Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 42
50 MÁNUDAGUR 11. MAÍ1998 Afmæli Haukur Jörundarson Haukur Jörundarson, fyrrv. skólastjóri og skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, til heimilis að Aflagranda 40, Reykjavík, er áttatiu og fimm ára i dag. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en flutti sex ára með fjölskyldu sinni að Múla í Biskups- tungum og þremur árum síðar að x Skálholti, en faðir hans var bóndi í Skálholti og síðar í Kaldaðamesi. Haukur var í íþróttaskólanum í Haukadal 1928, í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1930-31, varð búfræð- ingur frá Bændaskólanum að Hól- um 1932, stundaði nám við mennta- skólann á Hamri í Noregi 1932-33, er búfræðikandídat frá Búnaðarhá- skólanum að Ási í Noregi 1936 og stundaði framhaldsnám við Notting- ham College of Agriculture í Englandi 1945-46, auk þess sem hann fór námsferðir til allra Norð- urlandanna, Hollands og Þýska- lands 1937. Þá dvaldi hann í níu mánaði við nám í Bandaríkjunum 1956. , Haukur var kennari við Bænda- skólann á Hvanneyri 1936-57, starf- aði hjá Landnámi ríkisins 1957-58, var fulltrúi í landbúnaðarráðuneyt- inu 1959-63, skólastjóri Bændaskól- ans á Hólum 1963-71, var fulltrúi hjá Landnámi ríkisins auk skóg- ræktarstarfa 1971-73 og skrifstofú- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu 1974-83. Haukur sat í hreppsnefnd Anda- kílshrepps 1947-57, var formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar um skeið, i stjóm Kaupfélags Borg- firðinga, var fyrsti formaður Skóg- ræktarfélags Borgarfjcirðar, formað- ur Framsóknarfélags Borgcirfjarðar, formaður Framsóknarfélags Reykja- víkur 1961-63, formaður bátafélags- ins Bjargar 1959-62 og fyrsti formað- ur Félags búfræðikandídata. Fjölskylda Haukur er tvikvæntur. Fyrri kona hans er Ástríður, f. 27.11. 1913, hjúkrunar- kona. Hún er dóttir Sig- urmundar Sigurðssonar læknis og k.h., Önnu Kristjönu Eggertsdóttur húsmóður. Haukur og Ástríður slitu sam- vistum. Dætur Hauks og Ástríöar era Anna, f. 7.10. 1938, búsett í Frakklandi; Björg, f. 24.1. 1941, fyrrv. bankafulltrúi í Reykja- vik; Ásrún, f. 20.4. 1944, hjúkrunar- kona í Reykjavik; Áslaug, tvíbura- systir Ásrúnar, hjúkrunarkona og ljósmóðir i Reykjavík; Amdís Ósk, f. 25.3. 1950, hjúkrunarkona í Reykjavík. Síðari kona Hauks er Sólveig, f. 5.5. 1934, sjúkraliði, dóttir Alexand- ers Jónssonar heildsala og k.h., Sól- veigar Ólafsdóttur húsmóður. Hauk- ur og Sólveig slitu samvistum. Stjúpsonur Hauks og sonur Sól- veigar: Kristján, f. 24.1.1963, d. 1998, verkamaður í Reykjavík. Alsystkini Hauks: Guðrún, f. 29.7. 1911, d. 4.5. 1912; Guðrún, f. 21.12. 1916, húsmóðir og ekkja í Kópavogi; Guðleif, tvíburasystir Guðrúnar, húsmóöir í Kópavogi; Þórður, f. 19.2. 1922, fyrrv. kennari, búsettur í Kópavogi; Auður, f. 16.6. 1923, ekkja og fyrrv. starfsmaður við Sláturfé- lag Suðurlands, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Hauks, samfeðra, era Unnur, f. 9.4. 1929, fyrrv. skrif- stofustjóri í Reykjavík; Gaukur, f. 24.9. 1934, umboðsmaður Alþingis. Foreldrar Hauks voru Jörundur Brynjólfsson, f. 21.2. 1884, d. 1979, bóndi í Múla og síðar kennari í Reykjavík, og f.k.h., Þjóðbjörg Þórð- ardóttir, f. 20.10. 1889, d. 4.6. 