Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Síða 36
44,
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998
k
Ummæli
króknum
|
„Hann fattar ekki hvemig
ein Jóhanna á þingi og tvær
prjónakonur úr Kvennalist- ■
anum gátu með nuddi sínu
náð honum á krókinn.“
Steínunn Jóhannesdóttir, í
DV
1000 á ári
„Enn er staðan
sú að á hverju
ári greinast um
1000 íslending-
ar með
krabba-
mein...“
Guðrón Agn-
arsdóttir, í
MBL
i
l
Kaffi og
kruðerí
„Og sérstakur
þjónn sem elti
mann um ár-
bakkana með
heitt kaffi og
kraðeri."
Sverrir Her-
mannsson, í
MBL
I
í eina sæng
„Spyrðum ofsatrúarmenn
og portkonur saman í ævi-
langt hjónaband."
Jóhannes Sigurjónsson, í
Degi
Til fram-
búðar
„Skjámenning, tölva, ver-
aldarvefur og aðrir hraðboðar
okkar tima hafa slegist í fór
með manninum til frambúð-
ar, og er það vel, sé farsællega
á haldið."
Þorsteinn frá Hamri, í Degi.
Standa
við sitt
„Sjálfstæöis-
menn hafa
ávallt staðið
við sín kosn-
ingaloforð..."
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson,
ÍDV.
#
K.K. (Kristján Kristjánsson) tónlistarmaður:
Tvísöngur í Lettlandi
Nú stendur yfir tónlistarhátíð í Lett-
landi og er yfirskrift hennar Farand-
söngvarar á faraldsfæti. Henni er ætl-
að að skapa grundvöll fyrir samskipti
farandsöngvara og auka þekkingu á
hefðum þeirra og stefnum. Þátttakend-
ur eru frá öllum Norðurlöndunum og
Eistlandi, Lettlandi og Litháen. K.K.
(Kristján Kristjánsson) er fulltrúi ís-
lands.
Hann býr í hálfrar aldar gömlu húsi
í Teigunum ásamt eiginkonu sinni,
Þórunni Rannveigu Þórarinsdóttur
iðjuþjálfa, og þremur börnum.
„Ég ætla að syngja nokkur íslensk
lög. Meðal þeirra eru Borðsálmurinn,
Fiðlungur, Hross- ____________________
Maður
strengjum og
ætli ég syngi
ekki íslenskt
þjóðlag sem er
nokkuð frægt
og heitir
Ó, mín flaskan fríða.“ K.K. segir að það
verði „fimmundarfilingur" á lögunum.
Hann ætlar líka að syngja tvísöng.
„Ég get náttúrlega ekki sungið tvísöng
einn. Ég ætla því að fá gítarinn til að
syngja með mér.“ Sumir telja að tví-
söngurinn sé þúsund ára gamali og
hafi þekkst á víkingatímanum. Eggert
Marinósson smíðaði gítarinn sem mun
syngja með K.K. og er hann sá nýjasti
í safninu. Gítarinn er meðal annars úr
snákaviði og mahóníi.
Eins og nafnið gefur til kynna flækj-
ast farandsöngvarar á milli staða. K.K.
hefur haldið þeirri hefð við í mörg ár.
Hann bjó í Lundi i Svíþjóð í 13 ár og
__________________ fór á hverju sumri í
■ ■ fimm ár til Óslóar
QdgSlílS þar sem hann stóð
við Karl Johan með
gítarkassann fyrir framan sig og söng
og spilaði. „Þetta voru gjöful mið. Ég
hafði mikla ánægju af þessu og kynnt-
ist mörgu góðu fólki. Ég græddi líka
mikla peninga og ég seldi kassettur
sem ég bjó til. Þetta var eiginlega
fyrsta platan mín og hún er ófáanleg I
dag.“
K.K. segir að tónlist farandsöngvara
þýðumúsík.
