Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 17
Heitt mál sem varðar þig J3"V LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Heitt númer Hitaveitu Reykjavíkur er liður í að gera þjónustu Hitaveitunnar einfatdari og skilvirkari. Þú fylgist með mælinum heima hjá þér. skráir stöðuna í álestrabókina og hringir í Heitt númer og slærð stöðuna inn. Þannig tryggir þú að hitareikningurinn þinn sé ekki hærri en hann á að vera. HITAVEITA REYKJAVÍKUR Grensásvegi 1-108 Reykjavík • Sími 560 0101 • Heitt númer 800 6010 4 viðtal K (nýjum bæklingi sem dreift hefur verið til viðskiptavina Hitaveitu Reykjavíkur má finna ítarlegar upplýsingar um nýja þjónustu Hitaveitunnar, Heitt númer. auk átestrabókar og ráðlegginga um orku- spamað í heimahúsum. algjörlega að þvt að vera leikari. Það flnnst mér sérlega gott,“ sagði Sigurð- ur en upp úr dúrnum kom þó að hann hefði átt þess kost að sitja í verkefna- valsnefnd hússins. Fékk semsagt að ráða örlitlu en kjarabaráttu leikara hefur hann ekki komið nálægt - enn! Kitlar egóið Sigurður viðurkenndi að það kitl- aði „egóið“ pínulítið að fmna að sóst væri eftir hans kröftum. Þetta væri leikhús sem hefði þörf fyrir hann og vildi endilega hafa hann innanborðs. „Þetta er hvatning fyrir mig. Þarna fæ ég tækifæri til að vinna sem leik- ari að góðum verkum. Fyrir mér skiptir ekki máli hvar leikhúsið er sem ég starfa í. Frægðin skiptir mig engu máli. Bara að ég fái tækifæri til að vinna nógu mikið við leiklist." Eftir að sýningar á Meistaranum verða komnar í gang á nýju og glæsi- legu litla sviði í Vasaleikhúsinu mun Sigurður leika á stóra sviðinu í Bréf- beranum frá Arles, leikriti sem fjallar um listmálarann Van Gogh. Hann mun leika í öðru leikriti til viðbótar sem ekki hefur verið ákveðið enn þá. Alls starfa hátt í 25 leikarar við leik- húsið næsta leikár, þar af eru 10 fast- ráðnir. Vasaleikhúsið verður brátt 80 ára. Æfingar á Meistaranum hefjast um miðjan ágúst næstkomandi. Fram að þeim tíma hyggst Sigurður slappa af og njóta íslenska sumarsins. Hann hefur þó ekki alveg fengið sig lausan frá Borgarleikhúsinu því stuttu eftir að hann kom frá Finnlandi var hann farinn að „vasast" í ýmsum málum fyrir leikfélagið. Blaðamaður fann fyr- ir þessu því nokkurn tíma tók að finna stund með Sigurði til að spjalla í vikunni. Hundrað hlutverk Hann sagðist hafa fundið það út skömmu fyrir frumsýningu á leikriti Millers, Horft af brúnni, að hlutverk- ið hefði verið sitt hundraðasta á ferl- inum. Nú í mars hefðu verið 33 ár lið- in frá því hann lék sitt fyrsta hlutverk í Iðnó hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann sagði skemmtilegt til þess að vita að næsta leikár myndi hann leika þrjú hlutverk í fyrsta sinn í nokkur ár. Það er kannski til marks um að hvað mikill tími fór í félagsmálin hjá honum fyrir LR. „Þannig að Meistarinn verður byrj- unin á næsta hundraðinu," sagði Sig- urður og glotti. Aðspurður sagðist hann ekki reikna með að hann tæki með sér aðra íslenska leikara til Vasa. Engu að síður yrði innrás íslenskrar leik- listar í Finnland næsta vetur. Fyrir utan „innrásina" í Vasa þá yrði Himnaríki Áma Ibsens tekið til sýn- ingar í sænska leikhúsinu í Ábo und- ir leikstjóm Hilmars Jónssonar með leikmynd íslensks leikmyndateikn- ara. Ekki að flytja Við fengum Sigurð til að setja sig í framtíðarstellingar. Hvað tæki við eft- ir næsta leikár ef vel tækist til. Hann sagði litlar sem engar líkur á að þau Ásdís flyttu búferlum til Finnlands. Þrettán ára sonur þeirra myndi vænt- anlega ekki taka slíkt i mál. Sigurður sagði reynslu sína af Finnum, hvort sem þeir töluðu sænsku eða finnsku, vera þá að þeir væru í rauninni afskaplega líkir ís- lendingum. Þeir væm a.m.k. álíka tækja- og tölvuóðir og væm áreiðan- Ég er meistarinn, leikrit Hrafnhildar Hagalín, hefur veriö sett upp víöa um heim. Nú er þaö sænska leik- húsiö í Vasa í Finnlandi sem setur það upp næst. lega með fleiri farsíma en við, enda væm þeir í sjálfu Nokia-landi. í þessu sambandi rifjaði hann upp pínlegt at- vik á einni sýningunni á Horft af brúnni. Hann hefði verið um það bil að hefia langa einræðu, aleinn á svið- inu, þegar simi fór að hringja úti í sal. „Ég vissi varla hvort ég átti að hætta að leika eða hægja á mér. Hringingarnar urðu fiórar áður en viðkomandi símeigandi slökkti á gemsanum," sagði Sigm-ður og hló. Hann mundi einnig eftir að hafa séð Finna á kaffihúsi tala i tvo farsíma. Þetta væri náttúrlega bilirn! -bjb „Þetta hefur í rauninni veriö í fyrsta sinn sem ég hef verið í aöstööu til aö einbeita mér algjörlega aö því aö vera leikari," segir Siguröur m.a. í viötalinu um dvöi sína í Vasaleik- húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.