Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 56
bridge LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 \ 68 Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur: Sveit Málningar ehf. sigraði naumlega Fyrir stuttu lauk aðalsvei- takeppni Bridgefélags Reykjavíkur og sigraði sveit Málningar ehf. naumlega eftir harða keppni við sveit Strengs. í sveit Málningar ehf. spiluðu Baldvin Valdimarsson, Hjálmtýr Baldursson, Eiríkur Hjaltason, Hjalti Elíasson og Einar Jónsson en sveit Strengs var skipuð Hrannari Erlingssyni, Júlíusi Sig- urjónssyni, Jónasi P. Erlingssyni, Steinari Jónssyni og Rúnari Magn- ússyni. Umsjón Feriil Málningar ehf. á toppinn var ekki þrautalaus, hún vann sveit Stillingar hf. í undanúrslitum með 2 impum og síðan úrslitaleikinn með öðrum 2 impum. Hinn undanúr- m slitaleikinn vann sveit Strengs með 108 impum gegn 70 en andstæðing- arnir voru sveit Granda hf. Þegar svo mjóu munar má segja skák_ að hvert einasta spil sé úrslitaspil. Við skulum skoða eitt örlagaríkt spil frá úrslitaleiknum. N/A-V * D862 »972 4- D54 4 K65 4 ÁG4 »- ♦ G1083 4 ÁD9873 4 K9 » ÁKDG54 4 K976 4 10 í lokaða salnum sátu n-s Steinar Jónsson og Jónas P. Erlingsson en a-v Hjálmtýr Baldursson og Baldvin Valdimarsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass pass 14 14* dobl pass 4 » allir pass Það má segja að eina vandamál sagnhafa sé að fá tvo slagi á tígul og Jónas var ekki í neinum vandræð- um með það. Eftir tígulgosa útspil Baldvins lét Jónas lítið úr blindum, fékk slaginn á kóng, tók trompin og spilaði tígli að blindum og lét lítið. Austur drap á ás og spilið var unn- ið. Það voru 420 til n-s. Við hitt borðið sátu n-s feðgarnir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason en a-v Hrannar Erlingsson og Júlíus Sigurjónsson. Eiríkur fór í veiðiferð og fékk dágóðan afla: Norður Austur Suður Vestur pass pass 4 » dobl pass 4 4 dobl allir pass Þessi samningur fékk þá refsingu sem hann átti skilið. Eiríkur spilaði út hjartaás, trompað í blindum, tigulgosa svínað og Eiríkur fékk á kóng. Þá kom hjartakóngur, tromp- aður í blindum, tígull á ás og lauf- drottningu svínað. Hjalti drap á kóng og trompaði út. Þá kom laufás og Eiríkur trompaði. Hrannar fékk síðan tvo slagi á tromp i viðbót. Það voru sex slagir. Fjórir niður doblað- ir og 1100 til n-s. Það er ekki gott hjá vestri að lofa makker fjórlit í spaða og hengja hann síðan í 4-3 samleg- unni. Auðvitað á hann að segja fimm lauf sem eru aðeins einn nið- ur með nákvæmri spilamennsku. Hefði hann gert það væri hann meistari Bridgefélagsins, eða þannig. Þegar svo mjóu munar eru eflaust fleiri spil sem voru jafn þýðingar- mikil. Baldvin Valdimars- son, fyrirliði sveitar Málningar ehf. Þekktir stórmeistarar tefla á Reykjavíkurskákmátinu - sveit Taflfálags Reykjavíkur sigraði í íslandsflugsdeildinni Átjánda Reykjavíkurskákmótið hófst á þriðjudaginn í Faxafeni 12, húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur, sem stendur fyrir mótshaldinu. Á mótinu tefla 66 keppendur frá fjöl- mörgum löndum. Nákvæmlega helmingur keppenda er erlendur, þar af eru margir þekktir stórmeist- arar. Alls verða tefldar 9 umferðir og er teflt daglega - lokaumferðin á miðvikudag. Stigahæstur keppenda er stór- meistarinn kunni Ivan Sokolov frá Bosníu, næstur kemur Englending- urinn Tony Miles og þriðji er Dan- inn Curt Hansen. Aðra má fræga ■ telja bandarísku stórmeistarana Nick de Firmian og Larry Christi- ansen, Norðmennina Simen Ag- destein, Rune Djurhuss og Einar Gausel, þýska stórmeistarann Stef- an Kindermann, Erling Mortensen, Danmörku, Stuart Conquest, Englandi, Jonny Hector hinn sænska og finnska stórmeistarann Heikki Westerinen. Þrír íslenskir stórmeistarar fara fyrir heimavarn- arliðinu: Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson. Ungir og efnilegir íslensk- ir skákmenn setja einnig sterkan svip á mótið og verður gaman að fylgjast með þeim í baráttunni við meistarana þekktu. í fyrstu umferðunum urðu þegar nokkur óvænt