Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 UV WBtal Valmar Valjaots, tónmenntakennari á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu: Byltingarsöngvari frá Eistlandi Fiðluleikur og rokktónlist virðast ekki ailtaf fara saman en einn af þeim fyrstu sem reyndu að blanda þessu tvennu saman er Eistlendingur að uppruna. Hann er fyrrum rokkstjama og hermaður í sovéska hemum en starfar nú sem tónmenntakennari hér á íslandi. Valmar Válja- ots heitir maðurinn. Hann talar ágæta íslensku og hefur sæmilegan framburð nema hvað ð og þ verða að d og t. Hann er kvæntur Eneli Váljaots og eiga þau tvö börn, Elise Marie, sem er fjögurra ára, og Magnús Mar sem er átta mánaða. Valmar starfar nú sem skólastjóri tónlistar- skóla Reykdæla á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu auk þess sem hann leikur á fiðluna sína írska þjóðlagatónlist í hljómsveitinni írisi. Hann er þrítugur og á að baki langskólanám í tónlist við Tónlistarháskólann í Eistlandi, sann- kallaður snillingur. Valmar á að sumu leyti að baki svipaða sögu og Ormarr fiðlusnillingur Örlygsson, sögupersóna Gunnars Gunnarssonar í Sögu Borgarættarinnar. Ormarr þessi venti kvæði sínu í kross og flutti frá útlöndum til ís- lands þegar fram undan var glæstur ferill í fiðluleik á heimsvísu. Slíkt hið sama blasti við Valmari Váljaots. Munurinn er auðvitað sá að hann hefúr þó enn lifibrauð af tónlistarmennt- un sinni - ekki síst fiðluleiknum. Eistland er eitt gömlu Sovétlýðveldanna og þar er Valmar fæddur og uppalinn. Hann segir það ekki hafa verið slæmt að vera krakki í Sov- étríkjunum sálugu. „Það var gott jafnvægi í lífl manns og stétta- munur ekki áberandi. Þetta leit allt saman vel út á yfirborðinu en Sovétstjómin var um leið að grafa undan sjálfri sér. Eftir þessu tók ég miklu betur á unglingsárunum. Til dæmis gat fólk ekkert keypt þótt það ætti næga peninga því ekkert var til í búðunum. Reyndar leyndist ýmislegt undir búðarborðinu sem þá var verið að fela fyrir Rússum en þeir komu margir í verslunarferðir til Eistlands. Þróunin var síðan sú að búðimar stóðu fullar af ýmsum varningi og annaðhvort átti fólk erfitt með að velja og hafna eða það átti enga peninga og gat þvi ekk- ert keypt,“ segir Valmar og bætir því við að vöruúrvalið sé ívið betra i Eistlandi heldur en það er á íslandi. Sukksamt líferni Valmar var fyrsti Eistlendingurinn til þess að spila á fiðlu í eistlenskri rokkhljómsveit. Hún hét Mr. Lawrence og þótti býsna góð. Léku þeir félagamir meðal annars á rokkhátíð í Eistlandi þar sem fram komu ekki ómerkari stjömur en Bonnie Tyler, Bob Geldof og Status Quo. Einnig hitaði hljómsveitin upp fyrir ELO og Tanitu Tikaram sem héldu tónleika í Tallinn. Valmar segir hið sukksama lífemi sem gjam- an fylgi rokkinu ekki hafa átt vel við sig og hann hafi viljað sjá nýjar hliðar á lífinu. Og þá gripu íslenskar örlaganomir í taumana og hög- uðu því svo til að skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur á Islandi hringdi í Valmar og bauð honum að koma til að verða tónlistarkennari hér. „Mér þótti ísland spennandi kostur og var tilbúinn að breyta um lífsstil og umhverfi. Þess vegna sló ég til. Eistlendingar vita lítið um ís- land nema það auðvitað að íslenska rikið studdi okkur dyggilega i sjálfstæðisbaráttu okk- ar. Það eina sem ég vissi að auki um landið var að höfuðborgin héti Reykjavík og hér væri oft mikið hvassviðri. Mér sýndist að það ætti að vera vandalaust að prófa þetta eftir tvö ár í sovéska hemum!