Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 KentrucK Ahvík Armúla 1- Reykiavík, Sfmi 568 7222 - Fax 568 7295 Handlyfti- vagnar Þýskar álfelgur á bíla. 535 9000 Útlönd Atvinnulíf í Danmörku lamaðist í nótt: Búist við löngu og ströngu verkfalli Verkfall tæplega 500 þúsund Dana hófst nú í nótt, eftir að um 56% fé- laga í stærstu verkalýðssamtökum Danmerkur höfnuðu nýjum launa- samningum í atkvæðagreiðslu. Nán- ast allt atvinnulíf lamast í verkfall- inu, enda nær það til um það bil fimmtungs af vinnuafli landsins. Forystumenn verkalýðshreyfingar- innar búast við löngu verkfalli, jafn- vel í 2-3 vikur, enda hefur ekkert heyrst frá samtökum atvinnurek- enda. Verkfallið hefur mest áhrif á iðn- greinamar og samgöngur í landinu, en engu aö siöur munu flestir Dan- ir verða þess áþreifanlega varir. Vörur hafa þegar tæmst úr hillum verslana sökum hamsturs og talið er að bensínbirgðir muni ekki end- ast nema í nokkra daga. Þá verður rusl ekki hirt og skól- um verður lokað vegna verkfalls Hillur hafa tæmst í verslunum vegna yfirvofandi verkfalls. ræstingafólks. Flug á vegum SAS mun liggja niðri og einungis verður hægt að veita smærri flugvélum þjónustu þannig að verkfallið kem- ur einnig til með að hafa áhrif á flug milli íslands og Kaupmannahafnar. Það kom vinnuveitendum og verkalýðsforystunni jafnmikið á óvart á föstudaginn að samningun- um var hafnað. Verkafólk krefst þess að fá sex vikna launað sumar- frí, en eins og er hafa Danir fimm vikna sumarfrí á launum. Atvinnu- rekendur segja að sjötta vikan myndi samsvara 2,2% launahækk- un í viðbót við þau 4,25-4,5% sem samið var um. Hans Jensen, formaður dönsku verkalýðshreyfingarinnar, segir ljóst að semja verði um meiri frí- tíma á launum án þess að það komi til með að kosta atvinnulífið jafn mikið og þeir hafa fullyrt. Úkrafnskur maöur kveikir á kerti viö kjarnorkuveriö f Chernobyl í gærmorgun til aö minnast þeirra sem fórust þegar kjarnakljúfur gaf sig fyrir 12 árum. Afleiöingar kjarnorkuslyssins voru gffurlegar og gætti vföa um Evrópu, auk þess sem fjöldi barna í nágrenninu varö fyrir alvarlegum skaöa sökum geislunar. Kjarnorkuverinu hefur ekki veriö lokaö þrátt fyrir ábendingar umhverfissinna um aö annaö eins umhverfisslys kunni aö gerast. Símamynd Reuter Rússneskur of- urhugi deyr á norðurpólnum Rússneskur ofurhugi og þekkt- ur björgunarmaður, kafari og fjallagarpur fórst á noröurpólnum í gær þegar hann reyndi aö slá heimsmet í köfun. Maöurinn, Andrea Rozhkov, var að reyna nýja tegund köfunar- útbúnaðar og vildi jafnframt verða fyrstur til að reyna að kafa á norðurpólnum. Talsmaður sambands björgun- arsveita taldi að eitthvað hefði gefið sig í búnaðinum. Minningarsjóður Díönu í uppnámi Minningarsjóður um Díönu prinsessu er í uppnámi vegna þeirrar ákvörðunar að setja mynd hennar á nýja smjörlíkistegund í auglýsingar- og fjársöfnunar- skyni. Vilhjálmur prins er sagður miður sin yfir því að nafn móöur hans skuli tengt hverju sem er til að safna fé. Serbar og Albanar berjast í Kosovo Átök blossuðu upp að nýju milli serbneskra hermanna og Albana í Kosovohéraöi í gær- morgun, rétt við albönsku