Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 39
JjV LAUGARDAGUR 14. MARS 1998
Qoregur
Halla B. Magnúsdóttir var skrifstofustúlka hjá Ratsjárstofnun á Keflavíkur-
flugvelli áður en hún kom til Odda með manni sínum, Þorsteini kokki Óia-
syni.
DV-mynd GK
Skuggalegt fyrir
Reykjavíkurdömu
- segir Halla B. Magnúsdóttir, einn frumbyggjanna
DV, Odda:__________________________
„Mér fannst þetta skuggalegt fyrst
þegar ég kom hingað; allt dimmt og
innilokað og það sást bara í ræmu af
himninum milli fjallanna," segir
Halla B. Magnúsdóttir, sem nú er
„bara þjónn“ á Hótel Tyssedal í Harð-
angursfirði. Þetta var fyrir fimm
árum og Halla segir að henni hafi bók-
staflega sagt þótt allt ómögulegt og
ömurlegt á þessum nýja stað.
„Mér leiddist, sennilega mest vegna
þess að ég var bara heima fyrst og
gerði ekkert. Áður var ég í meira en
fullri vinnu á íslandi en nú sat ég
bara heima,“ segir Halla. Og það var
ekki bara aðgerðaleysið sem fór í
taugarnar á henni. Umhverfið var allt
annað en hún átti að venjast og vetur-
inn var sá harðasti í manna minnum.
„Fyrir svona Reykjavíkurdömu
eins og mig var þetta auðvitað skugga-
legt. Bara þremur vikum eftir að við
komum féll gríðarlegt snjóflóð hinum
megin við fjörðinn og svo féll snjóflóð
hér fyrir utan þar sem við búum og
svo annað fyrir innan. Við voru ein-
angruð í öllum snjónum," segir Halla
og minnist þessa fyrsta vetrar með
skelflngu.
Meðal frumbyggjanna
Síðan hefur hún lært að meta
staðinn. Oddi í Harðangursfirði er
einn af fegurstu fjörðum Noregs og
hingað koma ferðamenn úr öllum
heimshornum til að sjá hrikalegt
landslagið.
Halla er ein af frumbyggjunum í
íslendinganýlendunni í Odda. Hún
kom í janúar 1993 ásamt Þorsteini
Ólasyni manni sínum og börnunum
Steinunni og Ara. Óli Jón Ólason,
bróðir Þorsteins, var nýtekinn við
rekstri Hótel Tyssedal og hann vant-
aði kokk. Og af því að bróðirinn
Þorsteinn var kokkur kom hann.
Þannig hefur nýlendan í Odda smátt
og smátt vaxið.
Bara að prófa í eitt ár
Halla vann hjá Ratsjárstofnun á
Keflavíkurflugvelli áður en hún fór
til Noregs. Sat á skrifstofu og hafði
í raun og veru ekkert á móti því að
prófa eitthvað nýtt í stuttan tíma.
Eitt ár var nóg taldi hún en nú eru
árin orðin fimm og verða örugglega
fleiri.
„Ég fer einhvem tíma heim en
hvort það verður á næsta ári eða
þegar ég fer á eftirlaun veit ég
ekki,“ segir Halla sem hefur fyrir
löngu tekið Odda og Harðangurs-
flörð í sátt.
Mamma má ekki
hringja
„Það er að mörgu leyti léttara að
búa hér en á íslandi. Vinnutíminn
er styttri og launin hærri þótt álög-
urnar séu líka miklar hér. Mér
finnst mestu muna hvað veörið er
miklu betra hér en í Reykjavík. Hér
getur verið logn og hiti allt sumar-
iö,“ segir Halla.
Hún saknar ekki íslands en segir
að mamma hennar megi ekki
hringja þegar flölskylduboð standa
yfir heima. Þá fær hún heimþrá, al-
veg óstjórnlega heimþrá.
„Það er allt í lagi að hún hringi
eftir að gestirnir eru famir en ekki
á meðan þeir sitja í stofunni og tala
um allt sem heftir gerst síðan siðast.
Það þoli ég ekki,“ segir Halla og
hlær.
