Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 10
10 enning LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 1E3~%F Heilagir syndarar, nýtt leikrit eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, á svið í Grafarvogskirkju: Með Guðs blessun - segja Guðrún og Magnús Geir Þórðarson leikstjóri í viðtali um verkið og undirbúning þess í lok þessa mánaðar verður frum- sýnt nýtt íslenskt leikrit eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur sem nefnist Heilagir syndarar. Leikritið verður sett upp á óvenjulegum stað, nánar tiltekið í hálfkláraðri Grafarvogs- kirkju. Þar er verið að búa til leik- hús inni í kirkjunni; koma fyrir ljósum, byggja padla undir áhorfend- ur, reisa leiksvið og koma fyrir leik- mynd. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir og Axel Hallkell Jóhannsson og Helga Rún Pálsdóttir sjá um leik- mynd og búninga. Þórður Orri Pét- ursson sér um lýsingu. Fram- kvæmdastjórn er í höndum fyrir- tækisins Alvöru lifsins sem þeir Ámi Þór Vigfússon og Kristján R.A. Kristjánsson reka. Leikarar eru Sjö, þau Þröstur Leó Gunnarsson, Margrét Ákadóttir, Karl Guðmundsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Marta Nor- dal. Eins og sjá má samanstendur hópurinn af reyndum leikhúslista- mönnum í bland við fulltrúa yngri kynslóðarinnar í íslensku leikhús- lífi, eins og Ólaf og Mörtu. Að auki er nokkurra mánaða gamalt bam með í einu atriðanna. Prestur með alnæmi Við hittum að máli þau Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Magnús Geir einn morguninn í vikunni, skömmu fyrir æfingu í kirkj- unni. Guðrún byrjaði á því að upplýsa okkur hvernig þetta leikrit varð til en það hefur ver- ið í vinnslu um nokkurt skeið. „Upphafið má rekja til þess þegar ég var í Sviþjóð fyrir níu árum. Ég hitti þar fyrir vinkonu mína sem fór að segja mér frá sænskum presti sem hún þekkti. Þessi prestur réð sig til Sviss þar sem margir Svíar búa til að forðast skatta og skuldir. Eftir að hafa verið þar prestur i nokkur ár tilkynnti hann aö hann ætlaði að hætta og flytja aftur til Svíþjóðar. í kveðjuhófinu stóð hann upp og sagði vinum og kunningjum að hann væri ekki að fara heim til að þjóna áfram sem prestur. Hann væri að fara heim til að deyja. Hann sagðist vera með alnæmi eftir sam- band við ungan mann. Hann sagðist ekki hafa getað upplýst þetta fyrr og það varð auövitað uppi fótur og fit í söfnuðinum," sagði Guðrún en leik- ritið byggir hún að nokkru leyti á sögu þessa prests og þeim mannlegu samskiptum sem sköpuðust í dauða- stríði hans. Það er Þröstur Leó sem leikur prestinn, séra Jardin, og Guðrún leikur móður hans. „Þegar presturinn kom til Svíþjóðar fór hann beint af flug- veUinum til þessar- ar vinkonu minnar og var gjörsamlega niðurbrotinn. Hún sagði hon- um að hann myndi ekki missa færi af stað,“ sagði Guðrún en þetta fannst henni það áhugaverð saga að hún settist niður og fór að setja saman leikrit. Saga þessa prests er grunn- urinn í leikritinu en inn í það fléttar Guðrún persónulegri reynslu sinni. Hún sagði það óhjákvæmilegt þegar væri smíðum en þegar hún komst í kynni við Magnús Geir fóru hlutirnir í gang. Hún sá handverk hans fyrst í leikstjórn hjá Herranótt í MR þegar Sjálfs- morðinginn var settur upp. Hún kynntist Magnúsi Geir einnig i gegn- um son sinn, Ragnar Kjartans- son, sem lék m.a. í umræddu leikriti. Höfundur Heilagra syndara, Guörún Ásmundsdóttir, og Magnús Geir Þóröarson, leikstjóri verksins, hafa náö vel saman. DV-myndir Pjetur einn einasta vin. Það gekk eftir og ekki bara það. Heldur gerðist eitt- hvað heilagt í það tæpa ár sem tók hann að deyja. Fólk streymdi að dánarbeði hans, líka frá Sviss, þó það ætti í hættu að lenda i skulda- fangelsi. í kjölfarið tóku skrítnir hlutir að gerast í Sviss. Upp komst um fjármálahneyksli og það var eins og bylgja undarlegra afhjúpana skipti. Þegar upp úr stæði fjallaði leikritið fyrst og fremst um ást, hvemig hún birtist í ólíkum mynd- um og hvernig fólk meðhöndlaði hana. Eða eins og segði í leikritinu: Ástin er gjöf frá Guði. Átti ég að leikstýra? Guðrún var með leikritið lengi í Hópurinn er góö blanda af yngri og eldri leikurum. Hér eru þau viö æfingu í Grafarvogskirkju, frá vinstri eru Margrét Ákadóttir, Guörún, Edda Pórarinsdóttir, Karl Guömundsson, Ólafur Guömundsson, Marta Nordal og Þröstur Leó Gunnarsson, sem leikur aöalhlutverkiö. „Upp kom þessi stóra