Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Side 6
6 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 Fréttir Árni Tómasson geröi athugasemdir viö laxveiðimál Landsbankans: Lét ríkisendurskoð- anda vita árið 1996 Árni Tómasson endurskoðandi segist hafa rætt almennt við rík- isendurskoðanda í ársbyrjun 1996 um risnumál Landsbankans. Hann greindi honum frá athugasemdum sem hann hafði gert til banka- stjórnar. Hann segist raunar telja sig hafa gert slíkt áður munnlega við ríkisendurskoðanda en kveðst ekki geta fullyrt um það þar sem ekkert skriflegt liggi fyrir um það. „Já, hann vissi um þetta alveg frá ársbyrjun 1996,“ segir Árni. „Alla vega sáu þeir afrit af mínum blöðum. Þeir vissu alveg hvað var að gerast af því sem það blasti við okkur, af því sem hægt var að ráða af fylgiskjölunum," segir Árni. - Ræddir þú þessi mál sérstak- lega við ríkisendurskoðanda? „Já, lauslega að vísu, til dæmis um mál Sverris (Hermannssonar). Þau ræddum við og urðum sam- mála um að ekki væri ástæða til aðgerða miðað við þau loforð sem ég fékk. Ég sagði Sigurði (Þórðar- syni ríkisendurskoðanda) af því.“ - Lofaði Sverrir bót og betrun varðandi það að bankinn væri að kaupa leyfi úr á tengdri honum sjálfum? „Já, að hætta þessu.“ - Hve oft gerðir þú athugasemd- ir við bankastjómina? „Fjórum sinnum á fjórum árum, 1994-1997. Ég vil halda því fram að ég hafi gert ríkisendurskoðanda munnlega grein fyrir þessu fyrir árið 1996 en ég á ekkert skriflegt til um það. Mér finnst það líklegt en get ekki um það fullyrt. Mér bar heldur engin skylda til þess enda kom sú stofnun sjálfstætt að þessu. En eins og upplýsingarnar lágu fyrir fannst okkur ekki ástæður til athugasemda miðað við það sem lá fyrir. Fjárhæðirnar voru ekki það háar á ári að okkar mati miðað við stærð og umfang bankans," sagði Árni Tómasson. -Ótt Stykkishólmur: Einn tekinn fyrir landasölu Að sögn lögreglunnéir í Stykkis- hólmi var helgin róleg þar, utan það að ungur maður var handtekinn fyrir landasölu og bmgg. Hjá manninum fundust um 75 lítrar af landa og 60 lítrar af gambra. Maðurinn hefur játað og telst málið því upplýst. -glm Vestmannaeyjar: Nýtt tungl hefur áhrif Að sögn lögreglunnar í Vestmanna- eyjum var helgin erilsöm þar. Tals- vert var um ölvun, slagsmál og ölvun- arakstur. Lögreglan taldi að e.t.v. mætti skýra hegðun Vestmannaeyinga um helgina með því að nú væri nýtt tungl. -glm Höfuðborgarsvæðið: Stútar viö stýrið Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var mikið af fólki í miðbænum um helgina. Talsverður erill var hjá lög- reglunni og eitthvað var um minni háttar slagsmál. Einnig var talsvert um ölvun- arakstur um helgina og voru hátt í tveir tugir ökumanna teknir fyrir þær sakir. -glm Árekstur mótorhjóls og bifreiöar varö á Bæjarbraut í Garöabæ síödegis á laugardaginn. Ekki uröu slys á mönnum og má m.a. þakka þaö góöum búnaöi mótorhjólamannsins. DV-mynd S Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi Ekki í okkar verkahring aö aðvara bankaráð - fengu athugasemdir Árna Tómassonar 1996 Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir í samtali við DV að það hafi ekki verið í verkahring Ríkisendurskoðunar að standa í bréfaskriftum til bankaráðs Lands- bankans. Það hafi gilt verkaskipting milli hans og Áma Tómassonar endurskoðanda bankans. Ámi hafi gert honum viðvart um viðskipti Landsbankans og Sverris Her- mannssonar 1996 en þá hafi fylgt sögunni að bankastjórarnir hefðu ákveðið að hætta viðskiptum Lands- banka við Bálk ehf. Ríkisendurskoð- un hafi því ekki aðhafst frekar. Hvað varðar athugasemdir Jóhanns Ársælssonar að honum þyki „um- hugsunarvert" að Ríkisendurskoð- un hafi ekki aðhafst neitt í málum Landsbankans eftir að Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs, gerði þeim viðvart um athugasemd- ir Árna Tómassonar endurskoðanda í nóvember segir Sigurður að þeir hafi haft málið í skoðun. Það hafi ekki verið í þeirra verkahring að gera bankaráði viðvart. „Það kemur fram í skýrslu okkar að Ámi Tómasson hafði látið okkur fá athugasemdir um viðskipti Sverr- is og bankans. Árni talaði við mig 1996, ári áður en Sverrir sendir hon- um bréf þess efnis að viðskiptum Bálks og bankans