Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 JDl'Íi/" . viðtal ★ ir íslenskir listamenn á Visions Du Nord í nútímalistasafni Parísarborgar: - segir Susanne Pagé, forstöðumaður safnsins DV,Paris: Tíu íslenskir myndlistarmenn eiga verk á stórri myndlistarsýningu, Visions du nord, sem nú stendur yfir í Nútímalistasafni Parisarborgar, Musée d’art modeme de la ville de Paris. Þegar komið er upp úr neðan- jarðarlestarstöð- inni sem næst er safninu blasir við staðurinn sem á síðustu mánuðum hefur breyst í mekka syrgjenda Díönu prinsessu. Það er ekki nema spöl- kom frá slys- staðnum að Pala- is de Tokyo, byggingunni sem hýsir safiiið. Visions du nord er helguð verkum þriggja kynslóða nor- rænna myndlist- armanna; fimm vom fæddir í kringum 1860, Per Kirkeby er um sextugt en þeir yngstu era um eða yfir þrítugt. Aðeins einn listamaður sýnir verk sem varð til fyrir áhrif frá nálægð safnsins við slysstaðinn; verkið er blómabúð Þor- valds Þorsteinssonar - en blómin sem þar fást era reyndar ekki stíluð á prinsessuna heldur „Óþekkta lista- manninn”. Verk Þorvalds og tvær ljósmyndar- aðir era staðsett á efstu hæð safhsins sem í daglegu tali gengur undir nafn- inu Arc. Þessi hæð er frátekin fyrir sýningar á verkum myndlist- armanna af yngri kynslóðinni og þar gefur nú að lita listaverk, ekki aðeins eftir tug íslendinga, heldur fjölmarga aðra unga lista- menn frá öllum Norðurlöndun- um. Nokkur verk- anna era gerð í samstarfi við breska og þýska listamenn eins og verk Önnu Guð- jónsdóttur sem býr og starfar í Hamborg þar sem hún rekur sýn- ingarstað, sem hún kallar Safn fjarlægra staða, í samvinnu við Þjóðverjann Till Krause. Hjá Önnu í París sýna þrir íslensk- ir listamenn, Þak tslenska skálans er litríkt. Inga Svala Þórs- dóttir, Kristinn G. Harðarson og Val- borg Salóme Ingólfsdóttir auk Hann- esar Lárassonar sem hefúr hannað stórmerkilegan (aljþjóðlegan skála utan um safnið. tímalistasafni Parísarborgar sem er aðalsýningarstaður listaverka þess- arar aldar i borginni ásamt Lista- miðstöð George Pompidou sem nú er lokuð vegna viðgerða. Það sem að- geinir þessi tvö söfh eru ólíkar áherslur. Listamiðstöðin sýnir verk alþjóðlegra listamanna en Nútíma- listasafnið einbeitir sér að verkum evr- ópskra listamanna. Susanne Pagé, for- stöðumaður Nútíma- listasafnsins, hefur gert sitt til að hlúa að þessari sérstöðu safns- ins. Að undirlagi hennar hafa verið sett- ar upp sýningar sem ætlað er að varpa ljósi á lítt þekktar hliðar á listsköpun í Evrópu á þessari öld. Þessar sýningar teljast því ekki aðeins viðburðir í Frakklandi. Á Visions , du nord er það Sus- Skalinn stendur a anne sem markar kampavinsfloskum. stefnuna jafnvel m hver hinna þriggja hluta sýningar- innar hafi sérstakan sýningarstjóra. Susanne er ákveðin kona sem veit hvað hún vill og tekur óhikað af- stöðu sem hún á ekki í vandræðum með að verja. En hún er líka sannur listunnandi sem lítur ekki aðeins á forstöðuna sem starf heldur ástríðu. Daginn fyrir opnunina á Visions du nord, 6. febrúar, var hún á þönum um safnið en gaf sér samt tíma til að setjast niður i kaffiteríunni til að spjalla um stefnu safnsins og tilurð Sýnum fleira en Picasso og Matisse Það er ekki ónýtt, allra síst fyrir imga listamenn, að fá að sýna í Nú- symngarmnar. „Þær sögulegu yfirlitssýningar á evrópskri myndlist sem settar hafa verið upp í safninu á síðustu áram eru tilraun okkar til að skoða lista- söguna út frá öðru sjónarhomi en því sem fæst ef aðeins er horft yfír myndlistarsviðið frá París,“ segir hún. „Við viljum sýna verk lista- manna sem litla eða enga athygli hafa fengið fram að þessu. Verk sem aldrei hafa verið fengin á sýningar í Kallela, Helen Schjerfbeck, Carl Frederik HUl, August Strindberg og Edvard Munch. Nafii þess síðast- nefiida er þekktast utan Norðurland- anna og hann er án efa