“ segir Valmar. Grasið málað grænt! Hemaðarbrölt þessa fyrram Sovét- manns er alveg kapítuli út af fyrir sig. Það er til að mynda ekki gott fyrir frið- arsinna að vera skyldaður í herþjónustu enda harðneitaði hinn imgi hermaður Váljaots að skjóta úr byssu á heræfmg um. Hann var því ekki í vafa þegar honum bauðst að velja milli þess að skrönglast um í skriðdreka þessi tvö ár sem herþjónustan stæði eða spila á básúnu í herlúðrasveitinni. Eini hængurinn var sá að hann kunni ekkert á básúnu! Hvort sem það var síðan fyrir ást á friði, hatur á hemaði eða eitthvað annað þá tókst Valmari að læra á hljóðfærið á einum mánuði þannig að réttlætanlegt væri að hann léki á lúðurinn. Herdeild Valmars hafði bækistöðvar í Kalin- ingrad. Þar höfðust hermennimir við í óupphit- uðum húsum þannig að skúringavatnið fraus á gólfunum! „Við vorum vaktir klukkan 6 og feng- um 45 sekúndur til að klæða okkur. Síðan var farið út að hlaupa og í sturtu eftir það. Gallinn var sá að þar var ekkert heitt vatn en mikill kuldi. Og hermennimir höfðu margt sérkennilegt fyrir sta&i. „Einu sinni var mikil- vægur hershöfðingi að koma í heimsókn. Þetta var að haustlagi og gróður farinn að verða lélegur þannig að nokkrir strákar voru reknir upp i tré til að hrista lausa laufið niður úr þeim svo að það svifi ekki fyrir fætur hershöfðingjans eða setti bletti á umhverfið. Og til þess að allt liti nú fullkomlega út vorum við látnir mála grasið grænt!“ Þú lýgur þessu?! „Nei,“ svarar Valmar. En mikið óskaplega hefur hann gaman af að segja frá þessu. þegar hann var 6 ára fór þannig fram að hann var látinn syngja svolítið lag, reikna dæmi, sýna stjómandatilburði undir lúðrasveitartón- list sem leikin var af segulbandi og hneigja sig. Að því loknu var hann talinn efni í snilling og tilkynnt að hann ætti að verða fiðluleikari. „Það vildi ég alls ekki. Mig langaði alltaf til að læra á píanó og var alltaf að spila á það. Ég var ákveðinn í að skipta um hljóðfæri eftir að ég Ofvaxin fiðla Valmar segist hafa fengið menntun sína í „tónlistarverksmiðju" í Tallinn. Þar eru reknir saman skólar, allt frá grunnskóla til háskóla, allir á tónlistarsviði. Bömin koma sex ára i for- nám og þreyta að því loknu inntökupróf. Af 150 nemendum, sem hófu nám um leið og Valmar, töldust aðeins 57 næg efni. Aðrir nemendur máttu gjöra svo vel og hypja sig. Bömin 57 sem hlutu náð fyrir augum læri- feðranna, og þar með talinn Valmar Váljaots, hófu því nám strax í fyrsta bekk með það að markmiði að útskrifast sem tónlistarsnillingar - sem auðvitað var framleiðsluvara „verksmiðj- anna“. Og tónlistarskólamir í Tallinn era engin smásmíði. Þess má til dæmis geta að bæði í grunn- og háskóla eru hvorki fleiri né færri en 60 æfingaherbergi og er pianó í hverju þeirra: þrjár hæðir, full- ar af pi- anóum! Inn- töku- prófið sem Valmar gekkst undir Valmar grípur ósjaldan í gítarinn heima hjá sér og þá er dóttirin Elise Marie dugleg aö syngja meö. DV-myndir Jóhann Guöni lyki grunnskólanum en úr því varð ekkert. Þeg- ar allt kom til alls var það góð tilfinning eftir allt erfiðið og ég fann að ég hafði náð árangri.“ Hann' skipti raunar um hljóðfæri. Fiðlan vék fyrir lágfiðlu sem er sennilega best lýst sem of- vaxinni fiðlu. Valmar segir að með því að velja lágfiðluna hafi hann að sumra mati fallið úr „úrvaldsdeild" en svo sé alls ekki, lágfiðlan sé ekkert ómerkilegra hljóðfæri. í skólanum ríkti mikil samkeppni meðal nemenda. „Hér á íslandi þykir mörgum að það sé fyrir öllu að vera bara með. Slík heimspeki gengur ekki þar sem allir reyna að vera leiðandi í sín- um hópj, til dæmis í kammersveitum skól- anna,“ segir Vaimar. Einnig er keppni nem- enda milli skóla og Vaimar bar