völ er á í dag. = • Vinduhraði stillanlegur stiglaust allt að 1200 sn. Stiglaus hitastilling. 15 þvottakerfi. Forþvottur. Tekur 5 kg af þvotti, 2 þvottahraðar. Vatnsinntaksöryggi Sparnaðarrofi Barnalæsing á loki Regnúðakerfi. Hleðslujafnari. 2 legur og 2 öxlar = lengri ending. 1200 sn. Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar pláss VERSLUN FYRIR ALLA ! Vi& Fellsmúla Simi 588 7332 OPIÐ: Mánud. -föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 RAÐGREK3SLUR Ljnr Sjónvarp>stcz*sl<i frá Myndbandstœki frá Sjónvarpsmyndavélar frá Örbylgjuofnar frá Þróðlausir símar frá Brauðgerðarvélar frá Ryksugur frá X/öfflLJjárn frá Kaffivélar frá Gufustraujárn frá Einnig mikið úrval af hljómflutningstœkjum, ferðatœkjum, ferðageislaspilurum, tölvuskjáum, brauðristum, vasadiskóum, hitateppum, handþeyturum, biltœkjum, hátölurum o.fi. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.