Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 11 Rétt fyrir síöustu jól lýsti Davíð Oddsson yfir í Þingsjá Sjónvarps- ins að innan fárra mánaða yrði líklega skipt um a.m.k. tvo ráðherra í ríkisstjórninni. Yfir- lýsing forsætisráðherra kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu engan pata af yfirvofandi útskiptum. Viðbrögð Halldórs Ásgríms- sonar báru sömuleiðis með sér að Davíð hefði „gleymt" að ræða við formann samstarfsflokksins. Halldór duldi ekki bræði sína í fjölmiðlum og kvað engin áform um að víxla ráðherrum. Saddur ráðherradaga Innan Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið hljóðbært að Friðrik Sophusson sé saddur ráðherradaga. Hann hefur að ýmsu leyti verið farsæll fjár- málaráðherra og er enn á þægi- legum aldri til að skipta um starfsferil. Sumir samstarfsmanna Frið- riks hafa lengi álitið að hann stefndi að því að ljúka ferli sinum sem sendiherra. lYiðrik var hins vegar einnig iðnaðarráðherra og hafði í því hlutverki náin afskipti af Landsvirkjun. Fá embætti eru eins eftirsótt og staða forstjóra Landsvirkjunar sem losnar síðar á þessu ári. Flestir gera því ráð fyrir að næsti forstjóri hennar heiti Friðrik. Framtíð Þorsteins í innsta hring Sjálfstæðis- flokksins er vel þekkt að Davíð hefur um langt skeið talið æskilegt að Þorsteinn Pálsson hyrfi til annarra starfa. Aldrei hefur gróið um heilt með þeim Selfyssingum siðan Davið hirti af honum formennskuna. Þorsteinn ber þess glögg merki að hafa setið fulllengi í sömu ráðuneytum og er orðinn Sjálf- stæðisflokknum til trafala í sjávarútvegsmálum. Bestu verk hans hafa unnist á vettvangi dómsmálaráðuneytisins. Þar hafa hins vegar nokkur mál orðið honum að fótakeflum síðustu misseri. Þorsteinn er, líkt og Friðrik, á heppilegum aldri til að skipta um starfsferil. Innsti flokkskjaminn telur hann eiga litla möguleika á að verða aftur ráðherra undir Davíð Oddssyni. Honum væri því fyrir bestu að hætta núna og njóta þakklætis flokksforystunnar við leit að nýjum starfsferli. Ummæli Davíðs í desember bentu eindregið til að tveimur ráðherrum yrði skipt út. Þrátt fyrir slæman vetur Halldórs Blöndals er bakland hans í flokknum sterkara en Þorsteins. Á faraldsfæti Það liggur þó ekki í augum uppi hvert Þorsteinn ætti að hverfa. Hann gæti vel hugsað sér forstjórastól Landsvirkjunar en hverfandi líkur eru á því að Davíð fæli svo gullvægt embætti í skaut fjandvini sínum til margra ára. Gilti þá einu hvort Friðrik ásældist hnossið eða ekki. í umræðu er sá möguleiki nefndur að Þorsteinn, sem er gamall ritstjóri Vísis, yrði ánnar af ritstjórum Morgunblaðsins. Afstaða hans í grundvallarmálum á borð við veiöileyfagjald liggur þó víðs fjarri landsþekktum skoðunum blaðsins. Jafnvel hin breiða kirkja Morgunblaðsins rúmar tæpast Þorstein og Styrmi í einu. Þar að auki kynnu eigendur Morgunblaðsins að hugsa hærra þegar kemur að ritstjóraskiptum sem ekkert Laugardagspistill Össur Skarphéðinsson rítstjóri liggur á. Samstarfsmenn Þorsteins telja að sjálfur geti hann vel hugsað sér að hætta. Vandinn liggi í því að Davíð hafi ekki farið dult með vilja sinn í því efni og Þorsteinn geti ekki hugsað sér að gera honum það til geðs. Arftakarnir Geir Hilmar Haarde