Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 20
 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 Egill Stefánsson greindist með ólæknandi krabbamein í júní í fyrra: Ætla að sigra - segir bjartsýnn Akureyringur, vel studdur af konu sinni, Kolbrúnu Júlíusdóttur „Það var svakalegt að fá þær fréttir að ég væri með ólæknandi krabba en ég held að ég hafi verið nokkuð fljótur að jafna mig. Þótt læknarnir segðu þetta ólæknandi var ég strax staðráðinn í að sýna fram á annað. Hingað til hefur þetta gengið framar vonum og það þakka ég trú minni og bænum og jákvæðu hugarfari," segir Akureyringurinn Egifl Stefánsson sem greindist með lungna- og eitlakrabba í júní í fyrra. Helgarblaðið hitti hann og Kol- brúnu Júlíusdóttur, konu hans, þar sem þau hafa liðnar vikur búið við „ómetanlegar aðstæður" í notaleg- um íbúðum Krabbameinsfélagsins og Rauða krossins við Rauðarárstig í Reykjavík. Landspítalinn rekur íbúðirnar og eiga cdlir krabba- meinssjúklingar jafnan rétt á að sækja um þær. Kolbrún og Egill dvelja nú fjarri bömunum þremur, 14,16 og 19 ára, sem eru á Akureyri. Þau búa í Reykjavík á meðan Egill er í geisla- meðferð. „Meðferðin hefur gengið framar öllum vonum því það stóð aidrei til að ég færi í geisla. Ég held að það hafi ekki þótt taka því þar sem meinið væri orðið það stórt,“ segir Egill. Hann segir að í fimm mánuði áður en krabbinn greindist hafi hann verið að fá bláæðabólgur, blóðtappar hafi verið farnir að myndast en læknamir ekki fundið út úr því af hverju það stafaði. Hélt ég væri móðursjúkur Hjónin segja það hafa verið orðið býsna erfltt að fá enga niðurstöðu úr því hvað hafi verið að gerast og Egill hafi m.a.s. verið farinn að halda að hann væri eitthvað móður- sjúkur. Hann hafi vitjað læknis í hverri viku en aldrei neitt komið út úr því. „Hversu fráleitt sem það hljómar má segja að við höfum að sumu leyti orðið ánægð að fá greiningu. Það var vitaskuld mikið sjokk fyrir mig og börnin að fá þessar fréttir um krabbann en Egill vissi þó við hvað var að etja. Óvinurinn greind- ist og hann gat snúið sér að því að berjast við hann og það hefur hann svo sannarlega gert,“ segir Kolbrún, greinilega stolt af dugnaði manns síns. Hún segir um viðbrögð fjölskyld- unnar að hún hafi verið búin að ganga í gegnum sorgarferli krabba- meinsins árið áður því þá hafi móð- ir hennar greinst með krabba. Viku eftir að hún hætti í meðferð hafi áfallið með Egil dunið yfir. Egifl segir síðan að systir hans hafi látist úr krabba þegar hann var ungling- ur. Hún var þá níu ára gömul. Feluleikur gerir engum gott „Krakkarnir hafa tekið þessu af jafnvægi. Við höfum látið þá fylgjast með öllu um leið og við höfum feng- ið niðurstöður. Þeir hafa komið með okkur til læknis þegar við höfum átt von á fréttum af þróun sjúkdómsins. Ég held að það hafi bæði hjálpað þeim og okkur að glíma við þetta. Feluleikur gerir engum gott við svona aðstæður," segir Kolbrún og bóndinn segir enda enga ástæðu til þess að vera að fela nokkuð. Krabbi Egils var ekki sagður skurðtækur og að ekki þýddi að beita geislum. Lyf væru eina með- ferðin. Síðan gerist það að Egill svari lyfjunum svo vel að meinið sé alveg horfið úr öðru lunganu og hafi minnkað í hinu. „Ég var búinn að reykja í 25 ár þegar ég fékk krabbann og ég er ekki í vafa um að það hefur a.m.k. ekki verið til að bæta ástandið. Ég hafði ekki stundað neina líkamsrækt en hef nú farið í sund á hverjum degi eftir að ég byrjaði í með- ferðinni. Það hefur hjálpað mikið, bæði líkamlega og and- lega.