landa- mærin. Ekkert mannfall varð, að sögn yfirvalda í Serbíu. Að sögn forsvarsmanna serbneska hersins voru um 10 hryðjuverkamenn úr röðum Kosovo-Albana yfirbugaðir eftir árásina. Þá sögðust þeir einnig hafa hindrað um 200 aðskilnað- arsinna að komast yfir landa- mæri Albaníu og Kosovo með gífurlegt magn af vopnum og sprengjum. Mennimir hefðu flú- ið þegar þeir uppgötvuðu að upp um þá hefði komist. Þorpsbúar eru þó uggandi um afdrif þeirra. Þá réðust aðskilnaðarsinnar einnig á tvær lögreglustöðvar Serba á laugardagskvöld og að morgni sunnudags. Serbar segja að tveir lögreglumenn hafi særst í árásunum. Serbneskur hermaöur hugar aö vopnum viö albönsku landamærin. Stuttar fréttir ðv Sigur öfgahægrisinna Gerhard Frey, leiðtogi öfga- hægrisinna, vann stórsig- ur í kosning- um í austur- hluta Þýska- lands í gær. Flokkur Freys hlaut 11% at- kvæða en Kristilegir demókratar, flokkur Kohls kanslara, guldu mikið afhroð í kosningunum. ETA sækir ráð til IRA Fulltrúar írska lýðveldishers- ins, IRA, og hryðjuverkasveita aðskilnaðarsinna Baska, ETA, áttu leynifund í Úrúgvæ um helgina til að ræða um friðar- samningana á Norður-írlandi. Skaut félaga sinn Fjögurra ára drengur skaut til bana sex ára gamlan leikfélaga sinn í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum í gær. Amma drengs- ins var að undirbúa afmælis- veislu og drengimir voru að leik í garði við hús hennar þegar þeir fundu byssu með framangreind- um afleiðingum. Tólf fórust á Spáni Tólf manns fórast og um 40 slösuðust þegar rúta valt á fjall- vegi í austurhluta Spánar í gær. Rútan var fúll af farþegum á leið tU Valencia. Morð á N-írlandi Sprengja sprakk í krá á Norð- ur-írlandi í gær en varð engum að fjörtjóni. Kaþólskur maður fannst hins vegar myrtur á laug- ardag og er talið að öfgasamtök sambandssinna mótmælenda beri ábyrgð í báðum tUvikum. Fdður undirbúinn Dennis Ross, sérlegur sendi- fuUtrúi Bandaríkjanna í Mið- austurlönd- um, átti fund með Yassir Arafat, for- seta Palest- ínumanna og Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, nú um helg- ina til að undirbúa friðarviðræö- ur sem eiga að hefjast í Lundún- um 4. maí. Kosningar sniögengnar Kjósendur urðu við kröfum helsta flokks stjómarandstæð- inga í Nígeríu og sniðgengu að mestu kosningamar sem haldn- ar voru á laugardag. Vopnahlé framlengt Talebanar í Afganistan áttu í dag viðræður með helstu and- stæðingum sínum. Báðum fylk- ingum kom saman um að fram- lengja vopnahlé eftir að átök blossuðu upp aftur á laugardag. Paula púuð niður Paula Jones, sem kærði Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir kynferðislega áreitni, var pú- uð niöur er hún mætti til góðgerðarsam- komu á laugar- dag þar sem forsetinn og Hillary, kona hans, vora heiðursgestir. Monicu Lew- insky, sem sögð er hafa átt í kyn- ferðissambandi við forsetann, var einnig boðið en hún afþakk- aði. Annað kennaramorð Fjórtán ára drengur myrti kennara sinn á skólaballi í Bandaríkjunum á laugardag. Ekki er vitað hvernig honum tókst að smygla byssunni inn á skólaballið. Skólabróðir drengs- ins særðist einnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.