Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 61
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 y&agsönn ™ Frá uppfærslu Vínaróperunnar á Lohengrin. Lohengrin Wagner-félagiö á Islandi efnir til myndbandasýningu á óerpunnu Lohengrin eftir Richard Wagner í Norræna húsinu í dag kl. 14. Um er að ræða upptöku frá uppfærslu Vín aróperunnar árið 1990 með Placido Domingo í titilhlutverkinu. Á undan sýningunni munu Reynir Axelsson og Anna M. Magnúsdóttir kynna óp- eruna í máli og tóndæmum. Sýnt er á stórum veggskermi. Kvenfélag Hreyfils Pjölskyldubingo verður í Hreyfils- húsinu á morgun kl. 15. Takið með ykkur gesti. Emm við stikkfrí Kvennalistakonur gangast fyrir hálfs dags málþingi um kvennapóli- tískt alþjóðastarf laugardaginn 14. mars á Sóloni íslandusi. Vegleg af- mælishátíð verður síðan um kvöldið í Þórshöll. Afganski rithöfundurinn Maryam Azimi og Elisabeth Eie, sem er forstjóri FOKUS í Noregi, verða gestir og frummælendur á málþing- inu sem hefst kl. 14. Málþing um Kommúnistaávarpið í tdefni af því að 150 ár eru frá þvi Kommúnistaávarpið kom fyrst út boð- ar Sósíaiistafélagið til milliþings um þetta tímamótaverk í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, kl. 14. Árshátíð Sósí- alistafélagsins verður svo á sama stað um kvöldið og hefst borðhald kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum Skemmtifundur félagsins verður haldinn í dag kl. 14 í Kennarahúsinu. Samkomur Þérscafé reunion Eftir vel heppnað hóf í fyrra ætlar fyrrverandi staifsfólk og velunnarar gamla Þórscafé að hittast í Þórshöll í Brautarholti. Húsið verður opnað kl. 20.30 og er ætlunin að hittast í Norð- urljósunum á fjórðu hæð. Mannréttindi og listir í dag verður haldið málþing um mannréttindi og listir á Kornhlööu- loftinu í Lækjarbrekku. Málþingið sem hefst kl. 14 er haldið í tengslum við sýningu Rúríar, Paradís - Hvenær? sem var opnuð á Kjarvals- stöðum í gær en sýningin er framlag listakonumnar til alþjóðlegrar friðar- umræðu. Bamakólaskákmót íslandsmót bamaskólasveita 1998 fer fram í dag og á morgun og hefst kl. 13 báða dagana. Teflt verður í hús- næði Taflfélagsins Hellis að Þöngla- bakka 1. Keppt er í fjögurra manna sveitum. Ustmunauppboð Gaiierí Fold heldur listmunaupp- boð á Hótel Sögu annað kvöld kl. 20.30. Á uppboðinu verða boðin upp verk af ýmsum toga, þar á meðal Qöldi verka eftir gömlu meistarana. Afmælistónleikar í tilefni 10 ára vígsluafmælis Breiðholtskirkju verða í dag tón- leikar til styrktar orgelsjóði kirkjunn- ar. Margir góðir listamenn koma fram. Má þar nefna Bergþór Pálsson, Björgu Jónasdóttur, Ragnheiði Linnet, Signýju Sæmundsdóttur, brazzsveit- ina Coretto, Kór Breiðholtskirkju Tónleikar og Barnakór kirkjunnar. Tónlistar- stjóri tónleikanna er Jónas Þórir. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Hvasst og rigning Langt suður í hafi er víðáttumik- il 1044 mb hæð, en skammt suðvest- ur af landinu er vaxandi lægðardrag sem hreyfist austnorðaustur. Fremur hlýtt verður í veðri á öllu landinu í dag. Spáð er allhvassri suðvestanátt með rigningu og súld suðvestanlands. Hægari vindur og minni úrkoma verður í öðrum landshlutum. Á Austfjörðum mun eitthvað sjást til sólar yfir hádaginn. Hitinn á landinu verður allt að sjö stigum þar sem hlýjast verður á suðvesturhorninu. Sólarlag í Reykjavík: 19.25 Sólarupprás á morgun: 07.47 Slðdegisflóð í Reykjavík: 19.32 Árdegisflóð á morgun: 07.43 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö 8 Akurnes alskýjaó 3 Bergstaóir alskýjaö 7 Bolungarvík rigning 8 Egilsstaöir þokuruóningur 1 Keflavíkurflugv. súld 7 Kirkjubkl. skýjað 6 Raufarhöfn alskýjaö 1 Reykjavík þoka 6 Stórhöfói súld 7 Helsinki léttskýjaö -4 Kaupmannah. slydda 2 Osló skýjaó 4 Stokkhólmur -2 Þórshöfn skýjaö 7 Faro/Álgarve léttskýjaö 16 Amsterdam súld 7 Barcelona léttskýjað 12 Chicago alskýjaó -7 Dublin skýjað 9 Frankfurt skýjaö 6 Glasgow skúr á síö. kls. 11 Halifax léttskýjaó -6 Hamborg súld 4 Jan Mayen snjókoma -4 London alskýjaó 10 Lúxemborg