Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 62
74 myndbönd
» — "
Það er engin venjuleg hasarhetja
sem heldur uppi ijörinu í Air Force
One. Það er sjálfur forseti Bandaríkj-
anna sem þarf að sjá um að bjarga
málunum þegar forsetavélinni er
rænt af hryðjuverkamönnum sem
svifast einskis. Markmið þeirra er að
fá lausan foringia sinn, hershöfðingj-
ann Radek, sem Rússar og Banda-
ríkjamenn höfðu sameiginlega tekið
höndum í vigi hans i fyrrum Sovétlýð-
veldinu Kazakhstan. Forsetanum
tekst að fela sig og hryðjuverkamenn-
irnir halda að hann hafi
komist undan. Þeir
eru þó ekki af
baki dottnir því
þeir hafa nóg
af gíslum -
þar á með
al valda-
menn í
stjóm-
kerfi
landsins
og hem-
.um og síð-
*ast en
ekki síst:
konu for-
setans og
dóttur. Þeir
hóta að
i
1
1
þeirra er ekki mætt en lausn Radeks
gæti þýtt hundruð þúsunda dauðs-
falla. Það kemur því í hlut forsetans
að yfirbuga ræningjana og koma
þannig í veg fyrir miklar hörmungar.
en
Air Force One er fyrsta kvik-
myndahandrit Andrews W. Marlowes
en fyrir framleiðandann Jon Shestack
var það akkúrat það sem hann var að
leita að. Mikið hefur verið gert af
hasarmyndum í Hollywood undanfar-
in ár, tæknibrellumar verða vart til-
komumeiri og hasarinn
varla ofsafengnari. Það
var því fátt hægt að
gera til að toppa
fyrri hasarmyndir
annað en að gera
hasarhetjuna að
valdamesta
manni heimsins.
í leikstjórastól-
inn var fenginn
þýski leikstjór-
inn Wolfgang
Petersen sem sló
fyrst i gegn með
kafbátatryllinum
Das Boot. Sú mynd
var tilnefhd til sex
óskarsverðlauna, þ.á
m. fyrir bestu leikstjóm
það var í fyrsta skipti
sem slík tilnefning kom á
mynd með þýsku tali. Hann
gerði næst ævintýramyndina
The Neverending Story og
ian framtíðarmyndina
Enemy Mine. Hann
flutti síðan end-
anlega til
Bandaríkj-
anna og gerði
spennutryll-
Harrison Ford
leikur forseta
Bandaríkj-
UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar:
Vil myndir sem snerta mig
„Ef ég á að nefna
einhverja eina
ákveðna mynd sem er
í uppáhaldi þá er það
líklega myndin Dead
Poets Society með
leikaranum
Robin Williams í aðalhlut-
verki. Það er mynd sem
vakti mig til umhugsunar
um lífið og til-
veruna. Ég
hef mest
gaman
því að
horfa á slíkar
myndir, myndir sem
snerta mann og
hreyfa við manni.
Mér finnst þær
bestar ef þær fá mig til
að líta á líf mitt úr
fjarlægð og jafnvel
hugsa tvisvar um
það á hvað sé best að leggja
áherslu í lífinu.
Robin Williams finnst mér alveg
frábær leikari. Hann leikur nú í
myndinni Good Will Hunting
sem er verið að sýna í bíóhúsum
um þessar mundir og þar skilst
mér að hann fari á kostum. Það
má því slá því fóstu að ég muni
sjá þá mynd fyrr eða síðar.
Ég er samt ekki með þessu að
segja að venjulegar spennumynd-
ir séu bannaðar á mínu heimili.
Mér finnst líka gaman að horfa á
þær í bland og get nefnt sem dæmi
að mér finnst myndin True Lies
með Arnold Schwarzenegger mjög
skemmtileg.
Við þetta má þó bæta að und-
anfarið hef ég svelt mynd-
bandstækið mitt svolítið. Á
því gætu þó orðið breyt-
ingar á næstunni þar sem
ýmsar myndir sem mig
langar til að sjá en ég
missti af í kvikmynda-
húsunum verða gefn-
ar út á myndbandi
fljótlega.“
-KJA
LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JÖ’V
Air Force One:
forsetavélinni
inn Shattered. Árið 1993
var hann aftur tilnefnd-
ur til óskarsverðlauna
fyrir bestu leikstjóm en
það var fyrir In the Line
of Fire. Síðasta mynd
hans á undan Air Force
One var Outbreak.