1969, kennari. Ætt Jörundur var sonur Brynjólfs, b. á Starmýri í Álftafirði eystra Jóns- sonar, b. á Geithellum Brynjólfsson- ar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Högna, langafa Davíðs Ólafssonar, fyrrv. seðlabankastjóra, föður Ólafs, ráöuneytis- stjóra í forsætisráðuneyt- inu. Guðrún var dóttir Gunnlaugs, pr. á Hall- ormsstað Þórðarsonar, pr. á Kirkjubæ Högna- sonar prestaföður Sig- urðssonar. Móðir Jörandar var Guð- leif Guðmundsdóttir, b. á Starmýri Hjörleifssonar, sterka á Höfn Ámasonar, b. á Hööi Gíslasonar, en þeir Hafnarbræður, Hjörleifur og Jón, voru víðfrægir sökum hreysti sinnar og hugprýði. Móðir Guð- mundar var Björg Jónsdóttir, systir Þóreyjar, langömmu Halldórs, alþm. og forstjóra, foður Ragnars, stjóm- arformanns í ÍSAL. Þjóðbjörg var dóttir Þórðar, tré- smiðs í Reykjavík Narfasonar, b. í Stíflisdal í Þingvallasveit Þorsteins- sonar, b. þar Einarssonar frá Núp- um í Ölfusi Jónssoncir. Móðir Ein- ars var Ingveldur Jónsdóttir, frá Breiðabólstað í Ölfusi. Móðir Þórð- ar var Þjóðbjörg Þórðardóttir, b. á Úlfljótsvatni Gíslasonar. Móðir Þórðar var Margrét Þórðardóttir, borgara í Þorlákshöfn Gunnarsson- ar og Guðríðar Pétursdóttur, systur Sigurðar, föður Bjarna riddara. Móðir Þjóðbjargar í Stíflisdal var Sigríður Gísladóttir, hreppstjóra á Villingavatni Gíslasonar, b. á Þúfú Sigurðssonar, bróður Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Sigriðar á Úlfljóts- vatni veæ Þjóðbjörg, systir Gísla, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Gísli var einnig langafi Vilborgar, ömmu frú Vigdísar Finn- bogadóttur og Sigríðar Gísladóttur. Þjóðbjörg var dóttir Guðna, ættfoð- ur Reykjakotsættarinnar Jónsson- ar, bróður Ingveldcir á Breiðaból- stað. Móðir Þjóðbjargcir var Guðrún, dóttir Jóhanns Bjarnasonar á Hrólfsskála og Sigríðar Bjarnadótt- ur. Jóhann var sonur Bjama Sig- urðssonar og Amdísar Árnadóttur sem þá voru hjú að Haugum í Staf- holtstungum. Sigríður var dóttir Bjama Ingimundarsonar og Sigríð- ar Einarsdóttur, er bjuggu að Sogni í Reynisvallasókn. Haukur verður ekki heima á af- mælisdaginn. Haukur Jörundarson. Nauðungarsala á lausafé Eftirtaliö lausafé, tilheyrandi rekstri fyrirtækis í mannvirkjagerö, veröur boöiö upp aö Tröllaborgum, Grafarvogi, mánudaginn 18. maí ______1998, kl. 14.00, að kröfu Sameinaða lífeyrissjóösins:_ Linden-byggingarkrani Byggingamót Vinnuskúr Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Nauðungarsala á lausafé Eftirtaldar hryssur veröa seldar á uppboði sem verður haldiö 18. maí 1998 kl. 10.00 aö Fákshúsinu við Bústaðaveg (Neöri-Fákur), Reykjavík, að kröfu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar hdl., f.h. Braga _____________________Andréssonar:___________________ Vorsól nr. 85.2.65-025, Stjömusól 94.2.25 og Svala nr. 91.2.25-170. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Nauðungarsala á lausafé Eftirtaliö lausafé, tilheyrandi rekstri prentsmiðju, verður boöiö upp aö Ármúla 42 þriöjudaginn 19. maí, kl. 14.00, aö kröfu Sameinaða lífeyrissjóðsins: « ---------------------------------------- ' Repromaster af gerðinni Agfa-Gevaert RPS 2024 Automatic Skurðarhnífur af gerðinni Adast Maxim MH80-3 Setningartölva af gerðinni Linotype CR Tronic 300 Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Skömmu fyrir helgina skall á bylur á Austfjöröum þannig aö krakkarnir í grunnskólanum í Neskaupstaö gripu tækifæriö og köstuðu snjónum eins og þau gátu hvert í annað. Þó aö kyngt hafi niður og sumar heiðar oröiö torfær- ar er veðriö nú aö skána heldur og von er á blíöu. DV-mynd BG INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríklrkjuvegl 3 - Pósthólf 878 - 121 Roykjayík Síml 552 58 0(T- Fax 562 26 16 - Netfang: fsr@rvk.ls T I L SÖLU Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar og tæki fyrir Vélamiöstöö Reykjavíkurborgar: 1. VolvoN10 vörubíll 2. VolvoF616 vörubíll 3. MAN 19. 