Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 wtennmg ítölsk tónlist í sex aldir Nú verður ódýrara með hverjum deginum að gefa út geislaplötur og er svo komið að nánast hver tónlistarmaður getur látið gera fyrir sig slíkar plötur til að hafa upp á vasann. Til að anna tónlistarmönnum og ýmiss konar minni- hlutahópum í tónlistarlíflnu hefur sprottið upp aragrúi lítilla útgáfufyrirtækja sem lifa mis- jafnlega lengi. Ég hef áður látið í ljós hrifningu mína á litlu útgáfufyrirtæki í París sem kallar sig Opus 111 og er rekið af nokkrum harðduglegum og smekkvísum konum. Fyrirtækinu var hleypt af stokkunum með framúrskarandi upptökum af ítalskri barokktónlist með fiðluleik- aranum og stjórnandan- um Fabio Biondi. En í framhaldinu fór Opus 111 að keppa við önnur útgáfufyrirtæki á mið- aldatónlistarmarkaðin- um, t.d. með sveitinni Micrologus, einnig með góðum árangri. Þegar Opus 111 hóf síðan að gefa út bæði kirkjutónlist og pí- anósónötur Schuberts fóru tónlistaráhugamenn að sperra eyrun fyrir alvöru. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson fyllsta jafnvægi. Við þetta má bæta að aðstand- endur Opus 111 hafa vit á að búa geislaplötum sínum umgjörð við hæfi. Nú hefur Opus 111 farið af stað með útgáfu sem á sér enga hliðstæðu sem ég þekki; nefni- lega að ausa af Aðal útgáfunnar er að sjálfsögðu fullkominn trúnaður við þá tónlist sem tekin er upp hveiju sinni en hún hefur einnig verið fundvís á tónlist- arfólk sem ekki er búið að útjaska; ég nefni til dæmis rússneska píanóleikarann Olgu Tverskayu. Þar að auki hafa sjálfar upptökumar verið nær hnökralausar, kristalstærar og í gjörvallri tónlistarhefð einstakra héraða eða borga á Ítalíu, frá upp- hafi og fram á 18. öld, og munu ítalskir og franskir hljóðfæraleikarar sjá um spilamennsk- una. Útgáfan tekur ekki einasta til sígildrar tón- listar heldur einnig til þjóðlaga og danstónlistar. Til dæmis er ætlunin að gera skil tónlistarlífi Piedmont-héraðs á Norður-Ítalíu á 50 geislaplöt- um en þar störfuðu tónlistarmenn frá Genf, Nice, Sardiníu og auðvitað konungdæminu í Savoy. Meðal þekktustu tónskálda í Piedmont voru þeir Gaetano Pugnani og Felice Giardini sem undirritaður þekkti einungis af afspurn. Plata frá Opus 111 í þessum flokki með fimm strengjakvartettum Giardinis varð honum mik- il opinberun, ekki aðeins vegna spilamenns- kunnar (LAstrée kvartettinn) heldur vegna uppáfinningasemi höfundar og vandaðra vinnu- bragða. Opus 111 gerir tónlistarheföinni í Napóli sömu skil en þar er af að taka. í Napólí sóttu menn sér tónlistaráhrif og tónlistarmenn í til Grikklands, Spánar, Frakklands, jafnvel til Marokkó, og þar reis barokktón- listin einna hæst á ítaliu, jafnvel í Evrópu íjörvallri. Á 18. öld oru þar til dæmis 4 tón- listarskólar starfandi á sama tima og voru 400 nemendur í hverjum skóla. Tónskáld á borð við Provenzale, Scarlatti, Pergolesi og Cimarosa voru öll viðloðandi Napólí einhvern hluta starfsævi sinnar og veittu innblástur ágætum tónskáldum meðal heimamanna sem fáir þekkja í dag. Einn þeirra er Cristofaro Cares- ana (1640-1709) sem hér er kynntur með jóla- kantötu sem mér þótti mikið til um. Síðan áformar Opus 111 að hefja útgáfu á tón- list frá öðrum héruðum á Ítalíu. Miðað við gæði áður óþekktrar tónlistar sem útgáfan hefur þeg- ar dregið fram í dagsljósið er ástæða til að kæt- ast við tilhugsunina. Tesori del Piedmonte, Tesori di Napoli Opus 111 Umboð á íslandi: JAPIS l i t r t n a GEF OSS IDAG VOR DAGLEGU LÆRI Ætli það hafi ekki verið ’86 sem brezk blaða- kona benti eiginkonum, unnustum, mæðrum og dætrum á að horfa á heimsmeistarakeppn- ina með karlpeningnum, þvi þarna trylltu glæsilegustu læri veraldar um vellina. 