Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 14
bi apií CYAN MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 Lykillinn að fegurðmdir- Að geta kafað í undir- ^ ^ I /I^ djúpum vatna og sjávar / i M i Æ ¥ M £ M M/ M M/ M i i er lykill að annarri ver- J ^ ^ öld. Þeir eru þó ekki ýkja i M margir sem litið hafa dýrð * djúpanna augum, kannski þykirflestum það fjarlægur draumur sem erfittsé að láta rætast. Tilveran ræddi við Matthías Bjarnason, köfunarkennara hjá Iíöfunarskólanum, en hann vill meina að köfun sé aðgengileg fyrir alla og aðstæður á íslandi sambærilegar því sem best gerist í heiminum. Margir halda að það sé ekkert sérstakt að kafa hér við strendur íslands en það er mikill og leiðinlegur misskiln- ingur. Þó við byggjum afkomu okkar á fisk- veiðum virðist sem fólk haldi almennt að við kafarar sjáum enga flska hér og það sé lítið til að skoða. Þvert á móti erum við oft að upplifa aðstæður sem eru margfalt stór- brotnari en á mörgum stöðum er- lendis,“ segir Matthías og nefnir þar sérstaklega gjárnar á Þingvöll- um þar sem aðstæður til köfunar eru einstakar. Hvorki kalt né dýrt Þeir sem aldrei hafa kafað gætu ímyndað sér að of kalt væri hér á ís- landi til að stunda þessa tegund áhugamáls. Matthías þvertekur fyrir það. „Það er aldrei of kalt til að kafa. Kafarar klæða sig einfaldlega í sam- ræmi við kuldann. Innan undir bún- ingunum erum viö klædd í fatnað í samræmi við það hitastig sem við erum að kafa í og lengd köfunarinn- ar.“ íslenskar lopapeysur og vaðmál gilda ekki neðansjávar. Matthías er að tala um sérhannaðan fatnað inn- an undir köfunarbúningana. Miðað við allan þann búnað sem þarf til að kafa mætti því ætla að köfun væri dýrt áhugamál. „Nei, i rauninni er þetta mjög ódýrt sport. Köfunar- búningurinn og allt sem honum fylgir er ódýrara en flestir halda og algengt að fólk kaupi hann notaðan. Eftir að búið er að koma garðurinn á Þingvöllum er reyndar eini staður- inn í heiminum, sem ég veit um, þar sem kaf- arar þurfa að borga sig ofan í gjárnar. Á með- an við borgum þama þúsund kalla ofan í gjárn- ar ganga aðrir ókeypis um þær gjár sem eru á landi. Sem er náttúrlega fáránlegt og óréttlátt að mínu mati,“ segir Matthías. ert fari úrskeiðis. „Námskeiðið er þannig brotið upp að nemendur ganga í gegn- um hvert stig á fætur öðru á markvissan hátt. Það kemur bæði í veg heiminum. upp bunaði er kostnað- lít urmn sem Þjoð- Matthías leiöbeinir nemendum í Sundhöll Reykjavíkur. Aö námskeiöi loknu öölast fólk svo réttindi til aö kafa hvar sem DV-myndir Teitur Öryggiskennd mikilvæg Námskeiðin hjá Matthíasi eru í tveimur hlutum. Annars vegar bóklegum og hins vegar verklegum. í bók- lega hlutanum er farið yfir eðlisfræði, meðferð á búnaði og allar þær æfingar sem á að gera þegar í sjó er komið. Matthías segir að það sé margt sem huga þurfi að svo að ekk- fyrir að óhöpp komi fyrir og að fólk verði óör- uggt með sjálft sig eins og oft gerðist hér áður. Ef einhver fær til dæmis innilokunarkennd í kafi vinnum við að því að viðkomandi yfir- stígi það vandamál. Á endanum ná flestir að slappa vel af í kafi,“ segir Matthías og bætir viö að þegar nemendur fara í fyrsta sinn í sjó eða laug séu þeir aldrei fleiri en þrír svo hann geti fylgst vel með öllum. Köfun metin í framhaldsskólum Þegar nemendur hafa lokið námskeiði hjá Matthíasi fá þeir réttindi sem gefa þeim með- Matthías Bjarnason köfunarkennari segir köfun vera fyrir mjög breiöan aldurshóp og nefn- ir 73 ára gamla konu sem ákvaö að læra að kafa einn góöan veður- dag. Hún stóö sig víst með prýöi. al annars kost á að leigja búnað erlend- is. Þá er hægt að kafa á stöðum sem eru þekktir fyrir glæsilegt dýralíf og óþarfi að vera með leiðbeinanda. Þannig sjá menn líka miklu meira, að sögn Matthíasar. „I Köfunarskólan- um bjóðum við fólki líka að taka bóklegu námskeiðin hér heima en verklega hlutann í sumarfrí- inu úti í löndum. Það er skemmtileg- ur kostur," segir Matthías. Sumarið hefur farið vel af stað á námskeið- um Köfunarskólans og nokkrir hafa þegar út- skrifast með köfunarréttindi. Það sem Matthí- as er ánægðastur með þessa dagana eru nám- skeið sem hann hefur tengt framhaldsskóla- námi. „í vor byrjaði ég með námskeið sem ég fékk samþykkt til eininga í nokkrum framhalds- skólum. Nemendur þeirra skóla fá þrjár ein- ingar í frjálsu vali eftir að hafa lokið nám- skeiði í Köfunarskólanum. Þetta þykir mér mjög skemmtileg nýbreytni og vonandi verð- ur hún til þess að fleiri fái áhuga á köfun,“ segir Matthías. -ilk Pátur Jónsson, sjómaður og verðandi kafari: Langaði alltaf að prófa þetta Deliu- kallinn Pétur Jónsson lætur sér ekki allt fyr ir brjósti brenna. Köfunin er aöeins eitt af mörgum áhugamálum hans. étur Jónsson er einn af þess- m líflegu mönnum sem hafa gaman að því að prófa eitthvað nýtt. Hann segist reyndar sjálfur vera algjör dellukall og áhugamálin í gegnum tíðina hafa verið nokkur. „Ég er sjómaður og köfunin hefur alltaf togað í mig. Það er langt síðan ég fékk áhuga á þessu en það er fyrst nú sem ég læt verða af því að fara á námskeið. Eftir á að hyggja er ég glaður að ég lét verða af þessu því það hefur tíminn á námskeiðinu hefur verið hinn skemmtilegasti. Það er nú reyndar farið að styttast í lokaprófin hjá mér en ég flnn ekki fyrir kvíða gagnvart þeim. Námskeiðið hefur verið það öflugt að ég er ekki vitund hræddur um að falla. Það er raunar mín skoðun að allir geti lært að kafa ef þeir hara leggja sig fram um að læra undirstöðuatriðin," segir Pétur. Á kafi í áhugamálum í sumar hefur Pétur hugsað sér að kafa sem oftast og koma sér í gott form. „Ég er nú bara þannig að ég er alltaf á kafi í áhugamálum þannig að það má reikna með að ég helli mér í köfunina um leið og ég útskrifast af námskeiðinu. Mínir nánustu eru til dæmis orðnir vanir því að skotveiðin taki drjúgan tíma hjá mér. Þrátt fyrir fjarvistir vegna áhugamálanna þá er konan mín bara hin ánægðasta með þetta nýjasta áhugamál. Þegar ég verð fullnuma í köfuninni stefni ég á að læra fallhlífa- stökk," segir Pétur og verður vafalaust ekki skotaskuld að leysa það verkefni eins og önnur. -ilk/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.