spuming. Átti ég að leikstýra sjálf eða fá ann- an til verksins? Ég leikstýrði sjálf leikriti mínu um Kaj Munk í Hall- grímskirkju fyrir 11 árum. Það var mikið átak og ég fann að ég treysti mér varla í leikstjómina aftur. Það var bara ekki auðvelt að finna leik- stjóra sem skildi hvað ég var að fara. Eftir að hafa séð Sjálfsmorð- ingjann sá ég að Magnús Geir var ekki bara ungur og duglegur heldur þrusugóður leikstjóri. Ég tel að þetta hafi verið einhver besta sýn- ingin í leikhúsunum það árið,“ sagði Guðrún og ekki laust við að ummælin framkölluðu roða í kinn- um leikstjórans unga! Magnús Geir fékk leikrit Guðrún- ar til lestrar og fleiri af hans kyn- slóð fengu að sjá handritið. Hún sagði það hafa verið magnaða til- finningu að sjá hvað verkið fór vel í unga fólkið. Dolfallinn við lesturinn Magnús Geir sagði leikritið vera kraftmikiö og safarikt. Auðvelt befði verið að manna sýninguna sökum þess hve verkið væri sterkt. „Ég sat dolfallinn þegar ég las leikritið í fyrsta skiptið. Þegar Guðrún bauð mér í framhaldinu að leikstýra því sagði ég við sjálfan mig að þetta væri tækifæri sem ég mætti ekki sleppa. Þetta er eitt besta íslenska leikritið sem ég hef lesið í mörg ár. Það hefur burði til að verða dúndursýning. Síðan hef- ur vinnan við þetta verið svo gef- andi. Það er virkilega gaman að vinna með Guðrúnu. Hún hefur verið svo opin fyrir að breyta og bæta,“ sagöi Magnús Geir en und- irbúningur hófst af krafti sl. vor. Leikarahópurinn kom þá saman og ýmsu var breytt í leikritinu. Guð- rún gaf sér tíma til að endurskrifa búta hér og þar. Þjörmuðu að már „Ég verð að viðurkenna að ég gekk í gegnum mikla sálarkreppu í vor. Magnús og þau þjörmuðu að mér og mér fannst þau vera reglu- lega vond við mig. Ég kom heim í miklu uppnámi og mig langaði til að henda handritinu í þau: Leikiði þetta eða leikiði það ekki! En síð- an hef ég uppgötvað að þetta var nauðsynlegt - þó það var erfltt," sagði Guðrún og kom Magnúsi Geir í opna skjöldu á þessum timapunkti í viðtalinu. „Já, ég óð.um heima hjá mér og mig langaði til að ganga frá ykkur öllum,“ bætti Guðrún við og hló. Magnús Geir reyndi að bera sig vel! Hann sagði mörg eldfim mál vera til umfjöllunar í leikritinu. „í okkar vinnu hefur þetta vakið upp margar spurningar innan hópsins og valdið oft á tíðum mjög skiptum skoðun- um á þessum málefnum. Það er ekki annað hægt en að reyna að taka á þeim og reyna að svara. Ég tel að leik- ritið skilji heilmargt eftir til að hugsa um,“ sagði Magnús Geir og Guðrún bætti við að mikilvægustu spurningunum í leikritinu væri vart hægt að svara. Það yrði að skilja eitt- hvað eftir opið. I gegnum nálarauga I upphafi stóð til að setja leik- ritið upp í hefðbundnu leikhúsi. Það 'var ekki ákveðið fyrr en í haust að setja það upp í kirkju. „Við vorum ákaflega heppin að hafa fundið Grafarvogskirkju. Flest- ar kirkjur eru svo fmar og flottar, henta til síns brúks en ekki mjög vel til leikhúss. En héma er það hráleikinn í fokheldri kirkjunni sem er svo heillandi. Kirkjan hæfir verkinu þvi það er beitt og kalt um leið og það er hlýtt og mjúkt. Þetta er stór kirkja og við nýtum rýmið mjög vel. Síðan styrkir það auðvitað staðsetninguna að leikritið fjallar um prest,“ sagði Magnús Geir. Guðrún afhenti prestum Grafar- vogskirkju handrit leikritsins til yf- irlestrar. Þeir voru ánægðir með verkið en treystu sér ekki til að taka ákvörðun um að leyfa upp- færsluna í kirkjunni nema að fá samþykki sóknamefndar. Ástæðan var m.a. viðfangsefnið sem glímt væri við í leikritinu, einkum sam- kynhneigðin. Sóknarnefndin gaf síðan blessun sína. „Það er mjög djarft og virðingar- vert af þeim að gera þetta. Afskap- lega skifjanlegt að vaða ekki af stað án þess að skoða málið vel og vand- lega. Fyrir þetta erum við þakklát og þá vinsemd sem starfsfólk kirkj- unnar hefur sýnt okkur,“ sögðu þau einum rómi. En skyldu þau hafa blessun Guðs? Guðrún sagði engan vafa leika á því. Hún væri á æfingatim- anum, klædd kraftgalla í óupphit- aðri kirkjunni, oft búin að kinka kolli upp til hans og þakka fyrir sig. Rétt er þó að taka fram að kirkjan verður orðin upphituð þegar frum- sýnt verður. „Allt þetta unga og kraftmikla fólk hefur þennan aldna Guð sem framkvæmdastjóra," sagði Guðrún og spurning við hvem hún átti ná- kvæmlega! -bjb ( < < ( < < ( < I < < < < < < I < < < < < < < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.