Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Blaðsíða 6
Fréttir
Á slóðum mikillar
sögu og hamfara
„Ég er mjög ánægður og glaður.
Þetta hefur verið mjög skemmti-
legur og fróðlegur dagur og mér
flnnst mikilvægt að skilja kraft-
inn í íbúunum, hvað fólkið er
staðráðið í að nýta þær auðlindir
sem eru í náttúru héraðsins og
sögunni til að skapa sér atvinnu
og blómlegt líf í framtíðinni,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, að kvöldi fyrri
dags opinberrar heimsóknar for-
setahjónanna í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Ólafi fannst gaman að koma
í skólann á Klaustri þar sem hress
böm voru á kafi í námi og list-
sköpun, en þau sögðu honum líka
frá lömbunum sem þau voru búin
að eignast undanfarna daga. Sam-
hengið í mannlífi, náttúrunni,
fæðingunni, landbúnaðininn og
héraðssögunni hér í Skaftafells-
sýslunni frá landnámi er enn
greinilega sami þráðurinn og
maður fann hjá krökkunum í
dag,“ sagði Ólafur Ragnar.
Frá skólanum á Klaustri fóru
forsetahjónin á hjúkrunar- og
dvalarheimilið Klausturhóla.
„Mér fannst líka gaman á hjúkr-
unarheimili aldraðra, af því að
hér erum við í héraði þar sem sag-
an er auðvitaö mikil og frá land-
námi mjög sterk og dramatísk, að
þá skyldi sú gjöf sem íbúar dvalar-
heimilisins færðu okkur vera
myndband um tækninýjungar og
sögu rafvæðingar í héraðinu,
áminningu um það hvemig tækni-
fmmkvöðlar í héraði hefðu inn-
leitt rafmagnið, orkuna og kraft-
inn og bætt mannlífið. Það finnst
mér nú vera djúpur skilningur á
framtíðinni að hinir öldruðu hér
skuli færa manni myndband um
tæknibyltinguna í héraðinu,"
sagði Ólafur Ragnar. Frá dvalar-
og hjúkmnarheimilinu var farið í
minningarkapellu Jóns Stein-
grímssonar þar sem Hanna Hjart-
ardóttir sagði sögu staðarins og
kirkjuhalds á Klaustri allt til land-
námsaldar. „Það hefur oft verið
vikið að sögunni í dag, ógn-
þrungnum atburðum sem hér
hafa verið en líka þeim rótum ís-
lenskrar kristnisögu sem hér er
að finna, hinni merku klaustur-
sögu sem héraðið geymir og varð-
veitir, en lika eldsumbrot og sköp-
unarverk náttúrunnar allt frá
landnámi. Mér fannst það vera
táknrænt einnig að gjöf sveitar-
stjórnarinnar til okkar hjóna var
listaverk sem unnið var úr land-
námshrauninu, þannig að efnivið-
urinn var sóttur í það hraun sem
hér rann við landnám,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Nú var kvöldið fram imdan með
mikilli samkomu þar sem fjöl-
margir listamenn úr V-Skaftafells-
sýslu komu fram og fjöldi fólks úr
ailri sýslunni kom og hitti forseta
sinn. „Við hlökkum mjög til þeirr-
ar hátíðar, ég veit að dagskráin
verður fjölbreytt í höndum heima-
manna, ég mun svo reyna að leiða
fram ákveðnar hugsanir um sam-
hengið í sögu héraðsins og þeirri
framtíð sem við íslendingar sem
þjóð þurfum að hugleiða og feta
saman, móta stefnu varðandi
varðveislu náttúrunnar og skoöa
vel þær auðlindir sem við eigum í
landinu og sögu þjóðarinnar,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands. -NH
Á samkomunni sem haldin var til heiðurs forsetahjónunum afhenti forseti íslands átta ungmennum „Hvatningu forseta íslands til ungra íslendinga". Þau
voru: Hugborg Hjörleifsdóttir, Jóhanna Friörika Sæmundsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Svavar Helgi Ólafsson, Vignir Þór Pálsson,
Vignir Snær Vigfússon og Þórunn Bjarnadóttir. DV-myndir Njöröur
Forsetahjónin heim
sóttu Mýrdælinga
Glæsilegur hópur mýrdælskra kvenna með forsetanum.
