Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 32
32
%ókarkaf!i
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1998
Itarlegar frásagnir farþeganna sem lifðu af Titanic-slysið - nú endurútgefnar á bók á íslensku:
Sú nótt gleymist aldrei,
eftir Walter Lord, er lík-
lega ein ítarlegasta bókin
sem skrifuð hefur veriö
um Titanic-slysið. Þar er
sögð saga skipsins með
orðum farþeganna sjálfra
og það var í þessa bók
meðal annars sem James
Cameron, nýkrýndur ósk-
arsverðlaunahafi, leitaði
við gerð stórmyndar sinn-
ar um örlög Titanic.
Bókin er prentuð í ann-
að sinn fyrir íslenskan
markað en hún var end-
urprentuð í Bandaríkjun-
um fyrir síðustu jól og
hefur verið þar á metsölu-
listum œ síðan. Það er
Bókaútgáfan Hólar á Ak-
ureyri sem gefur bókina
út nú en þýðandi sem fyrr
er Gísli Jónsson, íslensku-
frœðingur og fyrrum
menntaskólakennari. Hér
á eftir fara valdir hlutar
úr 1. kafla bókarinnar:
Gljáfægður glerflötur
„Frederick Fleet, varðmaður, sat
hátt uppi í varðturni á hafskipi
White Star-félagsins, Titanic, og
starði á ljósblik næturinnar. Það
var kyrrt veður, heiðríkt og sárkalt.
Tungl var ekki á lofti, en stjömur
blikuðu á heiðum himni. Atlants-
hafið var áþekkast gljáfægðum gler-
fleti; menn sögðu síðar, að þeir
hefðu aldrei séð það svo lygnt.
Þetta var fimmta kvöldið á fyrstu
ferð Titanics til New York, og
mönnum var þegar ljóst, að skipið
var ekki aðeins stærst, heldur og
ævintýralegast allra skipa í heimi.
Hundar farþeganna voru meira að
segja ævintýralegir. John Jacob
Astor hafði með sér rottuhundinn
sinn, Kitty. Með Henry Sleeper
Harper, af ætt hinna kunnu útgef-
enda, var kínverski verðlaunahund-
urinn Sun Yat-sen. Robert W. Dani-
el, bankastjóri frá Philadelphia,
hafði nú heim með sér forkunnleg-
an franskan bolabít, sem hann var
nýbúinn að kaupa í Englandi.
Clarence Moore frá Washington
hafði og verið að kaupa hunda, en
þau 50 pör enskra veiðihunda, sem
hann keypti til London- veiðanna,
voru ekki með í förinni.
Það var allt annar heimur, sem
Frederick Fleet lifði og hrærðist í.
Hann var einn af sex varðmönnum
á Titanic, og varðmennirnir höfðu
engar áhyggjur af vandamálum far-
þeganna. Þeir voru „augu skipsins",
og einmitt þessa nótt hafði Fleet
verið áminntur um að gá sérstak-
lega vel að ísjökum.
Ekkert óvenjulegt
Enn var allt með felldu. Á vakt
klukkan tíu ... fáein orð um ísinn
við Reginald Lee, sem var á vakt
með honum ... svolítið meira spjall
um kuldann ... mestmegnis dauða-
þögn, þar sem þeir störðu báðir út í
dimmuna.
Nú var vaktin næstum úti, og enn
var ekkert óvenjulegt. Aðeins nótt-
in, stjömumar, nístandi kuldinn og
„Skipið ósökkvandi" lagði úr höfn í Southampton í Bretlandi 10. apríl 1912. Fjórum dögum síðar var saga þess öll. Bók Walters Lords byggist á frásögnum
þeirra farþega sem lifðu af slysiö.
lagar hans kölluðu „kjálkaskegg í
kringum ljósið", en það voru örsmá-
ar ísagnir í loftinu, smágerðar eins
og duft, og sló á þær óteljandi lit-
brigðum, hvenær sem glampi þil-
farsljósanna skein á þær.
En þá fann hann allt í einu und-
arlega hræringu rjúfa hinn reglu-
bundna klið eimvélanna. Það var
ekki alveg ósvipað þvi að mjakast
þunglega upp með hafnargarði.
Hann leit fram fyrir sig og starði
sem áður. Honum sýndist stórt skip,
fyrir fullum seglum, fara framhjá á
stjórnborða. En svo sá hann, að
þetta var borgarísjaki, sem gnæfði
ef tU viU aUt að hundrað fet yfir
sjávarmál. Hann hvarf í næstu
andrá og rak afturmeð út í myrkrið.
Titrandi urghljóð
Meðan þetta gerðist uppi, sátu
fjórir aðrir af skipshöfninni kring-
um eitt borðið niðri í matsalnum á
fyrsta plássi á D-þUjum. Síðasti
farþeginn var löngu farinn frá
matborðinu, svo að þessir fjór-
menningar voru nú einir í hinum
stóra, hvíta sal, sem gerður var í
barokkstU. Þeir voru þjónar og
skemmtu sér nú við eftirlætis-
dægradvöl allra þjóna, sem eiga
frí, sem sé að segja sögur um far-
þegana.