1990 ákvað alþjóðaknattspyrnuráðið að buxna- skálmar liðanna skyldu sikkaðar um tæpt fet, svo aðeins sæjust eggjandi hnjákollar piltanna. Það var þá þegar orðið of seint. Milljónir kvenna höfðu uppgötvað kósakka-heilkennin. Þau lýsa sér þannig að stillilegar konur sem stunda skrifstofuvinnu, fara í hárgreiðslu, smyrja brauð þunnt með glæru gervibrauð- smyrsli, kaupa alltaf sömu gerð bómullarnær- fata, ganga í skóm með hálfháum hæl og inn- leggi og kinka kolli á mannamótum, komast í snertingu við frumforrit homo sensuens. Ein- hver flött, feyskin fruma minnisbankans hrekkur upp hungruð og sýgur í sig safa úr nærliggjandi holdi (ef eitthvað er; annars bíður hún eftir næsta vatnsglasi) og rifjar upp að það er sá sem hraðast getur hlaupið, hæst öskrað og mest sparkað sem er hentugastur til undan- eldis, ef hliðsjón er tekin af afkomulíkum kyn- stofnsins. Þó nútímakonan taki sjaldnast mið af þessum fágætu hæfileikum karldýrsins þeg- ar hún velur sér maka, þá leynist í forsöguleg- um arfberum hennar gott auga fyrir stæltum lærum, svitablautu hári, tútnum hálsæðum og vörum sem stríkka af bardagagleði. Fjölmiðlar Auður Haralds Því er það að fleiri konur en karlmenn horfa á Boltann. Þar sem Boltinn er eins og Drottinn, alltaf nærverandi, þá hefur félagsleg gæðasam- vera ásamt nánum tjáskiptum næsta legið niðri síðan hann hófst. Það er helzt að maður geti haft samband við karlmenn án þess að höfnunarkenndir manns séu endurreistar með fáum, skyrptum orðum: Nei! Ég er að horfa á leikinn! Þrátt fyrir dragsíðar buxum- ar (verða þeir með blæju 2002?) gerðist það samt um daginn, að ég fann djúpa þörf fyrir að horfa á tuttugu og tvo sveitta. Kveikti ég á tækinu og var að fara að sækja vistir, þegar við mér blasti ófögur sjón. Þrjú prúðbúin að snæðingi í sjónvarpssal. Gekk svo á með uppskriftum og andalærum og það get ég svarið, að þessi þijú skorpnu fuglslæri komu engan veginn í staðinn fyrir þessi 48 íturvöxnu sem ég ætlaði að gæða mér á. Upplýsingar um á hvaða síðu textavarps- ins uppskriftina að dauðum andafótum væri að finna hafa síðan yfirgnæft umfiöllun um lifandi, fiörlega fætur. Fyrir þær húsmæður sem enn höfðu ekki náð upp nægum vanmætti gagnvart heimsmeistarakeppninni var síðan matreitt créme brulée í beinni með logsuðutæki. Liggja nú matmæður fótboltafiklanna í sárum, því næst heimta þeir að allur HM-matur verði eld- aður með logsuðutæki. Hvað var þessi alklæddi, mjúkholda mat- sveinn að gera þarna? Var þetta ný íþrótta- mannaþolraun? Fyrst þurftu kempur bara að geta stokkið, synt eða sparkað. Næst urðu þær að geta haldið uppi samræðum um átökin. Og nú þurfa þær að geta borðað með hníf og gaffli í beinni. Er enginn endir á því hvað er lagt á þetta fólk! Davíð á Gráa kettinum Tímaritið Nordisk Litteratur er komið út. Menningarsíðan greinir stolt frá því að það er Silja Aðalsteinsdóttir sem situr í ritnefnd fýrir íslands hönd í fiarveru Ástráðs Eysteinssonar. t ritinu er