skýjaö 6 Malaga skýjaö 14 Mallorca skýjaö 12 Montreal heiöskírt -16 París skýjaö 7 New York heiöskírt -4 Orlando léttskýjaö 5 Nuuk súld -3 Róm skýjað 13 Vín hálfskýjaö 5 Washington léttskýjaö -8 Winnipeg þoka -8 Veðríð í dag Sólon íslandus: Tenorar og trommur 1 Djassinn dunar áfram í Múlan- um á Sóloni íslandusi annað kvöld þar sem fram kemur Kvintett Ólafs Jónssonar. Efhisskráin sam- anstendur af lögum í anda sjötta áratugarins þar sem trommur og tenórar eru í fararbroddi. Leikin verða lög eftir Dave Liebmann, George Garzone, McCoy Tyner og Steve Swallow. Kvintettinn skipa: Ólafur Jónsson tenór, leikur saxó- fón, Jóel Pálsson sópran, sem leik- ur á tenórsaxófón, Hilmar Jensson gítarleikari, Þórður Högnason, leikur á kontrabassa, og Matthías M.D. Hemstock, trommuleikari. Tónleikarnir, sem eru á efri hæð Sólons, í Sölvasal, hefjast kl. 21. Skemmtanir Konumessa í kvöld verður mikið um dýrðir á Inghóli á Seifossi fyrir konur á öllum aldri. Efnt verður til konu- kvölds undir yfirskriftinni Hall- gerðarmessa langbrókar með mörgum dagskrárliðum og dans- ieik að þeim loknum. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram, meðal annars Stefán Hilmarsson, Berg- þór Pálsson, Árni Johnsen, Eyjólf- ur Kristjánsson og erótískur karldansari. Á miðnætti hefst dansleikur með danshljómsveit Eyjólfs Kristjánsson ásamt Stefáni Hilmarssyni. Kvintett Ólafs Jónssonar leikur djass í anda sjötta áratugarins annaö kvöld á Sóloni íslandusi. Myndgátan Klæðist olíufatnaði. Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Ólöf Erla Bjarnadóttir meö leir- staupa sína. Sýning og kynning Hópur listakvenna rekur List- húsið Kirsuberjatréð sem er á Vesturgötu 4. í dag ætla þær að kynna og bjóða til samstarfs Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, kl. 14-17. Ólöf Erla er leirlistarkona og yfirkennari við leirlistardeiid Sýningar Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Fyrir sem aðilar að rekstri Listhússins eru Anna Þóra Karls- dóttir, Amdís Jóhannsdóttir, Fríða S. Kristinsdóttir, Hulda B. Ágústsdóttir, Margrét Guðnadótt- í ir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Unnur Knudsen og Valdís Harrýsdóttir. Erum við á réttu róli? Nýtt leikrit verður frumsýnt í dag í Frumleikhúsinu í Keflavík. Félagar unglingadeildar Leikfé- lags Keflavíkur sömdu leikverk sem fjaliar um vímuefnabölið. í sýningunni taka þátt um 40 ung- lingar. Leikstjóri er Marta Eiríks- dóttir. í sýningunni fléttast saman tónlist, dansar og skýr boðskapur Leikhús um afleiðingar vímuefnaneyslu. í sýningunni er meöal annars leik- in frumsamin tónlist eftir ungan Keflvíking, Svein Sigurð Ólafsson. Önnur sýning er á morgun og sú þriðja 17. mars. Aöeins eru fyrir- hugaðar sjö sýningar. Isakstur Keppt verður í ísakstri á Leir- tjörn undir Úlfarsfelii á morgun kl. 13. Keppt verður bæði á mót- orhjólum og rallbílum á ísilagðri braut. Að lokinni keppni um þrjúieytið gefst almenningi kost- ur á að keppa á sínum eigin bíl í íþróttír brautinni, það er einn bU fer í einu og keppir við klukkuna. Þama gefst tækifæri tU að mæta á fjölskyldubílnum og sýna færni sína. í keppninni sjálfri verða veitt verðlaun í þremur flokkum. Gengið Almennt gengi LÍ13. 03. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenni Dollar 72,450 72,820 71,590 Pund 120,050 120,670 119,950 Kan. dollar 51,370 51,690 50,310 Dönsk kr. 10,4030 10,4590 10,6470 Norsk kr 9,5360 9,5880 9,9370 Sænsk kr. 9,0760 9,1260 9,2330 Fi. mark 13,0640 13,1420 13,4120 Fra. franki 11,8240 11,8920 12,1180 Belg. franki 1,9212 1,9328 1,9671 Sviss. franki 48,7700 49,0300 50,1600 Holl. gyllini 35,1800 35,3800 35,9800 Þýskt mark 39,6600 39,8600 40,5300 it. lira 0,040270 0,04052 0,041410 Aust. sch. 5,6370 5,6720 5,7610 Port. escudo 0,3872 0,3896 0,3969 Spá. peseti 0,4677 0,4706 0,4796 Jap. yen 0,563000 0,56640 0,561100 irskt pund 98,390 99,000 105,880 SDR 96,480000 97,06000 97,470000 ECU 78,5900 79,0700 80,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.