Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Qupperneq 6
útlönd LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 stuttar fréttir Við borgum ekki Jonathan Motzfeldt, forraaður grænlensku heimastjómarinnar, segir ekki koma til greina að Grænlend- ingar gi-eiði fyrir að fá aftur Dundassvæðið við Thule. Hann segir það ekki sann- gjarnt að Grænlendingar þurfi i að greiða fyrir að nota eigið j land. Bandaríkjamenn krefjast r { þess að Danir og Grænlendingar I greiði fyrir öryggisgæslu fái 1 ferðamenn að fara á svæðið. 1 Paavo i hnapphelduna Paavo Lipponen, forsætisráð- | herra Finnlands, ætlar að ganga að eiga unnustu sína síðar í I þessum mánuði. Hún er 31 árs, 1 25 árum yngri en ráðherrann. Hafnar viðræðum Ali Kliameini, trúarleiötogi írana, hafnaði í gær öllum tengslum og viðræðum við 1 Bandaríkin. Slíkt myndi skaða sjálfstæði Irans og íslamskar | hreyfingar um heim aUan. Svínum slátrað Yfirvöld í Mecklenburg-Vor- pommern í norðausturhluta : Þýskalands hafa fyrirskipað slátrun um 62 þúsund svina : j vegna svínapestar. Ræningi slapp Grímuklæddur ræningi komst undan með andvirði um hálfrar | annarrar miUjónar íslenskra króna úr banka á Norrebro í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. §§ íslamsflokkur bannaður StjórnarskrárdómstóU Tyrk- : lands bannaði í gær starfsemi ís- lamska velferðarflokksins, flokks bókstafstrúarmanna. I Flokksleiðtoginn, Necmettin Er- bakan, fyrrum forsætisráðherra, sagöi að úrskurðinum yrði áfrýj- að til mannréttindadómstóls Evrópu. Hleranir leyfðar Þýska þingið samþykkti með naumum meirihluta í gær aö heimila lögreglu að hlera síma grunaðra glæpamanna. Mann- réttindahópar mótmæltu. Glenn út í geiminn Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn John Glenn, sem varö fyrstur Bandarikjamanna tU aö fara út í geiminn árið 1962, fær þá ósk sína uppfyUta að fara aftur. I þetta sinn verður Glenn um borð í geimferjunni Dis- covery sem veröur skotið á loft í október. Glenn er 77 ára. Erfitt verk Clinton Bandaríkjaforseti á erfitt verk fyrir höndum aö koma friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum aftur í gang. Botninum náð „Ég er sannfærður um að innan tveggja tU tveggja og hálfs árs munum við sjá verulegan hagvöxt á ný í Indónesíu og TaUandi," sagði Michel Camdessus, forstjóri Alþjóðabankans, á fréttamannafundi i Tailandi í gær. Hann spáir því að núverandi efnahag- skreppa verði úr sögunni árið 2000. Bæði löndin hafa þegiö verulega efnahagsaðstoð frá Alþjóðabankanum án þess að kreppa undangenginna sex mánaða hafl nokkuð linast. Cam- dessus átti í fyrradag fund með Suharto, einræðisherra Indónesíu, og náðu þeir samkomulagi um efnahags- umbætur. í þeim felst meðal annars það að afnumin verði sérréttindi og einokun í helstu atvinnuvegum og hætt við ýmis fyrirhuguð stórverkefni sem ýmist átti að ráðast í eða sem þeg- ar voru hafin. Camdessus sagði í gær að skynsamlegt væri að styðja Suharto í því að framkvæma þessar efnahagsumbætur. Svik Dana í færeyska bankamálinu: Hausar fjúka danski íj ármálaráöherrann er í mestri fallhættu DV, Ósló: Færeyingar fá bætur fyrir svik Dana þegar þeir voru plataðir til að taka við Færeyjabanka árið 1992. