Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 58
% 70 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JjV X Erlingur Gíslason Erlingur Gísli Gíslason, leikari og leikstjóri, Laufásvegi 22, Reykja- vík, varð sextíu og fimm ára í gær. Starfsferill Erlingur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1953, stundaði nám i ís- lensku við HÍ 1953-54, lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954, prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínar- borg og leiklist við Leiklistarskóla Helmuts Kraus í Vin 1956-57, fór kynnisfor um Evrópu og á leiklist- arnámskeið í London og Berlín 1965-66 og sótti námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Institutet í Sviþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, Grímu og Leik- félagi Reykjavikur 1957-91, hefur farið með fjölda hlutverka í útvarpi og sjónvarpi og ýmis hlutverk í kvikmyndum, var kennari hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga, Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og ríkisins, við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og Gagnfræðaskóla Kópavogs. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961. Hann var formaður Leikarafélags Þjóð- leikhússins 1967-69 og Félags ís- lenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81, fulltrúi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík á landsfundum Al- þýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdastjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á íslandi 1990-91. Erlingur og Brynja, eiginkona hans, sömdu leikritið Flensað í Mala- koff og Erlingur samdi, ásamt öðrum, leikritið Flugleik. Hann samdi handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988 og Reykjavíkur- stúlku. Erlingur hlaut verð- laun Listahátíðar í Reykjavík 1988 fyrir myndina Símon Pétur fullu nafni og handritastyrk úr Kvikmyndasjóði. í garðinum sínum hafa þau Er- lingur og Brynja reist lítið hús sem þau kalla Skemmtihúsið. Þar hafa þau vinnuaðstöðu og síðar meir af- drep í ellinni. Fjölskylda Eiginkona Erlings er Brynja Benediktsdóttir, f. 20.2. 1938, leik- stjóri, höfundur og leikari. Hún er dóttir Benedikts Guðjónssonar, f. 3.3. 1909, d. 12.4. 1982, kennara og skólastjóra í Mýrdal og síðar kenn- ara í Reykjavík, og k.h., Róshildar Sveinsdóttur, f. 21.2. 1911, handa- vinnu- og yogakennara. Sonur Erlings og Brynju er Bene- dikt, f. 31.5.1969, leikari í Reykjavík sem vinnur um þessar mundir við leikstjóm í Malmö. Fyrri kona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, nú látin, kennari. Synir Erlings og Katrínar eru Guðjón, f. 15.12.1955, tölvuverkfræð- ingur í Svíþjóð og á hann þrjá syni; Friðrik, f. 4.3. 1962, rithöfundur í Reykjavík. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12. 1924, hús- mæðrakennari í Reykja- vík; Einar Ólafur, f. 6.4. 1929, flugstjóri í Reykja- vík. Foreldrar Erlings: Gísli Ólafsson, f. 21.11. 1898, d. 11.4. 1991, bakara- meistari í Reykjavík, og k.h., Kristín Einarsdóttir, f. 26.9. 