Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 38
V 50 nþregur LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 JLlV Óli Jón Ólason hótelstjóri stofnaði íslenska nýlendu í Odda í Harðangursfirði: #• > DVOdda:____________________________ Nú eru þau orðin 34 og hálfur Is- lendingur er á leiðinni. Þannig hef- ur íslenska nýlendan í Odda vaxið smátt og smátt á flmm árum. Fyrst komu Óli Jón Ólason og Kolbrún Baldursdóttir og tóku við gamla glæsihótelinu. Síðan ein fjölskylda af annarri og nú er í bænum talað um hótelgengið, bakaragengið og sjúkrahúsgengið. „Miðað við fólksfjölda erum við bara nokkuð mörg,“ segir Óli sem kalla má stofnanda nýlendunnar. Það var hann sem fann upp á því að flytja til Harðangursfjarðar, fyrst til smábæjarins Lofthúss og síðan til Odda. Velkomið innrásarlið Á skrifstofu bæjarstjóra í Odda fæst það staðfest að hluti bæjarins er þegar á valdi íslendinganna og haldi þróunin áfram verður bærinn allur undirlagður. Toralf Mikkelsen bæjarstjóri segist þó taka inn- rásinni með jafnaðargeði og fleiri íslendingar séu velkomnir. Sérstak- lega vantar fólk á sjúkrahúsið. „Við þurfum fleira duglegt fólk,“ segir bæjarstjórinn þegar við hitt- um hann á skrifstofunni. Hann er krati af guðsnáð eins og flestir í bænum. Oddi er gamall verksmiðju- bær, sem óx upp úr engu skömmu eftir aldamótin. Fjöllin umhverfis fjörðinn eru allt að 1500 metra há og fossarnir svo kraftmiklir að hvergi er betra að virkja. Þess vegna stend- ur bærinn þama í fjarðarbotninum. Þetta var upphafið að iðnbylting- unni norsku. Eitt bæjarhverfið kallast Tysse- dalur og þar byggðu moldríkir Fransmenn glæsihótel árið 1913 og höfðu fyrir sig og sína á yfirreið um héraðið. Þeir áttu verksmiðjurnar í firðinum. Nú ræður Óli ríkjum á hótelinu og hann hefur gert það frægt um allt vesturlandið. Hér er besti veitingastaðurinn vestan íjalla í Noregi. Geysir í Keisaragötu Óli hefur verið nærri 10 ár í Nor- egi. Hann byrjaði sem kokkur á veitingahúsi í Ósló og stofnaði svo íslenska veitingastaðinn Geysi í Keisaragötu. Það var á miklum upp- gangstímum í Noregi þegar olíupen- ingarnir flutu óhindrað og allt end- aði í óðaverðbólgu og gjaldþrotum. Bankamir mokuðu út peningum eins og þeir væru skítur og fóru all- ir sem einn á hausinn. „Þetta vora ótrúlegir tímar. Það var bara að taka upp símann og biðja um peninga. Bankamir spurðu ekki einu sinni um trygging- ar,“ segir Óli. Geysir byrjaði með pompi og prakt og fékk strax góða dóma og marga gesti. En svo kom Hótelstjórinn Óli Jón Ólason ólst upp á hóteli og vill hvergi vera nema á hót- eli. Hann hefur veriö tæp tíu ár í Noregi og rak veitingastaðinn Geysi í Ósló áöur en hann flutti til Harðangursfjarðar. DV-myndir Gísli Kristjánsson Hótelið er í gamalli virðulegri byggingu frá því skömmu eftir aldamótin. Þarna bjuggu erlendir eigendur verksmiðjanna í Odda þegar þeir voru á yf- irreiö um héraðið. Nú er þarna frægasti veitingastaöur vestan fjalla í Noregi. hrunið árið 1989. Fólk hætti að fara út að borða, bankarnir hættu að lána, Óli lokaði Geysi - og fór að svipast um eftir nýjum stað. Hótel- og skipstjóri Óli er alinn upp á hóteli. Hann kom þriggja ára gamall í Skíðaskál- ann í Hveradölum með föður sínum og alnafna, sem nú hefur tekið við rekstri í Reykholti. Eftir það vill Óli helst bara vera á hóteli. Hann rak hótelið í Ólafsvík um tíma en lang- aði lika á sjóinn. Var kokkur til sjós, en tók svo skipstjóraréttindi og stýrði Heinaberginu á Höfn í Homa- firði um tíma. Svo fór hann til Noregs að reyna fyrir sér sem veitingamaður. Eftir Geysisævintýrið fór fjöiskyldan til Lofthúss í Harðangursfirði þar sem Óli tók við veitingastjórn á gömlu og virðulegu ráðstefnuhóteli. Þar voru eigendur verksmiðjanna í Odda tiðir gestir og buðu Óla að taka við hótelinu í Odda. Núna er Óli með 15 manns í vinnu og dæturnar Berglind og Bergey hjálpa til þegar með þarf. Þær eiga að fermast í vor. Hótelið tekur á móti