Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Side 21
wmm LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 siriðsljósn Ólyginiísagði... ... aö leikarinn Alec Baldwin ætti að fara varlega í þeim áformum sínum að gerast póli- tíkus. Konan hans, hin glæsi- ega Kim Bassinger, handhafi óskarsverðlauna fyrir leik sinn í LA Confidential, hefur nefnilega gefið honum viðvörun. „Ef hann gefur kost á sér þá á hann kannski ekki lengur kost á mér,“ á Kim að hafa sagt. ... að fyrst við værum farin að tala um pólitík þá hygöist breska leikkonan Emma Thompson ætla aö halda póli- tísku þema í leik sínum. Eftir forsetamyndina Primary Colours með John Travolta mun hún leika eiginkonu ástr- alsks stjórnmálamanns sem er myrtur í Austur-Tímor. ... að leikarinn þeldökki og þægilegi, Danny Glover, sem nú vinnur að gerð myndarinnar Lethal Weapon IV ásamt Mel Gibson og Joe Pesci, væri kominn á mála hjá Sameinuöu þjóðunum, þ.e. þróunarhjálp- inni. Honum er ætlað að að- stoöa við að útrýma fátækt í þriðja heiminum. Stórt verkefni það! ... að Robert De Niro sætti sig ekki lengur við að vera kenndur við alþjóölegan hóruhúsahring. Hann hyggst reyna að hreinsa mannorð sitt og ætlar aö byrja á að kæra dómara nokkurn fyrir að hafa ráðist inn í einkaiíf sitt og svipt hann frelsinu við harö- skeyttar yfirheyrslur. Jack Frost með nýja konu - leikarinn David Jason reynir fyrir sár í Chicago Breski leikarinn David Jason, sem flestir ís- lendingar ættu að kannast við úr þáttunum um Jack Frost, lögregluforingjann geðstirða, hefur höndlað hamingjuna á ný eftir sáran konumissi fyrir þremur árum. Brjóstakrabbi varð konunni hans að bana. Nú hefur David tekið saman við aðra konu. Hún nefnist Gill Hinchclifle og er 20 árum yngri en hann. Þau kynntust einmitt við tökur á einum þáttanna um Frost þar sem hún var framkvæmdastjóri. Þetta eru ekki einu tíðindin af góðkunningja okkar af skjánum. Hann hefur nýlokið við að leika í sjónvarpsþáttum sem teknir voru upp í Chicago. Þeir nefnast March in Windy City og hófu nýlega göngu sína á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þar leikur David fyrrum leyniþjón- ustumann úr MI6, Steven March, sem er ráðinn til að drepa rússneskan maflósa. David er einnig framleiðandi þáttanna þannig að hann er allt í öllu. Þessir þættir þykja vist ekki síðri en þeir geysivinsælu um Frost. Vonandi að islensku stöðvamar ranki við sér. Annars þurfum við ekki að örvænta um að hafa misst Frost. Núna eru tökur einmitt að hefjast á nýrri þáttaröð. David Jason (Jack Frost) ásamt nýju ástinni, Gill Hinchcliffe. Macintosh 5500 FERMINGARTILBOÐ ■ ■ ' - •- .j.j Power Macintosh 5500 • 225 MHz PowerPC 603e-örgjörvi • 32 Mb vinnsluminni, staekkanlegt í 64 Mb • Skyndiminni 256 k • 2 Gb harðdiskur • Tuttuguogfjögurra-hraða geisladrif • 16 bita tvíóma hljóð • PCI-rauf • Localtalk • 15" hógæða Apple-skjár • 33.600 baud mótald • HnappaborS • Mús • 4 mán. Internet-áskrift hjá Margmiðlun • 200 forrit, leikir o.fl. á 7 geisladiskum • 36W hátalara-par meS 3-D sound 149.900, Apple-umboðið Skiphalti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.