Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. MARS 1998 *★' Eitt fyrirtæki um gasinnflutninginn: Sextíu prósent verð- hækkun á rúmu ári Propangas hefur hækkað í verði um 60% á því rúma ári sem liðið er síðan olíufélögin stofnuðu með sér nýtt félag, Gasfélagiö, til að annast innflutning, geymslu og dreifingu á gasi. Áður fluttu olíufélögin hvert um sig inn gas og dreifðu til við- skiptavina sinna. Gasnotkun hefur vaxiö verulega hér á landi síðustu ár. Bæði er það notaö í iönaði en einnig í vaxandi mæli á heimilum og í sumarbústööum. „Við höfum heyrt af þessu og olíufélögin mega um það vita að mikillar óánægju gætir meðal við- skiptavina þeirra. Menn tala um hagræöingu við sameiningu og samvinnu og ég spyr hvar hagræð- ingin er þegar verðið hækkar en ekki lækkar," sagði Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, viö DV. Hann sagði olíufélögin starfa á fá- keppnismarkaði og sameinast um ákveðna þjónustu. „Ég tel að þetta hljóti aö falla undir samkeppnislög og tel eölilegt að samkeppnisyfir- völd skoði það,“ sagöi Jóhannes enn fremur. Þórir Haraldsson, stjórnarform- aður Gasfélagsins, segir meginá- stæðu hækkunarinnar þá aö reglur um innflutning, geymslu og dreif- ingu á gasi séu breyttar og mun strangari nú en áöur var og kalli á annan og mun dýrari tækjabúnað en áður var krafist. „Ég mótmæli því að stofhun Gasfélagsins hafi leitt til hækkunar á gasi. Ég vil frekar segja svo að hefði Gasfélagið ekki verið stofnað, hvað hefði þá þurft að hækka verðiö á gasinu?" sagöi Þórir. -SÁ Samkeppnislög í fimm ár: SíFkaupir franskt fisk- sölufyrirtæki Sölusamband íslenskra fiskffam- leiðenda hefur keypt öll hlutabréf í hinum franska keppinaut sinum Delpier og var kaupverðið 60 milljón- ir króna. Með kaupunum verður SÍF fjórfalt stærra í sölu og framleiðslu á fersku og kældu sjávarfangi I Frakklandi en næststærsta fyrirtækið á þessu sviði þar í landi. Á síöasta ári velti franska fyrirtækið um funm mill- jöröum króna. -JHÞ Sigurbjörn Bárðarson, hinn landsfrægi hestamaður, sést hér gefa hestinum Frama AB mjólk til að flýta fyrir meltingarstarfseminni og byggja upp flórustarfsemina í hestinum. Sigurbjörn segir að það að gefa hestunum AB mjólk sé gott húsráð. DV-mynd GVA Þýskur dýralæknir gefur ráð við hitasótt í hrossum: Vill láta sprauta hesta með bóluefni - sem pantað var erlendis frá með hraði í gær Dr. Karl Heinz Rettich, þýskur dýralæknir sem er sérhæfður í hrossasjúkdómum, telur að sprauta eigi hesta með bóluefninu Baypamun til að stemma stigu við hitasótt í fjölmörgum hrossum á suðvesturhomi landsins. Meö því að sprauta þá meö þessu bóluefni telur Rettich að byggja megi upp ónæmiskerfi þeirra og styrkja mót- stööuna gegn veirusýkingum. Rettich er hér á landi í heim- sókn hjá Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni. Rettich fundaði með dýralæknum á Keldum á fimmtu- dag vegna hitasóttarinnar. Rettich segist ekki þekkja til sjúkdóms í Þýskalandi sem lýsi sér með þess- um hætti. íslenskir dýralæknar tóku mjög vel í tillögu Rettich og stefnt er aö því að bólusetja veika hesta meö bóluefninu. Það er ekki til á ís- landi en í gær var brugðið á það ráð að panta það meö hraði til landsins. -RR Samkeppnisstofnun: Segi ekkert að sinni - segir Guðmundur „Ég vil ekkert um þetta mál segja að svo stöddu," sagði Guðmundur Sigurösson, yfírmaður samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, í gær þegar DV bar undir hann ummæli forstjóra Eimskips um sto&unina og verk hennar sem væru atvinnu- lífmu til trafala og vandræða. Þann 4. mars sl., á aðalfundi Sambands ísl. tryggingafélaga, sagöi Ólafur B. Thors, fráfarandi fonnaöur, starfsaðferðir Samkeppn- isstofhunar afar ógeðfelldar og starfsmenn hennar ryddust inn á vinnustaði, grömsuöu og hefðu á brott með sér upplýsingar nánast af handahófi og virtist sem ráöist væri í þessar aðgerðir á grundveEi dylgja og órökstuddra fúllyrðinga. DV spuröi Guðmund um þessa gagn- týni og gagnrýni á stofhunina á að- alfundi Eimskips í fyrradag og hvort hann teldi aö um skipulagðan skæruhemað helstu viöskiptgjöfra landsins á hendur stofiiuninni væri að ræða. Hann kvaðst ekki viija