Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 2
2 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 Fréttir Kostnaðaráætlun vegna gagnagrunns dregin í efa: Milljarðamismunur - á útreikningum Ríkisspítala og íslenskrar erfðagreiningar Fulltrúar Ríkisspítala draga í efa þær kostnaðaráætlanir sem ís- lensk erfðagreining hefur lagt fram hvað varðar stofnun miðlægs gagnagrunns. íslensk erfðagrein- ing hefur talið kostnaðinn 12-14 milljarða. Fyrirtækið fullyrðir jafnframt að 3-400 hámenntaðir ís- lendingar muni vinna að gerð gagnagrunnsins. Fulltrúar Ríkis- spítala benda á að við gerð allra annarra gagnagrunna sem menn þekki séu 75-80 prósent ekki há- menntað fólk heldur innsláttarfólk sem vinni undir verkstjórn há- menntaðs fólks. Þeir segjast einnig hafa látið reikna út fyrir sig áætl- anir um kostnað við stofnun gagnagrunnsins. Útkoman sé á bil- inu 1-4 milljarðar króna. „Sérleyflshafi vill búa grunninn til og hafa hann í 12 ár en hann ætlar ekki að greiða neitt meira,“ sagði Gísli Einarsson, fulltrúi í stjórnamefnd Ríkisspítalanna, við DV. „Það kemur því ekkert fé inn í sjálft heilbrigðiskerfið. Við höfum bent á þann galla í frumvarpinu, eins og það er nú, að ekki komi fram hver eigi grunninn að 12 árum liðnum. Okkur hefur hins vegar verið tjáð að sérleyfishafinn telji sig eiga hann, en að hann verði verðlaus þá. Það held ég að sé ekki rétt þótt reikna megi með að hann verði talsvert verðminni þá heldur en hann var í upphafi. Það stafar af því að þá verður búið að ná út úr honum ýmsum mikils- verðum upplýsingum. Eftir 12 ár verður tæknin búin að gera það að verkum að við höfum miklu minni þörf fyrir miðlægan gagnagrunn." Gísli sagði fulltrúa Ríkisspítala ekki hafa haft svigrúm til að kanna með hvaða hætti megi tryggja öryggi þeirra persónuupp- lýsinga sem spítalamir hafi yfir að ráða. Þeim upplýsingum hefði ekki verið safnað til að fá þær í hendur sérleyfishafa í ágóðaskyni. Loks telji margir af færustu tölvu- og tæknimönnum landsins að grunn- forsendur fyrir slíkum gagna- grunni séu ekki fyrir hendi og þeir séu aifariö á móti honum. Sam- tenging margra gmnna dugi vel til að gera þessa hluti en sé jafnframt miklu ömggari hvað persónuvernd varðar. -JSS Stóraukin sementssala DV, Akranesi Sala Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi jókst um 30% fyrstu þrjá mánuði þessa árs, bor- ið saman við fyrstu þrjá mánuði ársins 1997. Ef heldur fram sem horfir em líkur á því að sements- salan í ár verði svipuð og á áran- um fyrir 1988, þegar byrjaði að draga úr sementssölu. Sementssala síðasta árs var svipuð og árið 1990, eða 108.000 tonn, en ef miðað er við árin 1974-1997 varð hún mest árið 1974, rétt yfir 160.000 tonn. Minnst var hún árið 1995, um 78.000 tonn, og árið 1988 um 130.000 tonn. Aukin sala nú er auðvitað til- komin vegna aukinna umsvifa í þjóðfélaginu. Má þar nefna fram- kvæmdir eins og byggingu álvers á Grundartanga, Hvalíjarðargöng og Sultartangavirkjun, auk þess sem verið er að byggja gríðarlega mikið af iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði víða um land. -DVÓ Lögreglan í Reykjavík var kölluö út síðdegis á laugardag til að aðstoða fjórtán hjúkrunarfræðinga sem voru stranda- glópar í Geldinganesi. Konurnar höfðu farið í gönguferð um nesið en þegar þær ætluðu að snúa við hafði flætt yfir eiðið á milli lands og ness. Þær voru orðnar nokkuð kaldar er hjálp barst en varð þó ekki meint af volkinu. DV-mynd S. Hörö andstaöa viö frumvarp um gagnagrunn: Samþykki myndi stefna starfi okkar í hættu - segir erfðafræðingur Rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins „Verði framvarp um gagnagrann samþykkt eins og það kemur fyrir myndi það gera okkur erfiðara fyrir að fjármagna starfsemina á erlendum styrkjum eins og við höfum gert að stóram hluta hingað til. Við metum það svo að yfirlýst stefna um að eitt- hvert eitt fyrirtæki eigi einkarétt á notkun á þessum gagnagranni myndi þannig veikja stöðu okkar mjög mik- ið og stefna starfi okkar í hættu.“ Þetta sagði Jórann E. Eyfjörð, erfðafræöingur á Rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins 1 sameinda- og frumulíífræði. Jórann sagði það einsdæmi að hugmyndir væra uppi um að taka einkaleyfi á notkun gagnagrunns um heila þjóð. Það þætti mjög undarlegt í vísindaheiminum. Viðbrögð væra sterk og mönnum þætti þetta mjög sérstakt. Hún kvaðst vonast til að hægt yrði að seinka afgreiðslu fram- varpsins á Alþingi. „Ég vil t.d. benda á að það stangast á við frumvarp um réttindi sjúklinga sem samþykkt var á síðasta ári. Það fékk mjög vandaða umfjöllun. Hitt er sérstakt að frá sama ráðuneyti komi nýtt framvarp sem á að hraða sérlega mikið en stangast í verulegum atrið- um á við hið