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, gekkst i gær við ábyrgð stjórnar sinnar í málinu og lofar fébótum. Nú er spumingin hvort hausar verði ekki einnig látn- ir fjúka á æðstu stöðum í Dan- mörku. í færeysku bankaskýrslunni sem lögð var fram í gær kemur skýrt fram að Den Danske Bank hélt leyndum upplýsingum um skuldir Færeyjabanka. Fullyrt er og að danski seðlabankastjórinn hafi log- ið að Maritu Petersen, lögmanni Færeyja, þegar hún spurði um stöðu bankans og danski fjármála- ráðherrann Mogens Lykketoft er sakaður um að hafa þrýst óeðlilega á að Den Danske Bank losaði sig við Færeyjabanka. Danska bankaeftir- litið fær og falleinkunn í skýrsl- unni.Niðurstaða skýrslunnar er mikið áfall fyrir dönsku stjórnina. Ásakanir Færeyinga eiga sam- kvæmt henni viö rök að styðjast og Poul Nyrup vill sem fyrst ræða við færeysku landstjómina um hvemig greiðslu bóta verður háttað og hvernig Den Danske Bank verður refsað. Poul Nymp bar sig vel í gær þrátt fyrir allt. Við Ritzau-fréttastofuna sagði hann að tilraunir dönsku stjórnarinnar til að rétta við efna- hagslíf Færeyja hafi tekist þrátt fyr- ir mistökin við sölu Færeyjabanka og sjálfur segist ráðherrann alsak- laus. Danska stjómarandstaðan hefur þegar ráðist af hörku á ríkisstjóm- ina og krefst afsagnar Pouls Nyr- ups. Uffe Ellemann Jensen, formað- ur Venstre, segir að forsætisráð- herra og ríkisstjóm beri ábyrgð á hneykslinu og að staðfest sé í skýrslunni að Poul Nyrup hafi vitað um málavöxtu þegar árið 1993 en ekki 1995 eins og hann segir sjálfúr. Aðrir stjórnarandstæðingar tala um að æðstu menn í fjármálalífi Dana hafi svo mjög skaðað álit Dana í Færeyjum að mörg ár taki að bæta þar úr. Stólar bankastjóranna í Den Danske Bank em í hættu en athyglin beinist þó helst að þætti Mogens Lykketofts og pólitískri ábyrgð hans á hneykslinu. Vilja Færeyingar höfuð hans líka? GK Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, var í Færeyjum á dögunum og fékk heldur kaldar viðtökur. Grunur Færeyinga um að svindlað hefði verið á þeim var á rökum reistur. Mynd: Jens Kristian Vang Færeyska þingkonan Helena Dam af Neystabö: Verðum að gera upp hvern á að draga til við okkur ábyrgðar Færeyingar þurfa nú að gera það upp við sig hvern þeir eigi að draga til ábyrgðar í bankamálinu og fyrir hvaö. Þetta sagði Helena Dam af Neystabö, þingkona Sjálfstýriflokks- ins og einn sex eftirlitsmanna með rannsóknamefhdinni i færeyska bankamálinu, í samtali við DV í gær. Bankaskýrslan, sem beðið hefur verið með mikilli óþreyju í bæði Færeyjum og Danmörku var loks gerð opinber í gær. Þar kemur fram að Færeyingar voru prettaðir þegar þeir vom taldir á að taka yfir meiri- hlutann í Færeyjabanka, dótturfyr- irtæki Den Danske Bank, í skiptum fyrir hlutabréf í Sjóvinnubankanum sem var í eigu landstjómarinnar. Hlutabréfaskiptin kostuðu Færey- inga milljarða króna. „Það kemur fram í skýrslunni að hlutabréfaskiptin fóru ekki fram á þeim grunni sem menn trúðu,“ sagði Helena Dam. Hún sagði aö skýrslan sýndi að Mogens Lykketoft, fiármálaráð- herra Danmerkur, hefði haft mikil afskipti af hlutabréfaskiptunum og að hann hefði þrýst á færeysk stjórnvöld að taka ákvörðun í mál- inu áður en þau voru tilbúin til þess. „Ef færeysk stjómvöld hefðu haft þá vitneskju sem hægt var að afla sér, er ekki víst aö þær ákvarðanir sem vom teknar hefðu verið teknar. Það hefur verið gegnumgangandi í bankamálinu öllu að þrýstingurinn á færeysk stjórnvöld var mikill og að þau vora alla jafha verr upplýst um stöðuna en dönsk stjómvöld," sagði Helena. Þingkonan vildi ekki útiloka að til málshöfðunar gæti komið af hálfu Færeyinga. „Það er mikilvægt að færeyskir stjómmálamenn verði sammála um það sem gera eigi,“ sagði Helenda Dam af Neystabö, þingkona Sjálf- stýriflokksins, og sagðist þess full- viss að kollegar hennar mundu liggja yfir skýrslunni alla helgina. og vöruverð erlendis New York DowJonii 0 N D J London | 5500 FT-SEIOO -V* i < 5000 4500 4000* 8168,8 i 3 N D J Frankfurt f crywj DAX-10 DUlAAi 40000 20000 0 N D J Bensín 95 okt. IHj Bensín 98 okt. Hong Kong HangSon* 20000 15000 10000 ’ 50000. 