ferðamönnum á sumr- in. Það eru Þjóðverjar, Bretar og Bandaríkjamenn sem vilja sjá norsku fírðina. Utan ferðamanna- tímans nýtur Óli þess að stjórnend- ur verksmiðjanna þurfa oft að halda fundi, ráðstefnur, námskeið, afmæli og jólaboð. Þess vegna er nýtingin góð ef frá er talinn háveturinn, frá janúar til mars. Nýlendan stækkar og stækkar „Við unnum myrkranna á milli á hótelinu í Ólafsvík og ákváðum að gera það aldrei aftur. Hér er ekki sama vinnuharkan og það er talið eðlilegt að fólk eigi fri, segir Óli sem réð til sín Gunnar M. Geirsson sem veitingastjóra að deila með sér daglegum rekstri á hótelinu. Og með Gunnari og konu hans Sofflu Sigfmnsdóttur og börnum þeirra stækkaði íslenska nýlendan í Odda. Þorsteinn Ólason, kokkur og bróðir Óla, er líka kominn ásamt Höllu Magnúsdóttur og bömum þeirra. Þannig stækkar nýlendan jafnt og þétt. Gunnar var áður þjónn á veit- ingastaðnum Gamla Ráðhúsinu í Ósló og vann sér það m.a. til frægð- ar þar að bjóða Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra smuguþorsk í matinn. Matarbyltingin Óli segir að miklar framfarir hafi orðið í matarmenningu Norð- manna þau tíu ár sem hann hefur verið í Noregi. Áður voru bara fá- einir góðir veitingastaðir en ann- ars vora bæði metnaður og gæði í lágmarki. Þetta hefur gjörbreyst. „íslendingar voru á undan með nýjungar í sinni matargerð en Norðmenn vilja hugsa sig lengi um áður en þeir framkvæma. Nú hafa þeir unnið til alþjóðlegra verð- launa fyrir matargerð og það eyk- ur metnaðinn. Þeir hafa líka kom- ið sér upp mjög góðum veitinga- skóla í Stafangri," segir Óli um byltinguna í norskri matargerð. Harðangursfjallalamb Á veitingastaðnum í hótelinu er boðið upp á mat sem helst sver sig í frönsku ættina en þó með ís- lensku ívafi. í Harðangursfirði er auðvelt að nálgast sjávarfang og skeldýrasúpan á hótelinu er að verða landsfræg. Hótelstjórinn hef- ur líka sést á blankskóm við fjalla- vötn að draga fyrir fisk. Ferskur fjailaurriði er vinsæll. Stóra trompið á matseðlinum er þó lambakjötið. Það er matreitt að íslenskum hætti og aðeins er notað kjöt af gamla norska fjárstofninum - útigangsfénu svokallaða. Það eru nánir ættingjar íslensku sauðkind- arinnar og eftir sumareldi á Harð- angursöræfunum bragðast lamba- kjötið eins og það væri íslenskt. Öðravísi er það ekki boðlegt. Óli er stoltur af hótelinu. Hann segist hafa aukið veltuna um 600% á fimm árum - og langar ekki heim til íslands í baslið þar. Reksturinn í Odda hafi til þessa gengið eins og í lygasögu. Fólkið ekki eins ferkant- að „Að sjálfsögðu væri ég til í að flytja heim ef ég fengi gott tilboð en það er ekkert slíkt á dagskrá," seg- ir hann. Hann segist líka kunna betur við sig í Harðangursfirði en í Ósló. Fólkið er opnara og ekki eins formlegt og stíft og í höfuð- staðnum. Fjörðurinn er vissulega þröngur og Óli viðurkennir að honum er ekki alveg sama um fjöllin eftir snjóflóðin miklu í janúar 1993. Það er einkum þegar mikið rignir sem hann segist hugsa um hættuna. Reyndar eru það snjóflóðin sem tengja Odda við ísland. Toralf bæj- arstjóri gekkst fyrir því að íbúar á Flateyri fengu eina norska krónu að gjöf fyrir hvern íbúa í Odda. „Þetta voru vissulega ekki mikl- ir peningar enda átti gjöfin að vera táknræn. Við vildum sýna sam- stöðu á erfiðum tímum og sýna að Flateyringar stæðu ekki einir,“ segir Thoralf. -Gísli Kristjánsson Hótelgengiö og Ijósmoöirin. Frá vinstri eru þaö Soffía Sigfinnsdóttir, kokkur- inn Þorsteinn Ólason, Ijósmóöirin Brynhildur Bjarnadóttir, Gunnar M. Geirs- son, veitingastjóri og eiginmaöur Soffíu, Halla B. Magnúsdóttir, þjónn og eiginkona Þorsteins, og sjeffinn sjálfur, Óli Jón Ólason. Börnin á hótelinu. Þarna eru Bjarki Gunnarsson, Berglind Óladóttir, Ari Þorsteinsson (staöráöinn í aö hafa augun lokuö), Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigfinnur Helgi Gunnarsson, Bergey Óladótir og Andri Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.