Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 1 Söluskattinn til baka Pólverjar hafa samþykkt lög sem heimila ferðamönnum að fá endurgreiddan söluskatt þegar þeir yfirgefa landið. í | Póllandi er söluskattur á flest- > um vörum 22% þannig að ferðamenn eru að bera umtals- Fornleifafræðingar í Róm duttu í lukkupottinn á dögun- um. Það var reyndar fyrir ein- skæra tilviljun að þeir rákust á 2000 ára gamla lágmynd í einum af mörgum göngum sem liggja að hinu fræga baðhúsi ÍTrajanusar í miðborg Rómar. Málverkið sýnir Rómaborg ' ‘ eins og hún kom listamannin- Ium fyrir sjónir fyrir tvö þús- und árum. Glæsileiki á ný Penn-lestarstöðin í New York mun innan skamms verða flutt úr neðanjarðar- húsakynnum sínum og upp á götuna fyrir ofan. Uppruna- lega Penn-stöðin var byggð áriö 1910 í glæsilegum róm- verskum stíl og þótti stórkost- legt mannvirki. Húsið var hins vegar rifíð árið 1963 og Ísíðan þá hafa lestarfarþegar verið boðnir velkomnir neðan- jarðar. Nýja Pennstöðin verður í húsi pósthúss New York-borg- ar sem er byggt í sama stíl og hin horfna stöö. Súrrealismi í Briissel Flestir sem heimsækja Brússel eru þangað komnir í viðskiptaerindum. Á næst- unni kann þetta að breytast en brátt verður opnuð sýning á verkum belgíska súrrealistans René Magritte í Konunglega listasafninu. Sýningin er mik- il að vöxtum og telst til merk- isviðburða í Brússel á þessu I árL Neðansjávarbrúðkaup Brúðkaupsdagurinn er einn | merkilegasti dagur í lífi flestra hjóna. Allt er lagt undir til að gera daginn sem eftirminni- legastan. Skrýtnar uppákomur á brúðkaupsdaginn eru svo sem ekkert nýjar af nálinni en nú kvað vera í tísku að gifta sig neðansjávar á Bahamaeyj- um. Það fylgir hins vegar sög- unni að hjónaefnin þurfa ásamt öðrum venjulegum und- • irbúningi að sækja námskeið í köfun. Hvað brúðkaupsgestina varðar þá er þeim, sem það kunna, frjálst að kafa en hin- um býðst að sitja í þægilegum kafbát og fylgjast með athöfn- inni þaðan. Það er víst ekki öll vitleysan eins ... B____________ wmmmmM■—bmí Islantilla á Spáni er einn vinsælasti áfangastaöur íslenskra golfáhugamanna. Hér sést hluti vallarins og glæsilegt klúbbhúsiö í bakgrunni. Goif erlendis nýtur vaxandi vinsælda: Lengir sumarið í annan endann Golflþróttin hefúr sótt mjög í sig Urvai-Utsýn munu einnig bjóða ferð veðrið síðustu ár en þrátt fyrir að hér á landi séu prýðisgolfvellir hafa hóp- ferðir á erlenda golfvelli færst mjög í vöxt undanfarin misseri. Ástæðan er aðailega sú að sumarið hér á landi er fremur stutt og með þessum ferð- um tekst kylfingum að lengja / leiktímann nokkuð í annan endann. Páskaferð til Portúgals Hjá Úrval-Útsýn starfar golfdeild sem sérhæflr sig í hópferðum á er- lenda golfvelli en sér einnig um að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Peter Salmon golf- fararstjóri segir mikinn vöxt i þessum ferðum og að ferða- skrifstofan anni tæpast eftirspurn. „Við verðum með vorferðir til Albufeira í Portú- gal en þar eru að- stæður mjög ákjósanlegar. Þar verður leikið á fimm golfvöllum svo fjölbreytnin er mikil. Þá er mikill kostur að allir vellimir eru í innan við fimmtán mínútna fjarlægð ffá hótel- inu. Það verður 10 daga páskaferð og svo tvær .níu daga ferðir seinna í apr- 0. í þessum ferðum eru innifaldir niu golfhringir þannig að fólk ætti að geta leikið nægju sína,“ segir Peter. Auk þess efnir ferðaskrifstofan til byijenda- og háforgjafarferðar á þessar slóðir þann 14. apríl. