Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Page 4
4 fréttir LAUGARDAGUR. 17 JANÚAR 1998 J lV Sjómenn og útgeröarmenn á sáttafundum: „Hvar eigum við að vera?“ - spurði Helgi Laxdal - Boðunar verkbanns á vélstjóra beðið V Kristján Ragnarsson, LÍÚ Þórir Einarsson, sáttasemjari ríkislns Sævar Gunnarsson, Sjómannas. isiands Klofnir í Karphúsinu - staðsetnlng aöila að sjómannadeilunni Guðjón A. Kristjánsson, Farmanna- og fiskimannas. Pétur Sigurösson, Alþýöusamb. Vestfjaröa Helgi Laxdal, Vélstjórafél. íslands Það var undarlegt og lævi blandið loft í Karphúsinu í gær þegar leiðtog- ar útgerðarmanna og sjómanna mættu á sama tíma til fundar í gær- morgun. Greinilega mátti merkja þann klofning sem er í forystusveit sjómanna. Það voru misjafnar móttök- ur sem formaður vélstjóra, Helgi Lax- dal, fékk þegar hann mætti til fundar. Fyrsta spurning hans var: „Hvar eig- um við að vera?“ og þótti nokkuð lýsandi fyrir stöðu félags hans i deil- unni. Sáttasemjari úthlutaði vélstjór- unum herbergi í vesturenda Karp- hússins eöa lengst frá útgerðarmönn- um. Einhverjum varð að orði að stað- setningin væri lýsandi fyrir það bil sem væri milii vélstjóra og útgerðar- manna hvað varðar aðaikröfu Vél- stjórafélagsins; þeir væru úti í homi í orðsins fyllstu merkingu. Helgi sagði við DV að staða vélstjóranna í deil- unni væri sterk þrátt fyrir ytri merki um annað. „Hér heilsast menn og ég hef engar áhyggjur af stöðu mála okk- ar vélstjóra," sagði Helgi. í höröum hnút Sjómannadeilan er bersýnilega í hörðum hnút og sér ekki fyrir end- ann á deilumálum útgerðarmanna og sjómanna. Öll samtök sjómanna mættu til fundar í Karphúsinu í gærmorgun klukkan 10 ásamt út- gerðarmönnum. Ekki var þó fundað með öllum í senn þar sem vélstjórar eru einir á báti með kröfu um hærri skiptahlut á 79 stærstu fiskiskipun- um. Því var boðað til tveggja sátta- funda á sama tíma. Annars vegar voru þaö Sjómannasamband ís- lands, Farmanna- og fiskimanna- sambandið og Alþýðusamband Vest- fjarða og hins vegar Vélstjórafélag íslands. Ekkert miöaði í samkomulagsátt á fundinum í gær sem lauk um há- degi. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði útgerðar- menn hafa ítrekað við forystumenn Farmannasambandsins og Sjó- mannasambandsins að vélstjórar kæmu að samningaborðinu en því veriö hafnað. „Það liggur fyrir að þeir hafa end- anlega afneitað formanni Vélstjóra- félagsins," segir Kristján. Deilan þykir vera ein sú erfiðasta og flóknasta frá upphafi. öll sjó- mannasamtökin hafa boðað verkfall á miðnætti 2. febrúar semjist ekki fyrir þann tíma. Vélstjórar höfðu áður boðað verkfall á flotanum frá og með 2. janúar en frestuðu síðan í tvígang og eru nú komnir inn á sama verkfallstíma og hin samtök- in. Þrátt fyrir það hafa forystumenn undirmanna og yfirmanna þvertek- ið fyrir að sitja sameiginlega sátta- fúndi með vélstjórum. Þessari höfn- un þeirra ræður það viöhorf að vél- stjórarnir séu meö aðalkröfu sem lúti að því að þeir fái hærri skipta- hlut á þeim 79 skipum sem verk- fallsboöun þeirra nær til en aöal- kröfur hinna samtakanna snúi að verðmyndum á fiski og að koma böndum á kvótabraskið. Þá er vísað til þess að ekki hafi verið boðað verkfall fyrir hönd annarra vél- stjóra. Verkbann Svar útgerðarmanna viö verk- fallsboðun vélstjóra var að boða verkbann á aðra