Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 rir 15 árum Sólveig Leifsdóttir hlaut silfrið í heimsmeistarakeppninni í hárgreiðslu fyrir 15 árum: Stór stund í New York Fimmtán ár eru nú liðin frá þvi Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslu- meistari náði virkilega góðum ár- angri í heimsmeistarakeppninni í hárgreiðslu, International Beauty Show, sem haldin var í Coliseum- höllinni i New York. Þar tók hún þátt í tveimur keppnum, varð i 2. sæti i þeirri fyrri af 20 keppendum og 5. sæti í seinni af 29 þátttakend- um. Sólveig var eini þátttakand- inn frá Islandi sem þáver- andi íslandsmeistari. ítar- leg frásögn í máli og myndum var af þessu i helgarblaði DV laugardaginn 26. mars 1983 með fyrirsögninni: „Ég eflist á keppnispallinum". Einnig hafði verið sagt frá úrslitunum í DV 21. mars. í DV kom m.a. fram að hátt í 100 þúsund gestir hefðu verið viðstadd- ir keppnirnar í New York. Þær vöktu mikla athygli, m.a. sýndi NBC-sjónvarpsstöðin beint frá þeim. Sólveig hefur sl. 18 ár verið með eigin hárgreiðslustofu í Suðurveri. Hún tók sveinspróf í hár- greiðslu 1970 og keppti í fyrsta sinn i íslandsmeistarakeppni þremur árum síðar. Hún hef- ur verið mjög sigursæl í keppnum hér heima og er- lendis. Fyrir áðurnefndar keppnir í New York í mars 1983 hafði hún unnið í alþjóð- legri keppni í Royal Albert Hall í London árið áður og hreppt bronsið í Norðurlandameist- arakeppninni 1981. í seinni keppn- inni í New York var ekki aðeins tekið tillit til hár- greiðslunnar við stigagjöfina held- ur einnig fatnaðar og snyrtingar. Mód- el Sólveigar var Helga Jóna Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi frá Akureyri. Hún vakti mikla at- hygli og fékk fjölmörg til- boð um að gerast fyr- irsæta. Hún sýndi í alls fimm kjólum sem allir voru hannað- ir og saumað- ir af Sólveig Leifsdóttir meö dóttur sína, Maríu Auði Steingrímsdóttur, í móð' stólnum en hún hefur lokiö sveinsprófi í hárgreiðslu og starfar með ur móður sinni á stofunni í Suðurveri. DV-mynd S Sól- veig- urlandamótum. Þá fengu Svíar hana í fyrra il að dæma í þeirra land- var mik- ill heiður fyrir mig og sýnir að ar, Maríu Auði Guðnadóttur. Hvað snyrtingu varðar fékk Sólveig aðstoð frá Heiðari Jónssyni og Sigrúnu Sæv- ( arsdóttur. Við fengum Sólveigu til að riQa þetta New maður er vonandi að gera hlutina rétt.“ Æfingin skapar meistarann Aðspurð annað en Sólveig með siifurverölaunin sem hún fékk í New York í mars 1983. Myndin er tekin skömmu eftir að hún kom heim. DV-mynd GVA York-ævintýri upp í vikunni. Hún sagði þetta hafa verið stóra stund. Þarna hefði gríðarlegur mannfjöldi verið saman kominn með viðeig- andi glamúr og gleðskap. Sólveig var rétt að byrja að klífa frægðartind hárgreiðslunnar hér á landi á þessum tíma. Hún varð aftur íslandsmeist- ari í hár- greiðslu árið 1985 og loks 1989. Tók þátt í fjöl- mörgum keppnum heima og er- lendis, fór m.a. aftur i heimsmeistara- keppnina í New York árið 1985 og varð í 4. sæti í báðum hlutum keppninnar. „Ég var í landsliðinu meira og minna þennan tíma. Ég hætti síðan að keppa árið 1990 og frá 1992 hef ég verið alþjóðlegur dómari, sá eini sem við höfum í dömufögunum í dag,“ sagði Sólveig sem hefur dæmt í 3 heimsmeistarakeppnum, nokkrum Evrópukeppnum og Norð- WlW ekki sagðist hún ekki geta verið stolt af sínum keppnisferli sem hárgreiðslumeist- ari. Það hefðu ekki margir kollegar hennar farið álíka víða í keppnir og hún. „Ég held að hárgreiðslufólk- ið okkar sé ekki nógu lengi að. Það tekur langan tíma að þjálfa sig upp. Þetta er þrotlaus vinna. Það var ansi mikið fyrir mann að standa í þessu samfara heimilishaldi og barnauppeldi. Maðrn: var ekki mik- ið heima við. Annars eru íslenskir hárgreiðslumeistarar mjög framar- lega í sínu fagi. Það gildir í þessu sem öðrum íþróttagreinum að æf- ingin skapar meistarann," sagði Sólveig Leifsdóttir. -bjb bókaormurinn y Eysteinn Björnsson, rithöfundur og kennari: Olýsanleg tilfinning „Eg fór snemma að hafa mikinn áhuga á bókum og man eftir mér ólæsum við bókaskáp foreldra minna að handleika þessa furðu- gripi með fögru fyrirheitin. Eftir að ég varð læs byrjaði ball- ið. Ég bjó langtímum saman í heimi bókarinnar, spændi upp heilu ílokk- ana, Ævintýrabækurnar, Tarzan, Jóabækurnar, Bláubæk- urnar og var þá gjarnan í hlutverki ákveðinnar sögupersónu í hverjum framhalds- flokki. Ilmurinn af hverri blað- síðu, skrjáfið og tilhlökk- unin sem fylgdi þessari * athöfn, að lesa nýja, spennandi bók er ólýsanleg. Mér er nær að halda aö þetta hafi verið einhver dásam- legasti og ævintýra- legasti timi Eysteinn Björnsson segist hrifnastur af Vigdísi Grímsdóttur af íslenskum nútímahöfundum. DV-mynd E.