Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Page 9
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Utlönd 9 Raðmorðingi gripinn á Ítalíu ítalska lögreglan greip í gær mann sem grunaöur er um morð á sex vændiskonum á ítölsku rívíerunni. Morðin á vændiskonunum og fjögur önnur morð vöktu grun um að raðmorðingi hefði verið að verki. Hinn handtekni, Donato Bilancia, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Bilancia var handtekinn vegna morðs á vændiskonu frá Nígeríu sem var skotin í mars. Lögreglan telur sig geta tengt Bilancia við morð á fimm öðrum vændiskonum sem allar voru skotnar í höfuðið eða hálsinn. Of snemmt þykir að tengja hinn handtekna við fjögur morð til viðbótar á rívíerunni síðastliðið ár. Tvær konur voru skotnar til bana á salemum lesta sem leiddi til þess að ítölsk yfirvöld vömðu konur við að ferðast einar í lestum. Auk þess vom tveir verðir skotnir til bana í fyrra er þeir vom að vemda kynskipting sem hafði orðið fyrir árás. Annað lestarmorðanna var framið þar sem bróðir hins handtekna hafði fleygt sér ásamt litlum syni sínum fyrir lest fyrir ellefu árum. Eiginkona bróðurins hafði yfirgefið hann og taldi hann að hún fengi forræði yfir syninum. Þetta gerði Bilancia neikvæðan gagnvart konum. Reuter Hin vinsæla undirfatabúðakeðja Leyndarmál Victoriu kynnti nýju brjósta- haldaratískuna á heljarinnar sýningu í New York í gær. Þar komu fram marg- ar barmfegurstu ofurfyrirsætur heimsins, eins og Daniela Pestova. LAGERSALAN BÍLDSHÖFÐA 14 • Mikið úrval handverkfæra. • Hillur fyrir geymsluna, skórekkar o.fl. • Strauborð og þurrkgrindur. • Vörutrillur, ruslvagnar og hjólbörur. • Snúrustaurar, úðunarkútar, garðslöngur, slöngutengi og slönguvagnar. Opið frá kl. 13-17 • Eldhúsvogir, baðvogir, baromet og hitamælar. • Járnstaurar fyrir sólpalla og skjólveggi. • Garðverkfæri, svalapottar, blómaker og blómapottar. • Greinaklippur, stungugaflar. • Loftpressur. CE) Mikið úrval af öðrum vöruflokkum Gerið góð kaup á Lagersölunni Opnum lagersölu inn í portinu að Bíldshöíða 14, laugardaginn 2. maí. Lög á verkfallið Danska þingið samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða lagafrumvarp stjómarinn- ar sem bindur enda á verkfallið sem hefur nánast lamað allt at- hafnalíf frá því í síðustu viku. Hjól atvinnulífsins fara aö snúast aftur á fullu á mánudag. Um þrjú þúsund verkamenn, margir með rauða fána, mótmæltu íhlutun stjómvalda fyrir utan þinghúsið í Kaupmannahöfii. Che( Peng Lifandi austuríenskur (/eitingastaður Ljúffenqur matur. VEITINGAHUSIÐ Lifandi tónlist á föstudays-oy tauyardaysköötdum. lámsisifiifiifiWiiánsifiistísifiiíiifiifiifiiÆiÆiánMiiatsifiiSLSiáiisBiánánfiwnán_þönglabakka4 í mjódd afatnaði Lauííavefíi M • Simi 3G2 3244 -Aunliiianastnfa f. RACKMAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.