Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 10
10
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
Spurt í Reykjanesbæ
Hver veröa úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna í
Reykjanesbæ?
Helena Magnúsdóttir nemi:
Framsókn vinnur.
Ingunn Rögnvaldsdóttir leið-
beinandi: J-listinn vinnur
kosningamar.
Eyrún Ármannsdóttir verk-
stjóri: Ég spái því að J-listinn
vinni.
Nicolai Bjarnason ellilífeyris-
þegi: Ég held að J-listinn nái
meirihlutanum.
Vilhjálmur Magnússon raf-
virki: Sjálfstæðismenn verða
sigurvegaramir.
Ragnheiður Skúladóttir píanó-
kennari: Það er erfitt að spá um
þetta en ætli þetta verði ekki jöfn
barátta.
dv______________________Sveitarstjórnarkosningar 1998
Sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ:
Nýtt afl ógnar
meirihlutanum
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur mynda meirihluta í bæj-
arstjórn Reykjanesbæjar.
Þessir flokkar bjóða áfram fram
fyrir komandi kosningar og stefna
ótrauðir á að halda sínu. Nýtt afl er
komið fram í bænum og ógnar nú
veldi meirhlutans. Það er J-listinn,
Bæjcurnálafélag jafnaðar- og félags-
hyggjufólks. Hér er um að ræða þá
sem hafa staðið að Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi og síðan kemur ut-
anflokkafólk til liðs við félagið.
Þennan nýja lista leiðir Jóhann
Geirdal sem er reyndur í bæjarpóli-
tíkinni í Reykjanesbæ. Bæjarstjóra-
efni félagsins er Guðfinnur Sigur-
vinsson, sem var bæjarstjóri í Kefla-
vík 1988- 1990, en hann er í 22. sæti
listans.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri leiðir
lista sjálfstæðismanna. Ellert, sem
varð sextugur á dögunum, er búinn
að vera bæjarstjóri undanfarin 8 ár
í Keflavík og síðar Reykjanesbæ.
Hann stefnir á að halda bæjarstjóra-
sætinu í fjögur ár í viðbót og hætta
síðan. Ellert segist sjálfur hafa byrj-
að í stjómmálum 12 ára garnall
þannig að hann er búinn að vera
Mikil niöursveifla varð í atvinnulífinu á Suöurnejsum snemma á þessum
áratug en það hefur nú veriö byggt upp.
DV-myndir ÞÖK
og atvinnumál. Þá em fjölskyldu-
mál einnig ofarlega á blaði. Mikil
niðursveifla varð í atvinnulífi á
Suðurnesjum snemma á þessum
áratug. Síðasta kjörtímabil hefur
einkennst af því að byggja upp at-
vinnulífið í Reykjanesbæ og hefur
það tekist. Það hefur kostað all-
mikla fjármuni. Heildarskuldir
Reykjanesbæjar jukust um 72 pró-
sent á síðasta kjörtímabili og em nú
1,8 milljarðar.
-RR
REYKJANESBÆR
lengi að. Skúli Skúlason, annar vel
þekktur og reyndur maður í bæj-
arpólitíkinni, leiðir lista Framsókn-
arflokksins.
Helstu kosningamálin í Reykja-
nesbæ em skipulags-, umhverfis-
A: 24,5% 0:35,9%
B: 19,4% G: 20,3%
Varnarbarátta að
skila árangri
„Hér hefur verið traust og gott
samstarf allra bæjarfulltrúa. Ég tel
að hér hafi verið gerðir margir góð-
ir hlutir á síðasta
kjörtímabili. 1991
lentum við í
mestu niður-
sveiflu í atvinnu-
lífi sem um getur
í Islandssögunni
alla leið síðan
kreppan var. Við
fórum í þá miklu
vinnu að koma
okkur til baka.
Það hefur tekist.
Hér er nú at-
vinnuleysi búið og eftirspurn eftir
vinnu. Við töldum okkur hafa þær
skyldur við þá íbúa sem hér búa að
reyna að gæta þess að þeir hefðu
vinnu frekar en að hvetja til mikils
innflutnings í sveitarfélag sem hafði
takmarkað framboð af vinnu. Þetta
hefur verið tímabil varnarbaráttu
sem nú er að skila árangri," segir
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri og odd-
viti D-listans.