-GK
íslendingar hafa hertekið bakaríið í Odda:
Tvöföld laun
Gísli Hallgrímsson, bakari og framleiðslustjóri, ásamt
konu sinni, Hrefnu Andrésdóttur. Alls vinna 7 íslend-
ingar I bakaríinu.
DV-mynd GK
DV, Odda:___________________
„Áttu snúð? Mér finnst ekki
annað hægt en spyrja svona þegar
ég kem inn í bakarí, ekki hvað síst
bakdyramegin inn í bakarí þar
sem 5000 brauð fara í ofnana dag-
lega og aOt angar af nýbökuðum
snúðum.
Nú og ef menn kæra sig um er
hægt að reyna brandara eins og
þennan með að baka vandræði.
Best að sleppa því; ég fæ nefnilega
snúðinn minn umyrðalaust og
hann er nærri því íslenskur -
vantar bara glassúrinn.
Bakararnir hér hafa örugglega
heyrt aOa bakarísbrandara í ver-
öldinni en þeir geta víst fuUyrt að
hér fá þeir tvöfóld laun fyrir sinn
snúð. Tvöfóld laun miðað við á Is-
landi og þess vegna hafa þeir lagt
bakaríið í Odda í Harðangursfirði
undir sig.
Vegna launanna
„Auðvitað var það vegna laun-
anna að ég kom hingað, segir
Guðmundur Kristmundsson bak-
ari sem verið hefur á annað ár í
Odda. Arndís Amgrímsdóttir
kona hans vinnur einnig í bakarí-
inu. Nú em sjö íslendingar við
vinnu þar og hafa helmingi meira
upp úr krafsinu en á íslandi.
Gudmundur leggur spilin í
launamálunum á borðið. Þaö er
fljótgert. Hann segist hafa haft
700 íslenskar krónur á tímann í
jafnaðarkaup á íslandi. Nú fær
hann 1700 krónur á tímann í næt-
urvinnu í bakaríinu. Dagvinnan
er minna borguð en þegar upp er
staðið eru launin helmingi hærri
en á íslandi.
Slegist um stöðuna
„Það er líka aOt annað viðhorf
tfi launafólks hérna. Það er borin
virðing fyrir réttindum fólksins.
Það er ekki alltaf á íslandi," segir
Guðmundur.
Vinnan er í sjálfu sér ekki ólík
því sem gerist í íslenskum bakarí-
um. Það er unnið á nóttunni og í
Odda er dagarnir notaðir til að
baka hálfbökuð, fryst brauð. Norð-
menn vilja helst ekki vinna í bak-
aríum vegna næturvinnunnar og
því eru það Danir sem vinna við
hlið íslendinganna.
Suðaði í manninum
Það er Rósa Marteinsdóttir sem
ber ábyrgð á að bakaríið i Odda
lenti i höndum Islendinganna. Hún
vildi kynnast því hvemig það væri
að búa í útlöndum stuttan tíma.
„Ég var oft að tala við manninn
minn um að fara út og prófa eitt-
hvaö nýtt. Það voru í sjálfu sér
ekki launin sem voru aðalatriðið
heldur einhvers konar ævintýra-
mennska,"
segir Rósa þeg-
ar hún er búin
að hvolfa úr
brauðformum
dagsins og
taka snúðana
af plötunum.
„Hann vildi
fyrst ekki
heyra þetta
nefnt en ég
hélt áfram að
suða og á end-
anum gaf
hann sig. Og
nú erum við
hérna,“ segir
Rósa. Það var
maðurinn
hennar, Ásgeir
Hallgrímsson,
sem kom fyrst-
ur íslensku bakaranna til Odda og
svo kom bróðir hans Gísli, sem nú
er framleiðslustjóri í bakaríinu.
Ægir Sigurgeirsson kom einnig frá
íslandi og síðast Guðmundur Krist-
mundsson.
Þarf ekki gardínur
„Ég hafði éddrei séð önnur eins
flöfi,“ segir Rósa um fyrstu kynni
sín af Odda og flöllunum þar. „Mér
fannst þetta svo fallegt landslag að
ég vfidi helst ekki hafa gardínur
fyrir gluggunum. Mér hefur aldrei
fundist ég innfiokuð hérna en sum-
um í hópnum finnst dimmt og
drungalegt um miðjan veturinn."
