Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Side 56
bridge LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 \ 68 Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur: Sveit Málningar ehf. sigraði naumlega Fyrir stuttu lauk aðalsvei- takeppni Bridgefélags Reykjavíkur og sigraði sveit Málningar ehf. naumlega eftir harða keppni við sveit Strengs. í sveit Málningar ehf. spiluðu Baldvin Valdimarsson, Hjálmtýr Baldursson, Eiríkur Hjaltason, Hjalti Elíasson og Einar Jónsson en sveit Strengs var skipuð Hrannari Erlingssyni, Júlíusi Sig- urjónssyni, Jónasi P. Erlingssyni, Steinari Jónssyni og Rúnari Magn- ússyni. Umsjón Feriil Málningar ehf. á toppinn var ekki þrautalaus, hún vann sveit Stillingar hf. í undanúrslitum með 2 impum og síðan úrslitaleikinn með öðrum 2 impum. Hinn undanúr- m slitaleikinn vann sveit Strengs með 108 impum gegn 70 en andstæðing- arnir voru sveit Granda hf. Þegar svo mjóu munar má segja skák_ að hvert einasta spil sé úrslitaspil. Við skulum skoða eitt örlagaríkt spil frá úrslitaleiknum. N/A-V * D862 »972 4- D54 4 K65 4 ÁG4 »- ♦ G1083 4 ÁD9873 4 K9 » ÁKDG54 4 K976 4 10 í lokaða salnum sátu n-s Steinar Jónsson og Jónas P. Erlingsson en a-v Hjálmtýr Baldursson og Baldvin Valdimarsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass pass 14 14* dobl pass 4 » allir pass Það má segja að eina vandamál sagnhafa sé að fá tvo slagi á tígul og Jónas var ekki í neinum vandræð- um með það. Eftir tígulgosa útspil Baldvins lét Jónas lítið úr blindum, fékk slaginn á kóng, tók trompin og spilaði tígli að blindum og lét lítið. Austur drap á ás og spilið var unn- ið. Það voru 420 til n-s. Við hitt borðið sátu n-s feðgarnir Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason en a-v Hrannar Erlingsson og Júlíus Sigurjónsson. Eiríkur fór í veiðiferð og fékk dágóðan afla: Norður Austur Suður Vestur pass pass 4 » dobl pass 4 4 dobl allir pass Þessi samningur fékk þá refsingu sem hann átti skilið. Eiríkur spilaði út hjartaás, trompað í blindum, tigulgosa svínað og Eiríkur fékk á kóng. Þá kom hjartakóngur, tromp- aður í blindum, tígull á ás og lauf- drottningu svínað. Hjalti drap á kóng og trompaði út. Þá kom laufás og Eiríkur trompaði. Hrannar fékk síðan tvo slagi á tromp i viðbót. Það voru sex slagir. Fjórir niður doblað- ir og 1100 til n-s. Það er ekki gott hjá vestri að lofa makker fjórlit í spaða og hengja hann síðan í 4-3 samleg- unni. Auðvitað á hann að segja fimm lauf sem eru aðeins einn nið- ur með nákvæmri spilamennsku. Hefði hann gert það væri hann meistari Bridgefélagsins, eða þannig. Þegar svo mjóu munar eru eflaust fleiri spil sem voru jafn þýðingar- mikil. Baldvin Valdimars- son, fyrirliði sveitar Málningar ehf. Þekktir stórmeistarar tefla á Reykjavíkurskákmátinu - sveit Taflfálags Reykjavíkur sigraði í íslandsflugsdeildinni Átjánda Reykjavíkurskákmótið hófst á þriðjudaginn í Faxafeni 12, húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur, sem stendur fyrir mótshaldinu. Á mótinu tefla 66 keppendur frá fjöl- mörgum löndum. Nákvæmlega helmingur keppenda er erlendur, þar af eru margir þekktir stórmeist- arar. Alls verða tefldar 9 umferðir og er teflt daglega - lokaumferðin á miðvikudag. Stigahæstur keppenda er stór- meistarinn kunni Ivan Sokolov frá Bosníu, næstur kemur Englending- urinn Tony Miles og þriðji er Dan- inn Curt Hansen. Aðra má fræga ■ telja bandarísku stórmeistarana Nick de Firmian og Larry Christi- ansen, Norðmennina Simen Ag- destein, Rune Djurhuss og Einar Gausel, þýska stórmeistarann Stef- an Kindermann, Erling Mortensen, Danmörku, Stuart Conquest, Englandi, Jonny Hector hinn sænska og finnska stórmeistarann Heikki Westerinen. Þrír íslenskir stórmeistarar fara fyrir heimavarn- arliðinu: Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson. Ungir og efnilegir íslensk- ir skákmenn setja einnig sterkan svip á mótið og verður gaman að fylgjast með þeim í baráttunni við meistarana þekktu. í fyrstu umferðunum urðu þegar