Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 Fréttir Neyðarástand blasir við hætti hjúkrunarfræðingar: Öngþveiti hjá mörg- um fjölskyldum - segir formaður Félags aðstandenda alzheimersjúklinga „Við sem félag getum ósköp lítið gert annað en biðja þá sem að mál- um standa að semja og hlífa þessum einstaklingum sem hvergi eiga sök að máli,“ segir Maria Jónsdóttir, stjómarformaður FAAS, Félags áhugafólks og aðstandenda alz- heimersjúklinga og annarra minnis- sjúkra. Ófremdarástand blasir við á spitölum vegna uppsagna hjúkrun- arfræðinga sem taka eiga gildi 1. júlí. „Við skiljum mjög vel aðstöðu hjúkrunarfræðinga. Við höfum séð að með þessari svokölluðu vinnu- hagræðingu á spítölum hefur álagið á hjúkrunarfræðinga aukist án þess að þær fái fyr- ir það þau laun sem þeim ber. Aftur á móti getum við ekki hugsað þá hugsum til enda hvað muni gerast ef ekki verður samið. Fyrir nokkrum árum, þegar sjúkraliðar fóru í verkfall, komu ættingjar alzheimer- sjúklinga inn á sjúkrastof- urnar og reyndu að hjálpa til en það kemur enginn í stað hjúkrunarfræðinga. Þeir era með ýmislegt á sinni könnu, lyfjagjöf og annað sem enginn getur unnið nema þeir. Þetta fólk er alltof veikt, bæði andlega og líkamlega, til þess að það geti farið heim til sín. Heimilin eru ekkert í stakk búin til þess að taka á móti svona sjúku fólki og þetta myndi þýða öngþveiti í mörgum fjöl- skyldum. Þetta fólk hefur farið inn á stofnanir vegna þess að það var ekki hægt að hafa það heima. Það er algjörlega ósjálfbjarga og í mörgum tilfeOum er hætta á því að það fari sér að voða. Fá heimili eru þannig lokuð að fólk geti ekki rambað út annað- hvort á nóttu eða degi og þá er aldrei að vita hvað gerist. Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýn á að það verði samið fyrir 1. júli en ég vona það svo sannarlega. Við höf- um horft á heilbrigðiskerfið okkar dragast saman og brotna niður und- anfarin ár og okkur er alltaf sagt að það sé af peningaleysi en við vitum að það er ekki rétt. Við þykjumst vera menningar- þjóð en gera menningarþjóðir slíkt, að láta þeim sem eru sjúkir og aldr- aðir líða illa?“ -me María Jónsdótt- ir, stjórnarfor- maður FAAS. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, pakkar saman: Sætti mig ekki við sárabót „Ég var tilbúinn að vera bæjar- stjóri út næsta kjörtímabil en það virðist ekki hafa verið samstaða um það innan bæjarstjórnar. Þeir buðu mér samning til eins árs sem ég hef ákveðið að hafna. Mér finnst eitt ár einfaldlega of stuttur tími og treysti mér ekki til að vinna við þær aðstæður. Ég hef heldur ekki orðið var við annað en ánægju með störf mín sem bæjarstjóri og þess vegna kemur þessi afstaða bæjarstjómar mér nokkuð mikið á óvart. Ég sætti mig ekki við ein- hverja sárabót en ég get ekki litið þetta starfstilboð öðrum augum," segir Jón Gunnar Stefánsson sem hefur ákveðið að hætta sem bæjar- stjóri í Grindavík eftir sextán ára starf. í opna skjöldu Jón Gunnar hafði gert samning við nýja bæjarstjórn í Grindavík um að gegna starfi bæjarstjóra í eitt ár en á mánudaginn fyrir viku snerist honum hugur og nú segist hann hættur. Hallgrimur Bogason, forseti bæjarstjórnar, segir ákvörð- un bæjarstjórans hafa komið mönnum í opna skjöldu. „Við vitum ekki af hverju Jóni Gunnari snerist hugur en hann hafði undirritað samning til eins árs. Það kann að vera að honum hafi þótt þaö