Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 Utlönd Jeltsín Rússlandsforseti stendur í ströngu: Þjarmað að Milos- evic vegna Kosovo Færeyjar: Sveitarfélögum býðst endurfjár- mögnun skulda Skuldum vafin sveitarfélög í Færeyjum hafa fengið tilboð frá erlendum fjárfesta um að endur- fjártnagna milljarðaskuldir sínar. Tilboðið, sem danskt endurskoð- unarfyrirtæki haföi milligöngu um, hljóðar upp á fimm prósent vexti, að því er færeyska útvarpið upplýsti í gær. Mörg sveitarfélag- anna greiöa nú allt að níu prósent vexti af skuldum sínum. Að sögn færeyska útvarpsins skulda færeysku sveitarfélögin tæpa tuttugu miiljaröa íslenskra króna og eru mörg þeirra í alvar- legum kröggum. Rússnesk stjómvöld ætla aö reyna að þrýsta í dag á Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta að láta nú af ofsóknum sínum á hendur Al- bönum í Kosovohéraði í Serbíu. Rússamir ætla að flytja Milosevic þau boð að þeir hafi jafnmiklar áhyggjur og hann af hemaðaríhlut- un Atlantshafsbandalagsins (NATO). Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að viðræðumar í Moskvu væru síðasta tækifæri Milosevic til að koma í veg fyrir íhlutun. Átökin í Kosovo, þar sem meirihluti íbúanna er af al- bönsku bergi brotinn, hafa þegar kostað um þrjú hundruð mannslíf. Milosevic kom til Moskvu í gær- kvöld. Hann ræddi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta 1 morgun og í há- deginu snæddi hann með Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rúss- lands. Þjóðir heims lögðu í síðustu viku fram kröfur á hendur Milosevic og var Prímakov með í því. Stjórnvöld í Moskvu undirstrikuðu hins vegar í gær að þau væru ekki alveg sam- stíga öðrum. ígor. Sergejev landvamaráðherra sagði að hann hefði ekki fengið við- vörun um heræfingar NATO yfir Makedóníu og Albaníu svona rétt fyrir fundina meö Milosevic í Moskvu. Rússar gera sér vonir um að styrkja ímynd sína út á við með því að knýja fram pólitíska lausn á Kosovodeilunni. Moskvustjórnin kallað hermála- fulltrúa sinn hjá NATO heim vegna heræfinganna, sem var ætlað að sýna Milosevic að þjóðir heims væm reiðubúnar að grípa til vald- beitingar færi samningaleiðin út um þúfur. Stjórnvöld í Washington vísuðu á bug fullyrðinginn Sergejevs um að Rússar hefðu ekki fengið að vita af heræfingunum. Bandaríkjamenn gerðu einnig lítið úr ágreiningnum við Rússa og sögðu að heræfingarn- ar hefðu ekki borið á góma í símtali Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Jeltsíns Rússlandsforseta í gær. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims í gær til að koma í veg fyrir að stríð í líkingu við það sem geisaði í Bosníu brytist út í Kosovohéraði. Bandarískir embættismenn vildu ekki vera með neinar getgátur um hvort tækist að fá Jeltsín til að sam- þykkja hernaðaraðgerðir gegn Serbum, færi svo að viðræðurnar í Moskvu bæru ekki árangur. Þeir sögðust þess fullvissir að Rússar mundu þrýsta á Milosevic aö láta af ofsóknunum. „Okkur skilst að rúss- neski forsetinn ætli að flytja Milos- evic harðorð skilaboð og við vonum að hann hafi vit á því að nýta sér þetta tækifæri," sagði James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, við fréttamenn í gær. Stuttar fréttir Verðhrun í New York Hrun varð í kauphöllinni í New York í gær vegna kreppunnar í Asíu og fall japanska jensins. Fundur öfgaleiðtoga Jean-Marie Le Pen og Gerhard Frey, leiðtogar hægriöfga- flokka í Frakk- landi og Þýska- landi, hittust í Strasborg í gær. Leiðtogarnir undirrituðu samkomulag um aukna