Andstæðingamir
Það kom aldrei neinn
annar en Harrison Ford
til greina í hlutverk for-
setans. Þeir þurftu ein-
hvem með mikla per-
sónutöfra, viðkunnan-
legan, greindarlegan og
auðvitað varð hann að
vera trúverðugur í
hasaratriðunum. Harri-
son Ford hefur sýnt allt
þetta á farsælum ferli
sínum. Hann var til-
nefndur til óskarsverð-
launa fyrir leik sinn í
Witness og hefúr leikið
í mörgum af stærstu
myndum allra tíma, þ.á m. Star Wars
og Indiana Jones trílógiunum. Aðrar
myndir hans em m.a. American
Graffiti, Blade Runner, The Mosquito
Coast, Presumed Innocent, Working
Girl, Regarding Henry, Patriot
Games, Clear and Present Danger og
The Devil’s Own.
í hlutverk höfuðpaurs hryðjuverka-
mannanna var fenginn Gary Oldman
sem hefur leikið marga eftirminnilega
skúrka hin síðari ár og er skemmst að
minnast Zorg í The Fifth Element.
Hann er fæddur í Englandi og vakti
fyrst athygli umheimsins i myndun-
um Sid and Nancy og Prick up Your
Ears. Hann komst síðan á stjömu-
kortiö með hlutverkum Lees Harveys
Oswalds í JFK og Drakúla greifa í
Bram Stoker’s Dracula. Meðal ann-
arra mynda hans era State of Grace,
Romeo is Bleeding, Tme Romance,
Rozencrantz and Guildenstem Are
Dead, Leon, Immortal Beloved og The
Hryöjuverkamaöurinn og forsetinn. Harrison Ford og Gary Oldman í hlutverkum sínum.
Scarlet Letter. Nýverið leikstýrði
hann sinni fyrstu mynd, Nil by
Mouth, sem vann til verðlauna fyrir
bestu leikkonu á Cannes-kvikmynda-
hátíðinni.
Sterkur leikhópur
Glenn Close leikur varaforsetann
sem í fjarveru forsetans stjórnar
samningaviðræðum við hryðjuverka-
mennina frá Hvíta húsinu. Hún hefur
fimm sinnum verið tilnefnd til ósk-
arsverðlauna, fyrst fyrir sina fyrstu
mynd, The World According to Garp.
Hinar tilnefhingamar fékk hún fyrir
The Big Chill, The Natural, Fatal
Attraction og Dangerous Liaisons.
Upp á síðkastið hefur hún m.a. leikið
í 101 Dalmatians, Mars Attacks! og In
the Gloaming.
Þá er í myndinni að finna sterkan
hóp aukaleikara sem flestir hverjir
hafa átt hlutverk í mörgum stórmynd-
um. Þar má nefna William H. Macy
sem nýlega var tilnefndur til ósk-
arsverðlauna fyrir leik sinn í Fargo
og á hlutverk í tveimur athyglisverð-
um nýjum myndum, Boogie Nights og
Wag the Dog. Þarna er einnig Dean
Stockwell, sem státar einnig af ósk-
arsverðlaunatilnefningu fyrir
Married to the Mob og sást síðast í
Alien Resurrection. í öðrum hlutverk-
um era Wendy Crewson (Fear), hin 12
ára gamla Liesel Matthews (The Little
Princess), Paul Guilfoyle (Amistad,
Ransom, Extreme Measures, Striptea-
se, Quiz Show, Mrs. Doubtfire), Xand-
er Berkeley (Amistad, Appollo 13, Lea-
ving Las Vegas, Heat, The Rock, A
Few Good Men, Terminator 2: Judge-
ment Day), Elya Baskin (The Name of
the Rose, 2010), Jurgen Prochnow
(Das Boot, The English Patient), Le-
vani Outchaneichvili (Independence
Day), David Vadim (Ransom, G.I.