Það hefur auðvitað sitt að segja
að íslendingamir í Odda halda hóp-
inn og Rósa segir að henni finnist
ekki að hún sé í útlöndum fyrr en
hún kemur til Bergen. Heima í
Odda verður ekki þverfótað fyrir
íslendingum! -GK
Brynhildur Bjarnadóttir, Ijósmóðir í Odda:
A ég nú að missa
fyrsta barnið?
„Ég var alveg viss um að barnið
myndi ekki lifa. Það fór eins og leiftur í
gegnum hugann að nú myndi ég missa
mitt fyrsta barn. Á það að gerast núna?
En sem betur fer var heppnin með mér,
þá eins og alltaf," segir Brynhildur
Bjarnadóttir, ljósmóðir í Odda í Harð-
angursfirði.
Brynhildur er að rifla upp fæðingu
fyrsta innfædda íslendingsins í nýlend-
unni í Odda. Það var fyrir rúmu ári síð-
an og munaði litlu að færi illa. En samt
- það kom í heiminn drengur sem fékk
nafnið Sigfinnur Helgi og er sonur Soff-
íu Sigfinnsdóttur og Gunnars M. Geirs-
sonar, veitingastjóra á Hótel Tysseflord í
Odda.
Svo mjög hefur tognað úr „blessuðum
drengnum mínum" eins og Brynhildur
kallar Sigfinn að hann er nú ríflega árs-
gamall talinn þriggja barna maki í
óþægð og uppivöðslusemi. Hann var far-
inn að ganga löngu fyrir fyrsta afmælis-
daginn og hefur í leikjum í fullu tré við
eldri bræður sína, þá Andra og Bjarka.
Ljósmóðir í tveimur lönd-
um
„Þetta var erfiðasta fæðing sem ég hef
verið við,“ segir Brynhildur sem þó hef-
ur tekið á móti fleiri bömum en hún fær
sjálf komið tölu á - bæði á íslandi og í
Noregi.
„Ég skil enn ekkert i hvers vegna
drengurinn kom heill og óbrotinn í
heiminn. Ég var viss um að ég hefði
brotið báðar hendurnar á honum við að
ná honum út,“ segir ljósmóðirin.
Sjúkrahúsið undirlagt
I Odda er það svo að í íslensku nýlend-
unni eru landarnir sjálfum sér nógir um
flesta þjónustu - líka í heilbrigðismál-
um. íslenska ljósmóðirin tekur á móti
bömunum og á sjúkrahúsinu sér ís-
Brynhildur Bjarnadóttir Ijósmóöir hef-
ur tekiö á móti fyrsta innfædda íslend-
ingnum í nýlendunni í Odda.
DV-mynd GK
lenski skurðlæknirinn um stærri að-
gerðir.
Einmitt meðan tíðindamaður DV var í
heimsókn í Odda fékk Kolbrún Baldurs-
dóttir, eiginkona Óla Jóns Ólasonar hót-
elstjóra, botnlangabólgu og varð að leggj-
ast undir hnífinn hjá Gauta Amþórssyni
skurðlækni. Gauti kom til Odda fyrir
nærri fimm árum og nú er hópur af ís-
lendingum að vinna á sjúkrahúsinu.
Langaði að prófa
Brynhildur ljósmóðir er Þingeyingur
að uppruna og vann á ýmsum stöðum á
íslandi áður en hún fór til Noregs. Þá
vom bömin hennar komin á legg og
hana langaði eins og svo marga að prófa
eitthvað nýtt. Það var auglýst laus staða
í Noregi og nú er hún þar.
Eiginmaður Brynhildar er Odd Hjal-
mar Folkedal en heima á íslandi á hún
tvö börn og sjö barnabörn. Og svo á hún
„blessaðan drenginn sinn“ í Odda og nú
er hálfur íslendingúr á leiðinni í nýlend-
unni. -GK
*