Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 18
i8 wenning
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 JjV
Fortíðin verður að ráða
• • •
Við leggjum
mikla áherslu á
að einsagan sé
ekki persónu-
saga,“ segir
Sigrún. „Við
skrifum ekki
ævisögur ákveöinna einstaklinga þó að við
notum meðal annars dagbækur og bréf sem
heimildir. Hefðbundin sagnfræði byggir að
jafnaöi á opinberum gögnum og lýsir æski-
legri hegðun eða lífsferli fólks og þeirri
stóru umgjörð sem stofnanir samfélagsins
mynda utan um líf þess eða hún beinir sjón-
um að ákveðnum einstaklingi og áhrifum
hans á samtíð og sögu. En einsagan vill
varpa ljósi á hvemig menning hvers tíma
hefur áhrif á líf venjulegs einstaklings og
hvemig hegðun hans - sem ekki er alltaf í
samræmi við æskilega hegðun - hefur áhrif
á hvemig ríkjandi gildismat tekur breyting-
um.
Hugsun einstaklingsins og tjáning hans
mótast af menningunni á hverjum tíma og
þeim gildum sem viðurkennd em án þess
að hann sé algerlega á valdi þeirra. Þvi
geta heimildir á borð við bréf, dagbækur
eða réttarskjöl - þar sem einstaklingurinn
er að játa eitthvað fyrir sjálfum sér eða
öðmm - sýnt okkur dæmi um það að lang-
anir hans stangist á við það sem viðtekið
er. Þá er með þessum heimildum bæði
hægt að varpa ljósi á þessi viðteknu gildi
og benda á að það verði að taka þeim með
fyrirvara, þau segi ekki ailt; hegðun ein-
staklingsins er ekki alltaf í samræmi við
reglur og venjur í samfélagi hans.
Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að
menningin er ekki stöðug heldur síbreyti-
leg.“
- Skáldverk lýsa líka þessum árekstrum
milli langana einstaklinga og ríkjandi gild-
ismats - frá þessum tíma era til dæmis
smásögur Gests Pálssonar ...
„Eitt tónverk getur verið tilbrigði við
annað tónverk en það missir tengslin viö
upphaf sitt ef of mörgum nótum er breytt
eða þær felldar burt,“ segir Sigrún. „Þannig
er líka með sagnfræðina. Ef óvarlega er far-
ið með staðreyndir þá missir hún tengsl við
manna á 19. öld.
veruleikanum en sagnfræðin komist.
„Það er ágæt lausn að nýta sér skáldskap-
inn til að varpa ljósi á það sem maður þyk-
ist lesa út úr heimildum en getur ekki rök-
stutt," segir Sigrún. „í þeim tilvikum mótast
sá sannleikur sem höfundur dregur fram
fyrst og fremst af viðhorfum hans sjálfs en
ekki af heimildunum. Skáldsagnahöfundur-
inn setur túlkanir sínar fram sem sannleika
en aðalsmerki sagnfræðingsins er - eða ætti
að mínu viti að vera - að útskýra túlkanir
sínar og sýna að þær geti verið afstæðar. Ég
tefli skáldskapnum fram gegn sagnfræðinni
í greininni til að útskýra fyrir lesandanum
þær takmarkanir sem ég verð að virða sem
fræðimaður.“
Engin hommafóbía
-1 greininni þinni um tvo vini, Finn Jóns-
son og Pál Briem, vinnurðu með bréf en það
hefur auðvitað veriö gert áður í sagnfræði-
ritum.
„Já, en við notum þau ekki sem hluta af
lýsandi sögu til að segja frá atburðum. Frek-
ar reynum við að skoða hvemig bréfritar-
inn skilgreinir sjálfan sig og staðsetur sig í
umhverfinu.
Það sem mér finnst athyglisverðast við
Finn Jónsson er að hann var af alþýðufólki
en komst til mennta og giftist síðan inn í vel
stæða borgarafjölskyldu í Kaupmannahöfn,
þannig að hann skilgreindi sig út frá þrenns
konar menningarheildum; fyrst menningu
fátækrar alþýðu í Reykjavík sem barðist fyr-
ir tilverurétti sínum, síðan fór hann aö skil-
greina sig út frá vinum sínum í skóla og að
lokum út frá danskri borgarastétt. Líf hans
fram að þrítugu einkenndist af togstreitu
milli þessara þriggja menningarheilda sem
allar áttu tilkall til hans og hann til þeirra.
