Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 28
32
Sviðsljós
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
SKSSWHHMl
ALLTAF
NYTT
OG FERSKJ
Bœjarhrauni 24 - 220 Hafnarfirði - sími 555 3466
fiaíísf
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
TRAKTORSGRÖFUR
Case 580K „S“ árg.1989
Case 580K árg. 1990
Case 580K árg. 1989
Case 580K árg. 1989
Case 580F árg. 1978
MF 50 HX árg. 1986
Kr. 1.800.000 án vsk.
Kr. 1.800.000 án vsk.
Kr. 1.700.000 án vsk.
Kr. 1.600.000 án vsk.
Kr. 420.000 án vsk.
Kr. 1.100.000 án vsk.
BOBCAT VINNUVÉLAR
BOBCAT 743 árg.
BOBCAT 743 árg.
BOBCAT 753 árg.
BOBCAT 763 árg.
BOBCAT 220 árg.
1989 Kr.
1991 Kr.
1991 Kr.
1995 Kr.
1992 Kr.
800.000 án vsk.
1.000.000 án vsk.
1.100.000 án vsk.
1.350.000 án vsk.
850.000 án vsk.
VÉLAR&
.....PJÉNUSTAhf
JÁRNHÁLSI 2,110 REYKJAVlK, SÍMI 587 6500, FAX 567 4274
Ekki er nú öll vitleysan eins:
Geri of feit fyr-
ir Hollywood
Ekki er víst að Geri Halliwell
riði feitum hesti frá glimmerborg-
inni Hollywood. Kryddpían fyrr-
verandi ku víst þykja hafa of mik-
ið til að klípa í til að vera al-
mennilega gjaldgeng á þeim slóð-
um. Svo segir að minnsta kosti
breska æsiblaðið News of the
World. Og þá hlýtur það að vera
rétt.
Geri flaug til Hollywood fljót-
lega eftir að hún sagði skilið við
þær Mel B., Mel C., Emmu og
Victoriu. Þar ætlaði stúlkan að
tryggja sér hlutverk i kvikmynd
sem gera á eftir vinsælum sjón-
varpsþáttum frá áttunda áratugn-
um, Charlie’s Angels.
Enska heimsfréttablaöið segir
að Geri þyki bæði of feit og of illi-
leg, auk þess sem túttumar á
henni þykja í stærra lagi. Enda
muna lesendur væntanlega eftir
því að Mel okkar B. lagði það í
vana sinn að stríða Geri þegar
annað brjóstið braut af sér öll
bönd og slapp úr prísundinni sem
Geri Halliwell þykir hafa of stóra búbba
til að komast áfram í kvikmyndaborg-
inni miklu.
föt stúlkunnar voru. Að vísu voru
fötin þau efnisrýr í meira lagi.
En meir af Hollywood-ævintýr-
um Geri. Hún ætlaði að krækja sér
í hlutverk Jill Munroe sem engu
ómerkari kynbomba en Farrah
Fawcett lék með miklmn glæsibrag
á sínum tima. Framleiðandi þátt-
anna, hinn vellauðugi Aaron Spell-
ing, mun hins vegar hafa ákveðið
að vísa leikkonunni upprennandi
frá áður en hún gengist undir
hæfnispróflð.
Traustir heimildarmenn höfðu
eftir Spelling að hann teldi að
stúlkan ætti enga framtíð fyrir sér
i kvikmyndaleik, enginn tæki konu
með svona stór brjóst alvarlega.
Mönnum þykir þó skjóta skökku
við að sílikondrottningin Jenny
McCarthy hefur einmitt fengið
hlutverk í áðumefndri kvikmynd.
Geri lætur þó ekki svona smáat-
vik slá sig út af laginu, ef svo má til
oröa taka. Kryddpían fyrrverandi
er komin heim til Englands að
huga að framtíð sinni í sjónvarpi.
Hár er svo sannarlega höfuðprýöi hjá þessari fallegu búlgörsku fyrirsætu.
Það var tískufrömuðurinn Tania Mihaleva sem hannaöi þessa sérstæðu hár-
greiöslu fyrir sýningu í menningarhöllinni í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu.
Greinir frá heitum
nóttum með Mel B
Finna rak í rogastans fyrir helgina
þegar fyrrverandi Herra Finnland,
Henry Saari, greindi í viðtali í síð-
degisblaðinu Iltalehti frá heitum
nóttum með Kryddpíunni Mel B.
Samkvæmt frásögn fegurðarkóngs-
ins hittust hann og Mel B, fyrrver-
andi tengdadóttir íslands, í fyrsta
sinn í Hollywood í janúar síðastliðn-
um. Næsti fundur þeirra var í Ma-
drid á Spáni í mars og sá síðasti í
Helsinki núna í maí þegar Kryddpí-
urnar héldu tónleika þar.
Það sem þykir gera frásögn Herra
Finnlands ótrúverðuga er sú stað-
reynd að hann, eins og reyndar
sumar Kryddpíumar, hefur að
hluta haft ofan af fyrir sér með því
að sitja fyrir nakinn.
Fingraför tekin
hjá Tarantino
Þar hitti skrattinn ömmu sína.
Bandaríski kvikmyndaleikstjór-
inn Quentin Tarantino mátti
þola það fyrir helgi að tekin
væm af honum fingraför, eins og
hann væri ótíndur bófl. Rétt eins
og margur kappinn í myndum
hans. Quentin hefur nefnilega
verið ákærður fyrir að gefa konu
á kjaftinn og mátti því sæta þess-
ari meðferð.
George Michael
út með konu
Ekkert má nú. Breski poppar-
inn George Michael, sem kom út
úr skápnum fyrir ekki margt
löngu og tilkynnti umheiminum
að hann væri hommi, sást úti að
borða með fallegri konu um helg-
ina. Að sögn netútgáfu breska
blaðsins Mirror fengu George og
falleg brúnhærð ung kona sér
gott í gogginn á Momo’s, vinsæl-
um marokkóskum stað.