Þeir flytja
gjarnan tónlist
og texta sem
fjalla um þjóðfé
lagsmál og ýms
ar hliðar mann
lífsins. „Við bæt
um litum við lit
rófið. Það væri
ekkert gaman að þessu ef viö
endurvörpuðum því eins og ljós-
mynd.“ í Svíþjóð er sterk hefð fyrir far-
andsöngvum og
K.K. tonlistarmaður. er Bellman tví-
mælalaust frægasti sænski farand-
söngvarinn. K.K. varð hins vegar fyrir
miklum áhrifum af Cornelius Vreeswi-
jk. „Hann var mjög róttækur og endur-
speglaði samfélagið sem hann bjó í á
mjög skemmtilegan hátt. Það er það
sem ég er að reyna að gera.“
Að undanfómu hefur K.K. verið að
æfa lög eftir Magnús Eiriksson. „Þegar
ég kem frá Lettlandi ætlum við að
„túra“ smávegis." Hann hefur líka ver-
iö að semja lög. „Svo hef ég sökkt mér
niður í kveðskap og lesið ljóö eftir
Hjalmar Gullberg."
Hljómsveitin hans heitir K.K. kvin-
tett. Félagar hans þar eru Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari, Guðmundur
Pétursson gítarleikari, Haraldur Þor-
steinsson bassaleikari og Ólafur Hólm
trommuleikari. „Þetta er bara spari-
grúppa og er okkar prívatsveit. Við
komum einstaka sinnum fram að
gamni okkar.“ Sparigrúppan spilar á
Fógetanum 1. og 2. maí næstkomandi
og 4. maí hefst svo árleg djass- og blús-
hátíð í Borgarleikhúsinu. K.K. spilar á
hátíðinni, auk þess sem hann hefur
verið aðstoðarmaður Hjalta Björnsson-
ar hjá SÁÁ sem stendur fyrir henni.
„Það verða góðir músíkantar sem
koma þar fram.“
K.K. veit ekki hvað verður á döfmni
þegar til lengri ttma er litið: „Ég hef
aldrei áætlað nema svona mánuð fram
í tímann, nema kannski eitt og eitt
„gigg“. Ég myndi aldrei meika það. Ég
myndi fá örvæntingarkast, leggjast
upp í sófa og breiða teppi upp fyrir
haus.“ K.K. veit hins vegar hvað hann
ætlar að gera í frítímanum á næstu
misserum. Hann er nefnilega búinn að
kaupa trillu sem hann segir að sé
hobbíbátur. „Ég ætla að veiöa í soðið.
Það er búinn að vera draumur minn í
mörg ár að eignast trillu." -S.J.
Rauði krossinn
Aðalfundur Rauða kross-
ins verður haldinn í kvöld
kl. 18.00 í Sjálfboðamiðstöð
R-RKÍ á Hverfisgötu 105.
Krabbameins-
félag
Reykjavíkur
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur stendur fyrir
almennum fræðslufundi um
krabbamein í blöðruháls-
kirtli í kvöld kl. 20.30 í húsi
Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8.
Sæluvika Skag-
firðinga
Kirkjukvöld í Sauðár-
krókskirkju hefst kl. 20.30
og á Kaffi Króki eru dansk-
ir dagar.
Hið íslenska
náttúrufræðifélag
í kvöld kl. 20.30 hefst
fræðslufundur HÍN og verð-
ur hann haldinn í stofu 101
í Odda. Halldór Pétursson
jarðfræðingur flytur erindi.
Samkomur
Stofnun Árna
Magnússonar
Handritasýning í Árna-
garði er opin þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtu-
daga kl. 14.00-16.00 til 15.
maí.
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2088:
Vængjasláttur
Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi.
Tóndansmynd
Á morgun, þriðjudag, verður
verkið Tóndansmynd frumflutt í
Menningarmiðstöðinni í Gerðu-
bergi kl. 20.30. Tóndansmynd er
um það bil klukkutíma langur
gjörningur þar sem tvinnaöar eru
saman þrjár listgreinar; tónlist,
dans og myndlist. Höfundar og
flytjendur eru Guðni Franzson
tónlistarmaður, Lára Stefánsdótt-
ir dansari og Raghildur Stefáns-
dóttir myndlistarmaður.