Hegðun hans var kannski samþykkt á ein-
Sigrún Sigurðardóttir - rannsakar vinskap ungra
Sagn-
fræði, ein-
saga og
skáld-
skapur
„Einsaga" er nýjasta tískuorðið í sagn-
fræði og hafa þegar nokkur rit komið út
undir því kjörorði sem áreiðanlega er kom-
ið til að vera. Nú í vor kom út greinasafnið
Einsagan - ólíkar leiðir með efni eftir átta
sagnfræðinga, flesta unga, þar sem áhuga-
samir lesendur geta kynnst fyrirbærinu.
Ritstjórar em
Erla Hulda
Halldórsdóttir
og Sigurður
Gylfi Magnús-
son sem vakti
athygli fyrir
tvær bækur um
bræður frá
Ströndum í
fyrra.
Meðal höf-
unda í greina-
safhinu er Sig-
rún Sigurðar-
dóttir sem
skrifar þar um
vináttu ungra
karlmanna á
öldinni sem
leið og sækir
heimildir sínar
einkum í bréf
Finns Jónsson-
ar (fæddur
1858) sem hann
skrifaði heim
meðan hann
var í námi í
Kaupmanna-
höfn. Hann
varð seinna
prófessor við
Hafnarháskóla.
Áður en við
ræðum þá
grein skýrir
Sigrún lítillega
hugmyndir ein-
sögumanna.
fortíðina og breytist í skáldskap. Fortíðin
verður að ráða.“
- í greininni þinni er stuttur kafli þar sem
þú sviðsetur atburði og sérð í hug persóna
eins og í skáldverki, og mér finnst þú vera
að segja þar að með því að nota aðferðir
skáldskaparins komist maður nær raun-
um stað en olli hneykslun á öðrum og það
hlýtur að hafa verið erfitt.“
- Þú gefur aðeins í skyn aö þeir vinimir
hafi ef til vill einhvem tíma daðrað við
leynilegan menningarkima hómósexúalism-
ans.
„Orðið hommi var ekki til fyrir þessum
ungu mönnum, það var
ekki notað í menningu
þeirra og þess vegna var
engin hommafóbía til
heldur. Það gerir að
verkum að samskipti
þeirra vom kannski
frjálslegri en milli ungra
karlmanna nú á dögum.
Orðið elska þurfti ekki
endilega að hafa kynferð-
islega merkingu. Það
voru færri hömlur á
notkun þess eins og sést
á bréfum og dagbókum.
Þær sérstöku aðstæð-
ur sem háskólanemend-
ur í Kaupmannahöfn
bjuggu við gerðu að
verkum að sambandið
milli þeirra varð ennþá
nánara en annarra
ungra manna. Þeir höfðu
bara hver annan. Stuðn-
inginn fengu þeir hver
frá öðrum og hlýjuna
líka. Þeir vora vanir því
að systkini svæfu í sama
rúmi - af hverju ætti
svolítið eldri unglingur
að vera hræddur við að
skriða upp í rúm hjá vini
sínum ef það var kalt úti
og herbergið ókynt?
Maður veit ekki alveg
hvernig maður á að
skilja það þegar þeir em
að lýsa faðmlögum og
kossum milli vina í dag-
bókum sínum. Fyrir
okkur hljómar þetta
eins og samkynhneigð
en ég held að þeir hafi ekki velt þessum
möguleika fyrir sér. Ég felli engan dóm um
kynhvatir þessara manna, enda get ég það
ekki út frá heimildunum
sem ég hef. Reyndar er
gaman að komast að því
hvað maður er vanmátt-
ugur gagnvart fortíðinni
að þessu leyti...“
DV-mynd BG
Hefði getað not-
að dulnefni
- Skrifar þú bréf sjáif?
„Já, ég hef mjög gaman
af að skrifa bréf.“
- Þá gæti einhver skrif-
að um þig einsögurann-
sókn í framtíðinni.
„Það væri meira en vel-
komið. Enda væri sú
manneskja ekkert að skrifa um mig per-
sónulega heldur bara skoða hvernig menn-
ingin hefði mótaö tjáningu mína sem ein-
staklings - alveg eins og ég er að gera við
mitt fólk. Ég hefði alveg getað skrifað um
vinina tvo undir dulnefnum og í rauninni
vildi ég óska að ég hefði gert það. Rannsókn-
in hefði ekki misst neitt gildi við það sem
einsögurannsókn og lesendur hefðu áttað
sig betur á því að þetta er ekki persónu-
saga.“
Sigrún er nú á styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna til að vinna að bók í ritröðinni
Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenntunar
með bréfum frá móður Finns Jónssonar,
Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur, og systur
hans, Guðrúnu Borgfjörö, til Finns. Hún
segir að bréfin séu stórkostleg heimild um
sjáifsmynd og hlutskipti gáfaðra alþýðu-
kvenna á öldinni sem leið.