Jane) og nýgræðingurinn Donna
Bullock. -PJ
Cry, the Beloved
Country
Cry, the Beloved
Country er byggð á hann MJtmri tU'DmrtU^.
frægri skáldsögu
nóbelskáldsins Al-
ans Pattons sem
kom út á íslensku
undir nafninu Grát
ástkæra fósturmold.
Talið er að bók þessi
hafi átt mikinn þátt
í að hrinda af stað
baráttunni fyrir af-
námi aðskilnaðar-
stefnunnar i Suður-Afríku.
Sagan gerist árið 1946. Stephen
Kumalo er Zulumaður sem á heima
í Natal-héraði í námunda við hvítan
landeiganda, James Jarvis. Þegar
Stephen fréttir að systir hans, sem
býr í Jóhannesarborg, sé farin að
stunda vændi og að sonur hans, sem
einnig er fluttur til borgarinnar, sé
kominn í slæman félagsskap ákveð-
ur hann að fara til borgarinnar og
reyna að bjarga þeim báðum. Þegar
hann kemur til borgarinnar liður
ekki á löngu uns hans kemst að því
að hann er of seinn, sonurinn er
flæktur í morð á hvítum manni og
það vill einmitt svo til að sá maður
er sonur Jarvisar.
Með aðalhlutverkin fara James
Earl Jones og Richard Harris. leik-
stjóri er Darrell Rooth. Mynd þessi
var sýnd á kvikmyndahátíð síðast-
liðið haust.
Skífan gefur út Cry, the
Beloved Country og er hún
bönnuð börnum innan 12 ára.
Útgáfudagur er 18. mars.
ekki að njóta frægðarinnar lengi,
hann fannst látinn á hótelherbergi
rétt rúmlega þrí-
tugur og haföi þá
tekið of stóran
skammt af lyfj-
um ásamt því að
mikið magn af
áfengi var í lík-
ama hans.
Beverly Hills
Ninja er þriðja
kvikmyndin sem
hann lék aðal-
hlutverk í og sú
síðasta.
Fyrir þrjátíu
árum fundu japanskir bardagakapp-
ar hvítvoðung sem hafði skolað upp
á strönd Japans. Þeir ákváðu að
taka barnið að sér og ala það upp
sem sitt eigið enda töldu þeir ljóst
að hér væri kominn hinn mikli andi
Haru. Því miður og þrátt fyrir ein-
dreginn vilja japönsku bardaga-
kappanna til að kenna Haru listina
varð hann algjör þverstæða þess
sem spáð hafði verið og klaufalegur
með afbrigðum i þokkabót. Þetta á
þó eftir að breytast þegar kynþokka-
full kona leitar eftir hjálp til að
finna horfinn unnusta sinn.
Skífan gefur Beverly Hills
Ninjha út og er hún leyfð öllum
aldurshópum. Útgáfudagur er
18. mars.
MOST
WANTEl)
Most Wanted
Jon Voight hefur verið iðinn við
kolann eftir að hann var uppgötvað-
ur á ný en í mörg ár var hann varla
merkjanlegur í
kvikmyndaheim-
inum. Á síðustu
tveimur árum
hefur hann leikið
í hátt í tug
mynda og er
Most Wanted ein
þeirra en auk
hans leika í
myndinni, sem
leikstýrð er af
David Hogan,
Keenan Ivory
Wayans, Eric Ro-
berts pg Paul Sorvino.
Aðalpersónan er liðsforinginn
James Duinn sem situr inni í her-
fangelsi og bíður þess að verða tek-
inn af lífi eftir að hafa verið fundinn
sekur um morð á yfirmanni sínum.
Rétt áður en ráðgert er að lífláta
hann er honum boðið að sleppa við
refsinguna taki hann að sér vanda-
samt verkefni fyrir sveit manna
sem kalla sig Black Sheep. Verkefn-
ið er fólgið í að taka af lífi iðnjöfur
sem talið er að selji eiturefnavopn á
svartamarkaðinum. Dunn samþykk-
ir þetta en tilræðið mistekst þegar
sjálf forsetafrú Bandaríkjanna, sem
átti af tilviljun leið fram hjá, verður
fyrir skoti.
Myndform gefur út Most
Wanted og er hún bönnuð
börnum innan 16 ára. Útgáfu-
dagur er 17. mars.