Tónleikar
Tónleikar Peters Maté
Áður auglýstir tónleikar Peters
Maté í Digraneskirkju 27. apríl
falla niður vegna veikinda.
Næstu tónleikar í Kópavogi verða
4. maí í Digraneskirkju. Þá leika
Unnur María Ingólfsdóttir á fiðlu
og Miklos Dalmay á pianó.
Vindur og ljós
Franski leikhópurinn ABAL
COMPANY sýnir leiksýninguna
Vindur og ljós í Möguleikhúsinu
við Hlemm laugardaginn 2. maí
kl. 14.00.
Vindur og ljós er sýning án
orða sem ætluð er börnum á aldr-
inum 4-12 ára. í sýningunni
renna tónlist og boltakúnstir
(jugglíng) saman í sögu fyrir
unga áhorfendur. Tilgangurinn
er að leiða bömin inn í heim þar
sem tónlist og myndir eru eitt en
leyfa þeim um leið að búa til sína
eigin sögu innan sögunnar.
Leikhús
Leikritið hefst við sólarupprás
í friðsælli veröld; heimi tveggja
spaugilegra vina. Annar leikur
sér með bolta af mikilli kúnst,
hinn er tónlistarmaður. Flytjend-
ur eru leikarinn Eric Patrois og
saxófónleikarinn Frédéric Bodu.
Leikstjóri er Laurent Merienne.
Bridge
Undankeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni fór fram um síðustu
helgi og þar dró til stórtíðinda. Tvær
sterkar sveitir af A- og B-styrkleika
þurftu að lúta I gras og náðu ekki inn
í úrslitin. Sveit núverandi íslands-
meistara, Kaupþing Norðurlands, var
önnur þeirra og hin var sveit Stilling-
ar. Sveitir VÍS- Keflavik og Islensku
útflutningsmiðstöðvarinnar stálu
þessum sætum af þeim. Önnur sterk
sveit, Marvin, komst áfram á jöfnu,
sveit Olís fékk jafn mörg stig en tapaði
í innbyrðis viðureign sveitanna. Aðr-
ar sveitir í úrslitum eru Öm Arnþórs-
son, Eurocard, Ásgrímur Sigurbjöms-
son, Samvinnuferðir-Landsýn, Roche,
Grandi og Landsbréf. Hér er eitt spil
úr 6. umferð en sömu spil vom spiluð
í öllum riðlum. í leik Roche og Sam-
vinnuferða-Landsýnar gengu sagnir
þannig í lokuðum sal, suður gjafari og
allir á hættu:
♦ ÁK74
«98
♦ K3
4 ÁDG85
* 109
«K52
♦ ÁD96
4 9743
♦ D863
« D64
♦ 72
♦ K1062
Suður Vestur Norður Austur
Helgi S. Guðm. ísak Helgi J.
pass 2« 3 ♦ 3«
4 * pass 4 4 p/h
Tveggja hjarta opnun Guðmundar
Sveins Hermannssonar lofaði a.m.k.
5-4 í sögðum lit og láglit til hliðar.
Fjögurra spaða samningur leit ekki
mjög illa út, virtist standa og falla
með tígulásnum réttum og spaðanum
3-2. En þessi lega var ekki hagstæð.
Helgi spilaði út hjarta og Guðmundur
átti fyrsta slaginn á tíuna. Hann spil-
aði lágu hjarta til baka, Helgi drap á
kóng, spilaði laufi og vörnin tók þrjár
spaðastungur. Spilið fór því 400 niður
á hættunni. Samningurinn var 3
spaðar á hinu borðinu, einn niður og
S/L græddu 7 impa á spilinu.
ísak Örn Sigurðsson
4 G52
« ÁG1073
♦ G10854
4 -