ræöa þaö aö sinni. -SÁ Skilið milli stofnunar og ráðs Andri Ámason hæstaréttarlög- maður sem átt hefur sæti í áfrýj- unarnefnd samkeppnismála telur að skiija eigi á mOli Samkeppnis- stofmmar og Samkeppnisráðs til þess að jafnræði gagnvart ráðinu sé með Samkeppnisstofnun og þeim sem stofnunin rekur mál gegn. Þetta kom fram á málþingi Lög- mannafélags íslands í gær þar sem fjallað var um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra þau fimm ár sem lögin hafa gilt. Ásgeir Einars- son, yfirlögfræðingur Samkeppnis- stofnunar, var þessu ekki sam- mála. Hann sagði að líta bæri á Frá málþingi lögmanna um samkeppnislögin. DV-mynd ÞÖK Samkeppnisstofnun og -ráð sem eitt og hið sama. Starfsmenn stofn- unarinnar væru í raun starfsmenn ráðsins. Andri Árnason hafði framsögu um málsmeðferðarreglur og sjón- armið um valdmörk samkeppnisyf- irvalda en auk hans hafði Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Sam- keppnisstofnunar, framsögu um málsmeðferðarreglur og sjónarmið um valdmörk samkeppnisyfir- valda og Jónas Fr. Jónsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, um gagnrýni á störf Sam- keppnisyfirvalda. -SÁ stuttar frétlir Alnet kvartar Fyrirtækið Alnet hefur kvartað í 2. sinn tO Samkeppnisstofhunnar vegna tregðu Landssímans við að af- henda gagnagrunn símaskrárinnar. Alnet hyggst gefa út símaskrá á tölvutæku formi og krefst nú að Landssímanum veröi gert aö bíða með að senda sams konar vöru fiá sér á markað í fimm mánuði, eða þann tima sem Alnet segir að Land- síminn hafi tafið málið. Þormóður Rammi hagnast Hagnaður Þormóðs ramma - Sæ- bergs nam 240 miiijónum króna á síöasta ári. Þaö er 7% af veltu fyrir- tækisins og jukust rekstrartekjur fyrirtækisins um 84%, voru 3.544 milijónir á síðasta ári. Hagnaður Veröbréfastofu Rekstur Verð- bréfastofunnar hf. skOaði tæp- lega 52 milijóna hagnaði á árinu 1997 en það ár var jafhframt fyrsta heUa rekstrarár fyrir- tækisins. Eigið fé fyrirtækisins jókst um 7,2 mUljónir og er nú 94 mUljónir. Framkvæmdasfjóri þess er Jafet S. Ólafsson. Netverk gerir stórsamning Tölvufyrirtækiö Netverk hefur gert samning við erlent fiarskipta- fyrirtæki um aö Netverk selji hug- búnað sem notaður er í fjarskipta- þjónustu í gegnum gervihnetti. Samningurinn færir Netverki 250 mUijónir fyrstu níu mánuði gUdis- tima hans. Vilja hærrí laun Stjómarfundur í Verkamannafé- laginu Hlíf, sem haldinn var á fimmtudag, samþykkti ályktun þar sem segir að brýnt sé aö verkafólk fái sambærUegar launahækkanir og aörir þjóðfélagshópar hafi fengið að undanfómu. Stjómin segir mUcU- vægt að næstu samningar verka- fólks taki betur miö af launum ann- arra hópa en þeir síðustu gerðu. Halldór í Serbíu HaUdór Ás- grímsson utan- rikisráðherra ræddi á miðviku- dag við forsætis- ráöherra Bosníu- Serbía um Dayton-friöar- samninginn, framsal stríösglæpamanna og verk- efni sem fslendingar munu hugsan- lega styðja í Bosníu. Þar á meðal var rætt um að íslendingar aðstoöuðu við nýtingu á jaröhita. Ríkisútvarp- ið greindi frá þessu. Hlýr sjór Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í nýafstaðinni ferð rannsóknar- skipsins Bjama Sæmundssonar er sjór fyrir Suður- og Vesturlandi 6-8 gráða heitur sem er í góðu meðailagl Einnig var sjór heitur út af Vestfjöróum og úti fyrir Norðurlandi og Austurlandi. Svend- Aage Malmberg var leiöangurs- stjóri í ferðinni. Kópavogur styrkir Völu Bæjarráö Kópavogs sam- þykkti í gær að styrkja Völu Flosadóttur stangar- stökkvara um 250 þúsund krón- ur fyrir afrek hennar í stangarstökki. greindi frá þessu. Bylgjan Ásta vill umönnarbætur Ásta B. Þorsteinsdóttir, þingkona jafnaðarmanna, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem kveðið er á um að heimUt veröi að greiöa umönnunarbætur ásamt greiðslum í fæðingarorlofi. Barnið var lögreglumaöur íslenskur bamaníöingur, sem taldi sig vera ræöa við barn á Net- inu, var í raun að tala við banda- riskan alrikislögreglumann. Frá þessu var greint á blaöamannafundi Alrfkislögreglunnar nýlega en ekki var haft samband við íslensk lög- regluyfirvöld vegna málsins. Ríkis- útvarpið sagði frá. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.