8678,98 n 5 j Hráolía 301,90 vt 0 N D J $/t o N $/t 0 HHH $/t 0 N D J Fulltrúi Islands! Indverska prinsessan Leoncie er löngu oröin heimsfræg á ís- landi enda hefur hún dansað og sungið af miklum móð fyrir lysthaf- endur um nokk- urra ára skeið. Að undanfórnu hefur hún verið önnum kafin i Danaveldi þar sem hún tók þátt í nektar- danskeppni í Forum og gerði það auðvitað sem „fulltrúi íslands." Nú er það svo að þessar þokka- legu „frændþjóðir“ okkar, Danir og Norðmenn, hafa reynt að stela öllu steini léttara af okkur. Danir nöppuðu handritunum, Norð- menn reyndu að eigna sér Leif heppna og hafa þar að auki verið að amast við íslenskum fiski- mönnum í okkar eigin Smugu. En svo undarlegt sem það er hef- ur enginn reynt að stela Leoncie. Ekstrablaðið var með viðtal við hana á dögunum og þar var ræki- lega undirstrikað að hún væri ís- lensk. Og samt er hún flutt til Danmerkur... Endurreisn Það hefur kvisast að Einar Oddur Kristjánsson, alþingis- maður og fyrrver- andi framkvæmda- stjóri, leiti nú leiða til að endurreisa sitt gamla fyrir- tæki, Hjálm hf. Einar Oddur, sem um áratugi var vinsæll fram- kvæmdastjóri Hjálms, mun hafa leitað hófanna við aðra hluthafa í fyrirtækinu um kaup á hlut þeirra. Talað er um að vilji Einars og félaga standi til þess að hefia útgerð frá Flateyri undir merkjum gamla fé- lagsins. Meðal hluthafa í Hjálmi er Lárus Þorvaldur Guðmunds- son, prestur í Kaupmannahöfn, en sonur hans, Georg Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, hefur farið með hlut föður síns á aðalfundum félagsins... Eistneskur víkingur Einn ffemsti teiknimynda- smiöur íslendinga er Sigurður Örn Brynjólfsson sem á sínum tíma yljaði lesendum Dagblaðsins með teikningum af figúrunum Bísa og Krimma. Hann er nú fluttur td Eist- lands þar sem hann hefur búið í Tallinn síðastliðin fiögur ár. Þar í landi er mikd hefð fyrir teiknikvik- myndum og kappinn hefur því nóg að gera. Sigurðm- er þraut- reyndur á sviði skoplegra teikni- mynda fyrir blöð og þess er því tæpast langt að bíða að eistnesk blöð reyni að nýta krafta hans td þess... Vinsælir prestar Séra Vigfúsi Þór Ámasyni þykir hafa tekist sérlega vel að byggja upp öflugt kirkjustarf í Graf- arvogi sem nú er orðin ein stærsta sókn borgarinnar, með á annan tug sóknarbama. Hann hefur tvo aðstoðarpresta, ___ þau Önnu Pálsdóttur, sem ný- lega var ráðin að kirkjunni, og Sigurð Árnason sem er tengda- sonur nýkjörins biskups. Grafar- vogur er sá hluti borgarinnar sem er landfræödega mest að- greindur frá stórborginni og þar hefur mönnum tekist vel að byggja upp eins konar þorps- stemningu. Prestunum er ekki síst talið það td tekna því þeir vaka yfir velferð byggðarlagsins og íbúarnir eru sérstaklega ánægðir með að í hvert skipti sem eitthvaö gerist í „þorpinu", fundur er um málefni borgarhlut- ans eða ný bygging vígð, þá mæta prestarnir allir þrír... Umsjón: Reynir Traustason -Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.