Ellert er búinn að vera bæjar-
stjóri í 8 ár í Keflavík og síðan
Reykjanesbæ. Hann segist stefna að
því að verða bæjarstjóri næstu 4
árin og hætta síðan sáttur.
„Við munum Ieggja áfram meg-
ináherslu á atvinnumál, skólamál
og fjölskyldumál. Við viljum meina
að stefnuskrá okkar sé ein fjöl-
skyldustefnuskrá. Brýn mál á dag-
skrá okkar eru forvamir og það sem
tengist unga fólkinu," segir Ellert.
Aðspurður um kosningabaráttuna
framundan segir hann:
„Kosningabaráttan er jákvæð og
mér líst vel á hana. Það er að vísu
nýtt litróf og ekki lengur gamla fiór-
flokkakerfið. Hið nýja afl hefur auð-
vitað það markmið að fella mig sem
bæjarstjóra og meirihlutasamstarf
sjálfstæðisflokksins. Þeir geta kom-
ið sterkir til leiks en við erum líka
sterkir fyrir og gefum ekki eftir bar-
áttulaust."
Aðaláhersla á
atvinnulíf
„Hér á Suðurnesjum eiga sér lík-
lega stað mestu umsvif í atvinnulífi
fl-á upphafi. Við eigum von á því að
geta skapað hér
vel yfir þúsund
störf ef það ganga
eftir áform um
magnesíumverk-
smiðju, alkóhól-
verksiðju og það
sem því tengist.
Aðaláherslan sl.
fiögur ár hefur
verið að byggja
upp atvinnulífið
eftir þá miklu nið-
ursveiflu sem varð hér í sjávarút-
vegi snemma á þessum áratug. Við
þurfum að auka þjónustustig í sveit-
arfélaginu þannig að við getum tek-
ið við þeim fiölskyldum og því fólki
sem við þurfum til að nýta þau at-
vinnutækifæri sem bíða okkar hér,“
segir Skúli Skúlason, oddviti B-
lista.
„Áherslurnar á næstu fiórum
árum verða á skólamálum, fiöl-
skyldumálum, íþrótta- og menning-
armálum, umhverfismálum og fiár-
málum bæjarins. Við tökum heils
hugar undir tillögur skólanefndar
um skólahald í bænum. Þar segir að
skólarnir okkar skuli vera lang-
skiptir, þ.e frá 1. til 10. bekk. Við
viljum útfæra þetta enn frekar með
þvi að flétta tónlistarnám, íþrótta-
æfingar og heimanám í samfellda
stundatöflu. Við viljum líka auka
sveigjanlegan vinnutíma starfsfólks
hér. Við ætlum að markaðssetja
Reykjanesbæ sem íþróttabæ annars
vegar og hins vegar sem menningar-
bæ. íþróttir eru mjög öflugar hér í
bæ og við viljum efla þær enn frek-
ar. Við viljum setja litla afgirta
gervigrasvelli inn i hverfin þar sem
böm og unglingar geta leikið sér í
alls kyns íþróttum og leikjum.
Þannig getur yngri kynslóðin um
frjálst höfuð strokið inni í hverfun-
um. Við höfum t.d. Poppminjasafn
íslands og Sæfiskasafnið o.fl. staði
sem hafa aðdráttarafl fyrir ferða-
menn en viljum bæta við þessa
flóru Kvennasögusafni íslands. Um-
hverfismál verða mikilvæg næstu
árin. Það hefur mikið verið unnið
Framboðslistar í Reykjanesbæ
Ellert Eiríksson,
bæjarstjóri og
oddviti D-list-
ans.
Skúli Skúlason,
oddviti B-list-
ans.
D-listi
1. Ellert Einksson bæjarstjóri.
2. Jónina A. Sanders
hjúkrunarfræðingur.
3. Þorsteinn Erlingsson
útgeröarmaður.
4. Björk Guðjónsdóttir heildsali.
5. Böðvar Jónsson fasteignasali.
6. Steinþór Jónsson
framkvæmdastjóri.