Fegurðarstjórinn lýsti frati
á oss...
Alltaf er gaman að aöstoða metnaðar-
gjamt og duglegt fólk í menningarviðleitni
þess. í vikunni sem leið var talsvert veður
gert út af
því að á
opnunar-
hátíð
Iðnó á
miðviku-
daginn
(13.) verð-
ur sungið
lag eftir
Halldór
Laxness
sem hann
mun hafa
samiö 12
ára gam-
all. Pétur Grétarsson segir frá því hér í DV
á miðvikudaginn var hvemig hann „fann“
lagið (í nýlegri bók frá Vöku-Helgafelli) og
fréttinni er slegið upp undir fyrirsögninni
„Eina lag Laxness frumflutt".
í Morgunblaðinu sama dag segir Pétur:
„Það er hins vegar forvitnilegt hvort ekki
em til fleiri lög eftir Halldór því við vitum
að hann hafði mikinn áhuga og mikla
þekkingu á tónlist auk þess sem hann lék
ætíö á píanó."
Pétur getur glaðst: Lögin era fleiri.
í leikskrá Þjóðleikhússins með leikrit-
inu Prjónastofan Sólin, sem var frumsýnt
í apríl 1966, er greinin „Tilorðníng Prjóna-
stofunnar" eftir Halldór. Þar útlistar hann
meðal annars í smáatriöum breytingar frá
prentaðri gerð verksins til sviösverksins;
þeirra á meðal nefnir hann tvö kvæði sem
ekki verða fundin í prentaða textanum en
„eru nú súngin í leiknum með lögum sem
þar fylgja: annað er uppgeröar hetjulag
kölska; hitt er nokkurskonar bamagæla
soðin uppúr gasmjólkurlaginu sem var
vinsælt hér á árunum, uppranalega enskt,
aö mig minnir."
Svo birtir hann kvæðin, fyrst „Saung
Sínemaníbusar" og svo kvæöið sem kór
fegurðardísanna syngur þar sem er þessi
dásamlega vísa:
Fegurðarstjórinn lýsti frati á oss,
fór á stað og kvæntist Moby Dick.
Líkkistusmiðurinn hefúr líknað oss.
Lifið heil með sóma og skikk.
Lögin era svo „prentuð með eftir-
stúngu" í leikskránni, eins og Halldór orð-
ar þaö; bæði era eftir hann sjáifan en hið
síðara tilbrigði við þekktan slagara eins og
áður gat.
Erró á þremur stöðum
Fyrsti Listahátíðarfarfugl-
inn flaug til landsins í nótt frá
Frakklandi. Það er myndlistar-
maðurinn Erró en meðal
myndlistarviðburða á Listahá-
tíð er opnun Hafharhússins í
Reykjavík með sýningu á
myndum af konum eftir hann.
Sýningarstjórinn hans, Gunn-
ar Kvaran, er líka kominn frá
Bergen til að setja sýninguna
upp ásamt Eiríki Þorlákssyni,
forstöðumanni Kjarvalsstaða.
Gaman er að geta þess að
ekki verða allar myndir á sýn-
ingunni úr safni Listasafns
Reykjavíkur heldur verða líka
nýjar myndir sem Erró sendi á
undan sér frá Frakklandi. Alls
verða um hundraö verk á sýn-
ingunni.
Erró ætlar líka að sýna vasamyniir, að-
allega af konum, í Galleríi Sævars Karls
við Bankastræti og verður þar í slagtogi
meö Guðjóni Bjamasyni sem sýnir skúlp-
túra. Eins og þetta sé ekki nóg þá fer hann
vestur í Ólafsvík núna í vikunni, í fæðing-
arbæ sinn, þar sem hann opnar sýningu á
verkum sínum á fimmtudaginn.
ítalski útgefandinn Mario Lucchetti var
að gefa út þriðja bindiö um Erró og list
hans. Þetta eru miklar bækur sem ná yfir
feril hans frá upphafi og til 1995; þar era
greinar um hann eftir ýmsa listfræðinga
(ein á íslensku eftir Eirík Þorláksson í síð-
asta bindinu) og þar eru myndir af öllum
verkum hans.