1899, húsmóðir. Ætt Gísli var bróðir Sigurjóns mynd- höggvara. Gisli var sonur Ólafs, verkam. á Eyrarbakka Árnasonar, b. í Þórðarkoti, Eiríkssonar, b. á Mosastöðum, Guðmundssonar. Móðir Árna var Sigríður, systir Halldóru, langömmu Svanhildar, móður Sigurgeirs biskups, fóður Péturs biskups. Sigríður var dóttir Ólafs, b. í Hreiðuborg, Jónssonar. Móðir Ólafs á Eyrarbakka var Mar- grét Gísladóttir, b. í Hreiðuborg, Halldórssonar, og Guðnýjar, systur Sigríðar á Mosastöðum. Móðir Gísla var Guðrún Gísla- dóttir, b. í Stokkseyrarseli, Andrés- sonar, b. í Stóru-Sandvík, Gíslason- ar, og Elísabetar Kristófersdóttur. Móðir Guðrúnar var Guðný, hálf- systir Kristínar, langömmu Ingi- bjargar Sólrúnar borgarstjóra. Guð- ný var dóttir Hannesar, b. í Tungu í Flóa, bróður Þorkels, langafa Ragn- ars í Smára og Guðna Jónssonar prófessors og langalangafa Karls Guðmundssonar leikara. Hannes var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðamesi, Hannessonar, ættfoð- ur Kaldaðarnesættarinnar, Jónsson- ar, bróður Ólafs í Hreiðuborg. Móð- ir Guðnýjar var Guðný, systir Mar- grétar í Þórðarkoti og Sigríðar, langömmu Baldurs Möller. Kristín er dóttir Einars, verslun- armanns í Reykjavík, Einarssonar, sjómanns á Melnum í Reykjavík, Bjarnasonar, í Saltvík, Ingimundar- sonar, bróður Ólafs, langafa Val- gerðar, ömmu Einars Benediktsson- ar sendiherra. Systir Bjarna var Helga, langamma Jakobs Möllers ráðherra og Frans, fóður Hans G. Andersen sendiherra. Móðir Einars á Melnum var Sigríður Einarsdótt- ir, b. í Stíflisdal, Jónssonar. Móðir Einars var Ingveldur Jónsdóttir, systir Guðna, ættföður Reykja- kotsættar, langafa Halldórs, afa Halldórs Kiljans Laxness. Guðni var einnig langafl Guðna, langafa Vigdísar forseta. Móðir Einars verslunarmanns var Kristín Glsla- dóttir, b. í Grænuhlíð við Reykja- vík, Péturssonar. Móðir Kristínar var Anna Jóns-\ dóttir, b. í Ártúni, Jónatanssonar. Móðir Jóns var Aðalbjörg Jónsdótt- ir. Móðir Aðalbjargar var Rannveig Magnúsdóttir, pr. á Hrafnagili, þess er „settist upp á Skjóna”, Erlends- sonar. Móðir Rannveigar var Ingi- björg Sveinsdóttir, lögmanns og skálds, Sölvasonar, klausturhaldara á Munkaþverá, Tómassonar, bróður Tómasar, ættfoður Hvassafellsætt- ar, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móöir Önnu var Maren Sig- uröardóttir, hreppstjóra í Árúni, Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Erlingur Gíslason. Agúst Matthías Sigurðsson Agúst Matthías Sigurðsson, sóknarprestur að Prestbakka í Hrútafirði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Ágúst fæddist á Akureyri en ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, embættisprófi í guðfræöi frá HÍ 1965, stundaði framhaldsnám við Árósaháskóla og lauk þaðan prófum með danskt prestaréttindapróf. Ágúst var vigður til prests í Hóladómkirkju 1965. Hann var aðstoðarprestur hjá föður sínum, sóknarprestur í Vallanesi, í Nesþingum, lengst af á Mælifelli og er nú sóknarprestur á Prestbakka. Þá var hann sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn 1983-89. Ágúst var jafnframt kennari í fjórtán vetur og talsímavörður árum saman á Möðruvöllum og á