7. Gunnar Oddsson
tryggingaráðgjafi.
8. íris Jónsdóttir
listamaður.
9. Anna Maria Sveinsdóttir
verslunarmaöm-.
10. Rikharður Ibsen verkamaður.
11. Helgi Þ. Kristjánsson
lögreglumaður.
B-listi
1. Skúli Skúlason fulltrúi.
2. Kjartan Már Kjartansson
forstöðumaður.
3. Þorsteinn Ámason skipstjóri.
4. Guðný Kristjánsdóttir leiðb.
5. Guðbjörg Ingimundardóttir
sérkennari.
6. Gísli Hlynur Jóhannsson
framkvæmdastjóri.
7. Ólöf Kristín Sveinsdóttir
skrifstofumaður.
8. Sigriður I. Danielsdóttir
forstöðuþroskaþjálfi.
9. Jón Helgi Ásmundsson
vélstjóri.
10. Guðmundur Margeirsson
framkvæmdastjóri.
11. Hafsteinn Ingibergsson
forstöðumaður.
J-listi
1. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi.
2. Kristmundur Ásmundsson
yfirlæknir.
3. Kristján Gunnarsson bæjarf.
4. Ólafur Thordersen
framkvæmdastjóri.
5. Sveindís Valdimarsdóttir
kennari.
6. Guðbjörg G. Logadóttir
markaðsfulltrúi.
7. Eðvarð Þór Eðvarðsson
kennari.
8. Hulda Ólafsdóttir leikskólak.
9. Valur Ármann Gunnarsson
lögregluþjónn.
10. Agnar Breiðíjörð Þorkelsson
verkstjóri.
11. Guðbrandur Einarsson
kerfisfræðingur.
að fegrun bæjarins og að frárennsl-
ismálum af núverandi meirihluta
og við viljum halda því áfram. Svo
geta bæjarbúið litið á stefnumál
okkar á Netinu en heimasíðan er
www.isholf.is/framsokn,“ segir
Skúli.
Björgunarleið-
angur
„Við höfum ákveðið að setja sam-
an þetta framboð því við sjáum
fram á mjög mikla nauðsyn að kom-
ast til aukinna
áhrifa í þessu
sveitarfélagi.
Staðan hér kallar
á björgunarleið-
angur og þennan
leiðangur erum
við tilbúnir að
fara. Hér hefur átt
sér stað alger
stöðnun. Síðustu
3 ár hefur meðal-
fiölgun hér verið
16 manns á ári.
Það er minna en náttúruleg fiölgun.
Það segir okkur að það eru fleiri
sem flytjast frá bænum en til bæjar-
ins. Þetta gerist á sama tima og at-
vinnuuppbygging er í gangi hér.
Það segir okkur að margir kjósa að
búa annars staðar þó þeir sæki
vinnu hingað, segir Jóhann Geirdal,
oddviti J-lista.
„Það hefur verið stöðnun á íbúð-
arbyggingum hér. Á sama tima hafa
skuldir bæjarins aukist. Stórt
vandamál er að 86 prósent fara í
rekstur bæjarins. Það vantar meiri
fiölda til að standa undir greiðslun-
um. Það gerist ekki og því stefnir í
óefni í fiármálum. Það þarf að gera
svæðið eftirsóknarverðara. Það þarf
aö skipuleggja ný íbúðarhverfi með
grunnskóla og leikskóla o.fl. Hér
hefur verið ófremdarástand í skóla-
og félagsmálum. Því velur fólk frek-
ar búsetu á höfuðborgarsvæðinu.
Þessu verður að breyta. Það hefur
verið ótrúlegur doði í gangi á mörg-
um sviðum. Við gagnrýnum úr-
ræðaleysi meirihlutans í fiölmörg-
um öðrum málum, t.d. skort á fram-
tíðarsýn. Það er gert ráð fyrir því í
sveitarstjórnarlögum að á fyrsta ári
leggi nýr meirihluti fram fram-
kvæmdaáætlun til þriggja ára. Slík
áætlun er enn ekki komin fram,“
segir Jóhann.
-RR