Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998
Spurningin
Hver finnst þér vera falleg-
asti staöur á íslandi?
Díana Sigurðardóttir leikskóla-
stjóri: Ásbyrgi.
Ellen Rut Gunnarsdóttir leik-
skólakennari: Siglufjörður.
Kristinn Jónsson framkvæmda-
stjóri: Ásbyrgi.
Þóra Ingvadóttir leikskólakenn-
ari: Hvalfjörðurinn.
Sigrún Þóra Gunnarsdóttir leik-
skólakennari: Þingvellir.
Lesendur
Bankastjórar
vinna sér inn bita
Ólafur Sigurðsson skrifar:
Skýrsla um Landsbankamálið
svonefnda hefur nú séð dagsins ljós.
Mörgum hefur áreiðanlega verið
innanbrjósts eins og mér þegar ég
heyrði fréttina. Það var eins og
blautri tusku hefði verið slengt
framan í mann. Bankastjóramir þrír
voru nánast hvítþvegnir og eftirmál
afskrifuð að fullu. - Bankastjóramir
þrír unnu sér því inn álitlegan bita
þegar öllu var á botninn hvolft.
Hvað á svona skrípaleikur að
þýða? Er þetta það sem koma skal í
íslensku réttarkerfi? Höfum við
ekki heyrt fréttir um að hjá lögregl-
unni í Reykjavík séu nú að renna
upp nýir og breyttir tímar? Betri
skil og regla á innri starfsháttum,
eftirfylgni með smærri sem stærri
afbrotum og meira eftirlit og varð-
staða gagnvart öryggi almennings.
Á sama tíma er því skellt framan i
almenning að menn í ábyrgðarstöð-
um i einum stærsta banka lands-
manna, bankastjórarnir sjálfir, sem
var gert að taka pokann sinn, megi
í friði fara, með 8 mánaða laun í
farteskinu að auki. - Rétt eins og
þeir hafi lokið sérstakri og dyggri
þjónustu fyrir land og þjóð.
Hvemig bregst nú títtnefndur al-
menningur við þessari afgreiðslu í
máli bankastjóranna? Og hvemig
leggur hann út af henni, svo langt
sem skyggnast má bak við palisand-
erklædda veggi Landsbankans? Er
þetta kannski eðlileg afgreiðsla?
Skyldu ekki einhverjir spyrja: Úr
Fyrrverandi landsbankastjórar. - Nánast hvítþvegnir með 8 mánaöa
kaupaupa í farteskinu, segir m.a. í bréfinu.
því þessum mönnum er sleppt með
skrekkinn, að viðbættum 8 mánaða
launum í kaupbæti, hversu vel mun
þá bankinn ekki gera við góða við-
skiptamenn sem hafa auk þess
greitt honum vexti svo tugþúsund-
um, stundum milljónum, skiptir?
Þeir hljóta að fá verulega umbun.
Eða hugsa menn sem svo: Hér býr
bingó að baki. - Eru ráðamenn bara
ekki hræddir við Sverri Hermanns-
son og þá hina, að þeir hafi hugsan-
lega hótað uppljóstrunum í stórum
stil um sitthvað annað sem enn er
geymt en ekki gleymt - í samskipt-
um þeirra við Landsbankann - per-
sónulega eða gagnvart einhverjum
stofnunum í stjómsýslunni?
Það er að minnsta kosti ekki eðli-
leg afgreiðslan á þessum þætti
Landsbankamálsins, það liggur í
augum uppi. Einhver eða einhverjir
eru að fela sig eða aðra. Greinar-
gerð lögmanns í hringhendustíl
verður líklega rannsóknarefni sögu-
skoðara á embættisfærslu síðari
tíma „heilagra" í íslenskri stjórn-
sýslu.
