Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
Neytendur
i>v
Verökönnun DV á ís:
Töluverður verðmunur
200
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
130
125
135
Isbjörninn Dairy
■
145
ísbúð ísbúöin Ishöllin Svarti
ís með súkkulaðidýfu
185
180
160
160
140
125
130
Skalli
Skalli
Eddufelli Queen vesturbæjar Alfheimum Melhaga svanurinn Hraunbæ Laugalæk Reykja- Garöa-
víkurvegi torgi
Skalli Söluturn Nesti Isbúðin Fossnesti Hyrnan
Kaupvangs-
stræti
DV-graf IH
DV kannaði í gær verð á ís í brauð-
formi á höfuðborgarsvæðinu, Akur-
eyri, Selfossi og í Borgamesi. Alls
voru 14 ísbúðir í könnuninni. Af þeim
hefur Dairy Queen tvær búðir og
Nesti fjórar. Sama verðið er á öllum
útsölustöðum þeirra. Þær eru því tald-
ar sem ein búð hvor. Athugað var verð
á millistærð af ís í brauðformi, með
dýfu og með dýfu og hrísi. Einnig verð
á bamaís.
Skalli, Reykjavíkurvegi og Hraun-
bæ, og Sælgætis- og videóhöllin,
Garðatorgi, selja aðeins stóran og lít-
inn ís. Sama gildir um Isbúðina, Kaup-
vangsstræti 3 á Akureyri, Fossnesti á
Selfossi og Hymuna í Borgamesi.
Þessum krökkum þykir ís býsna
Ijúffengur.
Ódýrt í Svarta svaninum
Svarti svanurinn er með lægsta
verðið í þremur af fjórum flokkum
sem kannaðir voru. ís í brauðformi
kostar 100 kr. þar. ís með dýfu kostar
120 kr. og ís með dýfu og hrísi 140 kr.
Barnaís er hins vegar ódýrastur í ís-
höllinni við Melhaga og í Fossnesti á
Selfossi. Þar kostar hann 75 kr. sem er
fimm krónum ódýrara en í Svarta
svaninum. íshöllin býður ís í brauð-
formi á 110 kr., með dýfu á 130 kr. og
með hrísi kostar hann 170 kr.
Tilboð í Fossnesti
Fossnesti á Selfossi er með ís-
daga. Þar kostar ís í brauðformi 110
kr., með dýfu 130 kr. ís meö dýfu og
hrísi kostar 150 kr. og barnaís kost-
ar, eins og áður sagði, 75 kr.
í Isbúðinni, Kaupvangsstræti 3 á
Akureyri, kostar ísinn 165 kr., 185
kr. meö dýfu og 210 kr. með dýfu og
hrísi. Þetta er hæsta verðið í úrtak-
inu fyrir þessar tegundir. Barnaís-
inn kostar 120 kr. á Akureyri en er
dýrastur á 130 kr. i Hyrnunni í
Borgarnesi. Þar kostar ísinn 160 kr.,
180 kr. með dýfu og 200 kr. með dýfu
og hrísi. Þessar búðir bjóða aðeins
upp á stóran og lítinn ís.
Svipað verð
Verðið er á svipuðu róli hjá
mörgum búðanna. ísbjörninn,
Eddufelli 6, Dairy Queen, Hjarðar-
haga og Ingólfstorgi, ísbúð Vestur-
bæjar og íshöllin eru allar með ís í
brauðformi á 110 kr. Barnaísar hjá
sömu búðum kosta 80. kr. ísbúðin í
Álfheimum selur ís í brauðformi á
120 kr. Sama verð er boðið hjá
Skalla við Laugalæk. Nesti á Ár-
túnshöfða, Bíldshöfða, í Fossvogi og
við Reykjavíkurveg hefur sama
verð. Þar kostar ís í formi 115 kr.,
með dýfu 125 kr. og barnaís 80 kr.
Ekki er boðið upp á hrís hjá Nesti.
Mikill munur
Munurinn á hæsta og lægsta
verði er talsverður. Svarti svanur-
inn selur ís í formi á 100 kr. en ís-
búðin, Kaupvangsstræti, á 165 kr.
Þar munar 65 kr. Sömu búðir bjóða
ís með dýfu á 120 og 185 kr. Þar
munar einnig 65 kr. Þá munar 70 kr.
á ís með dýfu og hrísi.
Dýrasti barnaísinn kostaði 130 kr.
í Hyrnunni en sá ódýrasti 75 kr. í
Fossnesti og íshöllinni við Melhaga.
-sf
f kvöld á ingólfskaffi
Bein útsending verdur á Bylgjunni
f samvinnu við Giraf
Látið ykkur ekki vanta á
besta ball vikunnar
Sálin hans Jóns míns og Bylgjan
í kvöld á ingólfskaffi