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16 manns og kennsluna mun annast Magnús Birgisson golf- kennari. á annan áfangastað í Portúgal en það er Vilar do Golf sem þykir ágætur. „Við erum að byrja með þennan stað aftur vegna m i k - ,-3 Golfvöllurinn Vilamoura 2 meö bæ- inn Albufeira í baksýn. illar eftirspurn- ar en það er frá- bært að spila golf á þessum stað. Vellirnir eru tveir, báðir skóg- arvellir, og státa af afar fjölbreyttu landslagi. til Islantilla og svo verður örugglega áfr_am,“ segir Petef. í Islantilla er ekki nema tveggja minútna akstur á golfvöllinn sem þyk- ir afar spennandi. Völlurinn er 27 hol- ur og er þekktur fyrir vel staðsettar vatnshindranir og ótrúlegan halla á nokkrum brautum. Hann þykir þó venjast vel og vera skemmtilegur yfir- , ferðar. Þrjár vorferðir verða til Islantilla og þar af ein páskaferð. Þá verður efnt til sérstakrar ferðar fyrir 60 ára og eldri sem tilheyra klúbbi sem kallar sig Úntalsfólk. Útakmarkað golf Golfferð til Skotlands er nýj- ung hjá Úrval-Útsýn og segir Peter mikla eftirvænt- ingu ríkja varðandi ferð- ir þangað en efnt verður til tveggja ferða; þann 25. apríl og 2. i nk. Farþegamir munu dvelja á eyjunni Islay sem er rómuð fyrir náttúru- og söguminj- ar. Gist verður á hót- eli sem var reist fyrir 250 árum. Það er fleira fomt á eyjunni því golfvöllurinn, sem leikið verður á, er rúmlega hundrað ára, gerður árið 1891. „Þetta er einstakur staður og minnir kannski svolítið á ísland enda er ffemur rólegt svo ég mæli ekki með þessum stað við þá sem vilja sletta ær- lega úr klaufunum. Þetta er hins vegar kjörlendi þeirra sem vilja spila golf ffá morgni til kvölds því farþegum er heimflt að leika eins mikið og þeir kjósa án aukagjalds. Þá er gott að slappa af þama og njóta skoskrar menningar á kvöldin,“ segir Peter. Glæsigolf á frlandi Samvinnuferðir-Landsýn bjóða einnig hópferðir í golf á vori komanda. í tilefhi 20 ára afmælis ferðaskrifstof- unnar verður efnt til helgarferðar í lok þessa mánaðar. Þá er förinni heitið til Dyflinnar þar sem leikið verður á St. Margaret og Dmidls Glen golfvellin- um. Mikið verður um dýrðir í þessari ferð og tekur írska ferða- málaráðið þátt í herleg- heitunum. Fararstjóri verður Sig- urður Pét- ursson. Golfásól- Vilar do Golf er í 20 kílómetra fjar- lægö frá landamærum Portúgals og Spánar. Spánn stendur upp úr Sá staður sem hefur verið hvað vin- sælastur meðal fslenskra kylftnga er þó að mati Peters Islantilla á Spáni. „Þetta er nýtt ferðamannasvæði sem er enn í mótun. Það gerir það að verk- um að verðlagið er afar hagstætt mið- að við gæði. Það er enginn vafl að Islantilla er á góðri leið með að verða fyrirtaks ferðamannastaður. Síðastlið- in tvö ár höfum við sent flesta kylfinga Fyrir þá sem vilja sameina sólarlanda- og golfferð bjóða Sam- vinnuferðir-Landsýn 13 daga ferð tfl sólskinseyjarinnar Mallorca. Þar verð- ur leikið á þremur golfvöllum sem all- ir era 18 holur. Skipulagðar ferðir verða sex daga ferðarinnar en hina dagana getur fólk slappað af og spókað sig á ströndinni en gist verður í strandbænum Cala d’Or. Aftur í haust Þessi völlur kallast Pine Cliffs og er á Albufeira-svæöinu í Portúgal. loftið hreint og friskandi. Umhverfið Það er ljóst að íslenskir golfáhuga- menn hafa úr mörgu spennandi að velja þegar vorferðir ferðaskrifstof- anna eru skoðaðar. Ekki er liklegt að efnt verði aftur til slíkra hópferða fyrr en á hausti komanda. -aþ Snjóhótel í Svíþjóð: Kaldar nætur Það hljómar kuldalega en snjóhótelið í Svíþjóð hefur verið staðreynd um nokkurra ára skeið. Hótelið er í þorpinu Jukkasjarvi sem er 200 kílómetra norð- ur af heimskautsbaug. Það er mikið verk að reisa hótelið og hefst bygging þess að jafnaði í október og tekur um sex vikur. Hótelið er enda engin smásmíð og telst nú vera um 4000 fermetrar. Snjóhótelið er jafhan kynnt sem æv- intýraveröld og er gestum lofað að þeir muni upplifa köldustu, eða að minnsta kosti kuldalegustu, nótt ævinnar. Þrátt fyrir kuldann streyma ferðamenn til Jukkasjárvi til þess að prófa þessa ein- stöku gistingu en almennt er þjónustan á hótelinu sambærUeg við hótel sem byggð era úr varanlegri efnum. Það væsir svo sem ekki um gestina sem sofa í hlýjum heimskautasvefnpokum og vakna endurnærðir í köldu en hreinu lofti. Það era að verða síðustu forvöð að gista á hótelinu í vetur en i aprfl byrjar það venjulega að bráðna og er hefllum horfið um mitt sumar. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.