Leiðrétting við ummæli
Guðm. Einarsson, forstj. Heilsu-
gæslimnar í Reykjavík, skrifar:
Mér er skylt að leiðrétta ummæli
sem fram komu í viðtali við hjúkr-
unarfræðing á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur þriðjud. 9. þ.m. - í viötali
þessu er verið að bera saman laun
hjúkrunarfræðings á sjúkrahúsinu
og sendils í Heilsugæslunni í Reyka-
vík. Ljóst er að umræddur hjúkrun-
arfræðingur er með einkennilegar
upplýsingar um laun i Heilsugæsl-
imni.
Við, stjórnendur Heilsugæslunn-
ar, vildum helst geta greitt sem best
laun en því miöur getum við ekki
greitt laun neitt í líkingu við það
sem umræddur hjúkrunarfræðing-
ur virðist halda. í kjarasamningi
hjúkrunarfræðinga frá því 9. júni
1997 eru lægstu laun (þ.e. byrjunar-
laun hjúkrunarfræðings sem er
ekki eldri en 24 ára) kr. 101.974.
Ekki er mér kunnugt um hvort
nokkur hjúkrunarfræöingur er í
þeim launaflokki.
Samkvæmt því tilboði sem siðast
var lagt fram af hálfu Heilsugæsl-
unnar í aðlögunamefnd hjúkrunar-
fræðinga yrðu byrjunarlaun hjúkr-
unarfræðings i HeUsugæslunni, þ.e.
yngri en 25 ára, kr. 108.232 og eftir
því sem ég best veit yrði enginn
hjúkmnarfræðingur sem nú starfar
í Heilsugæslunni í Reykjavík með
lægri laun en kr. 116.596. Meðallaun
allra hjúkrunarfræðinga yrðu kr.
141.817. Byrjunarlaun sendils í Heil-
sugæslunni eru kr. 77.573 og með
áunnum starfsaldurshækkunum kr.
86.094. Byrjunarlaun tannfræðings
(að loknu 3ja ára háskólanámi), sem
einnig væri 24 ára, em kr. 104.479
og vegna starfsaldurshækkana hef-
ur sá tannfræðingur sem starfar nú
hjá Heilsusgæslunni kr. 115.957.
Mér er kunnugt um að einhverjar
töflur, ómerktar, um meint laun hjá
félagsfólki SFR, sem starfar hjá Heil-
sugæslunni, hafa verið í umferð
meðal hjúkrunarfræðinga. í töflum
þessum er farið rangt með þann
samning sem nýlega var gerður við
SFR. Hér er um mjög óheppilegar
rangfærslur að ræða og að sjálfsögðu
eru útreikningar þeir sem þar eru
sýndir ekki komnir frá okkur.
a
myndbandi
í Oddsskarði á Austfjörðum.
að aka hringveginn ýmissa orsaka
vegna, einkum því að vita ekki
hvernig vegurinn er og hvar hann
liggur nákvæmlega, t.d. hvort hátt
er í sjó niður við firði og flóa og
annað í þeim dúr. Með myndbandi,
sem sýndi veginn fram undan og
ýmis kennileiti, yröi mörgum gert
auðveldara fyrir að leggja í sína
fyrstu hringferð um landið. - Svona
myndbandsspóla yrði áreiðanlega
söluhá á markaðinum.
Hringvegurinn
Friðbjöm hringdi:
Ég hef furðað mig á því að engum
skuli hafa dottið í hug að taka upp
mynd sem sem sýnir hringveginn í
kringum landið til upplýsinga fyrir
allan almenning og svo erlenda
ferðamenn sérstaklega. Á erlendum
sjónvarpsstöðvum eru svona mynd-
bönd mjög vinsæl til sýninga og
stöðvarnar láta svona bönd gjarnan
rúlla að næturlagi í stað þess að
hafa „dauðan skjá“ ella.