stuttur tími en það má ekki horfa fram hjá því að hann er kominn á aldur. Við höfum ekki leyft öðrum bæjarstarfsmönnum að vinna svo lengi, okkur finnst það einfaldlega ekki skynsamlegt. Jón Gunnar hefur starfað af miklum heilindum fyrir bæinn og á þakkir skildar fyrir störf sín í þennan Jón Gunnar Stefánsson er hættur eftir sextán ár í stól bæjarstjóra Grindavíkur. DV-mynd ÆMK langa tíma,“ segir Hallgrímur Boga- son, forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman í dag og þá mun væntanlega verða auglýst eftir nýjum bæjar- stjóra. -aþ www visir is í DAG FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Beinar lýsingar frá HM í knattspyrnu Kl. 15.30 Brasilía-Marokkó Kl. 19.00 Skotland-Noregur Spjallið - Inga Jóna Þórðardóttir mun spjalla við gesti visir.is kl. 16.00-17.00. Góð veðurspá á visir.is Kl. 17.00 mun visir.is opna nýjan og fjölbreyttan veðurvef í samvinnu við HALO. Bankastjórar muna ekki allt Fjölmiðlar eru þessa dagana að hneykslast á bankastjóra Búnaðarhankans og saka hann um aö hafa gefið vitlausar upplýsingar til Al- þingis. Þessar ásakanir koma í kjölfar ásak- ana í 'garð Landsbankans þegar bankinn sendi bankamálaráðherra rangar upplýsing- ar um laxveiðiferðir bankastjóranna. Nú er sagt aö Búnaðabankinn hafi endurtekið leik- inn og logiö viljandi að Alþingi. Sólon Sigurðsson er sem sagt sakaður um að hafa farið fimm sinnum í lax í Rangá án þess að segja frá því. Almannarómur segir að hann eigi að segja af sér eða þá að banka- málaráðherra og bankaráð eigi að þvinga Sól- on til afsagnar þar sem hann sé í nákvæm- lega sömu stöðu og bankastjórar Landsbank- ans þegar þeir gáfu villandi upplýsingar til Alþingis og lugu vísvitandi. En þetta er óþörf og ástæðulaus hvatvísi hjá fjölmiðlum og blóðþyrstum almenningi. Sólon laug engu. Hann bara gleymdi þessum veiðiferðum. Fyrst gleymdi Búnaðarbankinn að svara bréfi meö fyrirspurn um laxveiðar. Það getur alltaf komið fyrir að menn gleymi að svara bréfum, enda nóg að gera í bönkunum og afgreiða það sem hefur forgang og fyrirspumir frá ráðherrum mæta afgangi þegar mikið er að gera. Og svo þegar bréfið og fyrirspumin var itrek- uð fór Sólon heim til sín og svaraði bréfinu beint þaðan. ímyndið ykkur dugnaðinn í bankastjóran- um. Notaði frítímann til að svara bréfi frá ráð- herranum! Svo er verið að kvarta undan því að bankastjórar hafi of há laun! Nema það að í öllum flýtinum og sjálfboðaliða- starfinu heima gleymdi vesalings Sólon þessum veiðiferðum í Rangá. Nú er ekki gott að vita hvort hann gleymdi Rangárveiðinni af því að hann er í svo mörgum öðrum ám, sem eru miklu betri og dýrari, eða þá af hinu aö veiðiferðin var svo ómerkileg að það tók ekki að muna eftir henni. Auk þess skal þess getið að það var ekki aðalbankinn sem hafði kostað þessa ferð heldur eitt af útibúum Landsbankans sem er allt annar handleggur og alls ekki um það spurt hversu oft bankastjóramir veiða á vegum útibúanna. Enn frekar til áréttingar hefur Sólon bent réttilega á að þessar fimm ferðir hafi ekki kostað nema litlar sjö hundruð þúsund krón- ur og sjö hundruð þúsund krónur í augum bankastjóra eru ekki miklir peningar. Ekki einu sinni jafn hátt venjulegum mánaðarlaun- um hjá bankastjórum. Það tekur því ekki að vera eltast við svona smáræði. Og þess vegna gleyma bankastjórar að tína allt til. Formaður bankaráðsins tekur undir það með Sóloni