Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 *★' Eitt fyrirtæki um gasinnflutninginn: Sextíu prósent verð- hækkun á rúmu ári Propangas hefur hækkað í verði um 60% á því rúma ári sem liðið er síðan olíufélögin stofnuðu með sér nýtt félag, Gasfélagiö, til að annast innflutning, geymslu og dreifingu á gasi. Áður fluttu olíufélögin hvert um sig inn gas og dreifðu til við- skiptavina sinna. Gasnotkun hefur vaxiö verulega hér á landi síðustu ár. Bæði er það notaö í iönaði en einnig í vaxandi mæli á heimilum og í sumarbústööum. „Við höfum heyrt af þessu og olíufélögin mega um það vita að mikillar óánægju gætir meðal við- skiptavina þeirra. Menn tala um hagræöingu við sameiningu og samvinnu og ég spyr hvar hagræð- ingin er þegar verðið hækkar en ekki lækkar," sagði Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, viö DV. Hann sagði olíufélögin starfa á fá- keppnismarkaði og sameinast um ákveðna þjónustu. „Ég tel að þetta hljóti aö falla undir samkeppnislög og tel eölilegt að samkeppnisyfir- völd skoði það,“ sagöi Jóhannes enn fremur. Þórir Haraldsson, stjórnarform- aður Gasfélagsins, segir meginá- stæðu hækkunarinnar þá aö reglur um innflutning, geymslu og dreif- ingu á gasi séu breyttar og mun strangari nú en áöur var og kalli á annan og mun dýrari tækjabúnað en áður var krafist. „Ég mótmæli því að stofhun Gasfélagsins hafi leitt til hækkunar á gasi. Ég vil frekar segja svo að hefði Gasfélagið ekki verið stofnað, hvað hefði þá þurft að hækka verðiö á gasinu?" sagöi Þórir. -SÁ Samkeppnislög í fimm ár: SíFkaupir franskt fisk- sölufyrirtæki Sölusamband íslenskra fiskffam- leiðenda hefur keypt öll hlutabréf í hinum franska keppinaut sinum Delpier og var kaupverðið 60 milljón- ir króna. Með kaupunum verður SÍF fjórfalt stærra í sölu og framleiðslu á fersku og kældu sjávarfangi I Frakklandi en næststærsta fyrirtækið á þessu sviði þar í landi. Á síöasta ári velti franska fyrirtækið um funm mill- jöröum króna. -JHÞ Sigurbjörn Bárðarson, hinn landsfrægi hestamaður, sést hér gefa hestinum Frama AB mjólk til að flýta fyrir meltingarstarfseminni og byggja upp flórustarfsemina í hestinum. Sigurbjörn segir að það að gefa hestunum AB mjólk sé gott húsráð. DV-mynd GVA Þýskur dýralæknir gefur ráð við hitasótt í hrossum: Vill láta sprauta hesta með bóluefni - sem pantað var erlendis frá með hraði í gær Dr. Karl Heinz Rettich, þýskur dýralæknir sem er sérhæfður í hrossasjúkdómum, telur að sprauta eigi hesta með bóluefninu Baypamun til að stemma stigu við hitasótt í fjölmörgum hrossum á suðvesturhomi landsins. Meö því að sprauta þá meö þessu bóluefni telur Rettich að byggja megi upp ónæmiskerfi þeirra og styrkja mót- stööuna gegn veirusýkingum. Rettich er hér á landi í heim- sókn hjá Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni. Rettich fundaði með dýralæknum á Keldum á fimmtu- dag vegna hitasóttarinnar. Rettich segist ekki þekkja til sjúkdóms í Þýskalandi sem lýsi sér með þess- um hætti. íslenskir dýralæknar tóku mjög vel í tillögu Rettich og stefnt er aö því að bólusetja veika hesta meö bóluefninu. Það er ekki til á ís- landi en í gær var brugðið á það ráð að panta það meö hraði til landsins. -RR Samkeppnisstofnun: Segi ekkert að sinni - segir Guðmundur „Ég vil ekkert um þetta mál segja að svo stöddu," sagði Guðmundur Sigurösson, yfírmaður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, í gær þegar DV bar undir hann ummæli forstjóra Eimskips um sto&unina og verk hennar sem væru atvinnu- lífmu til trafala og vandræða. Þann 4. mars sl., á aðalfundi Sambands ísl. tryggingafélaga, sagöi Ólafur B. Thors, fráfarandi fonnaöur, starfsaðferðir Samkeppn- isstofhunar afar ógeðfelldar og starfsmenn hennar ryddust inn á vinnustaði, grömsuöu og hefðu á brott með sér upplýsingar nánast af handahófi og virtist sem ráöist væri í þessar aðgerðir á grundveEi dylgja og órökstuddra fúllyrðinga. DV spuröi Guðmund um þessa gagn- týni og gagnrýni á stofhunina á að- alfundi Eimskips í fyrradag og hvort hann teldi aö um skipulagðan skæruhemað helstu viöskiptgjöfra landsins á hendur stofiiuninni væri að ræða. Hann kvaðst ekki viija ræöa þaö aö sinni. -SÁ Skilið milli stofnunar og ráðs Andri Ámason hæstaréttarlög- maður sem átt hefur sæti í áfrýj- unarnefnd samkeppnismála telur að skiija eigi á mOli Samkeppnis- stofmmar og Samkeppnisráðs til þess að jafnræði gagnvart ráðinu sé með Samkeppnisstofnun og þeim sem stofnunin rekur mál gegn. Þetta kom fram á málþingi Lög- mannafélags íslands í gær þar sem fjallað var um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra þau fimm ár sem lögin hafa gilt. Ásgeir Einars- son, yfirlögfræðingur Samkeppnis- stofnunar, var þessu ekki sam- mála. Hann sagði að líta bæri á Frá málþingi lögmanna um samkeppnislögin. DV-mynd ÞÖK Samkeppnisstofnun og -ráð sem eitt og hið sama. Starfsmenn stofn- unarinnar væru í raun starfsmenn ráðsins. Andri Árnason hafði framsögu um málsmeðferðarreglur og sjón- armið um valdmörk samkeppnisyf- irvalda en auk hans hafði Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Sam- keppnisstofnunar, framsögu um málsmeðferðarreglur og sjónarmið um valdmörk samkeppnisyfir- valda og Jónas Fr. Jónsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, um gagnrýni á störf Sam- keppnisyfirvalda. -SÁ stuttar frétlir Alnet kvartar Fyrirtækið Alnet hefur kvartað í 2. sinn tO Samkeppnisstofhunnar vegna tregðu Landssímans við að af- henda gagnagrunn símaskrárinnar. Alnet hyggst gefa út símaskrá á tölvutæku formi og krefst nú að Landssímanum veröi gert aö bíða með að senda sams konar vöru fiá sér á markað í fimm mánuði, eða þann tima sem Alnet segir að Land- síminn hafi tafið málið. Þormóður Rammi hagnast Hagnaður Þormóðs ramma - Sæ- bergs nam 240 miiijónum króna á síöasta ári. Þaö er 7% af veltu fyrir- tækisins og jukust rekstrartekjur fyrirtækisins um 84%, voru 3.544 milijónir á síðasta ári. Hagnaður Veröbréfastofu Rekstur Verð- bréfastofunnar hf. skOaði tæp- lega 52 milijóna hagnaði á árinu 1997 en það ár var jafhframt fyrsta heUa rekstrarár fyrir- tækisins. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 7,2 mUljónir og er nú 94 mUljónir. Framkvæmdasfjóri þess er Jafet S. Ólafsson. Netverk gerir stórsamning Tölvufyrirtækiö Netverk hefur gert samning við erlent fiarskipta- fyrirtæki um aö Netverk selji hug- búnað sem notaður er í fjarskipta- þjónustu í gegnum gervihnetti. Samningurinn færir Netverki 250 mUijónir fyrstu níu mánuði gUdis- tima hans. Vilja hærrí laun Stjómarfundur í Verkamannafé- laginu Hlíf, sem haldinn var á fimmtudag, samþykkti ályktun þar sem segir að brýnt sé aö verkafólk fái sambærUegar launahækkanir og aörir þjóðfélagshópar hafi fengið að undanfómu. Stjómin segir mUcU- vægt að næstu samningar verka- fólks taki betur miö af launum ann- arra hópa en þeir síðustu gerðu. Halldór í Serbíu HaUdór Ás- grímsson utan- rikisráðherra ræddi á miðviku- dag við forsætis- ráöherra Bosníu- Serbía um Dayton-friöar- samninginn, framsal stríösglæpamanna og verk- efni sem fslendingar munu hugsan- lega styðja í Bosníu. Þar á meðal var rætt um að íslendingar aðstoöuðu við nýtingu á jaröhita. Ríkisútvarp- ið greindi frá þessu. Hlýr sjór Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í nýafstaðinni ferð rannsóknar- skipsins Bjama Sæmundssonar er sjór fyrir Suður- og Vesturlandi 6-8 gráða heitur sem er í góðu meðailagl Einnig var sjór heitur út af Vestfjöróum og úti fyrir Norðurlandi og Austurlandi. Svend- Aage Malmberg var leiöangurs- stjóri í ferðinni. Kópavogur styrkir Völu Bæjarráö Kópavogs sam- þykkti í gær að styrkja Völu Flosadóttur stangar- stökkvara um 250 þúsund krón- ur fyrir afrek hennar í stangarstökki. greindi frá þessu. Bylgjan Ásta vill umönnarbætur Ásta B. Þorsteinsdóttir, þingkona jafnaðarmanna, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem kveðið er á um að heimUt veröi að greiöa umönnunarbætur ásamt greiðslum í fæðingarorlofi. Barnið var lögreglumaöur íslenskur bamaníöingur, sem taldi sig vera ræöa við barn á Net- inu, var í raun að tala við banda- riskan alrikislögreglumann. Frá þessu var greint á blaöamannafundi Alrfkislögreglunnar nýlega en ekki var haft samband við íslensk lög- regluyfirvöld vegna málsins. Ríkis- útvarpið sagði frá. -JHÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.