Margir íslendingar eru hikandi
5000
li kl. 14 og 16
í síma
m§[Í® A þjónusla
allan
Hetjusaga konu
Svíinur hringdi:
í rabbi Jónasar Jónassonar eitt
fóstudagskvöldið fyrir nokkru, og
var endurtekið sl. miðvikudags-
kvöld, var rætt við Sólveigu Kar-
velsdóttur sem hafði fengið
krabbamein. Lýsing hennar á að-
draganda sjúkdómsins var í senn
sannferðug, fróðleg og grípandi.
Óvenjulegt er að heyra svona lýs-
ingu frá hendi sjúklings sem hef-
ur nánast verið dauðadæmdur en
náð sér á strik svo sem átti sér
stað hjá Sólveigu. Maður verður
gagntekinn af svona lýsingu.
Margir þættir Jónasar eru feikna
góðir en þessi þáttur var í sér
flokki hvað snertir einkamál eins
einstaklings sem sagði frá átak-
anlegri reynslu. Þakka góða
þætti.
Tilstandið
með Keikó
Á.K. hringdi:
Ég tek heilshugar undir les-
endabréf í DV sl. fimmtudag þar
sem borin er saman meðferðin og
undirbúningurinn á komu hvals-
ins Keikó og svo því þegar er-
lendir borgarar flytja hingað til
lands. Það er eins og dýrið hafí
þar forgang í hvívetna. Hann er
næstum orðinn heilagur, likt og
kýmar á Indlandi. Og ég spyr
eins og bréfritari sl. fimmtudag:
Er virkilega ætlunin að láta
Keikó-nafhið halda sér á dýrinu
hingað komnu en útlendingar
þurfa að bíða árum saman eftir
ríkisborgararétti og íslensku
nafhi? Þetta er nú orðið hlægi-
legt.
Ávextirnir
í Bónusi
Ásdis Sigurðard. skrifar:
Ég vil svara Kolbrúnu sem
hringdi til DV með athugasemd
vegna ávaxtanna í Bónusi. Ég er
ein þehra sem versla ávallt í
Bónusi og líkar vel, enda gott að
geta sparað. Er ég kaupi ávexti
þá vel ég gaumgæfilega og helst
til tveggja daga í einu. Sé ég svo
óheppin að uppgötva þegar heim
er komið að ávöxtur sé lélegur þá
einfaldlega tek ég hann með mér
næst er ég fer í Bónus og skila
honum og fæ annan í staðinn.
Þetta er sparnaður.
Jarðskjálfti
og göngin
Hjálmar hringdi:
Maðui- er að heyra, óstaðfest
að vísu, að í jarðskjálftahrinun-
um um daginn hafi komið fram
sprungumyndanir í Hvalfjarðar-
göngunum. Það væri svo sem
ekkert ósennilegt, minna lætur
nú undan I svoleiöis hamagangi.
En þetta þarf að kanna, þótt ekki
sé orðrómurinn réttur. Ég hef
enn hroll í mér eftir að hafa horft
á þýska sjónvarpsmynd fyrir
nokkru þar sem jörðin bókstaf-
lega gleypti heilan strætisvagn
með farþegum. Skáldsaga að vísu
en óhugnanleg. Maður vill vera
viss um Hvalfjarðargöngin og
vonandi verða þau okkur til
blessunar.
Halim Al orðinn
leiðigjarn
Guðríður skrifar:
Enn eru að koma fréttir um ný
réttarhöld yfir Halim A1 hinum
tyrkneska. Ný og ný fyrirskipun
frá hinum og þessum stofhunum,
jafnvel alþjóðlegum dómstólum,
á hendur Halim vegna brots á
umgengnisrétti Sophiu Hansen
við dætim þeirra Halims A1 virð-
ast ekki hrína á honum. Maður
fer nú að verða leiður á þessum
fréttum sem ekkert er að marka
frekar en endranær. En myndu
blessaðar stúlkumar vilja skipta
um aðsetur eftir allan þennan
tima? Best væri að lausn fyndist
en er nokkur von til þess héðan
af?