Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 34
34 enmng LAUGARDAGUR 4. APRIL 1998 DV, Paris: menn hittast af tilviljun í ausandi rigningu við hliðið Rashomon; þeir tengjast allir á einhvem hátt sama atburðinum, miklu og sorglegu ástardrama, og fara nú að segja frá því hver um sig. En í íjós kemur að frásögnunum ber ekki á nokkum hátt saman, þannig að myndinni lýk- ur á sömu A norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg, sem haldin var í ellefta sinn dagana 18.-29. mars, var það litháíska myndin Hálsfesti úr úlfs- tönnum eftir Algimantas Puipa sem fékk aðalverðlaunin. Danska mynd- in Barbara eftir Nils Malmros fékk verðlaun áhorfenda, og sænska myndin Jólaóratorían eftir Kjell Áke Andersen „verðlaun ungra áhorfenda" sem menntaskólanem endur veita. Verðlaunagripimir vora afhentir við hátíðlega viðhöfn í stærsta kvik myndasal borgarinnar, og voru þeir að þessu sinni gerðir úr hvit- um marmara sem mun erfiðara er að brjóta en brennda leirinn sem var hrá- efnið í fyrra, því allur er varinn góður. Af einhverjum ástæðum hefur há- tíðin í Rúðuborg nú orðið tilefni til ým- iss konar deilna og blaðaskrifa á íslandi og fer varla hjá því að þetta brambolt allt saman minni áhugamenn um kvik- myndalist á „Rashomon" eftir japanska meistarann Kurosawa. Eins og menn muna kannski segir sú mynd frá því að nokkrir Kvikmyndin Barbara eftir Nils Malmros fékk verðlaun áhorfenda á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg. spurningu og Pontíus Pílatus og Silja Aðalsteinsdóttir hafa einnig velt fyrir sér; „Hvað er sannleikur?" (Sbr. Jóhannes, 18.38 og DV 21.3.). í þessu mikla og sorglega drama Isa- belle Duault í Rúðuborg og Kvik- myndasjóðs í Reykjavík stendur nú deilan um það hvers vegna ekki hafi nein fslensk mynd verið sýnd á há- tíðinni í ár, aldrei þessu vant, og ber mönnum illa saman. Formaður Kvikmyndasjóðs heldur því fram að Isabelle Duault hafi ekki beðið um neinar myndir frá íslandi, því forráðamenn hátíðarinnar sýni íslenskri kvikmyndagerð engan áhuga; hafi hann eigi að síður sent henni þrjár myndbands- spólur, með Blossa, Perlum og svínum og Stikkfrí, en ekki heyrt neitt frá henni um þær. Isabella Duault seg- ist hins vegar hafa sent Kvikmyndasjóði beiðni um myndir en aldrei fengið svör og ekki neinar myndbands- spólur heldur. Þarna stendur sem sé orð gegn orði, eins og oft p foftgid : kemur í heimsókn í Tígrohornið í Kringlunni, 2. hæð á eftirforandi tímum. Lougardoginn 4 oprfl Mánudaginn 6 aprfl Þriðjudaginn 7 apríl Afliðvikudaginn 8 apríl kl. 14,15og kl.16 kl. 14 og 15 kl. 14 og 15 kl. 14, 15, og kl. 16 flllir sem skila inn sögu fá verðlaun . Til að skila inn sögunni þinni þarftu að koma við í Tígrahorninu í Kringlunni eða senda hana til Krakkaklúbbs DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Komið í heimsókn í Tígrahornið. Lukkudýr Krakkaklúbbsins, hann Tfgri, býður krökkum upp á AAStAA Hlökkum til oð sjo ykkur! Hæðslumiðstöð Rejijavíkur nm ber við í mikl- um tilfinn- ingablossa, en svo vill þó til að fréttamað- ur DV á staðnum hefur undir höndum ljósrit af faxi sem Isabella Duault sendi Kvikmynda- sjóði 14. nóvember 1997 með beiðni um kvikmyndir á spólum, og er rækilega tekið fram að þær eigi að vera af öllu tagi: langar myndir, stuttar myndir og barnamyndir. Einnig er beðið um upplýsingar um allar teiknimyndir sem gerðar hafa verið síðan á áttunda áratugnum, því í undirbúningi sé yfirlit um slíka kvikmyndagerð á Norðurlönd- um. Hvað sem líður spólunum þrem- ur, og í hvaða náhvalsgini sem þær kunna að hafa lent ef þær hafa ein- hvem tima troðið flugstig yfir Atl- antsála, er erfitt að ásaka Isabelle Duault um að hafa sniðgengið ís- lenskar