Þórður Tómasson meö forsetahjón-
unum.
Forsetinn
kvaddurí
byggðasafninu
Ég fagna þessari heimsókn í
Byggðasafnið í Skógum, því að ég
tel að vegur safnsins aukist við
slíka heimsókn. Allt sem vekur at-
hygli á safninu er af því góða og að
menn telji safnið þess virði að koma
og heimsækja það, og svo er ég af-
skaplega þakklátur Vestur-Skaftfell-
ingum, héraðsnefnd og sýslumanni
fyrir að kveðja forsetahjónin hér í
safninu í Skógum, þessari sameigin-
legu eign Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga," sagði Þórður Tómas-
son, safnvörður í Skógum, en opin-
berri heimsókn forsetahjónanna í
Vestur-Skaftafellssýslu lauk þar á
laugardagskvöldið. Þórður segir að
safnið sé sameiningartákn fyrir
sýslumar báðar og fólkið í sýslun-
um hafi staðið af miklum myndar-
skap að því að byggja upp þetta
safn. „Því þó ég sé áhugasamur þá
hefði það ekkert haft að segja ef
ekki hefði notið skilnings hjá fólk-
inu. Ég er mjög glaöur yfir þessu,"
sagði Þórður Tómasson. -NH
Seinni dagur opinberrar heim-
sóknar forsetahjónanna rann upp
bjartur og fagur í Mýrdal. Sveitar-
stjómarmenn úr Mýrdal tóku á
móti forsetanum við mörk Skaftár
og Mýrdalshrepps við Blautukvísl á
Mýrdalssandi. Þaðan var haldið að
Kerlingardal þar sem skoðað var
sambýli fyrir þroskahefta. Frá Kerl-
ingardal fóm forsetahjónin í hús
björgunarsveitarinnar Víkverja og
þar vom þeim sýnd björgunartæki
og búnaður til björgunarstarfa. Síð-
asti viðkomustaður fyrir hádegi var
svo Brydebúðarhúsið sem áhuga-
samir Mýrdælingar eru farnir að
gera upp og ætla að setja upp menn-
ingarmiðstöð í því. Þar tók fjöldi
fólks á móti hjónunum og skoðaði
með þeim húsiö og marga hluti sem
þar vom til sýnis. í hádeginu var
borðað í Víkurskála, þar var borinn
fram matur sem að mestöllu leyti er
framleiddur í Mýrdalnum og
stærstur hluti hans framleiddur eft-
ir reglum um lifræna framleiöslu
landbúnaðarvara. Eftir hádegið var
fyrst haldið i leikskólann í Suður-
Vík þar sem böm á aldrinum 6
mánaða til 6 ára eru. Bömin tóku
vel á móti forsetahjónunum og
sungu fyrir þau og ræddu við þau.
Þá var farið í Víkurkirkju þar sem
Haraldur M. Kristjánsson sóknar-
prestur rakti sögu kirkjunnar og
sýndi forsetahjónunum kirkjuna og
muni hennar. Frá kirkjunni fóm
forsetahjónin á dvalarheimiliö
Hjallatún og áttu þar notalega
stund með heimilisfólkinu, barna-
kór Víkurskóla kom og söng fyrir
heimilisfólk og gestina nokkur lög
undir stjórn Önnu Bjömsdóttur.
Síðasti viðkomustaðurinn í Vík var
atvinnumálasýning þar sem fyrir-
tæki og einstaklingar úr Mýrdal
sýndu og kynntu framleiðslu sína.