sjómenn frá sama tíma. Verkbanninu var frestaö á sama tíma og vélstjórar frestuðu verkfalli sínu. Sjómannasambandiö kæröi verkbannsboöun útgeröar- manna til félagsdóms og er niður- stöðu þar um að vænta á mánudag. Sú niðurstaöa skiptir þó varla máli þar sem þeir sem verkbannið átti að ná til fara í verkfall á sama tíma og vélstjórar. Það sem stendur þó út af er að stærstur hluti sjóvélstjóra stendur utan verkfaUsaðgerða og því er búist við að útgerðarmenn boði verkbann á vélstjórana eftir helgi. Það er vægt til oröa tekið snúið að spá fyrir um hvemig deilunni muni lykta. Það er ljóst að laga- breytingar þurfa að koma til við lausn deilunnar en spumingin er aðeins sú hvort sjómenn og útgerð- armenn semji um þau lög eða hvort sett verði lög á deiluna undir þeim formerkjum einum að forða þjóðar- skútunni frá þeim áfóllum sem verða munu komi til langvarandi verkfalls. Hluti útgerðarmanna vill að til komi lagasetning án þess að samið verði um slíkt og þær raddir heyrast einnig innan raða sjómanna og þá sérstaklega af loðnuflotanum þar sem menn óttast mjög um af- komu sína. Kvótabrask og áhrif þess á fiskverð og þar með laun sjó- manna er orðið stórvandamál í dag- legum samskiptum sjómanna og út- gerðarmanna um allt land. Þessum stéttum er nauðsynlegt að lifa sam- an í sátt enda vinna þær að sömu markmiðum, sem sé að draga fisk úr sjó og selja. Veröi deilan um verðmyndunina ekki leyst í sátt hrýs mörgum hugur við þeim sam- starfsörðugleikum sem leiða af því aö samstarfsmenn takast á í návígi. Sú sátt sem spratt af síðasta sjó- mannaverkfalli um svokallaða Úr- skurðarnefnd hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Nefnd- in hefur það með höndum að fyrir- byggja návígi milli sjómanna og út- gerðarmanna og úrskurða um fisk- verð einstakra skipa. Reynslan er sú að þeir sem ekki vfrja una úr- skurði nefndarinnar komast upp með að hundsa niðurstöður hennar. Þó þar sé um að ræða örfáar útgerð- ir hefur það leitt til þess að nefndin er nánast óvirk. Því blasa enn við átök sem eru í beinu framhaldi af síðasta verkfalli. Vandinn er bara sá að himinn og haf skilur að sjón- armið útgerðarmanna og sjómanna. -rt Hollir skyndibitar Skyndibitar, eða svokallað „ruslfæði", þurfa ekki endilega að vera óhollir. Einföld leið til að minnka veru- lega fituinnihald skyndibita eins og hamborgara eða pítu er að sleppa kokk- teilsósunni eða majónesinu. Þannig er hægt að minnka fituinni- hald máltíðarinnar um allt að helming. Hitaeiningar í dæmi- gerðum hamborgara með frönsk- um og gosdrykk eru um 1000 en þar af eru hitaeiningamar sem fást úr sósunni einni saman um 300. Því er hægt að minnka hlutfall fitunnar í máltíð- inni um 30% ef sósunni er sleppt. Pitsur eru mtm fitu- minni en aðrir skyndi- bitar þar sem þær inni- halda ekki feita sósu. Segja má því að þær séu hvað hollastar skyndibita sem finnast, þ.e. ef menn sætta sig ekki við að sleppa sósunni þegar þeir fá sér hamborgara eða pítu. Helga Laxdal, formanni vélstjóra, vísaft til herbergis í Karphúsinu. Maggý Matthfasdóttir, starfsmaöur sáttasemjara, fékk þaö hlutverk aö finna vélstjórunum samastaö. DV-mynd Pjetur Sátt sem brást LOKADAGUR ÚTSÖLUNNAR OpiðtiíW. 16:00 ídag tSSS£~«~ endast. afsláttur Faxafeni 5 Sími 533 2323 tolvukjor@ifn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.