heimildarmyndir og annað slíkt, því ekkert af því tagi var sent. Fréttamaður DV getur reyndar bor- ið vitni um það að frá upphafi hafa forráðamenn hátíðarinnar í Rúðu- borg sýnt íslenskri kvikmyndagerð mikla velvild. Margar myndir um presta í ár var kvikmyndahátíðin í Rúðuborg óvenjuleg að því leyti að Hollendingum var nú í fyrsta sinn boðin þátttaka og setti það nokkum svip á dagskrána. Ein hollensk mynd var í samkeppninni og vakti mikla athygli: hún hét Karakter og var eftir Mike van Diem. Fjallaði hún um heiftarlega baráttu fóður og óskilgetins sonar. Hinar myndimar átta sem tóku þátt í samkeppninni vom frá Norðurlöndum og Litháen og voru yfirleitt i háum flokki. I lit- háísku verðlaunamyndinni, Háls- festi úr úlfstönnum eftir gamlan kunningja hátiðargesta í Rúðuborg, segir frá miðaldra listamanni sem rifjar upp bernsku sína og sér hana í sýnum á mörkum draums og veru- leika: faðir hans var sendur í útlegð í Síberíu og átti hann sjálfur erfiða daga vegna fátæktar móöurinnar, fyrst var hann sendur í sveit til ömmu sinnar og frænda en gerðist síðan óknyttaunglingur í niður- níddri borg. Myndimar Barbara, sem íslend- ingar hafa nú þegar fengið að sjá, svo og Jólaóratorían verða að teljast haglegar myndskreytingar við sam- nefndar skáldsögur og féllu hátíðar- gestum vel í geð. Einkasamtöl eftir Liv Ullman var hins vegar umdeild: handritið er eftir Ingmar Bergman, sem heldur þar áfram að rekja stormasama sögu foreldra sinna, og fannst ýmsum hún langdregin. Myndavélin dvelur löngum við and- lit persónanna og skrásetur minnstu svipbrigði, en efnið kemst óneitanlega vel til skila. Teiknarinn Wolinski, sem átti sæti í dómnefnd- inni, var hlessa á því hve margar myndir frá Norðurlöndum fjölluðu um presta. Mikið bar á heimildarmyndum af ýmsu tagi og frá ýmsum löndum. Sérstök dagskrá var helguð hol- lenska myndasmiðnum Joris Ivens, sem löngum hefur verið talinn meistari á því sviði. Margar myndir hans verða þó fremur að teljast póli- tískar áróðursmyndir, svo sem Spænsk jörð frá 1937 með texta eftir Hemingway, eða myndir hans um Kina og stríðið í Víetnam síðar. En ljóðræna stuttmyndin Regn frá 1929 sýndi að honum var margt til lista lagt. Tískuvindar Parísar óhagstæðir Spurt hefur verið hvaða athygli kvikmyndahátíðin í Rúðuborg veki og hvort hún stuðli að því að koma myndum frá Norðurlöndum á fram- færi í Frakklandi. Því er til að svara að hátíðin vekur óneitanlega mikla athygli í Rúðuborg og Normandí, eins og glögglega má sjá í blöðum frá héraðinu. Forráðamenn hátíðar- innar hafa einnig sett á fót sérstakt fyrirtæki sem nefnist „Alonso- films“ til að dreifa norrænum myndum, og má nefna að á vegum þess voru Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson sýnd í Par- ís og víða um Frakkland: gekk myndin sérlega vel í Rúðuborg og Toulouse og var sýnd með hagnaði. Hitt er svo annað mál, að eins og sakir standa eru tískuvindarnir í París óhagstæðir kvikmyndum frá Norðurlöndum: gagnrýnendur stór- blaða þar fúlsa nú við allri „þjóð- legri“ kvikmyndagerð, sem sé kvik- myndum sem eru ekki frá Banda- ríkjunum eða Suðaustur-Asíu, eink- um Hong-Kong og Taiwan, og bitnar Barbara fiýr Færeyjar. það ekki aðeins á kvikmyndahöf- undum Norðurlanda heldur margra annarra þjóða af svipaðri stærð og í / svipaðri stöðu. En það er engin ástæða til að leggja árar í bát: tískuvindáttin get- ur breyst snögglega eins og mörg dæmi sanna, og, auk þess virðist al- menningur utan Parísar gerast smám saman tregari til að hlýða fyrirmælum tískukónganna þar. Þess vegna er nauðsynlegt að halda eldinum lifandi og er hátíðin í Rúðuborg tilvalinn vettvangur til þess. Einar Már Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.