Á leiðinni að Skógum var komið
við í Ketilsstaðaskóla og hann skoð-
aður og skólastarfið kynnt. í Skóg-
um sýndi Þórður Tómasson forseta-
hjónunum fyrst hina nýju Skóga-
kirkju og síðan safnahúsið sjálft.
Þar var svo forsetinn kvaddur eftir
vel heppnaða heimsókn i Vestur-
Skaftafellssýslu.
-NH
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
sandlcorn
ÓlgaumÖgmund
Frumkvæði Ögmundar Jónas-
sonar að stofmm nýrra samtaka
vinstri manna hefur vakið mikla
ólgu innan Alþýðubandalagsins.
Margrét Frímanns-
dóttir og fram-
kvæmdastjóri
flokksins, Heimir
Már Pétursson,
em sögð Ögmundi
reið vegna máls-
ins, sem sumir
telja að sé vísir að
klofhingi ef verð-
ur af samvinnu A-flokkanna til
næstu kosninga. Áhersla hinna
nýju samtaka á umhverfismál er
túlkuð þannig að verði af samruna
A-flokkanna muni Hjörleifur
Guttormsson slást í lið með Ög-
mundi og félögum um ffamboö fyr-
ir þingkosningamar...
Sverrir skelfir
Kringum Finn Ingólfsson er
mikill titringur vegna greinaskrifa
Sverris Hermannssonar. Stuðn-
ingsmenn hans segja Finn ekkert
hafa að fela en óttast
að Sverrir sé að ná
sér upp meðal al-
mennings og harðar
árásir hans á Finn
skaði stöðu ráð-
herrans. Þeir hafa
því stöðuga fálm-
ara í gangi og
hlera meðal aimars
fjölmiðlamenn til að kanna hvaða
undirtektir árásir Sverris fá meðal
almennings. Sverrir hefur hins veg-
ar sett upp herráð sem i em gamlir
félagar hans og þar er til dæmis
ræddur sá möguleiki að hann haldi
opinn fund um málið enda telur
herráðið að hann hafi miklar máls-
bætur. Þeir segja líka að Sverrir
muni ekki unna sér hvíldar fyrr en
hann hafi komið Finni úr ríkis-
stjórninni...
Vinsældalistinn
Á Sauðárkróki kom á siðustu
stundu fram nýr listi, Vinsældalist-
inn. Kosningamál hans skera sig
frá málum annarra lista á landinu.
Helsta baráttumál
listans er þannig að
reisa styttu af Geir-
mundi Valtýssyni,
helsta tónlistar-
snillingi Norðlend-
inga. Auk þess vill
Vinsældalistinn
leggja vatnsrenni-
braut úr Nöð-
unum, sem eru ofan við Sauðár-
krók, og niður í sundlaug bæjarins.
Það mál sem Vinsældalistinn bind-
ur þó mestar vonir við í kosningun-
um er loforð um að komist listinn
til valda muni hann beita sér fyrir
því að leggja niður graskögglaverk-
smiðjuna í Vallhólma og gera úr
henni bruggverksmiðju...
Ræningjar og svikarar
Sverrir Hermannsson er „í
pásu“ eftir að hafa farið mikinn í
skrifum sínum að undanfórnu.
Landsbankamálið hefur væntan-
lega orðið til þess að
nú veit öll þjóðin
hversu mikill
áhugamaður Sverr-
ir er um laxveiði. í
haust sat Sverrir
ráðstefnu Norður-
Atlantshafslaxa-
sjóðsins um __
ástand íslenskra laxveiðiáa og
lét þar til sín taka eins og við var
að búast. Sverrir sagði þar að ís-
lendingar væru komnir af sjóræn-
ingjum og skattsvikurum, þeir
hefðu löngum legið í ófriði út í frá
og hver við annan en á síðari tím-
um virtist sem þeir stunduðu helst
hemað gegn landinu og lífverum
þess. Sverrir fór svo nokkrum orð-
um um áratugavem sína við Hrúta-
fjarðará og hversu nærgætnislega
hann hefði umgengist þá nátt-
úruperlu...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkorn @ff. is