Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 Meirihluti keppenda með sílíkonbrjóst: Ungfrú Bandaríkin Aðeins ein fegurðardr'ottning kom fram í sundbol þegar þáttak- endur sýndi sig í baðfötum. Hinar 50 voru allar í bíkini. Sigurvegarinn í fegurðarsamkeppninni, Shawnae Jebbia, varð sú sem hreppti titilinn bíkinifyrirsæta keppninnar. Nú velta menn þvi fyrir sér hvort hún sé ein af þeim sem töldu sig verða fegurri með aðstoð lýtalæknis. Auk titilsins ungfrú Bandaríkin fékk Shawnae rúmar 3 milljónir is- lenskra króna, íbúð og skrifstofu í Los Angeles, demantsúr, demants- hálsfesti og rauðan Pontiac cabriolet. Það er greinilega til mik- ils að vinna og ef til vill ekki undar- legt að þær sem girnast slíka hluti fari í brjóstastækkun til að auka vinningslíkurnar. „Á meðan ég kem fram sem ung- frú Bandaríkin mun ég berjast gegn notkun flkniefna, ofbeldi og aðstoða heimilislausa,“ sagði sú fegursta að lokinni krýningu. Það er auðkýf- uringiu-inn Donald Trump sem stendur á bak við fegurðar- Símamynd Reuter. samkeppnina. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Bandaríkin gengur nú undir nýju nafni: Ungfrú Sílíkon. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að 40 af 51 þáttakanda í keppninni, sem haldin var nú í vikunni, hafi verið með silíkon- brjóst. Aðstandendur keppninnar hafa ekki vísað þessum fréttum á bug; „Það er undir hverjum og einum þáttakanda komið hvort hann vill greina frá því hvort hann hafi geng- ist undir fegrunaraðgerð. Og hér fylgist enginn með því hvort kepp- endur hafi gengist undir slíkar að- gerðir,“ sagði talskona keppninnar við fiölmiðla. Aðstandendur keppninnar hafa hvatt þáttakendur til að vera í eins litlum klæðum og mögulegt er á meðan á sjónvarpsútsendingu stendur. „En það er greinilegt að silíkon fellur ekki undir það,“ skrif- ar bandarískt dagblað. Ekki var gef- ið upp hverjar fegurðardísanna höfðu látið lappa upp á brjóstin og látið troða í þau silíkoni. Shawnae Jebbia var nýlega kjörin Ungfrú Bandaríkin. sköpunarverk Givenchys. Sfmamynd Reuter Givenchy á heiöurinn af þessari eldrauöu leöurdragt meö ermum Úr loöskinni. Símamynd Reuter Hönnuöurinn Ocimar Versolato kynnti þennan glæsilega satínklæönaö á sýningu næstu haust- og vetrartfsku í París í vikunni. Sfmamynd Reuter 1 Costner trúir á 1 boðskap sinn Kvikmyndaleikarinn, leikstjór- inn og kvikmyndaframleiðand- inn Kevin Costner trúir á boðskap sinn. Hann lætur sér fátt um finnast þótt gagnrýnendur tæti í sig j kvikmyndir hans. „Það er tilhneiging til þess en ég get ekki hagað mér eftir því. Ég verð að gera þær myndir sem ég trúi á og svo verð ég að sætta mig við gagnrýnina. Ég er einfari og hef engan umboðsmann. Ég fer mínar eigin leiðir og þess vegna þykir fólki ég ef til vill hrokafullur," sagði Costner nýlega i viðtali um myndina The Postman. Paula flytur í kjallaraíbúð Paula Yates er flutt úr húsinu sem hún, dætur hennar fjórar og Michael Hutchence fluttu inn í aðeins tveimur vikum áður en hann fyrirfór sér í nóvember siðastliðnum. Paula er flutt í íbúð vinkonu sinnar, Belindu Brewin. Að sögn Paulu er Belinda ein þeirra vinkvenna hennar sem ekki hafa vikið frá hlið hennai- eftir lát Michaels. „Þær hringja í mig á hverjum degi og færa mér meira að segja mat,“ segir Paula þakklát. Kærasti Karólínu kvænist leikkonu Franski leikarinn Vincent Lindon, sem þekktastur er fyrir að hafa verið kærasti Karólinu Mónakóprinsessu í mörg ár, er nú genginn út tveimur árum eftir skilnaðinn við prinsessuna. Vincent gekk að eiga leikkonuna »Sandrine Kiberlain sem fyrir ' tveimur árum fékk Cesar- verðlaunin fyrir leik í myndinni To Have (or Not).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.