ól. lífs míns og ég myndi gefa allar mínar jarðnesku eigur til þess að mér þætti jafn gaman að lesa og þá. En auðvitað les ég enn og hef gaman af. Um jólin las ég Heimsljós Laxness enda eru skáldsögur hans það besta sem ég hef lesið um ævina og hægt að koma að þeim aftur og aftur. Af nútímahöfundum íslensk- um er ég hrifnastur af Vigdísi Grímsdóttur. Tvær síðustu bækur hennar, Grandavegur 7 ogZ eru frá- bærar. Lífakur á náttborðinu Ég hef lengi kennt ensku og ensk- ar bókmenntir og þess vegna lesið mikið á þeirri tungu. Fyrir utan klassísku bókmenntimar hef ég haft mjög gaman af höfundum eins og Georges Simenon, sem skrifar sál- fræðilegar spennusögur um fólk sem komið er út á ystu nöf. Einnig Raymond Chandler, Dashiell Hammett og Robert B. Parker, frá- bæra stílista sakamálasögunnar. David Lodge, höfundur Changing Places, Small World og Nice Work er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, en hann er leiftrandi húmoristi sem dregur dár að háskóla- akademíunni. Af nýjum íslenskum bókum sem ég hef lesið undanfarið langar mig að nefna Elskan mín ég dey, eftir Kristínu Ómarsdóttur sem mér fannst frumleg og bráðskemmtileg og Par Avion, nýjustu ljóðabók Jó- hanns Árelíuzar sem mér hugnaðist einkar vel. Sú bók sem er á náttborðinu hjá mér núna og ég hef litið í svo til á hverjum degi undanfarið er ljóða- bókin Lífakur eftir Ágústínu Jóns- dóttur. Ljóðin hennar höfða mjög sterkt til mín og það er langt síðan ég hef farið í svona hrífandi ævin- týraferðalag um ljóðheima. Og af því við erum að tala um bækur heitir eitt ljóðið hennar Ágústínu Rökkur og hljóðar svo: Ungt.kvöld á mig aö bók í nœturbrimi viö kertaljós. Ég skora á Bryndísi Sigurjóns- dóttur að vera næsti bókaormur." -sv METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Catherlne Cookson: Bondage of Love. 2. Helen Fieldlng: Bridget Jone’s Diary. 3. John Grlsham: The Partner. 4. Patrlcia Comwell: Hornet's Nest. 5. Mlnette Walters: The Echo. 6. Kate Atklnson: Human Croquet. 7. Lesley Pearse: Rosie. 8. Louls de Bernieres: Captain Corelli's Mandolin. 9. Josephine Cox: Miss You Forever. 10. Emma Blair: Flower of Scotland. RIT ALM. EðLIS - KILJUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Ýmsir: James Cameron’s Titanic. 3. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 4. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 5. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 6. Grlff Rhys Jones: The Nation's Favourite Poems. 7. Brian J. Robb: The Leonardo DiCaprio Album. 8. Violet Joseph & J. Graham: Titanic Survivor. 9. Penelope Sachs: Take Care of Yourself. 10. Anon: The Little Book of Motherhood. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Joanna Trollope: Other People's Children. 2. Catherine Cookson: The Solace of Sin. 3. Jackle Colllns: Thrill! 4. Wllliam Boyd: Armadillo. 5. Kathy Reichs: Déja Dead. INNBUNDIN RIT ALM. EÖLIS: 1. Peter Ackroyd: The Life of Thomas More. 2. Ted Hughes: Birthday Letters. 3. Andrew Morton: Diana: Here True Story in Her Own Words. 4. Dlckle Blrd: My Autobiography. 5. Melvyn Bragg: On Giants' Shoulders. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Alicla Hoffman: Here on Earth. 2. John Grisham: The Partner. 3. Maeve Blnchy: Evening Class. 4. Anonymous: Primary Colours. 5. Mlchael Connelly: Trunk Music. 6. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 7. Jeffery Deaver: The Bone Collector. 8. Joseph Canon: Los Alomos. 9. Nlcholas Sparks: The Notebook. 10. Robln Cook: Chromosome 6. RIT ALM. EðLIS - KIUUR: 1. Richard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff. 2. Robert Atkln: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 3. Les & Sue Fox: The Beanie Baby Handbook. 4. Walter Lord: A Night to Remember. 5. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 6. Caroline Myss: Anatomi of The Spirit: The Seven Stages of Power and Healing. 7. Ric Edelman: The Truth About Money. 8. Grace Catalano: Leonardo: A Scrapbook in Words and Pictures. 9. Grace Catalano: Leonardo DiCaprio: Modern Day Romeo. 10. Walter Lord: The Night Lives On. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. John Grisham: The Street Lawyer. 2. Anne Rlce: Pandora: New Tales of the Vampires. 3. Tony Morrison: Paradise. 4. Charles Frazier: Cold Mountain. 5. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. INNBUNDIN RIT ALM. EöLIS: 1. James Van Praagh: Talking to Heaven. 2. Suze Orman: The 9 Steps to Finencial Freedom: Practical and Spiritual Steps So You Can Stop Worrying. 3. Sarah Ban Breathnach: Simple Abun- dance. 4. Howard Kurtz: Spin Cycle: Inside the Clinrton Propaganda Machine. 5. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. (Byggt á Washlngton Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.