En sem þeir sátu þarna og
spjölluðu, var sem tU þeirra bær-
ist ógreinUegt, titrandi urghljóð
einhvers staðar langt innan úr
skipinu. Það var ekki mikið, en
nóg til þess að binda endi á sam-
ræðurnar, og það glamraði í silfur-
borðbúnaðinum, sem búið var að
taka til fyrir morgundaginn.
James Johnson, þjónn, hélt
hann vissi, hvað það væri. Hann
mundi eftir eins konar titringi,
sem fer um skip, þegar af því fer
skrúfublað, og hann vissi, að slíkt
óhapp yUi því, að snúið yrði aftur
tU Harland & Wolff-skipasmíða-
stöðvarinnar í Belfast, og því
fylgdi langur frítími til þess að
njóta ágætrar gestrisni í þeirri
höfn. Einhver nálægur tók í sama
streng og hrópaði glaðlega: „Önn-
ur Belfast-ferð!“
Við erum að lenda!
í eldhúsi aftur á var Walter
Belford, yfirbakari á næturvakt,
að gera brauðsnúða tU morgun-
dagsins (það heiðursstarf að baka
fínt sætabrauð var geymt dagvakt-
inni). Þegar titringurinn kom, þá
hafði það öUu meiri áhrif á bakar-
ann en þjóninn, kannski vegna
þess, að hrúga af nýjum snúðum
datt úr pönnu ofan af ofninum og
dreifðust þeir um gólfíð.
Farþegarnir, sem voru í klefum
sínum, fundu einnig hristinginn
og reyndu að setja hann í samband
við eitthvað venjulegt. Ung, sviss-
nesk stúlka, Marguerite Frolicher,
í fylgd með föður sínum, sem var í
verslunarferð, hrökk upp með
andfælum. Þar sem hún lá hálfsof-
andi, datt henni ekki annað i hug
en hröslulegar lendingar litlu,
hvítu vatnabátanna í Zúrich. Hún
sagði rólega við sjálfa sig: „En
hvað þetta er gaman, við erum að
lenda.“
Arthur Godfrey Peuchen, majór,
sem var að hátta, fannst því líkast
sem brotsjór dyndi á skipinu. Frú
J. Stuart White sat á rúmstokkn-
um og var að teygja sig til að
slökkva, þegar skipið virtist velta
yfir „þúsund marmarakúlur", eins
og hún komst að orði. Frú Cosmo
Duff Gordon, sem vaknaði við titr-
inginn, virtist sem risafingur væri
dreginn eftir skipshliðinni. Frú
Frá tökum á kvikmyndinni vinsælu um Titanic-slysið. Leonardo DiCaprio og
Kate Winslet taka við fyrirmælum leikstjórans, James Cameron.
vindurinn, sem lék í reiðanum, um
leið og Titanic plægði dökkan haf-
flötinn með 22 1/2 sjómílu hraða.
Þetta var um það bil 10.40 eftir há-
degi sunnudaginn 14. apríl 1912.
Skyndilega sá Fleet eitthvað
framundan, eitthvað, sem var jafn-
vel dekkra en myrkrið. í fyrstu var
það lítið (hann hélt svo sem eins og
tvö borð sett saman), en með hverri
sekúndu varð það stærra og kom
nær. Fleet hringdi varðturnsbjöll-
unni í skyndi þrisvar sinnum; það
var merki um hættu framundan.
Um leið lyfti hann símtólinu og
hringdi í brúna.
„Hvað sérðu?“ spurði róleg rödd í
símanum.
„ísjaka beint framundan," svar-
aði Fleet.
„Þakka þér fyrir,“ sagði röddin
með einkennilega ópersónulegri
kurteisi. Fleira var ekki sagt.
Jakinn nálgast
Næstu 37 sekúndur stóðu þeir
Fleet og Lee rólegir hlið við hlið og
horfðu á jakann nálgast. Nú var
hann alveg kominn að, en samt
breytti skipið ekki um stefnu. Jak-
inn gnæfði, votur og gljáandi, hátt
yfir afturþiljurnar, og báðir menn-
irnir bjuggu sig undir áreksturinn.
En þá gerðist kraftaverkið, og skip-
ið tók að sveigja á bakborða. Á síð-
ustu stundu komst stefniö framhjá,
og jakinn rann hratt fram með
stjómborðsmegin. Fleet sýndist, að
það hefði ekki mátt tæpara standa.
Á sama tíma stóð George Thomas
Rowe, stýrari, á verði á aftur-
brúnni. Þetta hafði einnig verið
honum viðburðasnautt kvöld, að-
eins sjórinn, stjörnurnar og bitur
kuldinn. Þegar hann steig þiljurnar,
tók hann eftir því, sem hann og fé-
Sú nótt gleymist