Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 18
18
%enning
MANUDAGUR 27. APRIL 1998
Njála og Laxness
Það mun vera nær áratugur slðan
Jón Karl Helgason hóf rannsóknir
sínar á viðtökum Brennu- Njálssögu
en þær voru uppspretta þessarar
bókar, Hetjan og höfundurinn. Hún
snýst þó ekki nema að takmörkuðu
leyti um Njálssögu heldur verður
Njála eins konar dæmi um þá um-
breytingu í íslensku samfélagi þegar
kappar sögualdar hættu að vera aðal-
hetjur íslandssögunnar en í stað
þeirra koma rithöfundar, hinir
ókunnu höfundar íslendingasagn-
anna og síðast en ekki síst Halldór
Laxness sem eins konar táknmynd
rithöfundarins, risans í íslensku
samfélagi.
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
Þessi umbreyting tengist breyttum
skilningi fræðimanna á íslendinga-
sögunum. Þær voru lengi álitnar
áreiðanleg sagnfræði en þegar gagn-
rýni miðaldasagnfræðinga jókst var
þeim fundið nýtt hlutverk því að
ekki dugði að líta á þær sem annars
flokks sagnfræði. Þá urðu sög-
umar að stórbrotnu höfundar-
verki. Undanfarna hálfa öld
hafa íslendingar að mestu tekið
þeim sem skáldverkum, hliðstæð-
um við skáldsögur nútímahöfunda
á borð við Halldór Laxness. Um
þessa þróun fjallar Jón Karl í bók
sinni sem lýkur því eðlilega á Hall-
dóri. Undirritaðan grunar raunar að
hugmyndin um íslendingasögur sem skáld-
sögur hafi nú náð hámarki og verði á undan-
haldi næstu öld. En það er önnur saga.
Stundum hefur undirritaður í ritdómum
hér í DV nefnt ákveðin rit „brautryðjenda-
verk“ og með fullum rétti. Þó sækir að manni
efi um frumleika annarra fræðirita hjá þessu
því að efnistök Jóns Karls eru fádæma nýstár-
leg og frumleg. Hann rýfur allar girðingar,
dregur inn í rannsókn sína peningaseðla,
götunöfti, kvöldvökur, miðilsfundi, drauma og
deilur íslendinga við Norðmenn um Snorra
Sturluson (eða „hr. Snurresen" eins og
flökkusagan segir að Ólafur 5. Noregskonung-
Jón Karl Helgason: I fremstu röö.
ur hafi nefnt hann í Reykholti 1947). Hjá Jóni
Karli eru bókmenntir ekki aðeins dýrgripir i
búri heldur tengjast þær öllum sviðum mann-
lífsins, og sannarlega er kominn tími til að
fræðimenn rannsaki hlut bókmennta í samfé-
laginu eins og hér er gert.
Það er kannski ekki jafn frumlegt en ekki
síður aðdáunarvert hvemig Jón Karl nálgast
efni sitt sem rithöfundur, ekki síður en fræði-
maður. Hvort sem viðmiðið verður einkum
frumleg og vönduð fræðimennska eða listræn
tök á efninu þegar íslensku fagbókmennta-
verðlaun næsta árs verða
veitt verður Jón Karl í
fremstu röð, á því er eng-
inn vafi. Hetjan og höf-
undurinn er ekki upp-
flettibók heldur spennu-
saga en þó af því taginu
sem skilur mann eftir full-
an íhugunar og spennunni
lýkur því ekki í bókarlok.
Ekkert verk er galla-
laust. Vegna þess að Jón
Karl ryður nýjar brautir
er líklegt að sumum nið-
urstöðum hans verði síðar
andmælt og þetta stórmál
sem verið er að rannsaka
mun eflaust
horfa öðru-
vísi við öðr-
um fræði-
mönnum. Þá
hef ég skipt
nokkrum
sinnum um
skoðun á því
hvort það
hafi heppn-
ast vel að búa til leikrit úr
„stafsetningarmálinu",
þegar Halldór Laxness gaf
út íslendingasögur með
nútímastafsetningu og
braut nýsett landslög þar
með. Óneitanlega eru þó
nokkur rök fyrir því og
leikverkið sem úr verður
ansi farsakennt.
Eitt læddist að undirrit-
uðum þegar hann las um
það hvemig þjóðin hefur
bmgðist við Njálu: Þó að
nú sé stundum sagt að
þjóðin sé með Njáluæði
hefur ekki orðið vart við að hún sé að meta
Njálu á nýjan hátt. Síst af öllu virðist Njála
lifandi fyrir ungu kynslóðinni. Enda lýkur
bók Jóns Karls á Halldóri Laxness. Verk hans
eru ný og lifandi fyrir þjóðinni en Njála er
það kannski (því miður) ekki (?).