sam- vinnu þjóðfylkinganna í Frakk- landi og Þýskalandi. Bjargað úr helli Tveimur unglingsstúlkum hef- ur verið bjargað eftir 42 daga dvöl í helli. Þær höfðu villst ásamt tveimur öðrum skólasystrum sín- um sem létust í hellinum. Stúlk- urnar nærðust einungis á vatni. mmmmmmummmmmBm Dansherra óskast Dama, fædd 1984, 157 cm, óskar eftir dansherra til æfinga og keppni í frjálsum riðli. Viðkomandi þarf að hafa mikinn áhuga og metnað og vera tilbúinn að æfa vel. Upplýsingar í símum 554 4122 og 552 0620. Utanríkisráðuneytið Læknar Auglýst er eítir tveimur læknum til starfa f heilsugæslusveit innan firiðar- r læknum til stana í neilsugæslusveit ínnan frióar- afsbandalagsins (SFOK.) í Bosníu-Hersegóvínu. cnr verkstjóm breska hersins skv. samningi milli íslenskra og breskra stjómvalda. gœslusveita Atlantshaj Sveitin mun starfa um Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum sem geta i sjálfstætt við eniðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðr l unnið sjáttstætt viö ertiöar aöstæöur, eiga auövelt meö aö umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er ao viðkomandi hafi gott vald á ensku og mikla aðlögunarhæfileika. Æskilegt væri, en ekki skilyrði, að fá skurðlækna (helst bæklunarskurð- lækna) eða svæfingarlækna. í ágúst 1998 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1998 og ráðningartíminn verði sex til sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisáðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 1998. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar. Vantar blaðbera í Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mofellsbæ, Seltjarnarnes og Kópavog. Strandgötu 31, Akureyri, Þverholti 14, Reykjavík, símar 460 6100 og 800 7080. Flóttakona frá Kosovohéraöi í Serbíu grætur yfir sofandi barni sínu eftir komuna til Albaníu meö 350 öörum flóttamönnum. Þar bíöur fólkiö nú eftir aöstoö alþjóölegra hjálparstofnana. Elísabet drottningarmóðir: Setur aldursmet Þegar Nelson Mandela, forseti S- Afríku, sló Elísabetu II Englands- drottningu gullhamra i gær og sagði hana líta vel út, svaraði drottning- in: „Ég er dóttir móður minnar.“ Elísabet drottningarmóðir náði þeim áfanga í gær að verða sá með- limur bresku konungsfjölskyldunn- ar sem nær hæstum aldri. Hún var í gær 97 ára og 315 daga. Drottning- armóðirin sló þar með met Alice prinsessu sem lést árið 1981. Drottningarmóðirin giftist inn í bresku konungsfjölskylduna 1923 og var 51 árs þegar eiginmaður henn- ar, George VI, lést 1952. Elísabet veröur 98 ára 4. ágúst næstkom- andi. Þrátt fyrir að hafa nýlega geng- ist undir tvær mjaðmaliðaaðgerðir sinnir drottningarmóðirin enn op- inberum störfum. Elísabet drottningarmóöir. Símamynd Reuter Skothríð í skóla Tveir særðust í skóla í Richtnond í Bandaríkjunum í gær þegar hleypt var af byssu. 14 ára unglingur var gripinn. Eldur í sendiráði Eldur kom upp í sendiráði Bandaríkjanna í Guineu-Bissau í gærkvöld eftir aö sprengju var varpað á það. Ráöherra rekinn Habibie Indónesíuforseti rak í gær dómsmálaráöherra sinn, Sujono, sem skipaður var í emb- ætti í mars. Sujono sætti gagn- rýni fyrir að lýsa því ekki yfir opinberlega að rannsókn færi fram á auðæfum Suharto-fjöl- skyldunnar. Ortega vill friöhelgi Fyrrverandi forseti Níkaragva, Daniel Ortega, krafðist fyrir rétti í gær þinghelgi vegna ásakana um að hann hefði misnotað stjúp- dóttur sína kynferöislega. Sagði Ortega ásakanirnar lið í pólitísku samsæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.