sá eini sem Frakkar kannast almennt við. „En við þekkjum í raun aðeins brot af verkum Munchs, þau sem vora á sýningunni Munch og Frakkland i Or- say-safninu árið 1991,“ segir Susanne, „og á þeirri sýningu vora ekki mörg verk eftir hann. Við þekkjum ekki einfarann Munch eða þau verk sem hann gerði eftir að hann dró sig í hlé frá meginlandinu og settist að í Nor- egi. Ég hef engan áhuga á að einblína á þau verk sem hægt er að bera sam- an við það sem við þekkjum hér, frek- ar draga fram þann óumdeilanlega mun sem er á verkum hans og okkar listamanna og undirstrika þannig sér- kenni Munchs. í sögulega hluta Visions du nord sýnum við því verk sem era gerólík þvi sem við i Frakk- landi þekkjum.” Susanne segir að valið á listamönn- unum hafl hreint ekki legið fyrir í byrjun. Útkoman er hins vegar svo heildstæð að valið virðist hafa komið að sjálfu sér. „Við reyndum að skoða verk eftir sem flesta til að átta okkur á sérkenn- um hvers og eins. Norðurlönd liggja vissulega úr alfaraleið og era lítið þekkt. En standi maður frammi fyrir hinu ókunnuga þýðir ekkert annað en sýna auðmýkt og vera við því búinn að taka á móti nýrri reynslu með opn- um huga. Eftir að hafa heimsótt öll Norðurlöndin kviknaði löngun til að leggja áherslu á ákveðna þætti. Að- eins á þann hátt tekst að koma auga á ákveðna eiginleika, sem i þessu tilfelli vora næmleiki og einstök skynjun nokkurra listamanna. En það sem Gallen-Kallela, Schjerfbeck, Hill, Strindberg og Munch eiga sameigin- Susanne Pagé - skildi ekki Kjarval fyrr en á íslandi. Skálinn sem Hannes Lárusson bjó til fyrir Frakklandi áður og eru um leið verk sem lent hafa baksviðs í listasögunni. Þetta er tilraun til að draga upp aðra mynd af módemismanum en þá sem klassísk lesning á honum sýnir okkur. í stuttu máli þá reynum við að sýna fleira en stóru nöfhin, Picasso og Matisse." Myndlist Norðurlandanna fellur óumdeilanlega undir þessa skilgreiningu, því hún nær því varla að vera neðan- málsgrein í almennum lista- sögubókum. Þaö er því ekki erfitt að finna norræn lista- verk sem aldrei hafa komið til Parísar. Frakkar hafa sýnt list Norðurlandanna takmarkaðan áhuga fram að þessu og ellefu ár era liðin frá því síðast var haldin stór sýning á norrænni mynd- list í borginni. Það var sýning á verkum frá síðustu öld en aðeins verk eins íslendings, Þórarins B. Þorlákssonar, komust á þá sýningu. í sögulegum hluta Visions du nord eru engin íslensk verk. Susanne Pagé kann skýringu á því. Skildi ekki Kjarval fyrr en á Islandi „Við völdum að taka afgerandi af- stöðu í sögulega hlutanum og ein- skorða hann við eina kynslóð lista- manna. Kjarval hefði getað komið til greina en hann tilheyrir annarri kyn- slóð. Það er líka stutt síðan haldin var yfirlitssýning á verkum hans i öðra borgarlistasafhi, Pavillon des Arts. Verk Kjarvals era mjög sérstök og maður þarf eiginlega að hafa heim- sótt Ísland til að átta sig á þeim. Ég skildi ekki fyrr en á íslandi að lands- lag hans er ffernur andlegt en land- fræðilegt. Það er auðvelt fyrir ókunn- uga að misskilja verk Kjarvals og því þarf að vanda til sýninga á þeim er- lendis." Þeir fimm listamenn sem eiga verk í sögulega hlutanum era Akeli Gallen- íslensku deildina. legt er í raun það sem aðskilur þau. Það er að segja þau hafa farið ólíkar en um leið mjög afmarkaðar leiðir. Þau hafa öO átt í baráttu við andlegt ójaftivægi og sum fengu að kynnast hreinni geðveiki. Einsemdin er einnig sameiginlegur þáttur sem kemm- fram í sjálfsmyndum Schjerfbecks og sífelldum flótta Gallen-Kallela. Vinnan við skipulagningu sýning- arinnar snerist ekki um að fara aftur í tímann og rekja sig þaðan. Mun vit- urlegra er að skoða verkin með aug- um samtímamannsins því aðeins þannig er hægt að átta sig á því hvaða verk eiga erindi við okkur í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.