Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1998, Blaðsíða 72
FRETTASKOTIB SIMINN sem alorei sefur Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 Gagnagrunnsmálið: Háskólann í samkeppni « við IE - er hugmynd lækna Reynir Arngrimsson, læknir á Landspítala, lagði fram hugmyndir á fundi sem haldinn var á spítalanum í gær, um að stofhuð yrði heilbrigðis- og vísindastofnun í tengslum við Há- skóla íslands og myndi sú stofnun halda utan um gagnagrunn þann sem heilbrigðisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarp um. Þar með yrði sprottin upp samkeppnisaðili við ís- lénska erfðagreiningu sem sóst hefur eftir að fá einkarétt á gagnagrunnin- um næstu 12 árin. „Hugmyndin gerir ráð fyrir að Há- skólinn haldi utan um þetta og safni .^döessum upplýsingum undir eftirliti læknadeildar eða í beinum tengslum við deildina. Háskólinn myndi þá selja aðgang að gagnagrunninum. Ég held að þetta sé nokkuð góð hugmynd og allrar athygli verð, enda eru hér miklir siðferðilegir og peningalegir hagsmunir í húfi. Ég held að það sé ekki ásættanlegt að það sé einkaréttur á þessum gagnabanka heldur verði þetta selt hæstbjóðanda," sagði Guð- mundur Bjömsson, formaður Lækna- félags íslands. -phh ^ íjm ,,, s # £ f £ vfl .*■ |ff, ' í • M 4 ■ " Veður i Hlfðarfjalli í gær var eins og það gerist best fyrir norðan, sól og blíða. Keppnin á skíðalandsmótinu heldur áfram í dag og á morgun og mótinu lýk- ur á mánudaginn. Á myndinni er Kristinn Björnsson að gefa eiginhandaráritun, þar sem hann var umsetinn aðdáendum sínum. Hinn 18 ára Dalvíkingur, Björgvin Björgvinsson, var maður dagsins þegar skíðalandsmótið hófst í Hlíðarfjalli við Akureyri i gær. DV-mynd BÖS Litla-Hraun: Fimm fangar í einangrun -en engin eyönismit 41- Lúðvík Ólafsson aðstoðarland- læknir heimsótti fangelsið á Litla- Hrauni í gær til að rann- saka hvort fangar hefðu hugsanlega smitast af eyðni í fang- JBtlsinu svo sem sagt hafði verið frá í Sjónvarpinu. Lúðvík sagði í samtali við DV í gær að fangarnir hafi allir verið skoðaðir en enginn þeirra hafi greinst með eyðni. „Þetta virðist vera úr lausu lofti gripið. Það eru engin merki um eyðnismit hjá neinum þessara manna,“ segir Lúðvík. Nokkrir fangar munu hafa sprautað sig með amfetamíni í æð og notað sömu sprautuna. Sam- kvæmt heimildum DV hafa fimm Jangar verið vistaðir í einangrun á ’ nltla-Hrauni vegna málsins. -RR Saksóknari telur lækni hafa brotið af sér gagnvart sjúklingi: Læknirinn ákærðu r Ríkissaksóknaraembættið hefur gefið út ákæru á hendur lækni í Reykjavík fyrir kynferðisbrot gegn sjúklingi og brot í opinberu starfi. Réttarhöld, sem verða að líkindum lokuð, munu því fara fram á næst- unni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn, sem var vaktstjóri hjá Læknavaktinni í Reykjavík, var í vitjun hjá kæranda þegar meint brot átti sér stað. Samkvæmt heim- ildum DV kom maðurinn margsinn- is á heimili konunnar sem kærði hann. Konan hélt því fram að læknirinn hefði svæft sig og síðan haft við sig mök. Maðurinn er ákærður í sam- ræmi við það, broti gegn 196. grein hegningarlaganna. Hún kveður m.a. á um að hver sem „notfæri sér“ annmarka einstaklings í því skyni að hafa við hann samræði á meðan hann getur ekki spornað við verkn- aðinum eða skilið þýðingu hans skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Viðurlög við broti gegn þessari laga- grein er mun vægari en viðurlög við nauðgun. Þar er refsilágmark 1 ár en hámarkið er 16 ár. „Við höfurn talið að ef yfirvöld teldu ástæðu til að gefa út ákæru yrði það eðlilegur framgangur," sagði Guðmundur Bjömsson, for- maður læknafélagsins, við DV í gær. „Það er eftir að taka afstöðu um aðild mannsins að Læknafélagi ís- lands. Þegar við vitum niðurstöðu dóms mun það verða gert,“ sagði Guðmundur. Heilbrigðisráðherra hefur svipt umræddan lækni leyfi til lækninga. Var það gert að tillögu landlæknis í kjölfar sjálfstæðrar rannsóknar embættis hans á háttsemi læknisins. Læknirinn hefur viðurkennt að hafa haft samræði við konuna. Honum og kæranda ber hins vegar ekki saman um ýmis atriði málsins. -Ótt Hjúkrunarfræðingar: Flestar óléttar verða eftir Eygló Ingadóttir er einn þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagði upp störfum um síðustu mánaðamót. Hún segir að margir hjúkrunar- ffæðingar á bráða- deildum Landspít- alans hafi sagt upp. Mjög margir hafi sagt upp á gjörgæsludeild sem hún starfar á Eygló Ingadóttir. en flestir þeirra sem ekki hafi sagt upp séu bamshaf- andi eða í bamseignarfríum. Hún telur ekki hægt að reka stofnunina með þvi starfsfólki sem eftir verði. Hún segir meginástæðu fyrir uppsögnunum lág laun og að hjúkr- unarffæðingar vilji fá leiðréttingu á launum. „Fólk er ekki til í að vinna við það sem það hefúr menntað sig til og bera þessa ábyrgð fyrir þessi laun. Við erum að segja að það sé komið nóg. Við erum ekki að miða okkur við lækna. Hjúkrunarffæð- ingar hafa staðið í stað miðað við sambærilegar stéttir," segir Eygló. „Margir hjúkrunarffæðingar huga að því að breyta um starfsvett- vang eða fara til annarra landa. Það ku vanta 12 þúsund hjúkranarfræð- inga 1 Noregisegir Eygló. -sm Veðrið á sunnudag og mánudag: Hægviðri Á sunnudag og mánudag gerir Veðurstofan ráð fyrir hæglætis- veðri. Á landinu verður norð- austangola en sums staðar kaldi. É1 verða við austurströndina en annars þurrt og víða léttskýjað. Hiti verður 0 til 6 stig yfir daginn en vægt næturfrost. Veöriö í dag er á bls. 73. NISSAN 30% Verðlækkun á Nissan varahlutum Ingvar |j g-g Helgason hf. = ■= = Sævarhöfða 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.