Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Page 63
DV LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998
Krabbameinssjúk börn:
í ævintýraferð
um öræfi
fslands
„Hugmyndin kom þegar við frétt-
um af erlendum fötluðum börnum
sem voru að koma til íslands í æv-
intýraleit. Við hugsuðum okkur þá
að bjóða einhverjum íslenskum að-
ilum úr svipuðum geira í ævintýra-
ferð. Við fengum Skeljung og Sjóvá
í lið með okkur. Úr varð að við buð-
um Styrktarfélagi krabbameins-
sjúkra barna að senda á annan tug
barna og foreldra þeirra í sannkall-
aða ævintýraferð um öræfi ís-
lands,“ segir Árni Birgisson hjá Is-
landsflökkkurum.
Fyrirtækið hefur sérhæft sig í
ævintýraferðum um íslensk öræfi á
sérútbúnum Land Rover-jeppum.
Þema ferðarinnar var að börnin
fengju að takast á við hluti sem
björgunarsveitarmenn, fjalla- og
jeppamenn takast á við. Á Þingvöll-
um tóku bömin þátt í klettaklifri og
bjargsigi. Farið var í jeppasafarí
niður Grafningsveg og í Dyradali
þar sem börnin vora látin leita að
einum föðurnum i hópnum og grafa
hann upp með hjálp snjóflóðaleitar-
hunds.
„Þetta var mikið ævintýri fyrir
börnin. Þau stóðu sig öll geysilega
vel og fengu öll verðlaun í ferða-
lok,“ segir Árni.
-RR
Meö hjálp sjóflóðaleitarhunds leituðu börnin að einum föðurnum í snjónum
og grófu hann upp. DV-mynd Odd Stefán
Flugvélin TF-BKB nauðlenti á Nesjavallavegi í fyrrakvöld. Nú hefur komiö í
Ijós að eins atvik átti sér stað varðandi sömu vél fyrir 18 árum.
DV-mynd S
Tilkynningar
Fálag eldri borgara
Spiluð verður félagsvist að Gull-
smára 13 mánudaginn 6. apríl kl.
20.30. Húsið öllum opið.
Félag breiðfirskra kvenna
Fundur í Breiðfirðingabúð mánu-
daginn 6. apríl kl. 20. Páskabingó,
kaffiveitingar. Gestir velkomnir.
Fálagsvist eldri borgara
Félagsvist í Risinu fellur niður
sunnudaginn 5. apríl. Næst spilað
föstudaginn 17. apríl. Dansað í Goð-
heimum kl. 20. Söngvaka mánudag-
inn 6. apríl í Risinu kl. 20.30.
Félag kennara á eftirlaunum
Skemmtifundur FKE verður á
morgun, laugardaginn 4. apríl, í
Kennarahúsinu við Laufásveg og
hefst kl. 14.
Danskt vor
Hjá Byggðasafni Árnesinga í Hús-
inu á Eyrarbakka tekur gildi 4. apr-
íl sýningartími fyrir apríl og maí.
Opið verður á laugadögum og
sunnudögum kl. 14-17 og eftir sam-
komulagi ef pantað er. Uppl. i síma
483-1504.
Ferðafélag íslands
Sunnudaginn 5. april kl. 13.
Ferðafélagið og samstarfshópur um
vemdun Straumsvíkursvæðisins
munu kynna náttúrufar, sögu og
minjar svæðisins í nokkrum ferðum
í vor og sumar. Fyrsta ferðin er til
Straumsvíkur. Góð leiðsögn. Tilval-
ið fyrir alla fjölskylduna að mæta.
Verð aðeins 500 kr. í rútu, frítt f.
böm 15 ára og yngri m. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, austanmegin, og
Mörkinni 6. Munið páskaferðirnar,
m.a. 3 dagar í Landmannalaugum.
Skíðaganga ef snjólög leyfa kl. 10.30
frá Bláfjöllum að Kleifarvatni.
Andlát
Þórður Ingimundur Þórðarson,
Norðurbrún 1, Reykjavík, lést í
Sjúkrahúsi Reykjavikur fimmtudag-
inn 2. april.
Böðvar Stefán Daníelsson, fyrr-
verandi bóndi, Fossseli, Vestur-
Húnavatnssýslu, andaðist að kvöldi
2. apríl á Vifilsstöðum.
Jarðarfarir
Kristrún Sigríður Sigurðardóttir,
Vigdísarstöðum, sem lést 21. mars,
verður jarðsunginn 4. apríl kl. 14.00
frá Melstaðarkirkju.
Dularfull atvik í tengslum við nauðlendingar TF-BKB:
Eins atvik nú og
fyrir 18 árum
- velin ekki i lagi, segir flugmaðurinn sem nauölenti henni fyrir 18 arum
Rannsókn stendur yfir hjá rann-
sóknarnefnd flugslysa vegna nauð-
lendingar lítillar eins hreyfils flug-
vélar, TF-BKB, á Nesjavallavegi í
fyrrakvöld.