úrslit. Skák Braga Halldórssonar og Tony Miles lauk t.a.m. með jafntefli en þar slapp enski stórmeistarinn með skrekk- inn - Bragi missti hann í endatafli, eftir að hafa teflt meistaralega og náð fram vinningsstöðu. Áskell Öm Kárason gerði jafntefli við Curt Hansen, Arnar E. Gunnarsson við Erling Mortensen, Björn Þorfmns- son við Stuart Conquest og Tómas Björnsson við Stefan Kindermann. Taflfélag Reykjavíkur hefur nú selt hluta af húsnæðinu við Faxafen og er því heldur þrengra um kepp- endur en áður. Aðstaða fyrir áhorf- endur er þó góð og eru skákir á efstu borðunum sýndar á sýningart- öflum. Áhorfendur eru velkomnir á mótsstað og er aðgangur ókeypis. SveitTR hélt forystunni Sveit Taflfélagsins Hellis gerði sér lítið fyrir og lagði lið Taflfélags Reykjavíkur að velli með 5 vinning- um gegn 3 í deildakeppni Skáksam- bands íslands - íslandsflugsdeild- inni - um helgina. Þessi sigur Hell- ismanna nægði þó ekki til þess að slá vopnin úr höndum TR. Þrátt fyr- ir ósigurinn hafði TR örugga for- ystu í keppninni og uröu lyktir þær að 5 vinningar skildu sveitirnar. Samanlagður vinningafjöldi réð úr- slitum um sigurinn og varð sveit Hellis því að gera sér 2. sætið að góðu, þrátt fyrir að hafa borið sigur- orð af öllum andstæðingum sínum. Úrslitin í l.deild urðu þessi: 1. Taflfélag Reykjavikur 44,5 v. 2. Taflfélagið Heílir 39,5 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur, b-sve. 28,5 v. 4. Taflfélag Hólmavíkur 27,5 v. 5. Skákfélag Akureyrar 25 v. 6. Taflfélag Kópavogs 22,5 v. 7. Skákfélag Hafnarfjarðar 19 v. 8. Taflfélag Garðabæjar 17,5 v. Taflfélag Garðabæjar feUur niður í 2. deild að ári en b-sveit Taflfélags- ins Hellis flyst upp í 1. deild. í 2. deild varð niðurstaðan þessi: 1. Hellir, b-sveit 31 v. 2. Tafldeild Bolungarvíkur 26,5 v. 3. TR d-sveit 25 v. 4. Skákfélag Akureyrar, b-sveit 20 v. 5. TR, c-sveit 19 v. 6. UMSE 18 v. 7. Taflfélag Akraness 17 v. 8. Skákfélag Akureyrar, c-sveit 12 v. í 3. deild sigraði Skákfélag Reykjanesbæjar með 31 v., en Skák- félag Austurlands og Skákfélag Sel- foss og nágrennis fengu 26 v., og urðu í 2. - 3. sæti. C-sveit Hellis fékk 22 v., UMSE, b-sveit 18,5 v., Taflfélag Vestmannaeyja 17 v., Taflfélag Garðabæjar, b-sveit 16,5 v. og TR, g- sveit 14 v. Taflfélag Seltjarnamess sigraði i 4. deild með 11,5 v„ e-sveit Hellis varð í 2. sæti og e-sveit TR í 3. sæti. Hraðskákmóti íslands á sunnu- daginn lauk með sigri Þrastar Þór- hallssonar. Lítum á skemmtilega skák úr glímu Reykjavíkurfélaganna Hellis og TR, þar sem kunnuglegt stef kemur þráfaldlega við sögu. Hvítt: Kristján Eðvarðsson (Hellir) Svart: Bergsteinn Einarsson (TR) Katalónsk byrjun. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 b6 5. Da4+ c6 6. Rf3 Be7 7. Re5 Bb7 8. Rc3 0-0 9. 0-0 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. e4 dxe4 12. Rxe4 Rf6 13. Hdl Rxe4 14. Bxe4 Dd7 15. c5 bxc5 16. dxc5 Dc7 17. Dc2 f5 18. Bg2 e5 19. Dc4+ Kh8 20. De6(?) Had8 (?) Ekki ber á öðru en 20. - Bxc5 sé mögulegt. Svarið við 21. Hd7 yrði 21. - Bxf2+! 22. Kxf2 Db6+ og nú liggur Ba6+ eða Dxb2+ í loftinu. 21. Be3 f4 22. gxf4 exf4 23. Bd4 Bf6? Eftir 23. - f3 hefur svartur e.t.v. óttast 24. Be5 en þá má bjarga sér úr klípunni með 24. - Hxdl+ 25. Hxdl Bc8 með óljósu tafli. Hinn gerði leik- ur virðist „traustari" en hvítur nær að færa sér hann meistaralega í nyt. 24. Bxf6 Hxf6 25. De5! Dc8 Ekki má sterta við drottningunni - ef 25. - Dxe5 26. Hxd8+ og mátar. 26. Bh3! Db8 Nú mátti auðvitað ekki taka bisk- upinn en af tvennu illu var 26. - Da8 skárra. 27. Hd7! Enn nýtir hvítur sér veikleikann á 8. reitaröðinni. Hvorki má þiggja hrók né drottningu vegna mátsins í borðinu. 27. - He8 28. Dxb8 Hxb8 29. Hel Hfd8 30. Hc7 Fellur ekki í gildruna 30. Hee7? Bc8. Virk staða hvíts tryggir honum nú unnið tafl. 30. - Hfd8 31. b3 Í3 32. Bg4 HfB 33. Bxf3! .t í Qórða skiptið segir veikleikinn á 8. röðinni til sín! 33. - Hxf3 34. Hxb7 HbfB 35. He2 H8f5 36. b4 Hg5+ 37. Kfl - Og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.