“ Ótrúlegt að halda nárinu Aðspurður um hugarfarið segist Egifl klár á því að jákvætt hugarfar (búöir Krabbameinsfélagsins og Rauða krossins eru fólki utan af landi ómetanlegar, segja hjón- og staðfesta hans i jn Kolbrún og Egill. Þau hafa þurft aö dvelja fjarri fjölskyldunni þar sem hann er í geislum vegna DV-myndir GVA aö berjast við krabbameinsins. þennan mikla óvin hafi haft sitt að segja um hversu vel þetta hafi gengið. Hann hafi horft upp á fólk taka svona tíðindum illa og játað sig sigrað. Þar hafi dauðinn oftar en ekki haft sigur á skömmum tíma. „Hann hefur ekki einu sinni misst hárið þrátt fyrir sterku lyfin. Það er afar sjaldgæft. Hann hefur litið vel út allan tímann og ég held að sumir hafi jafnvel talið að ekkert væri að,“ segir Kolbrún og Egifl Kona úr Vestmannaeyjum tók tvö börn með sér í geislameðferð til Reykjavíkur: álíka mörg í höfðinu á mér. Sálin fór alveg á flug fyrsta sólarhringinn og ég varð hrædd. Fyrstu viðbrögð- in voru þau að ég vfldi bara láta taka af mér bæði brjóstin. Ég fengi ekki krabba í það sem ekki væri tU staðar. Örvænting og vonleysi gripu um sig en síðan fóru að vakna spumingar um hvað væri tfl ráða. Ég leitaði mér upplýsinga og sá að batahorfur mínar voru mjög góðar. Ég hafði fariö reglulega í skoðun og því uppgötvaðist þetta á fyrstu stig- um. í ljós kom að nóg var að gera fleygskurð í holhönd tU að fjarlægja meinið í janúar. Ég hélt brjóstinu og með þessari geislameðferð eru líkurnar á að ég fái aftur krabba- mein gerðar mjög litlar," segir Jó- hanna sem verður í 7 vikur i borg- inni vegna meðferðarinnar. Erfitt að segja börnunum Jóhanna er fráskUin og því ein með bömin tvö. Hún á líka uppkom- in börn og segir að fyrst af öUu hafi hún hugsað hvað yrði um börnin ef hún féUi frá vegna þessara veik- inda. „Ég sagði börnunum þetta í smá- skömmtum eftir því sem ég treysti mér tU. Mér fannst erfiðara að segja þeim eldri frá þessu vegna þess að þau þekkja krabbameinið betur en þau yngri. Síðan verð ég að segja frá því að ég hugsaði sem svo að ég hefði ekki efni á þessu,“ segir Jó- hanna og hlær en bætir síðan við að hún hafi fengið ómetanlega aðstoð. Ævilöng þakkarskuld „Ég var mjög heppin að fá inni í þessum íbúðum því ég veit að biðlistar eftir því að fá inni hafa verið langir. Þetta eru fjórar íbúðir sem standa fólki utan af landi tU boða. Þær eru yndislegar og hér hef- ur maður aUt tU aUs. Ég hefði ekki getað haft bömin hjá mér ef ég hefði þurft að vera á einu hótelherbergi, auk þess sem það er dýrara." Jóhanna vUl einnig fá að þakka Krabbameinsfélaginu í Eyjum, kvenfélaginu Líkn og öUum sem hafa gert henni kleift að standa i þessu án þess að þurfa að hafa mikl- ar peningaáhyggjur. „Ég stend í ævUangri þakkar- skuld við svo marga,“ segir Jó- hanna og greinflegt er að hún er hrærð yfir þeirri hjálp sem hún hef- ur fengið. Samkvæmt upplýsingum DV munu Krabbameinsfélagið og Rauði krossinn hafa afhent Rikisspítulun- um íbúðimar og þeir rakka fyrir þær um 500 krónur á dag. Almenna reglan mun vera sú að krabba- meinsfélögin úti á landi greiði leig- una fyrir íbúðirnar og þótt sum geri meira af því að láta sjúklinga sína vita um íbúðinar era aUir velkomn- „Ég hef ástæðu til að vera þakklát og glöð. Ég hef fengið aö kynnast sorginni og því veit ég hversu mik- Uvægt er að vera glaður og jákvæð- ur,“ segir Jóhanna Finnbogadóttir, kona úr Vestmannaeyjum, sem nú dvelur ásamt tveimur börnum sín- um, Kristjönu Rós, 7 ára, og Rík- harði Erni, 10 ára, í íbúð sem Krabbameinsfélagið og Rauði kross- inn eiga við Rauðarárstíg í Reykja- vík. Jóhanna fann fyrir hnút í brjósti í byrjun desember síðastliðn- um, sýni voru tekin og niðurstaðan varð henni áfaU eins og öðrum sem fá þann úrskurð að þeir séu með krabbamein. „Það vora tólf vindstig í Eyjum þegar ég fékk þessar fréttir miUi jóla og nýárs og ég held'ég ýki ekki þótt ég segi að vindstigin hafi verið Jóhanna Finnbogadóttir meö börnunum sínum, Kristjönu Rós og Ríkharði Erni. Mamman er hálfnuð í geislameðferð og allir eru farnir að hlakka til að komast heim til Eyja. DV-myndir GVA Fræðslan skiptir mestu - segir Jóhanna Finnbogadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.