ýmislegt gómsætt. Til dæm- is er sagt frá bókum Karen Syberg og Jens Andersen um rithöfundinn Tove Ditlevsen. Syberg kemst víst að þeirri niðurstöðu að Ditlevsen hafi búið yfir hrikalegu valdi til þess að fá fólk til að leika þau hlutverk sem hún skipaði því í. Og a.m.k. í bókum sínum hafi hún afltaf átt síðasta orðið. Bráðskemmtilegt samnor- rænt menningarslúður er nýj- ung hjá Nordisk litteratur. Sögur úr jólabókaflóðinu á Norðurlöndum sem alla jafna fara ekki út fyrir landsteina hvers lands. „i nágrannalöndunum eru skrifaðar bækur um forsætis- ráðherra. Á íslandi skrifar hins vegar forsætisráðherrann bók.“ Á þessum orðum hefst klausa sem greinir frá uppi- standi á Alþingi vegna bók- menntaáhuga forsætisráð- herra. Eins og fólki er líklega enn í fersku minni varð Davíð Oddsson að þjóðskáldi í desember eftir að bókin Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar kom út og fékk víðast hvar glimrandi dóma. Stjórnarandstöðunni þótti það hins vegar ekkert merkilegt. Sigríður Albertsdóttir skrifar um ljóðabók Matthíasar Johannessens, Vötn þín og vængur. Umfiöllunin ber yfir- skriftina Ljóði er aldrei lokið og segir Sigríður meðal annars að ljóð Matthlasar fialli um samspil lifs og dauða, svo sem ótta, grimmd og sársauka tengd dauðan- um - því eina sem maöurinn á fyrir víst í tilverunni. Hún talar einnig um óþolin- mæði Matthíasar í garð mannskepnunn- ar sem virðist ekkert læra af reynslunni og hefur lítið breyst í gegnum aldimar. Hugur mannsins stríðir enn við steina Sísifosar. Gróur Birgis Andréssonar Heigi Hjaltalín rekur í kjallara Vestur- götu 10 Gallerí 20m2. Gafleríið er eins og nafnið ber meö sér ekki stórvaxið þó að þar hafi hin síðari ár sést margt af merkilegri myndlist. Birgir Andrésson myndlistarmaður opnaði þar á laugardaginn sýningu sem hann kýs að kalla Islendingaspjall. Á fiórum hillum getur að líta nokkrar kon- ur á þjóðbúningum sem spjafla saman um náungann eins og íslendingum ein- um er lagið. Með hneykslunartóni og af örlítilli rætni en samt þó af innilegri fróðleiksfýsn og jafnvel undir því yfirsk- ini að umhyggja fyrir velferð náungans ráði fór. Guðmundur Oddur Magnússon segir m.a. í sýningarskrá að þessar is- lensku gróur séu hlaðnar minningum um útsýni íslenska eldhúsgluggans sem sum- um finnist ein merkilegasta rúða í ver- öldinni. „Sviðið fyrir framan þennan eldhús- glugga hér er eins konar vitnisburður um misvinda- sama sambúð listamanns- ins við þjóð sína og vini,“ segir goddur enn fremur. Orð að sönnu, því sumir þykjast þekkja ýmsa karaktera úr þjóðlífinu, og jafnvel listamanninn sjálf- an í neikvæðum orða- flaumi kjaftakerlinganna. Við opnunina var Birgir Andrésson vændur um kvenfyrirlitningu. Á sýn- ingunni eru það jú einung- is konur sem leggja það fyrir sig að tala svona um náungann, sem er furðu algeng sýn þó að vel þekkt séu þau ummæli ágætrar konu að hún hafi „aldrei vitað aðrar eins kjaftakerlingar og karlmenn.“ Listamaðurinn viðurkenndi ómeðvit- aða kvenfyrirlitninguna fúslega en bætti við að löngun hans hefði verið að sýna fram á umtal sem þjóðareinkenni. Og hvað er þjóðlegra en konur í þjóðbúning- um? Sýningin stendur til 28. júní og verður hún opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 15.00 til 18.00. Umsjón Þórunn Hrefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.