Mælifelli. Ágúst var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu, sat í stjómum Sálarrannsóknafélags Skagafjarðar, Tónlistarfélags sýslunnar, í stjóm FUF í Eyjaflrði og framsóknar- félags Bæjarhrepps. Hann var umsjónarmaður Húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, túlkur íslenskra fanga og sjúklinga og sat í menntamálanefnd norrænu sendiráðanna í Kaupmannahöfn 1983-89. Þá var hann fylgdarmaður og túlkur þýskumælandi hesta- manna á fjöllum á Mælifells- árunum. Ágúst er höfundur ritsins Forn frægðarsetur I.-IV. bindi, útg. 1976-82. Eftir hann liggja ýmsar ritgerðir í bókum og tímaritum, fjöldi blaðagreina og útvarpserinda og fyrirlestrar um ísland, þjóð og sögu, sem hann flutti í Danmörku 1981-89. Fjölskylda Ágúst kvæntist 8.1. 1965 Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur, f. 14.11. 1940, kennara, prestskonu og fyrrv. símstöðvarstjóra. Hún er dóttir Ásgeirs Ó. Einarssonar, dýralæknis í Ási í Reykjavík, og k.h., Láru Sigurbjörnsdóttur kennara. Böm Ágústs og Guðrúnar Láru em Láras Sigurbjörn, f. 9.8. 1965, byggingarverkfræð- ingur og verkefnastjóri hjá Vegagerð danska ríkisins í Kaup- mannahöfn, búsettur á Sjálandi, kvæntur Signe Gjerlufsen byggingarefnafræðingi og era böm þeirra Stefán Lárus, Julie, María og Mathias; María, f. 20.2. 1968, prestur við Háteigskirkju í Reykjavík, búsett í Mosfellsbæ, gift Þresti Jónssyni rafmagnsverkfræðingi og eru börn þeirra Kolbeinn og Ragnhildur. Systkini Ágústs eru Sigrún, f. 28.8. 1929, sjúkraliði í Reykjavík; Bjöm, f. 9.5. 1934, lögregluvarðstjóri í Reykjavík, búsettur i Kópavogi; Rannveig, f. 6.4. 1940, cand. phil. og kennari í Stokkhólmi. Foreldrar Ágústs voru Sigurður Stefánsson, f. 10.11. 1903, d. 8.5. 1971, prófastur og vígslubiskup í Hólastifti, og k.h., María Ágústsdóttir, f. 30.1. 1904, d. 18.8. 1967, cand. phil. og prestskona. Ágúst verður að heiman á afmælisdaginn. Þann dag, sunnudaginn 15.3. kl. 14.00, mun síra Ágúst messa með síra Maríu, dóttur sinni í kapellunni á Elli- heimilinu Grund í Reykjavík. Ágúst Matthías Sigurösson. Kristinn Bjarnason Kristinn Bjamason bif- reiðarstjóri, Grundar- gerði 13, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Kristinn er fæddur í Búðardal og ólst þar upp. Hann fluttist til Reykja- víkur 1946. Kristinn tók meirapróf 1948 og hefur siðan verið vagnstjóri hjá SVR. Hann á því fimmtíu ára starfsafmæli hjá SVR í haust. Kristinn hefur auk þess keyrt leigubíl á Bæjarleiðum frá 1955. Kristinn hefur haft áhuga á göml- um bílum, hefur starfað í Fordbíla- klúbbnum og á Ford vörabíl, 1947 árgerð, sem hann hefur gert upp frá grunni ásamt kunningjum sín- um. Fjölskylda Systkini Kristins: Guð- mundur, f. 1917, vélstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Herdísi Torfadóttur; Sig- riður, f. 1919, sem er lát- in, húsmóðir í Reykjavík, var gift Kristjáni Einars- syni húsasmiðameistara, umsjónarmanni Langholtskirkju; Lilja, f. 1921, nú látin, var gift Gunn- ari Marinóssyni, fangaverði í Reykjavík, en hann lést 1982; Guð- rún, f. 1923, d. 1987, húsmóðir í Reykjavík; Hermann, f. 