einmitt sigur úr býtum í tveimur slíkum keppnum þegar hann var 16 og 17 ára. Hann lauk síðan námi við tónlistarskóla Tónlistarháskóla Eistlands 18 ára og leiðin lá auðvitað beint í háskól- í sjálfan. Þaðan Valmar fær rembingskoss frá Elise Marie, 4 ára, og eiginkonan, Eneli Váljaots, er meö Magnús Mar, 8 mánaöa, í kjöltu sér. Eistum eða Eistlendingum? Valmar kann vel við sig á íslandi en segist þó alltaf verða Eistlendingur. Það vekur at- hygli mína að hann notar alltaf nafnorðið Eistlendingar og lýsingarorðið eistlenskur en ekki eistneskur og Eistar, eins og gjaman hefur sést i blöðum og hljómar stundum skemmtilega - að minnsta kosti að því er okkur finnst, íslendingum. Valmar veit vel af þessari merkingarvillu sem við komumst stundum (viljandi) í. Hann virðist hafa nokk- uð gaman af tvíræðninni og því varla mikil áhætta að segja frá fyrirsögn í DV fyrir nokkru: Sjúkraflug eftir tveimur Eistum. Val- mar hlær dátt: „Það var sem sagt sóttur einn maður!“ Margt í þjóðmenningu íslendinga og Eist- lendinga virðist geta farið saman. Eistlendingar dansa skottís heima hjá sér þótt þeir kalli hann raunar hlauppolka og Valmar segist kannast við flölmargt i íslenskri harmóníkutónlist sem hann hafi heyrt heima í Eistlandi. „Eistlendingar era að mörgu leyti mjög vest- rænir og njóta þar þess að búa vestarlega í Evrópu. Við sáum finnskt sjónvarp og vitum meira að segja hvað Dallas er. Okkur var reyndar sagt að þetta væri allí saman bull og vitleysa." Drykkjusiðir berast auðvitað í tal þegar talað er um menningu og Valmari vefst tunga um tönn þegar talið berst að íslendingum. „Sko, ég held að fólk sem reykir ekki að stað- aldri og drekkur ekki að staðaldri hljóti að fá hroðalega verki eftir að hafa reykt og drukkið nánast sleitulaust heila nótt.“ Söngur er annað megineinkenni á eistlensku þjóðinni sem einnig má finna hér á íslandi. Valmar segir frá því að Eistlendingar hafi sett heimsmet árið 1975 þegar 35.000 manns stóðu saman á einu sviði og sungu í einum kór. Þetta var á risastóru kóramóti sem haldið hefur ver- ið reglulega í Tallinn síðan um miðja 19. öld þótt verulega hafi dregið máttinn úr því á síð- ustu árum. „Með kapítalismanum dró verulega úr þjóð- legri menningu, fólk hefur ekki lengur tíma til að syngja því allir ætla að verða ríkir,“ segir Valmar en auðvaldinu var þó veitt braut- argengi með söng því þann ellefta september 1988 komu um 300.000 manns saman í Tallinn til að gera syngjandi byltingu. „Ég söng þá á sviðinu og þetta er ógleymanleg stund." Tónlistarstjóri í Kabarett Það má sjá af þessu spjalli okkar Valmars að þar fer maður sem hefur komið víða við og er líklegur til þess að halda áfram á þeirri braut. Nýverið frumsýndi til dæmis leikhópur Eflingar í Reykjadal, sem nýtur fulltingis nem- enda við Framhaldsskólann á Laugum og Litlu- Laugaskóla, leikverkið Kabarett. Val- mar er tónlistarstjóri þeirrar sýningar og var honum margháttaður vandi á hönd- um. Verður ekki annað séð en hann hafi leyst afar vel öll þau vandamál uppfærslan beri starfshæfni hans ótvírætt mjög gott vitni. Og það eiga þeir sameigin- legt Ormarr Örlygsson og Valmar Valjaots að þeir taka fram fiðluna á góðum stund- um, sem eru til allrar ham- ingju mjög margar í tilviki Valmars, og þá er gaman. Á slíkum augnablikum verðm- hverjum manni ljóst hvílíkt gildi tónlistin hefur í samfélagi manna, hve mikilvæg hún er og kröftugur miðill tilfinn- inga. Um það getur sá borið ótvírætt vitni sem bylti samfélagi sínu með söngnum einum saman. -Jóhann Guðni Reyn- isson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.