281 4x4 vörubíll 4. Scania 112 6x4 vörubíll dráttarb. m/skífu. lamir f/pall 5. Toyota Corolla fólksbíll 6. Toyota Corolla fólksbíll 7. Toyota Corolla fólksbíll 8. Subaru Justy 4x4 fólksbíll 9. Subaru E10 4x4 sendibíll 10. Toyota Corolla fólksbíll 11. Toyota Corolla fólksbíll 12. Toyota Corolla fólksbíll 13. Izuzu DC 4x4 pallbíll 14. Daihatsu Rocky 4x4 jeppi 15. Massey Ferguson dráttarvél 16. Sláttuvél m/sogi á dráttarvél 17. Snjótönn á vörubíl 18. Keðjusláttuvél á dráttarvél 19 Vinnuhús af Benz 709 20. Sanddreifari árg. ? Hengdur á lítinn sturtupall. árg. 1984, 10 hjóla m/palli árg. 1983, 6 hjóla m/palli árg. 1982, dráttarbíll m/skífu_ _árg. 1983 árg. 1988 árg. 1987 árg. 1990 árg. 1987 árg. 1988 árg. 1990 árg. 1989 árg. 1990 árg. 1990 árg. 1990 árg. 1971 árg. (1990) árg. ? árg. ? árg. (1987) Tækin og bifreiöarnar verða til sýnis dagana 11.-13. maí n k. í porti Vélamiðstöðvar Skúlatúni 1. Opnun tilboða: miövikud. 13. maí 1998, kl. 15.00 á skrifstofu okkar Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tll hamingju með afmælið 11. maí 80 ára Bima Björnsdóttir, Hombrekku, Ólafsfiröi. 75 ára Gyða Þórarinsdóttir, Hamraborg 14, Kópavogi. Helga Sigurgeirsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigurður E. Jónasson, Efstalandi, Öxnadalshreppi. Hallveig Guðjónsdóttir, Stekkjartröð lla, Egilsstöðum. 70 ára Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kennari, Hvilft II, Önundarfirði. Gunnlaugur verður staddur í Reykjavík og tekur á móti vinum, samstarfsfólki og ætt- ingjum í Akogessalnum, Sól- túni 3, í dag kl. 17.00-19.00. Bjarni Gíslason, Hvassleiti 157, Reykjavík. Svava Sveinsdóttir, Hamrahlíð 25, Reykjavík. Bjarnþór Karlsson, Einimel 19, Reykjavík. Hulda Þorgrímsdóttir, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Þorbjöm Marteinsson, Kiðafelli, Kjósarhreppi. 60 ára Gunnar Malmquist, Vallarási 5, Reykjavík. Gissur Jónasson, Skarðshlíð 14d, Akureyri. 50 ára Ingimar Kjartansson, Kirkjuteigi 9, Reykjavík. Jón Óskarsson, Engjaseli 1, Reykjavík. Þóra G. Hafsteinsdóttir, Urriðakvísl 5, Reykjavík. Anna Pétursdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Jórunn Erla Sigurðardóttir, Lækjarsmára 64, Kópavogi. Arnór G. Ragnarsson, Gerðavegi 31, Garði. Erna Fossdal Júliusdóttir, Broddanesi I, Broddaneshreppi. Karl Franklín Magnússon, Munkaþverárstræti 24, Akureyri. Indriði Theódór Ólafsson, Þúfu, Vestur-Landeyjahreppi. Sigurður Friðbjömsson, Ásavegi 29, Vestmannaeyjum. 40 ára Halldór Jóhann Harðarson, Nökkvavogi 6, Reykjavík. Kristinn Sigurjón Jónsson, Nesvegi 67, Reykjavík. Jóhann Sigfússon, Ásgarði 15, Reykjavík. Hjálmar Bjamason, Efstahjalla 7, Kópavogi. Gróa Bjarnadóttir, Hrunastíg 1, Þingeyri. Ingibjörg M. Valgeirsdóttir, Brennihlíð 4, Sauðárkróki. Jóna Ósk Vignisdóttir, Grundargötu 6, Akureyri. Adam Ásgeir Óskarsson, Löngumýri 20, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.