1925, bóndi á Leiðólfsstöðum i Laxárdal, kvænt- ur Sigrúnu Jóhannesdóttur; Ósk, f. 1931, húsmóðir i Reykjavík, gift Hjörleifi Jónssyni, starfsmanni Hitaveitu Reykjavíkur; Jens Lindal, f. 1933, vörubílstjóri í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Pálsdóttur. Hálfsystkini Kristins eru Jó- hanna Bjamadóttir, nú látin, hús- móðir í Reykjavík, gift Gísla Gísla- syni verkamanni sem einnig er lát- inn; Margrét Bjamadóttir, gift Peter Petersen, skipasmið í Humlebæk í Danmörku; Ámi Jónsson, verka- maður í Reykjavík, sem lést 1951. Foreldrar Kristins vora Bjarni Magnússon, f. 24.11. 1870, d. 20.11. 1960, bóndi í Búðardal, og k.h., Sól- veig Ólafia Ámadóttir, f. 9.8.1889, d. 19.7. 1973, húsfreyja. Ætt Bjeuni var sonur Magnúsar, b. í Gröf og á Svalhöfða í Laxárdals- hreppi, Sigurðssonar, b. í Ljár- skógaseli, Bjarnasonar, b. á Víg- holtsstöðum, Tómassonar. Móðir Magnúsar var Kristín Jónsdóttir, b. á Lambastöðum, Bjamasonar og Þuríðar Magnúsdóttur. Móðir Bjama var Steinunn Böðv- arsdóttir, b. á Sámsstöðum, Guð- mundssonar, og Helgu Magnúsdótt- ur, ættföður Laxárdalsættar, Magn- ússonar. Sólveig Ólafia var dóttir Áma, b. á Borg í Reykhólasveit, Jónssonar, og k.h., Sigríður Bjarnadóttir. Kristinn er að heiman á afmælis- daginn. Kristinn Bjarnason. Til hamingju með afmælið 14. mars 90 ára Guðmundur R. Magnússon, Hrafnistu í Reykjavík. 85 ára Guðmimdur Sigurjónsson, Ljósheimum 4, Reykjavík. Hallgrímur Eðvarðsson, Helgavatni, Sveinsstaðahreppi. Skafti Kristófersson, Hnitbjörgum, Blönduósi. 75 ára Sigríður Magnúsdóttir, VíðUundi 20, Akureyri. Steinunn Guðmundsdóttir, Einilundi 6 C, Akureyri. 70 ára Anna Þorgilsdóttir, Rauðagerði 64, Reykjavík. Guðmunda Guðmundsdóttir, Háaleitisbraut 145, Reykjavík. 60 ára Edith Dam Ragnarsson, Suðurvíkurvegi 2, Vík. Smári Jónas Lúðvíksson, Háarifi 33 Rifi. 50 ára Agnar Pétursson byggingameistari, Stekkholti 15, Selfossi. Eiginkona hans er Þóra Guðjóns. Þau taka á móti gestum í Tryggvaskála á Selfossi í dag kl. 20.00. Guðrún Ingólfsdóttir, Sævangi 38, Hafnarfirði. Halla Guðmundsdóttir, Steini, Skarðshreppi. Hildur Hávarðardóttir, HjaUastræti 36, Bolungarvík. Ingibergur Vilbjálmsson, Reykhólaskóla, Reykhólahreppi. Kristbjörg Eðvaldsdóttir, Klyfjaseli 12, Reykjavik. Kristjana Kristjánsdóttir, Þverá, Skaftárhreppi. Margrét Kristinsdóttir, Skógarhólum 23 B, Dalvík. María Kristín Lárusdóttir, Laufvangi 18, Hafnarfirði. Paul D. Arnar O’Keeffe, Austurströnd 8, Seltjamarnesi. Sigurbjöm Ólafsson, Fífumóa 5 B, Njarðvík. Sigurborg Gísladóttir, Blómsturvöllum 45, Neskaupstað. 40 ára Aton Emil Bragason, Skólabraut 2 Akranesi. Guðfinna Hólmfríður Pálmadóttir, Hlíðarvegi 12, Ólafsfirði. Gunnlaugur Magnússon, Miðfelli I, Hranamannahreppi Hörður Jóhannsson, Hraunbæ 88, Reykjavík. Jóhanna María Einarsdóttir, Háteigi 25, Keflavík. Magnús Hafsteinn Skaftason, Hliðargötu 28, Fáskrúðsfirði. Rannveig Hallvarðsdóttir, Gnitanesi 2, Reykjavík. Sigríður Ólafsdóttir, Frostaskjóli 89, Reykjavík. Valdimar F. Valdimarsson, Foldasmára 16, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.