nýsamþykkta framvarp. Spumingin er hvort miðlægur gagna- grunnur sé af hinu góða í litlu samfé- lagi og hvort gagnavemdin sé nægi- lega góð. Það hafa komiö fram mjög góð rök fyrir því að í þessu litla sam- félagi þurfi ekki miklar upplýsingar um hvem einstakling til þess að hann sé auöþekkjanlegur. Umrædd duikóðun hefur aldrei verið útskýrð þannig að skiptar skoðanir era á því hvort hún sé framkvæmanleg og hvernig framkvæmdin ætti að vera. Framvarp um réttindi sjúklinga legg- ur mjög mikla áherslu á vemd ein- staklingsupplýsinga og að fólk hafi ákvörðunarrétt um það hvort það vilji, eða vilji ekki, vera með í ein- hverjum tilteknum rannsóknum. I nýja frumvarpinu er ekkert fjallað um þetta, t.d. hvort fólk getur sagt sig úr þessum nýja gagnagranni. Óskir sjúklinga um slíkt myndu veikja gagnagrunninn og gera hann óörugg- ari.“ -JSS Formaöur félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: Margir gallar á frumvarpinu „Við höfum skoðað þetta frum- varp mjög ítarlega og sjáum á því marga galla," sagöi Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, um frumvarp um gagnagrann. Ásta sagði hjúkrunarfræðinga hafa hvatt til þess að frumvarpið yrði skoðað betur á faglegum, sið- fræðilegum og lagalegum, granni. Hjúkrunarfræðingar hefðu m.a. skoðað það með hliðsjón af sam- þykktum um þetta efni hjá OECD og Evrópusambandinu. „Við erum búnar að liggja yfir þessu framvarpi og okkur finnst við ekki einu sinni ná almennilega utan um það. Við hverja skoðun vakna stöðugt fleiri spurningar. Stærstu gallarnir eru varöandi per- sónuvemd sem okkur finnst ekki vera tryggð. Þá má nefna einkaleyfi og aðgang að þessum gögnum og hvað það þýðir fyrir aðra sem vilja komast að þeim. Þessi mikli flýtir hefur verið út- skýrður af hálfu íslenskrar erfða- greiningar með þeim hætti að um viðskiptalega hagsmuni væri að ræða. Við drögum það mat ekki í efa en umdeild lög, sem harðlega hafa verið gagnrýnd af fagstéttum, hljóta einnig að draga úr viðskipta- vild fyrirtækisins. Hin almenna venja er í dag að sækja þarf til Tölvunefndar um að- gang að persónugögnum, sé fólk að hefja rannsóknir. Við teljum að þetta fyrirtæki þurfi því einnig að sækja um til nefndarinnar í hvert sinn sem það fer inn í þessi gögn. Þessi atriði, sem ég hef nefnt, eru aðeins brot af fjölmörgum spurn- ingum sem er enn ósvarað." -JSS Stuttar fréttir i>v Stjórnin hélt Framboðslisti stjómar Dags- brúnar-Framsóknar fékk 66% atkvæða kosn- ingu meðal fé- lagsmanna um helgina. Kjör- sókn var afar dræm, innan við 1.100 af lið- lega 5.700 fé- lagsmönnum greiddu atkvæði. Halldór Bjömsson er því formaður fé- lagsins. Röskun á flugi Flugleiðir fljúga ekki til Kaupmannahafnar meðan verkfall stendur þar yfir. Far- þegar sem þurfa að komast til eða frá Kaupmannahöfn geta nýtt sér aukaferðir til Ham- borgar og Stokkhólms sem famar verða á meðan á verk- falli stendur. Hægt er að ná tengiflugi í Stokkhólmi og komast má með lest frá Ham- borg til Kaupmannahafnar. Opnari vegir Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður segir fólk á norð- anverðum Vestfjörðum óánægt með að vegurinn um Stein- grímsfjarðarheiði sé ekki opn- aður á hverjum degi. Einn skafl loki leiðinni og Vegagerðin ætti að geta haft þar tæki alla daga. Nú er mokaö þar þrjá daga í viku. Varia sameining Litlar líkur eru á því að Skorradalshreppur geti samein- ast nágrannasveitarfélögum sínum fyrir næstu sveitar- stjómarkosningar eins og meirihluti hreppsnefndar vill. Hagstofan rannsakar nú bú- ferlaflutninga til hreppsins en þeir þykja grunsamlegir. Bylgj- an sagði frá. Jóhannes formaður Jóhannes Gunnarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Neytasamtak- anna, var kos- inn nýr for- rnaöur sam- takanna á laugardags- morgun. Jón Magnússon verður áfram varaformaður samtakanna. Stefnuskrá R-listans Reykjavíkurlistinn kynnti stefnuskrá sína i gær. Þar er meðal annars stefnt að lagn- ingu Sundabrautar í áfóngum niður á Álfsnes, lækkun hol- ræsagjalds og skiptingu borgar- innar í níu hverfi meö hverfis- ráðum. Þá á að byggja tvö ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða og tryggja bömum, eldri en eins árs, örugga og niöur- greidda dagvist. Meiri þátttaka Foreldrar vUja taka beinni þátt í skólastarfinu en mögu- leiki er gefinn á nú. Þetta kem- ur fram í könnun sem Félags- visindastofnun gerði fyrir SAMFOK. Misskilningur Konráð Eggertsson, formað- ur Félags hrefnuveiðimanna, segir að nið- urstaða rík- isstjómar- innar um að hefja ekki hrefnuveiðar í sumar komi sér mjög á óvart enda sé hún byggð á misskilningi. Konráð sagði í fréttum Bylgjunnar að vel væri hægt að nota þann tækjabúnað sem til er í landinu. -HI/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.