er öruggur um sæti í ríkisstjórn þegéu kemur að ráðherraskiptum. Hann er vinsæll í sínu liði og nýtur virðingar og trausts í öðrum flokkum. Geir er hagfræðingur að mennt og var aðstoðarmaður tveggja fiármálaráðherra, fyrst Alberts Guðmundssonar og síðar Þorsteins Pálssonar. Hann er því hagvanur í fiármálaráðuneytinu sem er líklegasta staðan skipti Davíð honum inn á. Þó aðeins einum ráðherra væri víxlað hjá Sjálfstæðisflokknum leysti það mörg vandamál fyrir Davíð. Hlutur kvenna Yfirbragð ráðherrasveitar flokksins er heldur grá og roskin. Geir myndi efalitið fríska hana upp. Upphefð hans hryndi jafhframt af stað breytingum sem myndu auka mjög veg þing- kvenna flokksins. Það yrði Davíð kærkomið. Konur hafa verið mjög óánægðar með hlut sinn í flokknum. Geir er formaður þingflokksins en varaformaður er Sigríður Anna Þórðardóttir úr Reykja- neskjördæmi. Hún tæki efalítið við formennskunni af honum og yrði þannig fyrsta konan til að gegna því valdamikla embætti. Geir gegnir jafnframt for- mennsku í virðulegustu nefnd þingsins, utanríkismálanefnd. Innan Sjálfstæðisflokksins er formennska í henni eftirsóttasta staðan í þinginu, að undanskildu embætti þingforseta. Þó tveir karlar myndu sækja fast í formennskuna, þeir Árni R. Ámason og Tómas Ingi Olrich, koma tvær konur einnig sterklega til greina. Það eru þær Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem fyrir utan Geir gegnir mestu hlutverki þingsins í alþjóðastarfi, og svo Sólveig Pétursdóttir sem leiðir flokkinn í þingmannanefnd Nató. Efalítið myndi Davíð styðja aðra þeirra og draga þannig úr óánægju kvenna innan flokksins. Kona í ríkisstjórn Færi svo að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hyrfu úr ríkisstjóm er líklegt að annar nýgræðinganna yrði kona. Forysta flokksins getur hugsað sér bæði Sólveigu Pétursdóttur og Sigríði Önnu Þórðardóttur. Hin síðamefnda kemur þó tæpast til greina af þeirri ástæðu að hún skipar einungis 3. sætið á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi. Ráðherradómur hennar gerði líklega út um feril Árna M. Mathiesen sem forystan lítur á sem leiðtoga framtiðarinnar i kjördæminu. Davíð hefur engan áhuga á að breyta því. Sólveig Pétursdóttir er því líklegust þingkvenna flokksins til að verða ráðherra. Hún er lögræðingur og þekktur vinnuhestur sem hefur sérhæft sig í málefnum dómsmála- ráðuneytisins. Hún væri þvi kjörin arftaki Þorsteins í því. Andstaða ungtyrkja Yrði Sólveig ráðherra væur hins vegar fiórir af fimm ráðherrum flokksins úr Reykja- vík. Það yrði mjög erfitt fyrir Davíð. Þetta er það sem einkum ynni gegn því að hún kæmi inn í ríkisstjómina. Vonbiðlar, eins og Árni M. Mathiesen og Einar K. Guðfinns- son, sem hefur aukist að pólitískri þyngd, myndu jafnframt leggjast af alefli gegn því. Þaö yrði nefnilega þrautin þyngri að koma Sólveigu úr ríkisstjórn aftur, færi flokkurinn í stjórn að loknum næstu kosningum. Upphefð hennar nú drægi því óneitanlega úr möguleikum þeirra siðar. Þetta styrkir stöðu Þorsteins í dag. Þegar allt kemur til alls er því ólíklegt að póker Davíðs endi með nema einum nýjum ráðhema: Geir Hilmar Haarde komi inn fyrir Friðrik Sophusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.