verði hætt. Árni talaði við mig og hafi hann sent bankastjórunum bréflegar athuga- semdir á þessum tíma þá fékk ég það bréf ekki. Við það tækifæri tal- aði Árni við mig og þá var mér sagt að bankastjórarnir hefðu ákveðið að þessum viðskiptum væri lokið. En ári síðar, þegar við vorum að skoða árið 1996, kom það upp að þessu hafði ekki veriö hætt og þá kemur þessi skriflega yfirlýsing Sverris," segir Sigurður í samtali við DV. - Þú sást aldrei ástæðu til að til- kynna þetta til bankaráðsins þegar þú vissir af þessu strax 1996? „Nei, það var sagt að það hefði verið ákveðið að hætta við þetta. Skrifleg yfirlýsing Sverris kom svo 1997. En verkaskiptingin milli min og Áma var ekki þannig að ég hafi verið að skrifa bankaráði bréf.“ - En gaf þetta Ríkisendurskoðun ekki tilefni til að skoða málið frek- ar? „Nei, Árni Tómasson sagði mér 1996 að þessu máli væri lokið. Þetta byggist allt á því að menn treysti hver öðrum og að það sé verið að segja satt.“ Jóhann Ársælsson, sem sagði af sér setu í bankaráði, segir umhugs- unarefni hversu lengi það dróst að Ríkisendurskoðun tæki á þeim upp- lýsingum sem þið höfðuð fengið frá Helga S. Guðmundssyni, formanni bankaráðs, í nóvember í fyrra þar sem þá hafi verið framkomnar ýms- ar af þeim athugasemdum sem síðar rötuðu í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Hver er skýringin og af hverju létuð þið hankaráð ekki vita? „Við voram einfaldlega með mál- ið í skoðun. Upplýsingar Helga gáfu ekki tilefni til að halda að hér væri um slíkt stórmál að ræða. Hvað varðar upplýsingagjöf til bankaráðs þá vísa ég til verkaskiptingar milli okkar Árna,“ sagði ríkisendurskoð- andi. -phh Geirfinn fyrir Herbalife Jón Óttar Ragnarsson, fyrr- um sjónvarpsstjóri á Stöð 2, hefur eins og kunnugt er haldið sig í Los Angeles og lagt net víða um lönd fyrir Herba- life. Að eigin sögn hefur hann þénað allvel á þessum viðskiptum. En Jón Óttar hefur gengið með bíó- myndagerð í maganum lengi og var það reyndar frumorsök fyrir veru hans vestra. Þegar hann er nú kominn í álnir segja heimildir að hann sé langt kominn með undirbúning að eig- in kvikmynd eftir eigin handriti. Myndin mun að sögn vera byggð á atburðum Geirfinnsmála og verða tekin upp hér á landi og vestra strax á þessu sumri... Ætlar til Sydney Það varð mikið uppistand inn- an júdóhreyfingarinnar fyrir tveimur árum þegar Vernharð Þorleifsson, júdómaður á Akur- eyri, fékk ekki að taka þjálfarann sinn með á Ólympíuleikana í Atlanta en var gert að fara þangað með þjálfara Bjarna Friðrikssonar. í kjölfarið hélt Vernharð til Noregs, tilkynnti með pomp og prakt að hann yrði innan tíðar norskm- rikisborgari og myndi keppa fyrir Noreg á Ólympíuleik- unum í Sydney árið 2000. En fljótt skipast veður í lofti. Vernharð kom heim skömmu síðar og hefur nú lýst því yfir að hann muni keppa á leikunum í Sydney fyrir ísland og þjálfarinn hans fari með honum. Það mun hafa verið friðflytjandinn Júlíus Hafstein, formaður Júdósambandsins, sem varð til þess að menn slíðruðu sverð ... Góðirvinir Árshátíð Fulbrightstofnunar- innar á ísíandi var haldin nýlega og var veislustjóri Einar Bene- diktsson sendiherra. Aðalræðu- maður kvöldsins var Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og eftir að veislustjóri hafði kynnt hann hóf menntamálaráð- herra ræðu sína á því að lýsa því aö þeir Einar væru gamlir vinir. Enskumæl- andi fólki þótti menntamálaráð- herrann komast einkennilega að orði þegar hann lýsti kunnings- skap þeirra Einai's og mælti: „We Einar are good friends ..." Dollý og sauðurinn Stöð 2 skúbbaði rækilega þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson varafréttastjóri kynnti frétt sem fól í sér þau stórmerki að ein- ræktaða ærin Doliý hefði borið lambi. Það eitt var í sjálfu sér fréttnæmt en að auki fólst í frétt Stöðvar- innar það skúbb að granninn að afkvæmi Dollýjar hefði ónafn- greindur sauður lagt. Hér er því á ferðinni annað líffræðilegt kraftaverk. Fyrir þá sem ekki vita era sauðir nefnilega þeirrar „náttúru" að búið er að gelda þá. Fram að því kallast þeir hins vegar hrútar ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom CaB. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.