Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JjV jsælkerínn________________________________________________ Jóhanna Vilhjálmsdóttir þula er sannur sælkeri: Indónesískur núðluráttur „Þennan rétt uppgötvaði ég fyrir u.þ.b. tíu árum í einni bestu pasta- matreiðslubók sem ég hef hingað til komist í kynni við. Bókin er frá bókaútgáfunni „Krydd í tilveruna". Ég hef reynt að finna hana í bóka- búðum en ekki haft erindi sem erf- iði. Annars hefur rétturinn breyst þó nokkuð í mínum fórum. Réttur- inn var upphaflega þjóðarréttur frá Indónesíu - Bami goreng - en er núna orðinn eins konar a la Jó- hanna,“ segir Jóhanna Vilhjálms- dóttir, sjónvarpsþulan góðkunna, sem er sælkeri vikunnar og býður okkur indónesískan núðlurétt. Vinsæll hjá öllum Jóhanna er hógvær og segist ekki vera mikill sælkerakokkur. „Sá réttur sem ég kem hér með var mikið eldaður af mér á sínum tíma, enda var hann mjög vinsæll hjá ungum sem öldnum. Rétturinn var satt best að segja kominn „nið- ur í geymslu". Það var því kjörið að rifja hann upp við þetta tækifæri og leyfa heimilismönnum að smakka á honum og ég tala nú ekki um að koma uppskriftinni á fram- færi. En rétturinn er einfaldur og góður og gengur bæði hversdags og við hátíðleg tækifæri," segir Jó- hanna en uppskriftin miðast við ca. 5 manns. 3 1 vatn m tsk. salt 300 g kínverskar eggjanúölur 250 g kínakál 1 góður púrrulaukur 1- 2 rauðar ferskar piparrætur (eftir smekk) 2- 6 hvítlauksrif (einnig eftir smekk) 4 msk. olía 250 g rækjur ca. 2 msk. sojasósa (mæli með sætri indónesískri sojasósu) Vatn og salt er hitað að suðu. Núðlunum steypt í sjóð andi vatnið, hrært i pott- inum einu sinni. Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um leið og núðlurn' ar eru settar í pottinn mælir Jóhanna með að setja grænmetið á pönnuna (best að matreiða í wok- pönnu eða djúpri pönnu). Fyrst þurfi að sjálfsögðu að hreinsa grænmetið. Síðan er kina- kálið skorið í lengjur púrrulaukurinn sneiddur í 1 / hringi, piparinn skorinn í tvennt, stilkar og trefjar fjar- lægðar, saxaðar flnt. Hvítlaukurinn afhýddur og saxaður fint. Næst er öllu finsaxaða grænmet- inu blandað saman, steikt í heitri oliunni í 5 mínútur og hrært í nokkrum sinnum á meðan. Grænmeti og núðlum er síð- an blandað saman og rækj- unum og sojasósunni loks bætt í og rétturinn borinn fram í wok-pönnunni. „Þessi réttur býður í rauninni upp á fjölmarga möguleika. Hægt er að hafa kjúklinga- bringubita í réttin- um. Þá eru þeir steiktir á undan og síðan settir í réttinn með rækjunum í lokin. Einnig er hægt að vera einungis með grænmeti í rétt- inum og þá má al- vcg oæta við grænmeti eins og t.d, sellerí eða gulrótum. Ferska krydd- ið i réttinum á alveg að nægja ásamt sojasósunni - það á ekki að þurfa meira krydd, en ef það nægir ekki má salta réttinn örlítið. Sem meðlæti mæli ég með fersku salati og hvít- lauksbrauði. Verði ykkur svo að góöu,“ segir Jóhanna þula. -bjb Jóhanna með núðlu- réttinn tilbúinn á borðið, bara að smakka fyrst! DV-mynd Hilmar Þór É' í Spagettí með tómötum og túnfiski Þeir sem vilja hreina grænmetissósu geta notað tómatana en sleppt tún- fiskinum. Rétturinn er fyrir tvo. jfifatgæðingur vikunnar______________________ Gunnhildur Hauksdóttir faýður upp á svínakótelettur og perutertu: Dæturnar fengu að ráða 175 g spagettí 1-2 hvítlauksgeirar 2 msk. ólífuolía % dós niðursoönir tómat- ar (um 1% dl) 1 msk. tómatmauk eða chillisósa salt og grófmulinn pipar örlítill sykur 1 dós túnfiskur i olíu steinselja eða basilikum Aðferð Sjóðið pastað sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka. Hreinsið hvítlauk- inn og saxiö niður. Steikið hvítlauk i ólífu- olíu og hellið tómatsós- unni og tómatmauk- inu/chillisósunni út á. Stráið salti og pipar út á og látið sósuna sjóða án loks í 10-15 mínútur eða þar til hún þykknar. Bragöbætið meö örlitl- um sykri og ef vill salti og kryddi. Hrærið túnfiskbit- unum saman við og hitiö. Sigtið vatnið af spaget- tíinu og hellið tómat- og túnfisksósunni yfir ásamt basilikum eða steinselju. -sv „Ég lagði það i hendur dætra minna hvaða uppskrift ég ætti að velja og þær tvær sem hér fara á eftir enduðu efst á listanum eftir nokkra umhugsun. Annað er aðalréttur og hitt eftirréttur sem alltaf er pantaður ef gera á góðan