Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 37
J>V LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 V Ik 49 r Sigurður Magnússon sýnir í Asmundarsal, listmálari með óvenjulegan feril: Danssmiðja Hermanns Ragnars og Dansskóli Auðar Haralds: Danssmiðja Her- manns Ragnars og Dansskóli Auðar Har- alds efna til veglegrar innanskóladanskeppni á Broadway, Hótel ís- . landi, á morgun, l simnudaginn 15. mars. Keppt verður í sam- kvæmisdönsum, kán- trílínudönsum og suð- uramerískum dönsum. Innanskólakeppnin er árlegur viðburður þar sem ungum og öldnum nemendum | skólanna gefst tæki- færi til að spreyta sig á dansgólfinu. Nú sem I endranær stefnir í góða þátttöku. Lifandi tónlist Unnur Arngrímsdóttir danskennari með verðlaunin sem hún mun afhenda á morgun. Á boröinu eru Silfurskórnir, verölaun fyrir bestan fótaburð, og Unnur heldur á Hermannsbikarnum, sem afhentur er fyrir bestan árangur í keppninni. DV-mynd Pjetur Búist er við harðri keppni í samkvæmis- dönsunum en þar mun í fyrsta sinn á íslandi . vera dansað undir lif- andi tónlist. Hin nýja hljómsveit, Svartur ís, | sem skipuð er þunga- vigtarliði tónlistar- manna, mun sjá um svífandi suðuramer- íska sveiflu. Keppni í línudansi er nú haldin í annað sinn, samhliða innan- skólakeppninni. Víst er að keppnin verður hörð og spennandi því | mikill metnaður og | áhugi er ríkjandi með- al þátttakenda sem og annars áhugafólks um þessa skemmtilegu dansa. Mörg af bestu danspörum landsins verða á Broaddway á morgim og etja kappi við hvert annað. Því er óhætt að lofa ánægjulegri skemmtun fyrir aUa fjölskylduna. Keppnirnar hefjast kl. 14 og húsið verður opnað klukkustund áður. Miðaverð er 500 kr en fritt fyrir 4 ára og yngri. Vegleg danskeppni á Broadway \ \ \ \ \ \ \ Fyrsta sýningin heima Sigurður Magnússon listmálari opnar málverkasýningu í Ásmund- arsai, Listasafni ASÍ, í dag, laugar- dag. Sýnd verða á annan tug mál- verka. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar hér á landi en áður hefur hann haldið tvær einkasýningar í London Galerie Vermillon og sendi- ráði Islands þar í borg. Einnig voru verk hans kynnt sl. sumar í The Main Street Gallery á Nantuctet Is- land í Bandaríkjunum og fyrirhug- uð er önnur sýning hans þar í maí nk. Auk þessa hefur Sigurður tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Sigurður lauk prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1991 og hélt til framhaldsnáms í Englandi tveimur árum siðar. Þar lauk hann prófi frá Goldsmith’s College, University of London árið 1994 og árið 1996 M.A. gráðu í mál- aralist frá Central St. Martins Col- lege of Art and Design, London Institute. Sigurður fluttist heim til íslands fyrir rúmu ári og hefur Sigurður Magnússon. helgað sig málaralistinni. Ferill Sig- urðar er um margt óvenjulegur. Hann lauk sveinsprófi í rafvéla- virkjun árið 1969 og um miðjan átt- unda áratuginn stofnaði hann ásamt fleirum Framleiðslusam- vinnufélag iðnaðarmanna (Rafafl- Stálafl), og var í forystu fyrir þeim rekstri næstu 13 árin. Síðan rak Sigurður um árabil ísvör-bygging- arefni, heildsölufyrirtæki með skipastál og byggingarvörur. Einnig var hann virkur i félagsmál- um og stjómmálum á þessum ámm og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði fyrir Alþýðubandalagið. Hann settist síðan á skólabekk í MHÍ, tæplega fertugur að aldri, eins og fyrr er getið. Sýningin í Ásmundarsal er opin alla daga nema mánudaga og stend- ur til 28. mars. Far, eitt málverka Sigurðar á sýn- ingunni, málað á síðasta ári. Sýnd verða á annan tug málverka. Barðshyrna, fjallið myndarlega sem skiptir Fljótunum í tvennt. I fjallinu var haldið fyrsta opinbera skíðamótið hér á landi, að því er taliö er, áriö 1905. DV-mynd ÞÁ Almenningsskíða- ganga í Fljótum - tveir sænskir göngugarpar boða komu sína DV, Sauðárkróki:_________________ Það verður mikið að gerast í Fljótum í Skagafirði næstkomandi laugardag, 21. mars, en þá ætlar Skiðafélag Fljótamanna að gangast fyrir almenningsskíðagöngu. Boðið verður upp á 5 og 10 kílómetra vega- lengdir og þeir sem treysta sér til geta gengið um 50 kílómetra og verða ekki stöðvaðir í þeim áform- um. Sú vegalengd verður í boði fyr- ir hörðustu keppnismennina og hef- ur ekki áður farið fram göngu- keppni á svo langri vegalengd hér á landi. Meðal annarra hafa boðað þátt- töku sína í þessa fyrstu opinberu Fljótagöngu tveir sænskir göngugarpar sem státa af mjög góð- um árangri í Vasagöngunni og fleiri stórkeppnum af því taginu. Fyrsta mótið 1905 Skíðaíþróttin á sér ríka hefð í Fljótum, enda snjóþung sveit og skíðin því helsta farartæki Fljóta- manna um langan aldur. Brautryðj- endur skíðaíþróttarinnar i Fljótum voru Einar Baldvin Guðmundsson, bóndi á Hraunum, og séra Jón- mundur Halldórsson, prestur á Barði. Sagt er að eitt sinn er stórt og mikið eikartré rak á Hraunsmöl- ina hafi Einar Baldvin látið smíða úr því 300 pör af skíðum sem hann gaf Fljótamönnum. Séra Jónmund- ur á Barði efndi tU fyrstu skíða- keppninnar í Fljótum, sem talin er sú fyrsta á íslandi, i Barðshyrnu árið 1905. Áætlað er að ef veður og færi leyfir muni fimmtíu kilómetra brautin liggja milli endabæja í Austur-Fljótum, Hrauna og Þrasa- staða í Stíflu og í lokin mun braut- in sveigja með fram Barðshyrnu og endamark verða við Barðslaug, en veitingar að lokinni göngimni verða í Sólgarðaskóla. Það mun einmitt hafa verið á þeim slóðum sem brautin liggur um sem þeir Einar Baldvin á Hraunum og Jón- mundur á Barði iðkuðu sína íþrótt á sínum tíma. Skráning í gönguna er hjá Þór- halli í síma 453 5757 á Sauðárkróki eða hjá Trausta í sima 467 1030 í Fljótum. -ÞÁ (Wtyndlist v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.