Jón Karl Helgason. Hetjan og
höfundurinn. Brot úr íslenskri
DV-mynd GVA
menningarsogu.
Heimskringla 1998.
Náttúruaíl og fagmennska
Á vegum Styrktarfélags Is-
lensku óperannar voru haldnir
eftirminnilegir tónleikar síðast-
liðinn laugardag. Þar komu fram
tveir ungir íslenskir einsöngvar-
ar á framabraut, þau Auður
Gunnarsdóttir sópransöngkona
og Jón Rúnar Arason tenór. Með
þeim lék píanóleikarinn Gerrit
Schuil.
Tónlist
Sígfríður Björnsdóttir
Auður Grmnarsdóttir sýndi tök
sín á efni frá ýmsum tímum. Arí-
an fræga eftir Hándel, Piangero la
sorte mia, var mjög vel unnin þó
söngstíll þessa tima geti verið Jón R(jnar
mjög kreíjandi fyrir söngvara nú-
tímans sem þurfa að stunda þetta tímaflakk.
Barokkskrautið krefst fullmikillar þjálfunar
miðað við innihald. Auði tókst að gera þessa
senu lifandi og fallega. Þó er ljóst að þetta efni
nýtur sín ekki nema að litlu leyti með píanó-
undirleik og er það því miður cdveg óháð því
hve vel er leikið.
Sviðsöryggi og töfrar Auðar skinu líka
bjart í aríu eftir Gluck, Che fiero momento.
En ögunin og fágunin viku fyrir léttari og per-
sónulegri túlkun í síðasta lagi af fjórum eftir
Wolf-Ferrari og sást þá kannski skýrast hve
ríkt erindi Auður hefur á svið því auk mjög
góðrar raddar hefur hún greinilega tök á túik-
un ólíkra persóna. Auður hefur allt það til að
bera sem til þarf: listfengi, fagra rödd og túlk-
unarhæfni.
Dúettar Auðar og Jóns Rúnars vora eftir
Donizetti, Verdi og Puccini. Jón Rúnar ætti
Auöur og Gerrit: Glæsilegir tónleikar. [
ekki að koma nálægt þeim fyrstnefnda, til
þess er rödd hans alltof stór. Parigi, o cara
Verdis lá honum ekki vel heldur; ákafi og
kraftur var þarna líka of mikill þó að rödd
hans hafi glampað að sama skapi mjög í ein-
söngsaríunni sem á undan hafði farið. I þess-
um tilfellum var það þó fagmennska Auðar og
góð efnismeðferð sem hélt tónlistinni saman.
Saman sungu þau í lok tónleikanna atriði
úr fyrsta þætti La Bohéme. Þar féllu raddir og
hlutverk vel saman: þau voru sem fædd í hlut-
verk hinnar hógværu Mimiar og öra Rodol-
fos. Senan rann vel og var sannfærandi túlk-
uð - raddirnar báðar afburðagóðar.
Jón Rúnar söng í einsöngsatriðum sínum
efni úr ýmsum áttum, óperuaríur og sönglög,
m.a. íslensk. Hann sýndi með efnisvali sínu
að hann vill ekki og ætlar sér ekki að virða
hina hefðbundnu raddgerða- og litaskiptingu
l/-mynd Pjetur
sem almennt er viðurkennd.
Þó féllu verkefni misvel að
hans miklu rödd. Tök hans og
Gerrit Schuil á Stormum eftir
Sigvalda vora ótrúleg. Þarna
voru hreinlega náttúruöfl leyst
úr læðingi.
Jóni Rúnori hefur verið gef-
in einhver mesta tenórrödd
sem hér hefur heyrst. Honum
hefur tekist í gegnum langt og
strangt nám að varðveita sinn
persónulega lit og kraft. Mjög
líklegt er að ákveðinn grófleiki
og merki agaleysis fari fyrir
brjóstið á þeim sem leita þess
sama í öllum röddum. Túlkun
á ítalskri 19. aldar rómantík
hefur tekið á sig nokkuð fast
form. Það er örugglega kominn
tími til að átta sig á þvi að hin
einhliða sía sem notuð er í óp-
erulífinu útilokar á stundum
stórkostlegar raddir. Það er leitt til þess að
hugsa að rödd eins og Jóns Rúnars fái hugs-
anlega ekki þau
tækifæri sem hún
á skilið vegna þess
eins að óperuá-
hugafólk er svona
sorglega upptekið
af gömlu efni og
þar með gömlum
gildum. Kraftur raddar hans og karlmannleg-
ur litur gefur svo sannarlega tilefni til aö
staldra við og njóta. En auðvitað þarf hann
líka að rækta röddina áfram og gæta hennar,
meiri mýkt og fleiri litbrigði myndu bara
vera til bóta.