nokkur óvænt úrslit. Skák Braga Halldórssonar og Tony Miles lauk t.a.m. með jafntefli en þar slapp enski stórmeistarinn með skrekk- inn - Bragi missti hann í endatafli, eftir að hafa teflt meistaralega og náð fram vinningsstöðu. Áskell Öm Kárason gerði jafntefli við Curt Hansen, Arnar E. Gunnarsson við Erling Mortensen, Björn Þorfmns- son við Stuart Conquest og Tómas Björnsson við Stefan Kindermann. Taflfélag Reykjavíkur hefur nú selt hluta af húsnæðinu við Faxafen og er því heldur þrengra um kepp- endur en áður. Aðstaða fyrir áhorf- endur er þó góð og eru skákir á efstu borðunum sýndar á sýningart- öflum. Áhorfendur eru velkomnir á mótsstað og er aðgangur ókeypis. SveitTR hélt forystunni Sveit Taflfélagsins Hellis gerði sér lítið fyrir og lagði lið Taflfélags Reykjavíkur að velli með 5 vinning- um gegn 3 í deildakeppni Skáksam- bands íslands - íslandsflugsdeild- inni - um helgina. Þessi sigur Hell- ismanna nægði þó ekki til þess að slá vopnin úr höndum TR. Þrátt fyr- ir ósigurinn hafði TR örugga for- ystu í keppninni og uröu lyktir þær að 5 vinningar skildu sveitirnar. Samanlagður vinningafjöldi réð úr- slitum um sigurinn og varð sveit Hellis því að gera sér 2. sætið að góðu, þrátt fyrir að hafa borið sigur- orð af öllum andstæðingum sínum. Úrslitin í l.deild urðu þessi: 1. Taflfélag Reykjavikur 44,5 v. 2. Taflfélagið Heílir 39,5 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur, b-sve. 28,5 v. 4. Taflfélag Hólmavíkur 27,5 v. 5. Skákfélag Akureyrar 25 v. 6. Taflfélag Kópavogs 22,5 v. 7. Skákfélag Hafnarfjarðar 19 v. 8. Taflfélag Garðabæjar 17,5 v. Taflfélag Garðabæjar feUur niður í 2. deild að ári en b-sveit Taflfélags- ins Hellis flyst upp í 1. deild. í 2. deild varð niðurstaðan þessi: 1. Hellir, b-sveit 31 v. 2. Tafldeild Bolungarvíkur 26,5 v. 3. TR d-sveit 25 v. 4. Skákfélag Akureyrar, b-sveit 20 v. 5. TR, c-sveit 19 v. 6. UMSE 18 v. 7. Taflfélag Akraness 17 v. 8. Skákfélag Akureyrar, c-sveit 12 v. í 3. deild sigraði Skákfélag Reykjanesbæjar með 31 v., en Skák- félag Austurlands og Skákfélag Sel- foss og nágrennis fengu 26 v., og urðu í 2. - 3. sæti. C-sveit Hellis fékk 22 v., UMSE, b-sveit 18,5 v., Taflfélag Vestmannaeyja 17 v., Taflfélag Garðabæjar, b-sveit 16,5 v. og TR, g- sveit 14 v. Taflfélag Seltjarnamess sigraði i 4. deild með 11,5 v„ e-sveit Hellis varð í 2. sæti og e-sveit TR í 3. sæti. Hraðskákmóti íslands á sunnu- daginn lauk með sigri Þrastar Þór- hallssonar. Lítum á skemmtilega skák úr glímu Reykjavíkurfélaganna Hellis og TR, þar sem kunnuglegt stef kemur þráfaldlega við sögu. Hvítt: Kristján Eðvarðsson (Hellir) Svart: Bergsteinn Einarsson (TR) Katalónsk byrjun. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 b6 5. Da4+ c6 6. Rf3 Be7 7. Re5 Bb7 8. Rc3 0-0 9. 0-0 Rfd7 10. Rxd7 Rxd7 11. e4 dxe4 12. Rxe4 Rf6 13. Hdl Rxe4 14. Bxe4 Dd7 15. c5 bxc5 16. dxc5 Dc7 17. Dc2 f5 18. Bg2 e5 19. Dc4+ Kh8 20. De6(?) Had8 (?) Ekki ber á öðru en 20. - Bxc5 sé mögulegt. Svarið við 21. Hd7 yrði 21. - Bxf2+! 22. Kxf2 Db6+ og nú liggur Ba6+ eða Dxb2+ í loftinu. 21. Be3 f4 22. gxf4 exf4 23. Bd4 Bf6? Eftir 23. - f3 hefur svartur e.t.v. óttast 24. Be5 en þá má bjarga sér úr klípunni með 24. - Hxdl+ 25. Hxdl Bc8 með óljósu tafli. Hinn gerði leik- ur virðist „traustari" en hvítur nær að færa sér hann meistaralega í nyt. 24. Bxf6 Hxf6 25. De5! Dc8 Ekki má sterta við drottningunni - ef 25. - Dxe5 26. Hxd8+ og mátar. 26. Bh3! Db8 Nú mátti auðvitað ekki taka bisk- upinn en af tvennu illu var 26. - Da8 skárra. 27. Hd7! Enn nýtir hvítur sér veikleikann á 8. reitaröðinni. Hvorki má þiggja hrók né drottningu vegna mátsins í borðinu. 27. - He8 28. Dxb8 Hxb8 29. Hel Hfd8 30. Hc7 Fellur ekki í gildruna 30. Hee7? Bc8. Virk staða hvíts tryggir honum nú unnið tafl. 30. - Hfd8 31. b3 Í3 32. Bg4 HfB 33. Bxf3! .t í Qórða skiptið segir veikleikinn á 8. röðinni til sín! 33. - Hxf3 34. Hxb7 HbfB 35. He2 H8f5 36. b4 Hg5+ 37. Kfl - Og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.