að hér gæti misskilnings og þetta hafi verið mistök sem verði leiðrétt og ástæðulaust að gera of mikið úr þessum mis- tökum sem stafa af gleymsku og öðrum mis- tökum sem ekki er hægt að greina frá og al- menningi og Alþingi kemur ekki við. Þá má geta þess að Ríkisendurskoðun hef- ur verið greint frá þessum mistökum og þessum veiöiferðum í Rangá, sem vom mistök í sjálfu sér, og mistök bankstjórans hafa verið leiðrétt og hér er ekki við neinn að sakast þótt ráðherrann hafi fengið vitlaust svar og Alþingi hafi fengið vitlaust svar og bankastjórinn gleymdi veiðiferð- unum sem hann fór í af því aö þetta var vitlaus á sem hann fór í. Dagfari Stuttar fréttir dv Inga Jóna spjallar Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis- manna i Reykjavík, verður í net- spjalli hjá Vísi í dag. Spjallið hefst kl. 16. Slóðin er www.visir.is og smellt er á spjall. Bílvelta Á laugardaginn varð bílvelta í KoUafirðinum sunnanverðum við Broddanes. Maður og kona vom í bílnum og hlutu þau minni háttar meiðsl. Eftir skoðun á sjúkrahús- inu á Hólmavík gátu þau haldið fór sinni áfram. Kona slasaöist Kona slasaðist í bilveltu á Eyr- arbakkavegi, sunnan við Selfoss, á laugardagsmorgun. Talið er að konan hafi sofnað undir stýri. Meiðsl hennar reyndust ekki al- varleg. Féll af hestbaki Maður slasaðist á höfði þegar hann féU af hestbaki í fyrrinótt. Slysið átti sér stað í Gnúpverja- hreppi. Maöurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi. Hann var á batavegi í gær samkvæmt upp- lýsingum sjúkrahússins. Bæjarstjóri Árborgar Karl Björnsson hefur verið ráð- inn bæjarstjóri í sjötta stærsta sveitarfélagi landsins, Ár- borg. Það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi bæjarstjórnar þann 7. júní. sl. DV birti áður mynd af röngum manni. Nú birtist rétt mynd. Þrennt slasaðist Þrennt slasaöist í bUveltu í þjóðgarðinum á ÞmgvöUum að- faranótt sunnudags. Fólkið reynd- ist ekki alvarlega slasað. Síldarkvóti á þrotum SUdveiöi íslensku skipanna noröur í lögsögu Jan Mayen er að Ijúka. Frá því á föstudag hefur verið mjög góð veiði. Mörg is- lensku skipanna hafa þegar tekið kvóta sinn úr norsk-íslenska sUd- arstofninum og menn eru nú að gera sig klára fyrir nýja loðnuver- tið sem hefst nk. laugardag. 40 ökufantar Lögreglan á Akureyri hafði um helgina hendur í hári 40 öku- manna sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Helmingur þeirra ók of hratt innanbæjar en hinir skammt utan bæjarins. Tveir þessara máttu sjá á eftir ökuskír- teini sínu. Námsgagnastofnun Ingibjörg Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Náms- gagnastofnunar til fimm ára. Menntamálaráðuneytið veitti starfið. Um starfið sóttu Bene- dikt Jónsson, Eyjólfur Pétur Hafstein, Haukur Viggósson, Jörundur Guðmundsson og Tryggvi Jakobsson, auk Ingi- bjargar. Lyf í fóðri Neytendasamtök á Norðurlönd- um krefjast þess í yfirlýsingu að bann verði lagt viö blöndun fúkkalyfja í fóður dýra á öllu EES- svæðinu. Morgunblaðið greindi frá. Lömb skotin Sauðkind og tvö lömb fundust dauð við þjóöveginn á Mývatnsör- æfum skammt vestan við Jökulsá á Fjöllum. Þormóður rammi Þormóður rammi hefur stofn- aö nýtt hlutafélag, Egilssíld elif. sem yfirtekur reykhús félagsins. Hið nýja félag verður selt rekstr- arstjóra reykhúss, Jóhannesi Egilssyni. Viöskiptablaðið greindi frá. -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.