Gerrit Schuil átti ekki lítinn þátt í því hve
glæsilegir þessir tónleikar voru í heild - pí-
anóleikur hans var oftast frábær.
PS ...
Dagur bókarinnar
Metnaðarmikil islensk dagskrá á alþjóð-
legum degi bókarinnar - sem í ár bar upp
á sumardaginn fyrsta hjá okkur - tókst vel.
Góð aðsókn var að öllum samkomum en sú
sem mesta athygli vakti var lestur Njálu í
Listasafni Islands.
Salurinn var þéttsetinn þegar Jón Böðv-
arsson hóf lesturinn kl. 9 um morguninn.
Fæst var um hádegið en annars að jafnaði
20-30 manns allan daginn og svo
aftur setinn salur um kvöldið. . ’&Ogífr
Eflaust skipti máli að þetta
var frídagur hjá mörgum.
Sagan reyndist vera 140
lestrar sem tóku alls 12 tíma
og 10 mínútur og það var Öm-
ólfur Thorsson íslenskufræðing-
ur sem setti punktinn aftan við Njálu í
þetta sinn. Fjögur böm lásu, hið yngsta
fimm ára stúlka sem stóð uppi á stól meö-
an hún las. Elsti
lesarinn var á ní-
ræðisaldri. Auk ís-
lenskunnar var
í lesið á þýsku,
i norsku, ensku,
!rússnesku og
; frönsku.
Magnús Guð-
] mundsson, einn
aðstandenda bóka-
Tveir lesarar. Magnús dagsins, sagði
Guömundsson og Hörö- sterklega koma tO
ur Bergmann. greina að endur-
DV-myndir Hilmar Þór taka þennan leik j
einhverri mynd síðar úr því að svona vel
hefði tekist. TO dæmis væri íhugunarvert
að lesa einhverja af skáldsögum HaOdórs
Laxness á þennan hátt á aldarafmæli hans
eftir fjögur ár.
Er gagnrýni gagnleg?
Á málþingi um listgagnrýni í fjölmiðlum
vora einkum tvær skoðanir uppi. Lista-
mönnum finnst gagnrýni yfirleitt ómerki-
leg en gagnrýnendum finnst hún merkOeg.
Jón Viðar Jónsson lagði áherslu á leiðbein-
andahlutverk gagnrýnandans; Hávar Sig-
urjónsson mótmælti því og sagði að gagn-
rýnandi ætti ekki að halda uppi stopp-
merki heldur fylgja listamanninum eftir og
meta svo verkin.
HaUdór Guðmundsson útgefandi skipti
gagnrýnendum i
þrjá flokka. í þeim
fyrsta er gagnrýn-
andinn sem umferð-
arlögga og vOl stýra
umferðinni. í öðrum
flokki era leynUög-
reglur sem grafast
fyrir um hinn dulda
sannleika; í þriðja
A málþingi um gagn- f[okkj eru meðferð-
ryni. Rikharöur Orn .
Pálsson, Vlöar Eggerts- a,Tasiirynendur
son, Rúrf, Þröstur sem skilja og byggja
Helgason og Jón Viöar upp.
Jónsson. í máli HaUdórs
kom líka fram að
samkvæmt nýrri könnun réðu bókagagn-
rýnendur vali bóka hjá kaupendum í að-
eins 8% tUvika. (Beiöni þiggjanda var
áhrifamest, 30%; nafn höfundar réö 3%;
áhrif heitis á forlagi reyndust ekki mælan-
leg).
Iðulega var ísland boriö saman við
„hinn stóra heim“ í máli manna og ævin-
lega fór það illa út úr samanburðinum.
Þangað til Einar Már benti á að úti í hin-
um stóra heimi væri líka kvartað undan lé-
legri gagnrýni. Líklega þyrfti að leita í
önnur sólkerfí tU að finna vitræna menn-
ingarumræðu, sagði hann.
Börnin skrifa
Á árlegri Sumargleði Bamabókaráðsins
voru þremur þýðendum barnabóka veittar
viðurkenningar: Kristínu Thorlacius,
Hilmari Hilmarssyni og HOdi Hermóðs-
dóttur sem einnig hef-
,ur stuðlað að útgáfu
valinna erlendra bóka
fyrir börn og ung-
linga.
Á Sumargleðinni
' vora einnig veitt verð-
,, , laun í smásagna- og
launahafar° T Zl ^samkeppni ,aem
sagna og Ijóöasam- nokkur almennmgs-
keppni. bókasöfn efndu tO í
tOefni af degi bókar-
innar og í minningu HáUdórs Laxness. Á
annað þúsund verka bárast, sem er hreint
með ólíkindum, og hefur úrval þeirra ver-
ið gefið út í þrem myndarlegum heftum.