eftirrétt," segir Gunnhildur Hauksdóttir, matgæðingur vik- unnar. Hún býður upp á ofnbak- aðar svínakótelettur með sveppum og perutertu Guð- nýjar. búa kótelettumar fyrirfram ef ég á von á gestum. Þá er þægilegt að eiga bara eftir að baka þær í ofninum og losna við að vera kófsveitt í eldhús- inu þegar gestina ber að garði. Perutertan 2 egg 100 g sykur 75 g Kótelettur kókosmjöl 2 msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 heildós af perum After Eight súkkulaði Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið kókosmjöli, hveiti og lyftidufti út í. Raðið perum í eldfast mót og Af- ter Eight-plötum ofan á þær. Deiginu er hellt yfir og þetta bakað í ofni við 180° í 18-20 mínútur. Berið tertuna fram með ís eða rjóma. Gunnhildur skorar á Guðnýju Elíasdóttur að vera næsti matgæðingur. 4 vænar svínakótelettur hveiti salt og pipar 250 g ferskir sveppir 2 msk. sítrónusafi 1 dl kjötsoð 1 peli rjómi rifinn ostur Kótelettumar eru barðar létt. Þeim er síðan velt upp úr hveiti, salti og pipar og þær snöggsteiktar á pönnu. Settar í eldfast fat Setjið sveppina á pönn- una með smá smjör líki/smjöri. Þegar búið er að steikja sveppina er kjötsoð- inu, ásamt rjóman- um og sítrónusafan- um, hellt út á pönn- una og soðið upp. Bragðbætið með salti og pipar. Sósuna má þykkja með smá maísenamjöli ef fólki finnst þess þurfa. Sósunni er hellt yfir kótelettumar í eldfasta fatinu og sveppirn- ir látnir dreifast yfir kótel- ettumar sjálfar. Stráið rifn- um osti yfir og bakið í ofni þar til osturinn er vel bráðinn. Berið fram með bökuðum kartöfl- um og salati. Gott að gera fyrirfram „Mér finnst gott að vera búin að út- Gunnhildur segir gott aö vera búinn aö útbúa kóteletturnar fyrirfram og eiga bara eftir aö baka þær í ofninum þegar gesti ber aö garöi. Gott hversdags: Kál- og pylsurúllur Þegar fólk vill elda eitthvað fljótlegt en bragðgott er oft úr vöndu að ráða. Hugmyndaflugið virkar ekki alltaf eins og til er ætl- ast og því endar fólk oftar en ekki á að gera það sama og síöast. Hér Íkemur einföld og góð útgáfa af kál- rúllum sem bornar em fram með kröftugri tómatsósu. Nota verður þær pylsur sem eru í boði en best er aö hafa þær sem bragðmestar. 1-2 reyktar pylsur 4 blöð kinakál eða blöðrukál 1 hvítlauksgeiri | Zi laukur 2 msk. ólífuolía \ Vt dós niðursoðnir tómatar (iy2 dl) 1 msk. chillisósa eða tómatmauk 1 tsk. basilikum eða oregano salt og grófmulinn pipar örlítill sykur Aðferð: Þvoið kálblöðin og skerið grófa hlutann (stilkinn) af. Snöggsjóðið blöðin í örbylgjuofni í um y2 dl af léttsöltu vatni í hitaþolnu fati í um 1 mínútu. Ef notaðar era stór- Iar pylsur er best að skera þær í tvennt og leggja hvem helming á blöðin og rúlla þeim upp. Gott get- ur verið að festa þau með tann- stöngli. Skeriö lauk og hvítlauk og léttsteikið í ólífuolíu á pönnu. Bætið niðursoðnu tómötunum, chilisósunni/tómatpúrrunni og kryddum út í og látið sjóða. Látið sósuna mafla í 10 tU 15 mínútur. Bragðbætið með salti og kryddi og ef viU örlitlu af sykri. PylsurúU- urnar má hita í sósunni, örbylgj- unni, ofninum eða á pönnu. Þetta er best að bera fram með kartöfl- um og fersku salati. Brennandi ást með eplum og karríi Réttur sem rétflætir að bera þetta nafn hlýtur að þurfa að vera sérlega vel heppnaður. Ekki ein- asta þarf hann að vera góður á bragðið heldur lykta vel og vera góður í maga. Ekki er verra að fljótlegt sé að búa hann tU. Mælt er með því að fólk geri kartöflu- stöppuna sjálft en vitaskuld geng- ur pakkastappa líka. 250-300 g beikon eða svínakjöt (t.d. pylsur) 1 stór laukur 1-2 epli 1 msk. karrí söxuð steinselja Kartöflustappa: 5-6 kartöflur um iy2 dl mjólk 1 msk. smjör salt og pipar Aðferð: Gerið kartöflustöppuna fyrst. Afhýðið kartöflumar og skerið í bita. Sjóðið síðan í léttsöltu vatni. HeUið vatninu af og látið kólna ör- lítiö. Stappið kartöflurnar og þynnið með sjóðandi mjólk. Hrær- ið smjöri út í og bragðbætið með salti og pipar. Skerið kjötið í bita og brúnið á pönnu. Setjið smátt saxaðan lauk út á pönnuna og steikið létt. Sker- ið epli í smáa teninga og setjið út á pönnuna. Stráið karríi yfir. Hrærið öUu saman og steikið í 6-7 mínútur. Stráið vel af hakkaðri steinselju yfir í lokin. -sv
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.