Dularfullt atvik gerðist þegar
bensínmælh’ vélarinnar féll óeðli-
lega hratt tæpum tveimur klukku-
stundum eftir að hún fór í loftið.
Flugþolstími flugvélarinnar er hins
vegar 5 klukkustundir. Nú hefur
komið í ljós að eins atvik kom fyrir
sömu flugvél árið 1980. Samkvæmt
heimildum DV var atvikið hins veg-
ar aldrei rannsakað til fullnustu
heldur afgreitt sem mistök flug-
manns.
„Þetta var mjög dularfullt. Vélin
varð bensínlaus löngu fyrir áætlað-
an flugþolstíma. Ég nauðlenti henni
með þrjá farþega innanborðs. Málið
var aldrei rannsakað af Loftferða-
eftirlitinu og ég tel það hafa verið
hagsmunamál og klíkuskapur sem
hafi ráðið því. Mér var kennt um
nauðlendinguna og látinn fara í
hæfnispróf. Ég var auðvitað gríðar-
lega ósáttur og fór ítrekað fram á að
málið yrði rannsakað en það var
ekki gert,“ segir flugmaðurinn sem
nauðlenti TF-BKB fyrir 18 árum.
„Skömmu áður en óhappið varð
fyrir 18 árum hafði þessi vél
skemmst þegar hún fór út fyrir flug-
braut. Ég tel að hún hefði ekki átt
að fá flughæfnisskírteini þegar hún
kom úr viðgerð. Það voru mistök
Loftferðaeftirlitsins þá og nú kemur
aftur í ljós að vélin hefur ekki verið
í lagi. Það þarf að finna út hvað er
að þessari vél. Ég á ekki von á öðra
en rannsóknarnefnd flugslysa geri
það enda vinnubrögðin í þessum
málum mun faglegri nú en fyrir 18
árum,“ segir flugmaðurinn.
-RR
Ný sending
Stuttar og
sfðar kápur,
sumarhattar
Páskatilboð:
Sumarjakkar kr. 7.900.
Mörkinni 6 • sími 588-5518,
opið loug. 10-16.
afmæli
Til hamingju með afmælið 5. apríl
90 ára
Ingibjörg Jónsdóttir, Hólavegi 16, Sauðárkróki. Jón Jónsson, Vallholtsvegi 17, Húsavík.
85 ára
Guðrún Bjamadóttir, Holtsgötu 10, Hafnarflrði.
80 ára
Gísli Erasmusson, Háu-Kotey, Skaftárhreppi. Jón Hjálmtýsson, Kirkjubraut 7, Akranesi. Ólafur Guðjónsson, Vesturholtum I, Djúpárhreppi.
75 ára
Erlendur Guðmundsson, Gullsmára 8, Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir, Holtastíg 2, Bolungarvík. Kristinn Sigurðsson, Mýrum, Villmgaholtshreppi. Ragna Þorgerður Kristjánsdóttir, Trönuhjalla 3, Kópavogi.
70 ára
Ágúst Sæbjömsson, Holtagötu 1, Reyðarfirði. Ásmundur Pálsson, Eskihlíð 6, Reykjavík.
60 ára
Guttonnsson J Hvassaleiti 83, Reykjavík. \ ÉtÆ \ Aðalheiður Haraldsdóttir Funalind 15, Kópavogi. Einar Sigurðsson, Nýbýlavegi 66, Kópavogi. Haukur Þormar Ingólfsson, Sveighúsum 8, Reykjavík. Ólafía Aradóttir, Brautarholti 13, ísafirði.
50 ára
Ómar C. Einarsson, skipstjóri, Vatnsholti 24, Keflavík. Eiginkona hans er Pálína Guðmundsdóttir húsmóöir. Ómar er að heiman á afmælisdaginn. Eiríkur Kiistófersson, Seljalandi 9, ísafirði. Elín Einarsdóttir, Selbrekku 40, Kópavogi. Jónína Guðmundsdóttir, Birkigrund 4, Kópavogi. Viðar Bjamason, Grashaga 12, Selfossi.
40 ára
Ásdís Gissurardóttir, Kársnesbraut 63, Kópavogi. Emilia Davíðsdóttir, Grettisgötu 29, Reykjavík. Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson, Arnarhrauni 7, Grindavík. Halla Sigurgeirsdóttir, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Jón Andrésson, Vestursíðu 26, Akureyri. Magnús Þ. Gissurarson, Lindasmára 35, Kópavogi. Margrét K. Gunnarsdóttir, Hraunbæ 154, Reykjavík. Þórður Ámi Hjaltested, Geithömram 15, Reykjavik.
Smáauglýsingar
550 5000